Uppgjörið og viðtöl: Víkingur R. - Valur 0-2 | Ragnheiður heldur áfram að skora Andri Már Eggertsson skrifar 7. júlí 2024 16:25 Ragnheiður Þórunn skoraði með skalla og kom Val yfir. Vísir / Hulda Margrét Valur vann 0-2 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Vals komu í fyrri hálfleik. Hetja Vals í síðasta leik Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var ekki lengi að taka upp þráðinn á nýjan leik og kom gestunum yfir á 18. mínútu. Anna Rakel Pétursdóttir tók hornspyrnu sem Ragnheiður stangaði í netið. Ísabella Sara Tryggvadóttir bætti við öðru marki Vals. Katherine Amanda Cousins átti hreinsun frá eigin vítateig sem heppnaðist það vel að Ísabella Sara komst ein í gegn og renndi boltanum milli fóta Birtu Guðlaugsdóttur, markmanns Víkings. Staðan var 0-2 í hálfleik Það gerðist lítið í síðari hálfleik. Fram að 80. mínútu sköpuðu bæði lið fá færi og það áhugaverðasta á þeim kafla var að Nadía Atladóttir kom inn á og spilaði í fyrsta sinn á sínum gamla heimavelli eftir að hún fór frá félaginu. Valur vann að lokum 0-2 sigur. Atvik leiksins Annað mark Vals var ansi sérstakt þar sem Katherine Amanda Cousins þrumaði boltanum upp í loftið nánast frá eigin vítateig sem endaði með því að Ísabella Sara komst ein í gegn. Ansi klaufalegt hjá heimakonum og þetta mark fór með leikinn. Stjörnur og skúrkar Bráðefnilega Ragnheiður Þórunn getur ekki hætt að skora. Hún gerði sigurmarkið í síðasta leik og skoraði fyrsta markið í leik dagsins með laglegum skalla. Heimakonur hefðu geta komið í veg fyrir mörk Vals í fyrri hálfleik. Fyrsta markið kom úr hornspyrnu og í seinna markinu skoppaði boltinn yfir varnarlínu Víkings. Mistök sem þú getur ekki leyft þér gegn sterku liði Vals. Dómarinn Helgi Mikael Jónasson dæmdi leik dagsins. Helgi var með góða stjórn á leiknum og dæmdi hann vel. Þetta var nokkuð þægilegur leikur að dæma þar sem þetta gekk nokkuð smurt fyrir sig. Helgi fær 8 í einkunn. Stemning og umgjörð Það var bongóblíða í Traðarlandinu í dag. Það var það gott veður að flest allir leikmenn inn á vellinum tóku sér vatnspásu í fyrri hálfleik þegar það þurfti að hlúa að Selmu Dögg Björgvinsdóttur, leikmanni Víkings. „Sigdís verður stjarnan í Evrópuboltanum“ John Andrews þjálfari Víkinga.Vísir/Pawel John Andrews, þjálfari Víkings, var nokkuð brattur eftir 0-2 tap gegn Val. „Við lögðum mikið í þennan leik og stelpurnar voru vinnusamar. Ég get ekki verið annað en stoltur af þeim. Þetta var töluvert betri leikur heldur en seinast gegn Val þar sem við töpuðum 7-2.“ Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik og að mati John skapaði Víkingur nógu mörg færi til þess að geta skorað. „Ef þú færð mörk fyrir vinnusemi þá áttum við skilið að skora. Mögulega voru of miklar tilfiningar í þessum leik þar sem við erum að kveðja Birtu og Sigdísi og það flæktist mögulega fyrir okkur.“ Sigdís Eva Bárðardóttir spilaði sinn síðasta leik fyrir Víking en hún er á leiðinni í sænska félagið Norrköping. „Ég verð mjög vonsvikinn ef Sigdís verður ekki stjarnan í Evrópuboltanum á næstu 3-4 árum. Frá því hún var þrettán ára hefur hún verið atvinnumaður í fótbolta. Hún borðar rétt, hún æfir rétt og það hefur verið heiður að hafa hana hér,“ sagði John Andrews að lokum. „Sigldum þessu heim í seinni hálfleik“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals.Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður eftir 0-2 sigur gegn Víkingi. „Mér fannst 0-2 sigur gefa rétta mynd af leiknum. Fyrstu tíu mínúturnar voru eins og maður bjóst við og við spiluðum vel í fyrri hálfleik og síðan sigldum þessu heim í seinni hálfleik. Mér fannst þetta vera góður leikur hjá okkur,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik en að mati Péturs var óþarfi að skora þriðja markið. „Við þurftum þess ekki. Við þurftum að loka þessum leik og taka þrjú stig heim og mér fannst við gera það vel. Þetta var góður leikur hjá okkur,“ sagði Pétur að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Valur Íslenski boltinn
Valur vann 0-2 sigur gegn Víkingi í 12. umferð Bestu deildar kvenna. Bæði mörk Vals komu í fyrri hálfleik. Hetja Vals í síðasta leik Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir var ekki lengi að taka upp þráðinn á nýjan leik og kom gestunum yfir á 18. mínútu. Anna Rakel Pétursdóttir tók hornspyrnu sem Ragnheiður stangaði í netið. Ísabella Sara Tryggvadóttir bætti við öðru marki Vals. Katherine Amanda Cousins átti hreinsun frá eigin vítateig sem heppnaðist það vel að Ísabella Sara komst ein í gegn og renndi boltanum milli fóta Birtu Guðlaugsdóttur, markmanns Víkings. Staðan var 0-2 í hálfleik Það gerðist lítið í síðari hálfleik. Fram að 80. mínútu sköpuðu bæði lið fá færi og það áhugaverðasta á þeim kafla var að Nadía Atladóttir kom inn á og spilaði í fyrsta sinn á sínum gamla heimavelli eftir að hún fór frá félaginu. Valur vann að lokum 0-2 sigur. Atvik leiksins Annað mark Vals var ansi sérstakt þar sem Katherine Amanda Cousins þrumaði boltanum upp í loftið nánast frá eigin vítateig sem endaði með því að Ísabella Sara komst ein í gegn. Ansi klaufalegt hjá heimakonum og þetta mark fór með leikinn. Stjörnur og skúrkar Bráðefnilega Ragnheiður Þórunn getur ekki hætt að skora. Hún gerði sigurmarkið í síðasta leik og skoraði fyrsta markið í leik dagsins með laglegum skalla. Heimakonur hefðu geta komið í veg fyrir mörk Vals í fyrri hálfleik. Fyrsta markið kom úr hornspyrnu og í seinna markinu skoppaði boltinn yfir varnarlínu Víkings. Mistök sem þú getur ekki leyft þér gegn sterku liði Vals. Dómarinn Helgi Mikael Jónasson dæmdi leik dagsins. Helgi var með góða stjórn á leiknum og dæmdi hann vel. Þetta var nokkuð þægilegur leikur að dæma þar sem þetta gekk nokkuð smurt fyrir sig. Helgi fær 8 í einkunn. Stemning og umgjörð Það var bongóblíða í Traðarlandinu í dag. Það var það gott veður að flest allir leikmenn inn á vellinum tóku sér vatnspásu í fyrri hálfleik þegar það þurfti að hlúa að Selmu Dögg Björgvinsdóttur, leikmanni Víkings. „Sigdís verður stjarnan í Evrópuboltanum“ John Andrews þjálfari Víkinga.Vísir/Pawel John Andrews, þjálfari Víkings, var nokkuð brattur eftir 0-2 tap gegn Val. „Við lögðum mikið í þennan leik og stelpurnar voru vinnusamar. Ég get ekki verið annað en stoltur af þeim. Þetta var töluvert betri leikur heldur en seinast gegn Val þar sem við töpuðum 7-2.“ Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik og að mati John skapaði Víkingur nógu mörg færi til þess að geta skorað. „Ef þú færð mörk fyrir vinnusemi þá áttum við skilið að skora. Mögulega voru of miklar tilfiningar í þessum leik þar sem við erum að kveðja Birtu og Sigdísi og það flæktist mögulega fyrir okkur.“ Sigdís Eva Bárðardóttir spilaði sinn síðasta leik fyrir Víking en hún er á leiðinni í sænska félagið Norrköping. „Ég verð mjög vonsvikinn ef Sigdís verður ekki stjarnan í Evrópuboltanum á næstu 3-4 árum. Frá því hún var þrettán ára hefur hún verið atvinnumaður í fótbolta. Hún borðar rétt, hún æfir rétt og það hefur verið heiður að hafa hana hér,“ sagði John Andrews að lokum. „Sigldum þessu heim í seinni hálfleik“ Pétur Pétursson, þjálfari Vals.Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, var ánægður eftir 0-2 sigur gegn Víkingi. „Mér fannst 0-2 sigur gefa rétta mynd af leiknum. Fyrstu tíu mínúturnar voru eins og maður bjóst við og við spiluðum vel í fyrri hálfleik og síðan sigldum þessu heim í seinni hálfleik. Mér fannst þetta vera góður leikur hjá okkur,“ sagði Pétur í viðtali eftir leik. Hvorugu liðinu tókst að skora í síðari hálfleik en að mati Péturs var óþarfi að skora þriðja markið. „Við þurftum þess ekki. Við þurftum að loka þessum leik og taka þrjú stig heim og mér fannst við gera það vel. Þetta var góður leikur hjá okkur,“ sagði Pétur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti