Uppgjör og viðtöl: Valur-Fylkir 4-0 | Valsmenn ekki í vandræðum með botnliðið Dagur Lárusson skrifar 6. júlí 2024 16:15 Gylfi Þór Sigurðsson í leiknum í dag en hann skoraði fyrsta markið og lagði annað markið upp. Vísir/Pawel Valsmenn voru ekki vandræðum með botnlið Fylkis í leik liðanna í kvöld en lokatölur voru 4-0. Gylfi Þór skoraði eitt sem og Adam Ægir en Patrick Pedersen skoraði tvíveigis. Valsmenn réðu ferðinni nánast allan fyrri hálfleikinn og var Gylfi Þór Sigurðsson mikið í boltanum en það var einmitt hann sem skoraði fyrsta mark leiksins. Það kom á 34. mínútu leiksins þegar Guðmundur Andri fann hann inn á teig og stýrði Gylfi boltanum í netið. Staðan 1-0 og þannig var hún í hálfleik. Annað mark leiksins kom síðan á 53. mínútu eftir frábært spil Vals. Þá var Lúkas Logi með boltann á miðjunni og fann Gylfa Þór í hlaupi inn fyrir vörn Fylkis sem gaf boltann til hliðar á Patrick Pedersen sem skoraði í autt markið. Staðan orðin 2-0. Gylfi Þór var síðan tekinn af velli um miðbik hálfleiksins og í hans stað kom Adam Ægir Pálsson sem átti eftir að koma við sögu. Á 66. mínútu fengu Valsmenn skyndisókn sem endaði með því að Lúkas Logi var einn gegn Ólafi Kristófer í marki Fylkis og gaf boltann til hliðar á Adam Ægi sem skoraði í autt markið og staðan orðin 3-0 fyrir Val. Daninn Patrick Pedersen skoraði síðan aftur á 75. mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 og Valur nú í öðru sæti deildarinnar. Atvik leiksins Ég myndi segja að atvik leiksins hafi verið annað mark Vals en spilið í því marki var óaðfinnanlegt. Sendingin frá Lúkasi Loga var stórkostlegt og Gylfi sýndi mikla yfirvegun inn á teig þegar hann sendi til hliðar á Patrick sem skoraði. Stjörnur og skúrkar Gylfi Þór Sigurðsson og Patrick Pedersen voru stjörnur leiksins. Gylfi skoraði eitt og lagði upp annað og Pedersen skoraði tvíveigis. Dómararnir Það er heldur lítið við þá að sakast í kvöld. Það fór heldur lítið fyrir þeim og það er alltaf gott. Stemning og umgjörð Það var allt til fyrirmyndar hjá Val eins og oftast og var stuð og stemning í stúkunni enda gríðarlega gott veður hér í höfuðborginni. Hólmar Örn Eyjólfsson: Þurfum að vinna deildina í staðinn Hólmar Örn í leiknum í kvöld.Vísir/Pawel „Við vorum virkilega öflugir í dag og spiliðum góðan fótbolta og vorum þéttir til baka,“ byrjaði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, að segja eftir leik. „Við skulduðum sjálfum okkur góða frammistöðu eftir úrslitin í bikarnum í vikunni og við skiluðum því,“ hélt Hólmar áfram að segja. Hólmar talaði aðeins meira um síðastliðna viku sem hefur verið erfið hjá liðinu. „Já algjörlega, við vorum alveg staðráðnir í að koma hingað og bæta fyrir þetta. Við vildum koma hingað í dag og sýna að þetta myndi ekki gerast aftur eins og í bikarnum. Það var mjög svekkjandi að detta þar út því við vildum fara langt og vinna þennan bikar en við verðum bara að vinna deildina í staðinn.“ Hólmar talaði um mikilvægi þess að halda hreinu sem hefur reynst liðinu erfitt upp á síðkastið. „Já loksins, það tók smá tíma en við erum nú komnir aftur. Þetta hafa samt verið mikið af klaufamörkum og við höfum á tímum komist upp með það því við skorum mikið af mörkum. Það koma oft leikir sem eru mjög jafnir og þá skiptir enn meira máli að halda hreinu og við getum það og þurfum að gera það sem lið,“ endaði Hólmar Örn á að segja. Rúnar Páll Sigmundss: Hef áhyggjur af því hvernig við brugðumst við Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Pawel „Já 4-0 gefur rétt mynd af leiknum, eða allaveganna seinni hálfleiknum,“ byrjaði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, að segja eftir leik. „Við vorum fínir í fyrri hálfleik fannst mér og við vorum skipulagðir og þeir komust varla í gegnum okkur. Það voru þarna ein mistök sem hleypti þessu marki í gegnum okkur. Við fáum mjög hættulegar skyndisóknir sem við hefðum getað nýtt betur og því fannst mér vera góður bragur á okkur í fyrri hálfleik,“ hélt Rúnar áfram að segja. „En síðan fáum við á okkur þetta mark hérna í seinni hálfleik og mér fannst við brotna niður. Við sýndum ekki styrk þar og karakter til þess að koma til baka eftir það og ég varð fyrir vonbrigðum með það. Valur er það sterkt lið að þú mátt ekkert gefa þeim svona augnablik.“ Rúnar var síðan spurður út í það hvort hann hefði áhyggjur af stöðu liðsins. „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við erum reyndar að mæta hér mjög sterku liði sem er engin skömm að tapa fyrir en það sem ég hef áhyggjur af er hvernig við brugðumst við,“ endaði Rúnar Páll að segja eftir leik. Besta deild karla Valur Fylkir
Valsmenn voru ekki vandræðum með botnlið Fylkis í leik liðanna í kvöld en lokatölur voru 4-0. Gylfi Þór skoraði eitt sem og Adam Ægir en Patrick Pedersen skoraði tvíveigis. Valsmenn réðu ferðinni nánast allan fyrri hálfleikinn og var Gylfi Þór Sigurðsson mikið í boltanum en það var einmitt hann sem skoraði fyrsta mark leiksins. Það kom á 34. mínútu leiksins þegar Guðmundur Andri fann hann inn á teig og stýrði Gylfi boltanum í netið. Staðan 1-0 og þannig var hún í hálfleik. Annað mark leiksins kom síðan á 53. mínútu eftir frábært spil Vals. Þá var Lúkas Logi með boltann á miðjunni og fann Gylfa Þór í hlaupi inn fyrir vörn Fylkis sem gaf boltann til hliðar á Patrick Pedersen sem skoraði í autt markið. Staðan orðin 2-0. Gylfi Þór var síðan tekinn af velli um miðbik hálfleiksins og í hans stað kom Adam Ægir Pálsson sem átti eftir að koma við sögu. Á 66. mínútu fengu Valsmenn skyndisókn sem endaði með því að Lúkas Logi var einn gegn Ólafi Kristófer í marki Fylkis og gaf boltann til hliðar á Adam Ægi sem skoraði í autt markið og staðan orðin 3-0 fyrir Val. Daninn Patrick Pedersen skoraði síðan aftur á 75. mínútu og reyndist það síðasta mark leiksins. Lokatölur 4-0 og Valur nú í öðru sæti deildarinnar. Atvik leiksins Ég myndi segja að atvik leiksins hafi verið annað mark Vals en spilið í því marki var óaðfinnanlegt. Sendingin frá Lúkasi Loga var stórkostlegt og Gylfi sýndi mikla yfirvegun inn á teig þegar hann sendi til hliðar á Patrick sem skoraði. Stjörnur og skúrkar Gylfi Þór Sigurðsson og Patrick Pedersen voru stjörnur leiksins. Gylfi skoraði eitt og lagði upp annað og Pedersen skoraði tvíveigis. Dómararnir Það er heldur lítið við þá að sakast í kvöld. Það fór heldur lítið fyrir þeim og það er alltaf gott. Stemning og umgjörð Það var allt til fyrirmyndar hjá Val eins og oftast og var stuð og stemning í stúkunni enda gríðarlega gott veður hér í höfuðborginni. Hólmar Örn Eyjólfsson: Þurfum að vinna deildina í staðinn Hólmar Örn í leiknum í kvöld.Vísir/Pawel „Við vorum virkilega öflugir í dag og spiliðum góðan fótbolta og vorum þéttir til baka,“ byrjaði Hólmar Örn Eyjólfsson, fyrirliði Vals, að segja eftir leik. „Við skulduðum sjálfum okkur góða frammistöðu eftir úrslitin í bikarnum í vikunni og við skiluðum því,“ hélt Hólmar áfram að segja. Hólmar talaði aðeins meira um síðastliðna viku sem hefur verið erfið hjá liðinu. „Já algjörlega, við vorum alveg staðráðnir í að koma hingað og bæta fyrir þetta. Við vildum koma hingað í dag og sýna að þetta myndi ekki gerast aftur eins og í bikarnum. Það var mjög svekkjandi að detta þar út því við vildum fara langt og vinna þennan bikar en við verðum bara að vinna deildina í staðinn.“ Hólmar talaði um mikilvægi þess að halda hreinu sem hefur reynst liðinu erfitt upp á síðkastið. „Já loksins, það tók smá tíma en við erum nú komnir aftur. Þetta hafa samt verið mikið af klaufamörkum og við höfum á tímum komist upp með það því við skorum mikið af mörkum. Það koma oft leikir sem eru mjög jafnir og þá skiptir enn meira máli að halda hreinu og við getum það og þurfum að gera það sem lið,“ endaði Hólmar Örn á að segja. Rúnar Páll Sigmundss: Hef áhyggjur af því hvernig við brugðumst við Rúnar Páll á hliðarlínunni í kvöld.Vísir/Pawel „Já 4-0 gefur rétt mynd af leiknum, eða allaveganna seinni hálfleiknum,“ byrjaði Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, að segja eftir leik. „Við vorum fínir í fyrri hálfleik fannst mér og við vorum skipulagðir og þeir komust varla í gegnum okkur. Það voru þarna ein mistök sem hleypti þessu marki í gegnum okkur. Við fáum mjög hættulegar skyndisóknir sem við hefðum getað nýtt betur og því fannst mér vera góður bragur á okkur í fyrri hálfleik,“ hélt Rúnar áfram að segja. „En síðan fáum við á okkur þetta mark hérna í seinni hálfleik og mér fannst við brotna niður. Við sýndum ekki styrk þar og karakter til þess að koma til baka eftir það og ég varð fyrir vonbrigðum með það. Valur er það sterkt lið að þú mátt ekkert gefa þeim svona augnablik.“ Rúnar var síðan spurður út í það hvort hann hefði áhyggjur af stöðu liðsins. „Auðvitað hef ég áhyggjur. Við erum reyndar að mæta hér mjög sterku liði sem er engin skömm að tapa fyrir en það sem ég hef áhyggjur af er hvernig við brugðumst við,“ endaði Rúnar Páll að segja eftir leik.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti