Uppgjörið: Vestri - KR 2-0 | Vestri dró Vesturbæinn niður í fallbaráttuna Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 17. ágúst 2024 17:20 Vestri sótti sinn fyrsta sigur á heimavelli í dag. Vísir/HAG Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði KR í fyrsta sinn þegar liðið sótti Vestra heim í fyrsta leik 19. umferðar Bestu deildar karla. Það var ekki ferð til fjár en heimamenn unnu sinn fyrsta sigur á heimavelli í dag og eru nú aðeins stigi á eftir KR. Liðin eru í 9. og 10. sæti deildarinnar. Leikurinn byrjaði heldur rólega og var ekki fyrr en eftir um tíu mínútna leik að KR fór að færa sig upp á skaftið og taka stjórn á leiknum. Það var svo eftir smá hríð frá KR-ingum að Vestri skorar gegn gangi leiksins á 20. mínútu. Var þar á ferðinni Pétur Bjarnason með viðstöðulaust skot eftir sendingu frá fyrirliðanum Elmari Atla, sem átti sannarlega eftir að koma við sögu aftur seinna í leiknum. Eftir þetta þurftu Vestramenn að verjast miklum ágangi KR, sem sóttu og sóttu en án árangurs. Vestri náði að standast þetta áhlaup og hægja vel á leiknum, KR-ingar virtustu ekki alveg hafa sama kraft og rétt áður. Það skilaði sér í því að Vestri náði að tvöfalda forustu sína fyrir hálfleik og því staðan góð fyrir Vestramenn. Frábærlega gert hjá fyrirliðanum Elmari Atla, eftir stórkostlegt framtak Benedikts Waren. Óskar Hrafn gerði breytingu strax í hálfleik þegar hann tók Gyrði Hrafn út af og setti Finn Tómas inn á. Bæði lið áttu fínustu færi í seinni hálfleik og var hann hin fínasta skemmtun. Benó og Silas komust til að mynda í gegn með aðeins Jóhannes í veginum, slæm sending frá Benó kom í veg fyrir að Vestri komst í 3-0. Það var svo Aron Sigurðsson sem átti einnig nokkur góð færi hinu megin og hefði hæglega getað minnkað muninn en KR kom boltanum bara ekki inn fyrir línuna, hvort sem það voru skot framhjá eða glæsilega frammistöðu hjá Eskelinen í marki Vestra. Á 77. mín fékk Vladan, markmannsþjálfari Vestra, rautt spjald sem ég skil ekki ennþá fyrir hvað. Eitthvað hlýtur hann að hafa sagt. Leikurinn hélt áfram að vera hin fínasta skemmtun og áttu bæði lið möguleika á því að skora en svo varð ekki og því enduðu leikar 2-0. Ekki óskabyrjun Óskars og klárt mál að Davíð Smári er sáttur með sína menn í dag. Atvik leiksins Fyrra mark Vestra. Það var gegn gangi leiksins og KR-ingar bjuggust ekki við þessu á þessum tímapunkti. Stjörnur og skúrkar Ég ætla að gefa Elmari Atla, fyrirliða Vestra, þetta í dag. Hann er með stoðsendingu og mark úr öftustu línu. Væri gaman að vita hvenær það gerðist síðast. Benó var líka frábær eins og alltaf, Eskelinen einnig í markinu. Listinn er ekki tæmandi. Sóknarlína KR eins og hún leggur sig þarf að velta alvarlega fyrir sér hvernig þeim tókst ekki að skora mark í dag. Nóg fengu þeir af færum. Dómarinn Pétur var bara flottur í dag og tók maður varla eftir honum. Ég er reyndar ennþá að pæla í því fyrir hvað Vladan fékk rautt spjald en ég hef ekki trú á öðru en það hafi allt verið hárrétt. Stemmning og umgjörð Það var rigning og leiðindarveður fyrir áhorfendur í dag, enda örugglega versta mæting hjá Vestra í sumar. Sófinn eflaust tekinn hjá mörgum í dag Besta deild karla Vestri KR
Óskar Hrafn Þorvaldsson stýrði KR í fyrsta sinn þegar liðið sótti Vestra heim í fyrsta leik 19. umferðar Bestu deildar karla. Það var ekki ferð til fjár en heimamenn unnu sinn fyrsta sigur á heimavelli í dag og eru nú aðeins stigi á eftir KR. Liðin eru í 9. og 10. sæti deildarinnar. Leikurinn byrjaði heldur rólega og var ekki fyrr en eftir um tíu mínútna leik að KR fór að færa sig upp á skaftið og taka stjórn á leiknum. Það var svo eftir smá hríð frá KR-ingum að Vestri skorar gegn gangi leiksins á 20. mínútu. Var þar á ferðinni Pétur Bjarnason með viðstöðulaust skot eftir sendingu frá fyrirliðanum Elmari Atla, sem átti sannarlega eftir að koma við sögu aftur seinna í leiknum. Eftir þetta þurftu Vestramenn að verjast miklum ágangi KR, sem sóttu og sóttu en án árangurs. Vestri náði að standast þetta áhlaup og hægja vel á leiknum, KR-ingar virtustu ekki alveg hafa sama kraft og rétt áður. Það skilaði sér í því að Vestri náði að tvöfalda forustu sína fyrir hálfleik og því staðan góð fyrir Vestramenn. Frábærlega gert hjá fyrirliðanum Elmari Atla, eftir stórkostlegt framtak Benedikts Waren. Óskar Hrafn gerði breytingu strax í hálfleik þegar hann tók Gyrði Hrafn út af og setti Finn Tómas inn á. Bæði lið áttu fínustu færi í seinni hálfleik og var hann hin fínasta skemmtun. Benó og Silas komust til að mynda í gegn með aðeins Jóhannes í veginum, slæm sending frá Benó kom í veg fyrir að Vestri komst í 3-0. Það var svo Aron Sigurðsson sem átti einnig nokkur góð færi hinu megin og hefði hæglega getað minnkað muninn en KR kom boltanum bara ekki inn fyrir línuna, hvort sem það voru skot framhjá eða glæsilega frammistöðu hjá Eskelinen í marki Vestra. Á 77. mín fékk Vladan, markmannsþjálfari Vestra, rautt spjald sem ég skil ekki ennþá fyrir hvað. Eitthvað hlýtur hann að hafa sagt. Leikurinn hélt áfram að vera hin fínasta skemmtun og áttu bæði lið möguleika á því að skora en svo varð ekki og því enduðu leikar 2-0. Ekki óskabyrjun Óskars og klárt mál að Davíð Smári er sáttur með sína menn í dag. Atvik leiksins Fyrra mark Vestra. Það var gegn gangi leiksins og KR-ingar bjuggust ekki við þessu á þessum tímapunkti. Stjörnur og skúrkar Ég ætla að gefa Elmari Atla, fyrirliða Vestra, þetta í dag. Hann er með stoðsendingu og mark úr öftustu línu. Væri gaman að vita hvenær það gerðist síðast. Benó var líka frábær eins og alltaf, Eskelinen einnig í markinu. Listinn er ekki tæmandi. Sóknarlína KR eins og hún leggur sig þarf að velta alvarlega fyrir sér hvernig þeim tókst ekki að skora mark í dag. Nóg fengu þeir af færum. Dómarinn Pétur var bara flottur í dag og tók maður varla eftir honum. Ég er reyndar ennþá að pæla í því fyrir hvað Vladan fékk rautt spjald en ég hef ekki trú á öðru en það hafi allt verið hárrétt. Stemmning og umgjörð Það var rigning og leiðindarveður fyrir áhorfendur í dag, enda örugglega versta mæting hjá Vestra í sumar. Sófinn eflaust tekinn hjá mörgum í dag
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti