Uppgjör: Valur - Víkingur 2-2 | Gylfi Þór jafnaði metin úr umdeildri vítaspyrnu Hjörvar Ólafsson skrifar 18. júní 2024 22:30 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar vel og innilega eftir að hafa skorað úr víti. Vísir/Pawel Valur og Víkingur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í toppslag í 11. umferð Bestu deildar karla á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Val stig með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Valdimar Þór Ingimundarson kom Víkingi yfir með snotru skallamarki á 35. mínútu leiksins en það var Aron Elís Þrándarson sem átti góða fyrirgjöf á Valdimar Þór sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði svo metin í upphafi seinni hálfleiks úr vítaspyrnu sem dæmd var á Niko Hansen fyrir að brjóta á Jónatan Inga Jónssyni. Niko Hansen bætti upp fyrir það að hafa brotið af sér í vítaspyrnunni þegar hann náði forystunni fyrir gestina úr Fossvoginum skömmu síðar. Erlingur Agnarsson hafði þá betur í baráttu sinni við Sigurð Egil Lárusson á hægri kantinum. Erlingur komst upp að endamörkum og lagði boltann út á Niko sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Það var svo í uppbótartíma leiksins sem Valur skoraði jöfnuarmark leiksins. Ingvar Jónsson felldi þá Guðmund Andra Tryggvason og Ívar Orri Kristjánsson benti á vítapunktinn. Ingvar Jónsson fellir hér Guðmund Andra Tryggvason og vítaspyrna dæmd. Vísir/Pawel Víkingar inni á vellinum, á varamannabekknum og í stúkunni voru æfir út í þessa ákvörðun dómarans en Gylfi Þór var lítið að velta því fyrir sér þegar hann skoraði aftur af feykilegu öryggi af vítapunktinum. Lokastaðan í þessum bráðfjöruga leik sem tæplega 2000 manns lögðu leið sína á til þess að horfa á 2-2 jafntefli. Víkingur hefur nú 26 stig eftir 11 leiki á toppi deildarinnar en Breiðablik og Valur koma þar á eftir með 22 stig hvort í öðru til þriðja sæti. Breiðablik á leik til góða á liðin á Víking og Val en Blikar fá KA-menn í heimsókn í Kópavoginn í lokaleik 11. umferðarinnar annað kvöld. Arnar Grétarsson var ánægður með spilamennsku lærisveina sinna. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson: Mér fannst við verskulda þetta stig „Mér fannst við heilt yfir bara mjög flottir í þessum leik og burtséð frá því hvort við hefðum jafnað eða ekki þá hefði ég verið sátttu við frammistöðu minna manna. Mér fannst við byrja leikinn vel og vera ofan á fram að miðbik fyrri hálfleiks þegar þeir náðu yfirhöndinni og tökum á leiknum,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. „Það var skrýtin tilfinning sem ég hafði að vera undir í hálfleik og mér fannst við eiga nógu mörg upphlaup til þess að fara með forskot inn í hálfleikinn. Þeir náðu bara að tvöfalda á okkur á kantana sem þeir eru góðir í og setja inn fyrirgjafir sem við náðum ekki að díla við,“ sagði Arnar enn fremur. „Við sýndum karakter að ná að jafna leikinn eftir að hafa lent undir aftur. Eins og ég sagði þá fannst mér við eiga eitt stig og raunar öll þrjú skilin fyrir vinnusemina okkar og spilamennskuna. Við tökum þessu stig og höldum bara áfram,“ sagði Arnar um leikinn. Arnar Bergmann Gunnlaugsson: Skiptir engu máli hvað ég segi „Mín fyrstu viðbrögð eru bara að þetta var frábær auglýsing fyrir íslenskan fótbolta. Frábær einstaklingsgæði í Valsliðinu og strúkturinn í okkar liði ofboðslega góður. Við vorum búnir að ná að pinga þá niður þegar við komumst yfir í fyrri hálfleik og ég var mjög sáttur við hvernig við spiluðum þennan leik,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um þróun leiksins. „Við fórum kannski full langt aftur eftir að við komumst í 2-1 og ég veit ekki hvort að það hafi verið vegna þess að þeir náðu að þrýsta okkur niður eða við fórum of langt niður með varnarlínuna. Mér fannst við geta nýtt stöðurnar sem við fengum í seinni hálfleik betur og við vorum full sloppy á boltann eftir að við komumst í 2-1. Við fengum þá trekk í trekk stöður þar sem við vorum í yfirtölu og fórum illa með þær,“ sagði Arnar Bergmann þar að auki. Aðspurður um vítapsyrnurnar sem Víkingur fékk á sig var Arnar Bergmann fámáll: „Æi það skiptir engu máli hvað ég segi og ég ætla bara frekar að einblína á hvað þetta var frábær fótboltaleikur og að við höfum náð í sterkt stig á erfiðum útivelli. Þetta er bara flott niðurstaða og við tökum þessu stigi,“ sagði hann um vítaspyrnudómana sem hann mótmælti kröftulega á meðan á leiknum stóð. Arnar Bergmann Gunnlaugsson vildi ekkert tjá sig um vítaspyrnudómana. Vísir/Pawel Atvik leiksins Mesti hasarinn var í kringnum vítaspyrnuna sem Ívar Orri dæmdi í uppbótartíma leiksins og sú ákvörðun verður vafalítið rædd í þaula á kaffistofum landsins. Ég er nokkuð viss um að skoðun Arnars Bergmanns Gunnlaugsson á Ívari Orra frá því síðasta sumar hafi allavega lítið breyst. Stjörnur og skúrkar Gylfi Þór var öryggið uppmálað á vítapunktinum og tryggði Val eitt stig. Birkir Már var góður í hægri bakverðinum hjá Val og Kristinn Freyr inni á miðsvæðinu. Aron Elís var öflugur inni á miðjunni hjá Víkingi og lagði upp fyrra mark gestanna, Erlingur var góður á hægri kantinum og Oliver Ekroth í hjarta varnarinnar. Stemning og umgjörð Það var fullt í stúkunni eins og vera ber á stórleik sem þessum. Umgjörðin hjá Valsmönnum var flott og bæði lið voru rækilega studd í þessum mikilvæga leik. Dómarar leiksins Ívar Orri og dómarateymi hans létu leikinn flæða vel og það gott tempó í þessum leik. Seinni vítaspyrnan sem Valur fékk var umdeilanleg og Niko Hansen gerði tilkall til vítapsyrnu í fyrri hálfleik. Dómarar leiksins fá sjö í einkunn. Jónatan Ingi Jónsson nældi í vítaspyrnu í leiknum og Valdimar Þór Ingimundarson skoraði fyrra mark Víkingsliðins. Vísir/Pawel Besta deild karla Valur Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn
Valur og Víkingur skildu jöfn, 2-2, þegar liðin mættust í toppslag í 11. umferð Bestu deildar karla á N1-vellinum að Hlíðarenda í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Val stig með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma leiksins. Valdimar Þór Ingimundarson kom Víkingi yfir með snotru skallamarki á 35. mínútu leiksins en það var Aron Elís Þrándarson sem átti góða fyrirgjöf á Valdimar Þór sem skallaði boltann í netið af stuttu færi. Gylfi Þór Sigurðsson jafnaði svo metin í upphafi seinni hálfleiks úr vítaspyrnu sem dæmd var á Niko Hansen fyrir að brjóta á Jónatan Inga Jónssyni. Niko Hansen bætti upp fyrir það að hafa brotið af sér í vítaspyrnunni þegar hann náði forystunni fyrir gestina úr Fossvoginum skömmu síðar. Erlingur Agnarsson hafði þá betur í baráttu sinni við Sigurð Egil Lárusson á hægri kantinum. Erlingur komst upp að endamörkum og lagði boltann út á Niko sem skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Það var svo í uppbótartíma leiksins sem Valur skoraði jöfnuarmark leiksins. Ingvar Jónsson felldi þá Guðmund Andra Tryggvason og Ívar Orri Kristjánsson benti á vítapunktinn. Ingvar Jónsson fellir hér Guðmund Andra Tryggvason og vítaspyrna dæmd. Vísir/Pawel Víkingar inni á vellinum, á varamannabekknum og í stúkunni voru æfir út í þessa ákvörðun dómarans en Gylfi Þór var lítið að velta því fyrir sér þegar hann skoraði aftur af feykilegu öryggi af vítapunktinum. Lokastaðan í þessum bráðfjöruga leik sem tæplega 2000 manns lögðu leið sína á til þess að horfa á 2-2 jafntefli. Víkingur hefur nú 26 stig eftir 11 leiki á toppi deildarinnar en Breiðablik og Valur koma þar á eftir með 22 stig hvort í öðru til þriðja sæti. Breiðablik á leik til góða á liðin á Víking og Val en Blikar fá KA-menn í heimsókn í Kópavoginn í lokaleik 11. umferðarinnar annað kvöld. Arnar Grétarsson var ánægður með spilamennsku lærisveina sinna. Vísir/Pawel Arnar Grétarsson: Mér fannst við verskulda þetta stig „Mér fannst við heilt yfir bara mjög flottir í þessum leik og burtséð frá því hvort við hefðum jafnað eða ekki þá hefði ég verið sátttu við frammistöðu minna manna. Mér fannst við byrja leikinn vel og vera ofan á fram að miðbik fyrri hálfleiks þegar þeir náðu yfirhöndinni og tökum á leiknum,“ sagði Arnar Grétarsson, þjálfari Vals. „Það var skrýtin tilfinning sem ég hafði að vera undir í hálfleik og mér fannst við eiga nógu mörg upphlaup til þess að fara með forskot inn í hálfleikinn. Þeir náðu bara að tvöfalda á okkur á kantana sem þeir eru góðir í og setja inn fyrirgjafir sem við náðum ekki að díla við,“ sagði Arnar enn fremur. „Við sýndum karakter að ná að jafna leikinn eftir að hafa lent undir aftur. Eins og ég sagði þá fannst mér við eiga eitt stig og raunar öll þrjú skilin fyrir vinnusemina okkar og spilamennskuna. Við tökum þessu stig og höldum bara áfram,“ sagði Arnar um leikinn. Arnar Bergmann Gunnlaugsson: Skiptir engu máli hvað ég segi „Mín fyrstu viðbrögð eru bara að þetta var frábær auglýsing fyrir íslenskan fótbolta. Frábær einstaklingsgæði í Valsliðinu og strúkturinn í okkar liði ofboðslega góður. Við vorum búnir að ná að pinga þá niður þegar við komumst yfir í fyrri hálfleik og ég var mjög sáttur við hvernig við spiluðum þennan leik,“ sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, um þróun leiksins. „Við fórum kannski full langt aftur eftir að við komumst í 2-1 og ég veit ekki hvort að það hafi verið vegna þess að þeir náðu að þrýsta okkur niður eða við fórum of langt niður með varnarlínuna. Mér fannst við geta nýtt stöðurnar sem við fengum í seinni hálfleik betur og við vorum full sloppy á boltann eftir að við komumst í 2-1. Við fengum þá trekk í trekk stöður þar sem við vorum í yfirtölu og fórum illa með þær,“ sagði Arnar Bergmann þar að auki. Aðspurður um vítapsyrnurnar sem Víkingur fékk á sig var Arnar Bergmann fámáll: „Æi það skiptir engu máli hvað ég segi og ég ætla bara frekar að einblína á hvað þetta var frábær fótboltaleikur og að við höfum náð í sterkt stig á erfiðum útivelli. Þetta er bara flott niðurstaða og við tökum þessu stigi,“ sagði hann um vítaspyrnudómana sem hann mótmælti kröftulega á meðan á leiknum stóð. Arnar Bergmann Gunnlaugsson vildi ekkert tjá sig um vítaspyrnudómana. Vísir/Pawel Atvik leiksins Mesti hasarinn var í kringnum vítaspyrnuna sem Ívar Orri dæmdi í uppbótartíma leiksins og sú ákvörðun verður vafalítið rædd í þaula á kaffistofum landsins. Ég er nokkuð viss um að skoðun Arnars Bergmanns Gunnlaugsson á Ívari Orra frá því síðasta sumar hafi allavega lítið breyst. Stjörnur og skúrkar Gylfi Þór var öryggið uppmálað á vítapunktinum og tryggði Val eitt stig. Birkir Már var góður í hægri bakverðinum hjá Val og Kristinn Freyr inni á miðsvæðinu. Aron Elís var öflugur inni á miðjunni hjá Víkingi og lagði upp fyrra mark gestanna, Erlingur var góður á hægri kantinum og Oliver Ekroth í hjarta varnarinnar. Stemning og umgjörð Það var fullt í stúkunni eins og vera ber á stórleik sem þessum. Umgjörðin hjá Valsmönnum var flott og bæði lið voru rækilega studd í þessum mikilvæga leik. Dómarar leiksins Ívar Orri og dómarateymi hans létu leikinn flæða vel og það gott tempó í þessum leik. Seinni vítaspyrnan sem Valur fékk var umdeilanleg og Niko Hansen gerði tilkall til vítapsyrnu í fyrri hálfleik. Dómarar leiksins fá sjö í einkunn. Jónatan Ingi Jónsson nældi í vítaspyrnu í leiknum og Valdimar Þór Ingimundarson skoraði fyrra mark Víkingsliðins. Vísir/Pawel
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti