Uppgjörið: HK - Vestri 1-1 | Mistök fyrirliðans reyndust HK dýr Þorsteinn Hjálmsson skrifar 20. júlí 2024 16:50 Benedikt Warén fagnar marki sínu gegn HK. vísir/hag HK og Vestri gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik 15. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Mistök fyrirliða HK-inga, Leifs Andra Leifssonar, reyndust hans mönnum dýr. Mikil orka var í báðum liðum í fyrri hálfleik. Bæði lið reyndu hvað þau gátu að sækja hratt fram þegar tækifæri gafst. Fyrsta mark leiksins kom einmitt upp úr skyndisókn heimamanna á 13. mínútu. Birnir Breki Burknason þeyttist þá upp hægri kantinn og kom honum svo inn á miðjuna þar sem boltanum var því næst þeytt út á George Nunn á vinstri kantinum. Kom Nunn með fasta fyrirgjöf beint á Atla Hrafn Andrason sem skoraði örugglega af stuttu færi. Atli Hrafn kom HK yfir.Vísir/HAG Eftir markið var lítið um færi en mikið um baráttu. Vestramenn jöfnuð eftir rúman hálftíma leik eftir mistök fyrirliða heimamanna. Leifur Andri Leifsson hafði þá unnið boltann rétt fyrir framan sinn eigin vítateig. Í stað þess að koma boltanum í burtu þá ákvað hinn nýbakaði faðir, Leifur Andir, að senda boltann til baka á markvörð sinn blindandi. Tókst það ekki betur en svo að Benedikt Warén hirti sendinguna og skoraði auðveldlega fram hjá Arnari Frey Ólafssyni. Staðan 1-1 í hálfleik. Jöfnunarmark Vestra í uppsiglingu.Vísir/HAG Síðari hálfleikurinn var nokkuð bragðdaufur. Bestu færin féllu fyrir heimamenn sem ekki tókst þó að gera sér mat úr þeim færum. Á 73. mínútu urðu heimamenn fyrir miklu áfalli. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, meiddist þá alvarlega. Arnar Freyr ætlaði þá að leggja af stað í úthlaup, en í þann mund sem hann lagði af stað hrundi hann í jörðina. Hásin Arnars Freys virtist hafa gefið sig og var hann borinn út af á börum. Inn á í hans stað kom hinn óreyndi Stefán Stefánsson. Arnar Freyr borinn af velli.Vísir/HAG Bæði lið reyndu hvað þau gátu á lokametrunum en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan jafntefli í þessum botnslag. Atvik leiksins Atvik leiksins er mark Vestra. Ótrúlega klaufalegt og jafnvel lélegt hjá Leifi Andra að gefa þetta mark. Það er þó einnig hægt að nefna meiðsli Arnars Freys, en þau gætu endað með að vera atvik tímabilsins fyrir HK. Arnar Freyr hefur verið einn af allra bestu mönnum HK á tímabilinu og því um mikla blóðtöku að ræða fyrir lið sem er í harðri fallbaráttu. Stjörnur og skúrkar Í miklum baráttu leik þá var ekki mikið um stjörnur. Þeir sem sýndu hvað mest fram á við voru kantmenn liðanna. Annars vegar Birnir Breki Burknason, leikmaður HK, og Benedikt Warén, leikmaður Vestra. Marki Benedikts Warén fagnað.Vísir/HAG Leifur Andri er skúrkur leiksins. Fyrir leik var honum færður blómvöndur þar sem hann varð faðir í fyrsta sinn í gær, en því miður fylgdi ekki sú hamingja honum inn á völlinn í dag. Dómarar Pétur Guðmundsson lét leikinn fljóta, eins og honum einum er lagið. Ýmsar stympingar og köll um vítaspyrnur lét Pétur sem um vind um eyru þjóta í leiknum. Pétur dæmdi leikinn.Vísir/HAG Stemning og umgjörð Það hlaut að koma að því, sól og sumar úti enn leikur spilaður inni í Kórnum. Miðað við sumarið hingað til verður þetta fyrsti og eini slíki leikurinn á þessu tímabili. Mætingin var ekki frábær í dag, líkt og við mátti búast ef mið er tekið á tímasetningu leiksins sem og veðurblíðunnar. HK-ingar gættu þó að því að öll umgjörð væri sem best þrátt fyrir dræma mætingu. Það eru nokkrir leikmenn okkar með COVID Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.Vísir/Pawel „Alltaf gríðarlega erfitt að vera upp í pöllum og ekki gaman, en maður verður bara að draga lærdóm af því og það er mér að kenna að ég sé upp í stúku,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir leik en hann var í leikbanni upp í stúku vegna sjö gulra spjalda á tímabilinu. „Við komum hingað náttúrulega til þess að sækja þrjú stig. En svona eins og leikurinn þróaðist, mikill baráttu leikur, lítið um gæði og bæði lið að ströggla við það að ná stjórn á leiknum. Bara ánægður með frammistöðuna, barist allt til enda. Mér fannst varnarframmistaða míns liðs í dag mjög góð. Hún hefur ekki verið það. Við getum tekið helling út úr þessu til að byggja á.“ Það vantaði fjölda leikmanna í hóp Vestra í dag, þar á meðal framherjana tvo, Andra Rúnar Bjarnason og Pétur Bjarnason. Ástæða forfallanna er COVID. „Það eru nokkrir leikmenn okkar með COVID og maður svona hélt að sú umræða væri liðin tíð, en því miður eru menn bara vel veikir og óleikfærir þannig að við tókum enga sénsa. Okkur vantaði svolítil gæði fram á við, á síðasta þriðjung. Menn eru fárveikir. Það er bara óhætt að segja það, því miður.“ Félagsskiptaglugginn er nú opinn og segir Davíð Smári Vestra vera að skoða í kringum sig. „Ég held að það sé bara það sama með okkur og önnur lið. Við skoðum allt sem að styrkir liðið. Við erum með stóran, breiðan og góðan hóp en auðvitað skoðum við ef það kemur inn leikmaður sem styrkir fyrstu ellefu há okkur.“ Besta deild karla HK Vestri Tengdar fréttir Ómar Ingi: Spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum HK gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Vestra inn í Kórnum, en jöfnunarmark Vestra kom eftir agaleg mistök fyrirliða heimamanna, Leifs Andra Leifssonar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, átti erfitt með að sætta sig við úrslit leiksins aðspurður hvort þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. 20. júlí 2024 17:01
HK og Vestri gerðu 1-1 jafntefli í fyrsta leik 15. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta. Mistök fyrirliða HK-inga, Leifs Andra Leifssonar, reyndust hans mönnum dýr. Mikil orka var í báðum liðum í fyrri hálfleik. Bæði lið reyndu hvað þau gátu að sækja hratt fram þegar tækifæri gafst. Fyrsta mark leiksins kom einmitt upp úr skyndisókn heimamanna á 13. mínútu. Birnir Breki Burknason þeyttist þá upp hægri kantinn og kom honum svo inn á miðjuna þar sem boltanum var því næst þeytt út á George Nunn á vinstri kantinum. Kom Nunn með fasta fyrirgjöf beint á Atla Hrafn Andrason sem skoraði örugglega af stuttu færi. Atli Hrafn kom HK yfir.Vísir/HAG Eftir markið var lítið um færi en mikið um baráttu. Vestramenn jöfnuð eftir rúman hálftíma leik eftir mistök fyrirliða heimamanna. Leifur Andri Leifsson hafði þá unnið boltann rétt fyrir framan sinn eigin vítateig. Í stað þess að koma boltanum í burtu þá ákvað hinn nýbakaði faðir, Leifur Andir, að senda boltann til baka á markvörð sinn blindandi. Tókst það ekki betur en svo að Benedikt Warén hirti sendinguna og skoraði auðveldlega fram hjá Arnari Frey Ólafssyni. Staðan 1-1 í hálfleik. Jöfnunarmark Vestra í uppsiglingu.Vísir/HAG Síðari hálfleikurinn var nokkuð bragðdaufur. Bestu færin féllu fyrir heimamenn sem ekki tókst þó að gera sér mat úr þeim færum. Á 73. mínútu urðu heimamenn fyrir miklu áfalli. Arnar Freyr Ólafsson, markvörður HK, meiddist þá alvarlega. Arnar Freyr ætlaði þá að leggja af stað í úthlaup, en í þann mund sem hann lagði af stað hrundi hann í jörðina. Hásin Arnars Freys virtist hafa gefið sig og var hann borinn út af á börum. Inn á í hans stað kom hinn óreyndi Stefán Stefánsson. Arnar Freyr borinn af velli.Vísir/HAG Bæði lið reyndu hvað þau gátu á lokametrunum en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan jafntefli í þessum botnslag. Atvik leiksins Atvik leiksins er mark Vestra. Ótrúlega klaufalegt og jafnvel lélegt hjá Leifi Andra að gefa þetta mark. Það er þó einnig hægt að nefna meiðsli Arnars Freys, en þau gætu endað með að vera atvik tímabilsins fyrir HK. Arnar Freyr hefur verið einn af allra bestu mönnum HK á tímabilinu og því um mikla blóðtöku að ræða fyrir lið sem er í harðri fallbaráttu. Stjörnur og skúrkar Í miklum baráttu leik þá var ekki mikið um stjörnur. Þeir sem sýndu hvað mest fram á við voru kantmenn liðanna. Annars vegar Birnir Breki Burknason, leikmaður HK, og Benedikt Warén, leikmaður Vestra. Marki Benedikts Warén fagnað.Vísir/HAG Leifur Andri er skúrkur leiksins. Fyrir leik var honum færður blómvöndur þar sem hann varð faðir í fyrsta sinn í gær, en því miður fylgdi ekki sú hamingja honum inn á völlinn í dag. Dómarar Pétur Guðmundsson lét leikinn fljóta, eins og honum einum er lagið. Ýmsar stympingar og köll um vítaspyrnur lét Pétur sem um vind um eyru þjóta í leiknum. Pétur dæmdi leikinn.Vísir/HAG Stemning og umgjörð Það hlaut að koma að því, sól og sumar úti enn leikur spilaður inni í Kórnum. Miðað við sumarið hingað til verður þetta fyrsti og eini slíki leikurinn á þessu tímabili. Mætingin var ekki frábær í dag, líkt og við mátti búast ef mið er tekið á tímasetningu leiksins sem og veðurblíðunnar. HK-ingar gættu þó að því að öll umgjörð væri sem best þrátt fyrir dræma mætingu. Það eru nokkrir leikmenn okkar með COVID Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.Vísir/Pawel „Alltaf gríðarlega erfitt að vera upp í pöllum og ekki gaman, en maður verður bara að draga lærdóm af því og það er mér að kenna að ég sé upp í stúku,“ sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, eftir leik en hann var í leikbanni upp í stúku vegna sjö gulra spjalda á tímabilinu. „Við komum hingað náttúrulega til þess að sækja þrjú stig. En svona eins og leikurinn þróaðist, mikill baráttu leikur, lítið um gæði og bæði lið að ströggla við það að ná stjórn á leiknum. Bara ánægður með frammistöðuna, barist allt til enda. Mér fannst varnarframmistaða míns liðs í dag mjög góð. Hún hefur ekki verið það. Við getum tekið helling út úr þessu til að byggja á.“ Það vantaði fjölda leikmanna í hóp Vestra í dag, þar á meðal framherjana tvo, Andra Rúnar Bjarnason og Pétur Bjarnason. Ástæða forfallanna er COVID. „Það eru nokkrir leikmenn okkar með COVID og maður svona hélt að sú umræða væri liðin tíð, en því miður eru menn bara vel veikir og óleikfærir þannig að við tókum enga sénsa. Okkur vantaði svolítil gæði fram á við, á síðasta þriðjung. Menn eru fárveikir. Það er bara óhætt að segja það, því miður.“ Félagsskiptaglugginn er nú opinn og segir Davíð Smári Vestra vera að skoða í kringum sig. „Ég held að það sé bara það sama með okkur og önnur lið. Við skoðum allt sem að styrkir liðið. Við erum með stóran, breiðan og góðan hóp en auðvitað skoðum við ef það kemur inn leikmaður sem styrkir fyrstu ellefu há okkur.“
Besta deild karla HK Vestri Tengdar fréttir Ómar Ingi: Spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum HK gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Vestra inn í Kórnum, en jöfnunarmark Vestra kom eftir agaleg mistök fyrirliða heimamanna, Leifs Andra Leifssonar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, átti erfitt með að sætta sig við úrslit leiksins aðspurður hvort þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. 20. júlí 2024 17:01
Ómar Ingi: Spurning hvort hann standi við það sem hann lofaði vini sínum HK gerði 1-1 jafntefli í dag gegn Vestra inn í Kórnum, en jöfnunarmark Vestra kom eftir agaleg mistök fyrirliða heimamanna, Leifs Andra Leifssonar. Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, átti erfitt með að sætta sig við úrslit leiksins aðspurður hvort þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða. 20. júlí 2024 17:01
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti