Uppgjör: FH - Breiðablik 0-4 | Stórsigur skaut Blikum aftur á toppinn Þorsteinn Hjálmsson skrifar 7. júlí 2024 17:15 Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik. Vísir/Vilhelm Breiðablik kom sér aftur á topp Bestu deildar kvenna með öruggum 0-4 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld. Blikar héldu boltanum afskaplega vel í byrjun, án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Á 12. mínútu missti Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, boltann í uppspili liðsins og var því Katrín Ásbjörnsdóttir komin með boltann í kjörstöðu. Arna kom sér þó fyrir skot Katrínar á ögurstundu. Eftir þetta efldust heimakonur töluvert og léku mun betur en gestirnir. Munaði minnstu að Ída Marín Hermannsdóttir hefði skorað eftir hornspyrnu, en skot hennar hafnaði í samherja áður en boltinn hefði sennilega sungið í netmöskvunum. Á 35. mínútu refsuðu Blikar. Breukelen Woodard hafði þá verið nýbúin að klúðra úrvalsfæri á hinum enda vallarins, en í staðin komust gestirnir yfir aðeins mínútu síðar. Boltinn barst þá til Birtu Georgsdóttur eftir misheppnaða hreinsun hjá Aldísi Guðlaugsdóttur, markverði FH. Birta lék á einn varnarmann FH áður en hún renndi boltanum í netið. Á lokamínútum fyrri hálfleiks munaði minnstu að Breiðablik myndi bæta í. Heiða Ragney Viðarsdóttir átti meðal annars sláarskot beint úr aukaspyrnu langt utan af velli sem kom öllum að óvörum. Blikar fengu einnig tvö góð skallafæri eftir hornspyrnu, en tókst ekki að skora. Staðan 0-1 í hálfleik. Blikar voru þó ekki lengi að bæta við marki í síðari hálfleik, kom það á 50. mínútu. Karitas Tómasdóttir skoraði þá eftir að varnarmenn FH höfðu í tvígang mistekist að koma boltanum frá eftir langa sendingu inn í teiginn. Korteri síðar fengu gestirnir víti. Halla Helgadóttir dúndraði þá Birtu Georgsdóttur niður sem hafði leikið á hana. Katrín Ásbjörnsdóttir fór á punktinn og skoraði af öryggi. Eftir þetta var öllum ljóst hver niðurstaða leiksins yrði og ef eitthvað var þá var líklegra að Blikar myndu bæta í, sem og þær gerðu. Í uppbótatíma skoraði Katrín sitt annað mark. Kláraði hún þá færið sitt vel eftir fyrirgjöf frá Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur. Atvik leiksins Annað mark Blika var algjört kjaftshögg fyrir heimakonur. Liðið hafði spilað vel í fyrri hálfleik, en þó lent marki undir. Gestunum leið einnig afskaplega vel að vera komnir í 2-0, en Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í deildinni í sumar og haldið níu sinnum hreinu. Stjörnur og skúrkar Framlína Blika skilaði frábæru dagsverki í dag, sem og varnarlínan. Í raun hinn fullkomni leikur hjá Breiðablik. Skúrkarnir eru varnarmenn FH sem og Aldís í markinu. Af fjórum mörkum Blika má rekja fyrstu þrjú þeirra til afskaplega klaufalegra mistaka hjá öftustu leikmönnum FH. Dómarar Bríet Bragadóttir átti allt í lagi leik. Oft sem hún virtist sleppa augljósum brotum hér og þar sem virtist ýta undir óþarfa pirring hjá leikmönnum á köflum, sem getur reynst dómurum erfitt að höndla ef leikmenn missa tökin. Stemning og umgjörð Veðrið hefur verið frábært í höfuðborginni um þessa helgi og var því leikið við bestu aðstæður í Kaplakrika í dag. Aðdáendur liðanna nutu því veðurblíðunnar yfir fínum fótboltaleik. FH-ingar gæta alltaf að því að öll umgjörð sé upp á tíu fyrir áhangendur og það klikkaði ekki í dag. Þrátt fyrir tilraunir FH-inga til þess að „þyngja“ völlinn í vikunni þá virtist það ekki hafa skilað sér í dag, þar sem Kaplakriki lítur út fyrir að vera besti völlur landsins um þessar mundir. Guðni: Allt of margir FH-leikmenn köstuðu inn hvíta handklæðinu Guðni Eiríksson, þjálfari FH.Vísir/Diego „Vonbrigði,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekki lélegur, mér fannst hann bara góður. Mér fannst hann skemmtilegur líka, bæði lið fengu færi. Við komum okkur í fínar stöður þegar við fórum út í víddina og sóttum á þær. Þær skora mark og þegar Breiðablik kemst yfir, eins og þær gera oft í leikjum, þá geta þær fallið aðeins til baka. Þær eru mjög góðar í að verja þegar þær eru komnar í forystu. Það hefði breytt ansi miklu hefðum við skorað fyrsta markið. Við fengum fínar stöður rétt áður en þær koma inn fyrsta markinu. Svo fannst mér þegar þær komast í 2-0, þá fannst mér allt of margir FH-leikmenn kasta inn hvíta handklæðinu og það er ekki boðlegt. Leikurinn er ekki búinn þótt staðan er 2-0, þetta er 90 mínútna leikur og ég fór yfir það með mínum leikmönnum að við gefumst aldrei upp.“ Aðspurður hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum, þá svaraði Guðni því á þennan veg. „Fyrri hálfleikurinn er jákvæður. Mér fannst bara mikið jafnræði með liðunum og við síst slakari aðalinn í fyrri hálfleik, það er jákvætt. En því miður náum við ekki að fylgja því eftir inn í seinni hálfleik og mörk breyta leikjum eins og oft er sagt og annað markið koldrap þetta hjá okkur.“ Besta deild kvenna FH Breiðablik Íslenski boltinn
Breiðablik kom sér aftur á topp Bestu deildar kvenna með öruggum 0-4 sigri á FH í Kaplakrika í kvöld. Blikar héldu boltanum afskaplega vel í byrjun, án þess þó að skapa sér afgerandi færi. Á 12. mínútu missti Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, boltann í uppspili liðsins og var því Katrín Ásbjörnsdóttir komin með boltann í kjörstöðu. Arna kom sér þó fyrir skot Katrínar á ögurstundu. Eftir þetta efldust heimakonur töluvert og léku mun betur en gestirnir. Munaði minnstu að Ída Marín Hermannsdóttir hefði skorað eftir hornspyrnu, en skot hennar hafnaði í samherja áður en boltinn hefði sennilega sungið í netmöskvunum. Á 35. mínútu refsuðu Blikar. Breukelen Woodard hafði þá verið nýbúin að klúðra úrvalsfæri á hinum enda vallarins, en í staðin komust gestirnir yfir aðeins mínútu síðar. Boltinn barst þá til Birtu Georgsdóttur eftir misheppnaða hreinsun hjá Aldísi Guðlaugsdóttur, markverði FH. Birta lék á einn varnarmann FH áður en hún renndi boltanum í netið. Á lokamínútum fyrri hálfleiks munaði minnstu að Breiðablik myndi bæta í. Heiða Ragney Viðarsdóttir átti meðal annars sláarskot beint úr aukaspyrnu langt utan af velli sem kom öllum að óvörum. Blikar fengu einnig tvö góð skallafæri eftir hornspyrnu, en tókst ekki að skora. Staðan 0-1 í hálfleik. Blikar voru þó ekki lengi að bæta við marki í síðari hálfleik, kom það á 50. mínútu. Karitas Tómasdóttir skoraði þá eftir að varnarmenn FH höfðu í tvígang mistekist að koma boltanum frá eftir langa sendingu inn í teiginn. Korteri síðar fengu gestirnir víti. Halla Helgadóttir dúndraði þá Birtu Georgsdóttur niður sem hafði leikið á hana. Katrín Ásbjörnsdóttir fór á punktinn og skoraði af öryggi. Eftir þetta var öllum ljóst hver niðurstaða leiksins yrði og ef eitthvað var þá var líklegra að Blikar myndu bæta í, sem og þær gerðu. Í uppbótatíma skoraði Katrín sitt annað mark. Kláraði hún þá færið sitt vel eftir fyrirgjöf frá Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur. Atvik leiksins Annað mark Blika var algjört kjaftshögg fyrir heimakonur. Liðið hafði spilað vel í fyrri hálfleik, en þó lent marki undir. Gestunum leið einnig afskaplega vel að vera komnir í 2-0, en Breiðablik hefur aðeins fengið fjögur mörk á sig í deildinni í sumar og haldið níu sinnum hreinu. Stjörnur og skúrkar Framlína Blika skilaði frábæru dagsverki í dag, sem og varnarlínan. Í raun hinn fullkomni leikur hjá Breiðablik. Skúrkarnir eru varnarmenn FH sem og Aldís í markinu. Af fjórum mörkum Blika má rekja fyrstu þrjú þeirra til afskaplega klaufalegra mistaka hjá öftustu leikmönnum FH. Dómarar Bríet Bragadóttir átti allt í lagi leik. Oft sem hún virtist sleppa augljósum brotum hér og þar sem virtist ýta undir óþarfa pirring hjá leikmönnum á köflum, sem getur reynst dómurum erfitt að höndla ef leikmenn missa tökin. Stemning og umgjörð Veðrið hefur verið frábært í höfuðborginni um þessa helgi og var því leikið við bestu aðstæður í Kaplakrika í dag. Aðdáendur liðanna nutu því veðurblíðunnar yfir fínum fótboltaleik. FH-ingar gæta alltaf að því að öll umgjörð sé upp á tíu fyrir áhangendur og það klikkaði ekki í dag. Þrátt fyrir tilraunir FH-inga til þess að „þyngja“ völlinn í vikunni þá virtist það ekki hafa skilað sér í dag, þar sem Kaplakriki lítur út fyrir að vera besti völlur landsins um þessar mundir. Guðni: Allt of margir FH-leikmenn köstuðu inn hvíta handklæðinu Guðni Eiríksson, þjálfari FH.Vísir/Diego „Vonbrigði,“ sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leik. „Mér fannst fyrri hálfleikurinn ekki lélegur, mér fannst hann bara góður. Mér fannst hann skemmtilegur líka, bæði lið fengu færi. Við komum okkur í fínar stöður þegar við fórum út í víddina og sóttum á þær. Þær skora mark og þegar Breiðablik kemst yfir, eins og þær gera oft í leikjum, þá geta þær fallið aðeins til baka. Þær eru mjög góðar í að verja þegar þær eru komnar í forystu. Það hefði breytt ansi miklu hefðum við skorað fyrsta markið. Við fengum fínar stöður rétt áður en þær koma inn fyrsta markinu. Svo fannst mér þegar þær komast í 2-0, þá fannst mér allt of margir FH-leikmenn kasta inn hvíta handklæðinu og það er ekki boðlegt. Leikurinn er ekki búinn þótt staðan er 2-0, þetta er 90 mínútna leikur og ég fór yfir það með mínum leikmönnum að við gefumst aldrei upp.“ Aðspurður hvort hann gæti tekið eitthvað jákvætt út úr leiknum, þá svaraði Guðni því á þennan veg. „Fyrri hálfleikurinn er jákvæður. Mér fannst bara mikið jafnræði með liðunum og við síst slakari aðalinn í fyrri hálfleik, það er jákvætt. En því miður náum við ekki að fylgja því eftir inn í seinni hálfleik og mörk breyta leikjum eins og oft er sagt og annað markið koldrap þetta hjá okkur.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti