Uppgjör: Þróttur - Fylkir 1-0 | Þróttur náði í afar mikilvæg stig í fallbaráttuslag gegn Fylki í Laugardalnum Hjörvar Ólafsson skrifar 25. júní 2024 19:48 Freyja Karín, framherji Þróttar. Vísir/Hulda Margrét Þróttur lagði Fylki að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í fallbaráttuslag í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. Það var Sigríður Théódóra Guðmundsdóttir sem skoraði sigurmark Þróttar og tryggði Laugardalsliðinu mikilvæg þrjú stig í baráttu sinni um að þoka sér frá fallsvæðinu. Mark Sigríðar Theódóru var afar snoturt en skot hennar úr vítateig Fylkis fór í fallegum sveig upp í samskeytin. Þróttarar voru heilt yfir strerkari aðilinn í leiknum, voru meira með boltann og sköpuðu fleiri hættulegar stöður og færi. Af þeim sökum var sigurinn sanngjarn. Þessi sigur skaut Þrótti upp í sjötta sæti deildarinnar en liðið hefur 10 stig líkt og Tindastóll sem er sæti neðar þar sem Þróttur hefur betri markatölu. Fylkir vermir aftur á móti botnsæti deildarinnar með sín fimm stig. Keflavík er sæti ofar með sex stig og þar fyrir ofan er Stjarnan með níu stig. FH er í fjórða sæti með 13 stig og Víkingur í því fimmta með 12 stig. Ólafur Kristjánsson á hliðarlínunniVísir / Anton Brink Ólafur Helgi: Gáfum fá færi á okkur „Það sem gladdi mig mest var hvað við fáum fá færi á okkur í þessum leik. Þær náðu aldei að ógna okkur að neinu ráði fannst mér og það gefur mikið að hafa náð að halda hreinu. Flotið á boltanum var helst til hægt í fyrri hálfleik en það lagaðist í seinni hálfleik og við sköpuðum nokkur fín færi til þess að skora fleiri mörk. Það hafa ekki verið nein þyngsli í hópnum þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi farið rólega af stað. Það eru leiðtogar í þessum hóp sem hafa haldið uppi andanum og við höfum verið sátt við frammistöðuna þrátt fyrir að sigrarnir hafi ekki komið fyrr en í síðustu leikjum liðsins. Nú er bara að freista þess að halda áfram að tína stig í pokann,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar. „Mér fannst varnarlínan mjög solid í þessum leik og Álfa, fyrirliði, tók mikið til sín inni á miðsvæðinu. Vinstri vængurinn, Caroline og Leah, náðu vel saman og sköpuðu usla trekk í trekk. Sigríður skoraði svo gott mark þannig að það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum tekið með okkur í næstu leiki okkar í deildinni,“ sagði Ólafur Helgi enn fremur. Gunnar Magnús: Leikmenn lögðu líf og sál í leikinn „Þetta er afar svekkjandi niðurstaða, sérstaklega þar sem leikmenn lögðu líf og sál í verkefnið en uppskera ekkert fyrir það. Þróttarar voru þéttar fyrir að þessu sinni og við náðum ekki að brjóta þær á bak aftur. Við sköpuðum fínar stöður en það vantaði herslumuninn til að klára það marki,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. „Við gáfum þeim forgjöf í upphafi leiks með því að verjast ekki nógu vel þegar þær skoruðu en eftir það var þetta barningur og jafnræði með liðunum. Þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var en því miður féll þetta þeirra megin að þessu sinni. Það eru komnir sjö tapleikir í röð í deildinni og augljóslega verður róðurinn þyngri með hverju tapinu. Okkur vantar að brjóta ísinn með einum sigurleik. Spilamennskan hefur verið fín í allt sumar en hlutirnir eru ekki að detta með okkur. Við þurfum bara að halda áfram og snúa bökum saman, það er ekkert annað í boði,“ sagði hann um stöðu mála. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis.Vísir / Anton Brink Atvik leiksins Sigurmarkið sem Sigríður Theódóra skoraði var það sem gladdi augað mest. Hnitmaðað skot sem rataði rétta leið. Stjörnur og skúrkar Samvinna Caroline Murray og Leah Maryann Pais á vinstri vængnum var einkar góð og voru þær síógnarndi með fyrirgjöfum sínum. Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir var öflug inni á miðsvæðinu og kórónaði flotta frammistöðu sína með stórglæsilegu sigurmarki. Sóknarleikur Fylkis var fremur bitlaus í þessum leik en það var samtillt þróttleysi gestann sem varð til þess að þær náðu lítið sem ekkert að velgja heimakonum undir uggum. Maria Radojicic átti reyndar góða innkomu af varamannabekknum en það dugði ekki til. Dómari leiksins Gunnar Freyr Róbertsson og teymi hans áttu hnökralausan leik. Gunnar Freyr lét leikinn hljóta vel og engar ákvarðanir hans orkuðu tvímælis. Þar af leiðandi fær Gunnar Freyr og samstarfsfélagar hans átta í einkunn. Stemming og umgjörð Vaskir sveinar og Gunnar Helgason í samfloti við aðra Köttara studdu sínar konur með ráðum og dáðum. Það var bara nokkuð vel mætt í Laugardalinn í kvöld og stemmingin bara fín. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Fylkir
Þróttur lagði Fylki að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í fallbaráttuslag í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Avis-vellinum í Laugardalnum í kvöld. Það var Sigríður Théódóra Guðmundsdóttir sem skoraði sigurmark Þróttar og tryggði Laugardalsliðinu mikilvæg þrjú stig í baráttu sinni um að þoka sér frá fallsvæðinu. Mark Sigríðar Theódóru var afar snoturt en skot hennar úr vítateig Fylkis fór í fallegum sveig upp í samskeytin. Þróttarar voru heilt yfir strerkari aðilinn í leiknum, voru meira með boltann og sköpuðu fleiri hættulegar stöður og færi. Af þeim sökum var sigurinn sanngjarn. Þessi sigur skaut Þrótti upp í sjötta sæti deildarinnar en liðið hefur 10 stig líkt og Tindastóll sem er sæti neðar þar sem Þróttur hefur betri markatölu. Fylkir vermir aftur á móti botnsæti deildarinnar með sín fimm stig. Keflavík er sæti ofar með sex stig og þar fyrir ofan er Stjarnan með níu stig. FH er í fjórða sæti með 13 stig og Víkingur í því fimmta með 12 stig. Ólafur Kristjánsson á hliðarlínunniVísir / Anton Brink Ólafur Helgi: Gáfum fá færi á okkur „Það sem gladdi mig mest var hvað við fáum fá færi á okkur í þessum leik. Þær náðu aldei að ógna okkur að neinu ráði fannst mér og það gefur mikið að hafa náð að halda hreinu. Flotið á boltanum var helst til hægt í fyrri hálfleik en það lagaðist í seinni hálfleik og við sköpuðum nokkur fín færi til þess að skora fleiri mörk. Það hafa ekki verið nein þyngsli í hópnum þrátt fyrir að stigasöfnunin hafi farið rólega af stað. Það eru leiðtogar í þessum hóp sem hafa haldið uppi andanum og við höfum verið sátt við frammistöðuna þrátt fyrir að sigrarnir hafi ekki komið fyrr en í síðustu leikjum liðsins. Nú er bara að freista þess að halda áfram að tína stig í pokann,“ sagði Ólafur Helgi Kristjánsson, þjálfari Þróttar. „Mér fannst varnarlínan mjög solid í þessum leik og Álfa, fyrirliði, tók mikið til sín inni á miðsvæðinu. Vinstri vængurinn, Caroline og Leah, náðu vel saman og sköpuðu usla trekk í trekk. Sigríður skoraði svo gott mark þannig að það er fullt af jákvæðum punktum sem við getum tekið með okkur í næstu leiki okkar í deildinni,“ sagði Ólafur Helgi enn fremur. Gunnar Magnús: Leikmenn lögðu líf og sál í leikinn „Þetta er afar svekkjandi niðurstaða, sérstaklega þar sem leikmenn lögðu líf og sál í verkefnið en uppskera ekkert fyrir það. Þróttarar voru þéttar fyrir að þessu sinni og við náðum ekki að brjóta þær á bak aftur. Við sköpuðum fínar stöður en það vantaði herslumuninn til að klára það marki,“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis. „Við gáfum þeim forgjöf í upphafi leiks með því að verjast ekki nógu vel þegar þær skoruðu en eftir það var þetta barningur og jafnræði með liðunum. Þetta hefði getað dottið hvoru megin sem var en því miður féll þetta þeirra megin að þessu sinni. Það eru komnir sjö tapleikir í röð í deildinni og augljóslega verður róðurinn þyngri með hverju tapinu. Okkur vantar að brjóta ísinn með einum sigurleik. Spilamennskan hefur verið fín í allt sumar en hlutirnir eru ekki að detta með okkur. Við þurfum bara að halda áfram og snúa bökum saman, það er ekkert annað í boði,“ sagði hann um stöðu mála. Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis.Vísir / Anton Brink Atvik leiksins Sigurmarkið sem Sigríður Theódóra skoraði var það sem gladdi augað mest. Hnitmaðað skot sem rataði rétta leið. Stjörnur og skúrkar Samvinna Caroline Murray og Leah Maryann Pais á vinstri vængnum var einkar góð og voru þær síógnarndi með fyrirgjöfum sínum. Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir var öflug inni á miðsvæðinu og kórónaði flotta frammistöðu sína með stórglæsilegu sigurmarki. Sóknarleikur Fylkis var fremur bitlaus í þessum leik en það var samtillt þróttleysi gestann sem varð til þess að þær náðu lítið sem ekkert að velgja heimakonum undir uggum. Maria Radojicic átti reyndar góða innkomu af varamannabekknum en það dugði ekki til. Dómari leiksins Gunnar Freyr Róbertsson og teymi hans áttu hnökralausan leik. Gunnar Freyr lét leikinn hljóta vel og engar ákvarðanir hans orkuðu tvímælis. Þar af leiðandi fær Gunnar Freyr og samstarfsfélagar hans átta í einkunn. Stemming og umgjörð Vaskir sveinar og Gunnar Helgason í samfloti við aðra Köttara studdu sínar konur með ráðum og dáðum. Það var bara nokkuð vel mætt í Laugardalinn í kvöld og stemmingin bara fín.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti