Uppgjör: Þór/KA 1-2 Breiðablik | Írena kom Blikum í bikarúrslitin með marki beint úr horni Kári Mímisson skrifar 28. júní 2024 22:19 Blikakonur fagna marki. Þær þekkja það vel að fara í bikarúrslitaleikinn. Vísir/Hulda Margrét Þór/KA og Breiðablik mættust í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna á Akureyri nú í kvöld. Staðan var 0-0 eftir afar tíðinda litlar 90 mínútur en þrjú mörk fengu að líta dagsins ljós í framlengingunni. Lokatölur fyrir norðan 2-1 fyrir Breiðablik sem eru á leið á Laugardalsvöllinn fjórða árið í röð þar sem þeirra bíður annað hvort Valur eða Þróttur sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Aðstæður voru erfiðar á VÍS-vellinum á Akureyri í dag. Völlurinn var blautur og þungur og þá léku veðurguðirnir ekki við leikmenn og áhorfendur. Bæði lið voru að leika sinn þriðja leik á rétt rúmlega viku og það mátti merkja smá þreytu í leikmönnum sem mættu af mikilli varkærni í leikinn. Blikar fengu nokkur tækifæri til að skora seint í venjulegum leiktíma en Shelby Money þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum. Staðan eftir 90 mínútur 0-0 og því þurfti að grípa til framlengingar. Það dró hins vegar til tíðinda þegar 10 mínútur voru liðnar af framlengingunni. Anna Nurmi fékk þá mikið pláss á vinstri vængnum og tók á ráss upp völlinn. Anna gaf boltann á Birtu Georgsdóttur sem átti góða sendingu fyrir markið þar sem Shelby náði að takast að setja hönd í boltann sem barst þaðan til varamannsins Hrafnhildar Ásu Halldórsdóttur sem gat lítið annað gert en að setja boltann í tómt markið. En aðeins örfáum mínútum síðar tókst heimakonum að jafna og þar var að verkum fyrirliðinn sjálfur, Sandra María Jessen. Það hafði ekki mikið sést til Söndru í leiknum sem var í strangri gæslu Barbáru Sólar Gísladóttur en framherjar eins og Sandra þurfa yfirleitt ekki mörg tækifæri til að skora. Hulda Björg Hannesdóttir átti sendingu inn á vítateig Breiðabliks sem skoppaði óþægilega í teignum áður en Sandra náði boltanum og skoraði örugglega framhjá Telmu Ívarsdóttur í marki Blika. Sigurmark Breiðabliks kom svo þegar um fimm mínútur voru eftir af framlengingunni þá átti Írena Héðinsdóttir Gonzalez hornspyrnu sem fór yfir allt og alla áður en hún hafnaði beint í netinu. Glæsilega gert hjá Írenu en á sama tíma er hægt að setja spurningarmerki við Shelby Money, markvörð Þórs/KA sem hafði annars átt stórkostlegan leik fram til þessa. Atvik leiksins Sigurmark Írenu Héðinsdóttur Gonzalez beint úr hornspyrnu er klárlega atvik leiksins. Bæði lið voru búin að eiga nokkrar hornspyrnur sem rötuðu aftur fyrir endamörk enda mjög hvasst fyrir norðan í dag. Írena sem kom inn á sem varamaður var búinn að taka tvær hornspyrnur á undan frá hægri en allt er þá þrennt er og þegar hún fékk tækifærið frá vinstri til að spyrna að markinu þá nýtti hún það heldur betur. Stjörnur og skúrkar Shelby Money var frábær í leiknum í dag en gerir sig seka um slæm mistök í sigurmarki Breiðabliks þegar hún reynir að slá hornspyrnuna í burtu en hittir hreinlega ekki boltann. Barbára Sól átti góðan leik í dag og tókst að halda markahæstu konu Bestu deildarinnar, Söndru Maríu Jessen, í skefjum næstum allan leikinn. Ég hugsa samt að Nik Chamberlain, þjálfari Blika þakki Írenu og Hrafnhildi sérstaklega fyrir sitt framlega en þær komu báðar inn á seint í leiknum og skorðu þessi mikilvægu mörk sem tryggðu Blikum framseðilinn í úrslitaleikinn. Dómarinn Gunnar Oddur var með þennan leik í teskeið í dag og gengur sáttur frá borði með aðstoðarmönnum sínum. Þór Akureyri KA Mjólkurbikar kvenna Breiðablik
Þór/KA og Breiðablik mættust í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna á Akureyri nú í kvöld. Staðan var 0-0 eftir afar tíðinda litlar 90 mínútur en þrjú mörk fengu að líta dagsins ljós í framlengingunni. Lokatölur fyrir norðan 2-1 fyrir Breiðablik sem eru á leið á Laugardalsvöllinn fjórða árið í röð þar sem þeirra bíður annað hvort Valur eða Þróttur sem mætast í hinum undanúrslitaleiknum á morgun. Aðstæður voru erfiðar á VÍS-vellinum á Akureyri í dag. Völlurinn var blautur og þungur og þá léku veðurguðirnir ekki við leikmenn og áhorfendur. Bæði lið voru að leika sinn þriðja leik á rétt rúmlega viku og það mátti merkja smá þreytu í leikmönnum sem mættu af mikilli varkærni í leikinn. Blikar fengu nokkur tækifæri til að skora seint í venjulegum leiktíma en Shelby Money þurfti nokkrum sinnum að taka á honum stóra sínum. Staðan eftir 90 mínútur 0-0 og því þurfti að grípa til framlengingar. Það dró hins vegar til tíðinda þegar 10 mínútur voru liðnar af framlengingunni. Anna Nurmi fékk þá mikið pláss á vinstri vængnum og tók á ráss upp völlinn. Anna gaf boltann á Birtu Georgsdóttur sem átti góða sendingu fyrir markið þar sem Shelby náði að takast að setja hönd í boltann sem barst þaðan til varamannsins Hrafnhildar Ásu Halldórsdóttur sem gat lítið annað gert en að setja boltann í tómt markið. En aðeins örfáum mínútum síðar tókst heimakonum að jafna og þar var að verkum fyrirliðinn sjálfur, Sandra María Jessen. Það hafði ekki mikið sést til Söndru í leiknum sem var í strangri gæslu Barbáru Sólar Gísladóttur en framherjar eins og Sandra þurfa yfirleitt ekki mörg tækifæri til að skora. Hulda Björg Hannesdóttir átti sendingu inn á vítateig Breiðabliks sem skoppaði óþægilega í teignum áður en Sandra náði boltanum og skoraði örugglega framhjá Telmu Ívarsdóttur í marki Blika. Sigurmark Breiðabliks kom svo þegar um fimm mínútur voru eftir af framlengingunni þá átti Írena Héðinsdóttir Gonzalez hornspyrnu sem fór yfir allt og alla áður en hún hafnaði beint í netinu. Glæsilega gert hjá Írenu en á sama tíma er hægt að setja spurningarmerki við Shelby Money, markvörð Þórs/KA sem hafði annars átt stórkostlegan leik fram til þessa. Atvik leiksins Sigurmark Írenu Héðinsdóttur Gonzalez beint úr hornspyrnu er klárlega atvik leiksins. Bæði lið voru búin að eiga nokkrar hornspyrnur sem rötuðu aftur fyrir endamörk enda mjög hvasst fyrir norðan í dag. Írena sem kom inn á sem varamaður var búinn að taka tvær hornspyrnur á undan frá hægri en allt er þá þrennt er og þegar hún fékk tækifærið frá vinstri til að spyrna að markinu þá nýtti hún það heldur betur. Stjörnur og skúrkar Shelby Money var frábær í leiknum í dag en gerir sig seka um slæm mistök í sigurmarki Breiðabliks þegar hún reynir að slá hornspyrnuna í burtu en hittir hreinlega ekki boltann. Barbára Sól átti góðan leik í dag og tókst að halda markahæstu konu Bestu deildarinnar, Söndru Maríu Jessen, í skefjum næstum allan leikinn. Ég hugsa samt að Nik Chamberlain, þjálfari Blika þakki Írenu og Hrafnhildi sérstaklega fyrir sitt framlega en þær komu báðar inn á seint í leiknum og skorðu þessi mikilvægu mörk sem tryggðu Blikum framseðilinn í úrslitaleikinn. Dómarinn Gunnar Oddur var með þennan leik í teskeið í dag og gengur sáttur frá borði með aðstoðarmönnum sínum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti