Viktor með fernu: „Eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 6. júlí 2024 17:06 Viktor Jónsson hefur farið á kostum í Bestu deildinni í sumar. vísir/Anton „Maður er bara hálfdofinn. Auðvitað er maður glaður, en þetta er bara ótrúlegt, maður bjóst ekki við þessu,“ sagði Viktor Jónsson eftir leik ÍA og HK upp á Skaga þar sem Viktor skoraði fjögur af átta mörkum heimamanna í 8-0 sigri í 13. umferð Bestu deildar karla. ÍA komst snemma yfir í leiknum og skoraði sitt fjórða mark með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og staðan því 4-0 í hálfleik. Viktor skynjaði þó ekki þessa yfirburði sem hans lið hafði í leiknum í upphafi leiks. „Ekki til að byrja með, en svo fundum við bara að mómentið var með okkur og við ætluðum okkur að nýta það. Við náðum inn þremur mörkum tiltölulega snemma, held ég, þetta er allt í móðu. Þegar leið á leikinn fundum við að við vorum alveg með yfirtökin og okkur langaði bara í meira. Við héldum í okkar konsept, við fórum aldrei fram úr okkur og vorum bara duglegir að vinna varnarvinnuna, þolinmóðir á boltann og það skilaði sér í þessum 8-0 sigri.“ Viktor hefur nú skorað 12 mörk í deildinni í sumar í 13 leikjum. Aðspurður út í þessa ógnvænlegu markaskorun sem og þá umræðu sem loðað hefur við hann í mörg ár, að hann eigi erfitt með að skora í efstu deild, þá svaraði Viktor því á þennan veg. „Hefði verið fínt að fá fimmta, þá hefði þetta verið 13 mörk í 13 leikjum. Bara vá! Ótrúlega gaman að finna markið loksins í efstu deild. Þetta var náttúrulega hávær umræða í byrjun og það er bara gaman að geta loksins sýnt fólki hvað býr í mér, eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér og bara frábært að sýna það loksins. Ekki „loksins að ég vissi ekki að ég gæti þetta eða ekki“ eins og Gummi Ben sagði í Stúkunni um daginn. Ég vissi að ég gæti þetta og það er gott að geta loksins sýnt öðrum.“ Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi þessa helgina sem endar með Lopapeysuballi í kvöld. Viktor segir liðið hafa verið staðráðið í því að taka þátt í fjörinu með því að sigra í dag. „Við vorum staðráðnir í því að gera þetta að góðum degi. Þetta hefði náttúrulega getað orðið algjör hamfaradagur hefðum við tapað í dag. Menn náðu að halda sér á jörðinni og fókusera á leikinn og kvöldið verður bara enn betra fyrir vikið,“ sagði Viktor að lokum. Besta deild karla ÍA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
ÍA komst snemma yfir í leiknum og skoraði sitt fjórða mark með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks og staðan því 4-0 í hálfleik. Viktor skynjaði þó ekki þessa yfirburði sem hans lið hafði í leiknum í upphafi leiks. „Ekki til að byrja með, en svo fundum við bara að mómentið var með okkur og við ætluðum okkur að nýta það. Við náðum inn þremur mörkum tiltölulega snemma, held ég, þetta er allt í móðu. Þegar leið á leikinn fundum við að við vorum alveg með yfirtökin og okkur langaði bara í meira. Við héldum í okkar konsept, við fórum aldrei fram úr okkur og vorum bara duglegir að vinna varnarvinnuna, þolinmóðir á boltann og það skilaði sér í þessum 8-0 sigri.“ Viktor hefur nú skorað 12 mörk í deildinni í sumar í 13 leikjum. Aðspurður út í þessa ógnvænlegu markaskorun sem og þá umræðu sem loðað hefur við hann í mörg ár, að hann eigi erfitt með að skora í efstu deild, þá svaraði Viktor því á þennan veg. „Hefði verið fínt að fá fimmta, þá hefði þetta verið 13 mörk í 13 leikjum. Bara vá! Ótrúlega gaman að finna markið loksins í efstu deild. Þetta var náttúrulega hávær umræða í byrjun og það er bara gaman að geta loksins sýnt fólki hvað býr í mér, eitthvað sem ég vissi alltaf að byggi í mér og bara frábært að sýna það loksins. Ekki „loksins að ég vissi ekki að ég gæti þetta eða ekki“ eins og Gummi Ben sagði í Stúkunni um daginn. Ég vissi að ég gæti þetta og það er gott að geta loksins sýnt öðrum.“ Írskir dagar eru í fullum gangi á Akranesi þessa helgina sem endar með Lopapeysuballi í kvöld. Viktor segir liðið hafa verið staðráðið í því að taka þátt í fjörinu með því að sigra í dag. „Við vorum staðráðnir í því að gera þetta að góðum degi. Þetta hefði náttúrulega getað orðið algjör hamfaradagur hefðum við tapað í dag. Menn náðu að halda sér á jörðinni og fókusera á leikinn og kvöldið verður bara enn betra fyrir vikið,“ sagði Viktor að lokum.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, landsleikur í fótbolta og NHL Sport Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti