Uppgjörið og viðtöl: HK - KR 3-2 | Lygilegur endurkomusigur HK-inga Andri Már Eggertsson skrifar 22. ágúst 2024 21:52 HK-ingar voru heldur betur með klærnar úti. vísir/Diego HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið með skalla. Það tók gestina úr vesturbænum ekki nema sjö mínútur að taka forystuna. Það var mikil ringulreið í varnarlínu HK sem Atli Sigurjónsson nýtti sér og vippaði boltanum inn í teig á Benoný Breka Andrésson sem skallaði boltann í stöngina og inn. Það mætti halda að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, hafi tekið rafmagnsgítarinn með í Kórinn og spilað á hann því hans menn spiluðu frábæran sóknarbolta og fengu færi eftir færi eftir færi. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KR skyndisókn þar sem Theodór Elmar Bjarnason átti sprett upp hægri kantinn renndi boltanum á Aron Sigurðarson sem skoraði annað mark KR. Staðan í hálfleik var 0-2. Það tók HK-inga ekki nema þrjár mínútur að minnka muninn í síðari hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted átti langa sendingu á Atla Hrafn Andrason sem gerði vel í að leggja boltann fyrir Eið Gauta Sæbjörnsson sem átti gott skot fyrir utan teig og skoraði. Á 70. mínútu var Eiður Gauti aftur á ferðinni og skoraði sitt annað mark. Ívar Örn Jónsson átti frábæra sendingu inn í teig beint á Eið sem skoraði með kollspyrnu. Skömmu síðar var Eiður nálægt því að gera sitt þriðja mark en þá skallaði hann boltann rétt framhjá markinu. Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Tuma Þorvarssyni sem kom inn á sem varamaður. Niðurstaðan 3-2 sigur HK. Atvik leiksins Í stöðunni 2-2 skoruðu KR-ingar og gestirnir héldu að þeir væru að fara langt með sigurinn. Markið var dæmt af þar sem Atli Sigurjónsson braut á Atla Arnarssyni. Stuttu síðar fór HK í sókn og Atli Þór Jónasson skoraði fyrir HK sem reyndist sigurmarkið. Stjörnur og skúrkar Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK, var frábær. Eiður Gauti var líflegasti leikmaður HK í síðasta leik og var verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu. Þrátt fyrir að vera alveg búinn á því í seinni hálfleik þakkaði Eiður traustið og skoraði tvö mörk og var óheppinn að gera ekki þrennu. Það er hægt að hrósa mörgum leikmönnum HK fyrir frammistöðuna og karakterinn í seinni hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted var einn af þeim sem hljóp úr sér lungun upp og niður kantinn og átti þátt í fyrsta marki HK. Það skapast alltaf hætta þegar Atli Þór Jónasson er inni í teignum og hann gerði sigurmarkið þar sem hann skallaði boltann á þriðju hæðinni í markið. Karakterinn í leikmönnum KR er enginn. Að vera tveimur mörkum yfir gegn neðsta liði deildarinnar fyrir leik og tapa 3-2 er ekki boðlegt og ofan á það að tapa gegn Vestra og HK með innan við viku millibili er skelfilegt og KR-ingar eru komnir í bullandi fallbaráttu. Dómarinn Aðstoðardómararnir og eftirlitsmaður voru þeir sömu og voru þegar leik HK og KR var aflýst þann 8. ágúst. Sigurður Hjörtur Þrastarson kom nýr inn sem aðaldómari. Sigurður Hjörtur negldi stóru ákvörðunina þegar hann dæmdi mark af KR þar sem Atli Sigurjónsson gerðist brotlegur í teignum. Stemning og umgjörð Miðað við það að þetta var sennilega best auglýsti leikurinn á tímabilinu þar sem það var mikið í fjölmiðlum hvort leikurinn myndi fara fram eða KR yrði dæmdur 0-3 sigur hefði mætingin mátt vera betri sérstaklega hjá heimamönnum en 740 áhorfendur mættu á völlinn. Stuðningsmenn KR voru þó líflegir og sungu 3-0 fyrir Stórveldi í upphafi leiks. Ómar: Það sem leikmennirnir gerðu í seinni hálfleik var til fyrirmyndar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.Vísir/Sigurjón Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var afar ánægður eftir 3-2 sigur gegn KR. „Þetta var þungt í fyrri hálfleik og þeir héldu boltanum endalaust. Það sem leikmennirnir mínir gerðu eftir það var til fyrirmyndar,“ sagði Ómar Ingi og hélt áfram. „Mér fannst við farnir að banka þegar þeir skoruðu annað markið. Ég hef talað um það fyrr í sumar að við höfum fengið högg rétt fyrir hálfleik. Allt hrós á leikmennina hérna í kvöld og þeir tóku þá ákvörðun að fara framar á völlinn og pressa. Ég talaði um skort á ábyrgð eftir Fylkis leikinn en ábyrgðina sem þeir tóku um hvað fótboltamann þeir vildu sýna í kvöld var til fyrirmyndar.“ En hvað sagði Ómar við liðið í hálfleik sem skilaði þremur mörkum og sigri. „Ég fór að þeirra ráðum hvernig þeir vildu nálgast seinni hálfleikinn. Þeir vildu koma ofar á völlinn og pressa. Við ræddum það í gær en tókum ákvörðun um að bíða með það. Strákarnir eiga hrikalega mikið hrós skilið.“ Ómar fór fögrum orðum um Eið Gauta Sæbjörnsson sem skoraði tvö mörk í kvöld. „Þetta var frábært fyrir hann sem lenti í slæmum meiðslum og var lengi að koma sér inn á völlinn. Það var langt síðan hann var búinn á því en við gátum ekki tekið hann af velli. Hann er af mikilli KR fjölskyldu og okkur fannst rétti tímapunkturinn að byrja honum og hann stóð undir því.“ Rétt áður en HK skoraði sigurmarkið skoruðu KR-ingar mark sem var tekið af þeim. Aðspurður út í það atvik sagði Ómar að um bakhrindingu væri að ræða. „Atli Arnarson fauk helvíti langt út af vellinum þannig ég trúi að þetta hafi verið bakhrinding en hversu mikið ég veit það ekki en ég þigg það núna,“ sagði Ómar að lokum. „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.Vísir/Arnar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir 3-2 tap gegn HK. „Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Besta deild karla HK KR
HK vann ótrúlegan 3-2 endurkomusigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik. Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið með skalla. Það tók gestina úr vesturbænum ekki nema sjö mínútur að taka forystuna. Það var mikil ringulreið í varnarlínu HK sem Atli Sigurjónsson nýtti sér og vippaði boltanum inn í teig á Benoný Breka Andrésson sem skallaði boltann í stöngina og inn. Það mætti halda að Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, hafi tekið rafmagnsgítarinn með í Kórinn og spilað á hann því hans menn spiluðu frábæran sóknarbolta og fengu færi eftir færi eftir færi. Undir lok fyrri hálfleiks fékk KR skyndisókn þar sem Theodór Elmar Bjarnason átti sprett upp hægri kantinn renndi boltanum á Aron Sigurðarson sem skoraði annað mark KR. Staðan í hálfleik var 0-2. Það tók HK-inga ekki nema þrjár mínútur að minnka muninn í síðari hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted átti langa sendingu á Atla Hrafn Andrason sem gerði vel í að leggja boltann fyrir Eið Gauta Sæbjörnsson sem átti gott skot fyrir utan teig og skoraði. Á 70. mínútu var Eiður Gauti aftur á ferðinni og skoraði sitt annað mark. Ívar Örn Jónsson átti frábæra sendingu inn í teig beint á Eið sem skoraði með kollspyrnu. Skömmu síðar var Eiður nálægt því að gera sitt þriðja mark en þá skallaði hann boltann rétt framhjá markinu. Atli Þór Jónasson skoraði sigurmarkið með skalla eftir sendingu frá Tuma Þorvarssyni sem kom inn á sem varamaður. Niðurstaðan 3-2 sigur HK. Atvik leiksins Í stöðunni 2-2 skoruðu KR-ingar og gestirnir héldu að þeir væru að fara langt með sigurinn. Markið var dæmt af þar sem Atli Sigurjónsson braut á Atla Arnarssyni. Stuttu síðar fór HK í sókn og Atli Þór Jónasson skoraði fyrir HK sem reyndist sigurmarkið. Stjörnur og skúrkar Eiður Gauti Sæbjörnsson, leikmaður HK, var frábær. Eiður Gauti var líflegasti leikmaður HK í síðasta leik og var verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu. Þrátt fyrir að vera alveg búinn á því í seinni hálfleik þakkaði Eiður traustið og skoraði tvö mörk og var óheppinn að gera ekki þrennu. Það er hægt að hrósa mörgum leikmönnum HK fyrir frammistöðuna og karakterinn í seinni hálfleik. Dagur Örn Fjeldsted var einn af þeim sem hljóp úr sér lungun upp og niður kantinn og átti þátt í fyrsta marki HK. Það skapast alltaf hætta þegar Atli Þór Jónasson er inni í teignum og hann gerði sigurmarkið þar sem hann skallaði boltann á þriðju hæðinni í markið. Karakterinn í leikmönnum KR er enginn. Að vera tveimur mörkum yfir gegn neðsta liði deildarinnar fyrir leik og tapa 3-2 er ekki boðlegt og ofan á það að tapa gegn Vestra og HK með innan við viku millibili er skelfilegt og KR-ingar eru komnir í bullandi fallbaráttu. Dómarinn Aðstoðardómararnir og eftirlitsmaður voru þeir sömu og voru þegar leik HK og KR var aflýst þann 8. ágúst. Sigurður Hjörtur Þrastarson kom nýr inn sem aðaldómari. Sigurður Hjörtur negldi stóru ákvörðunina þegar hann dæmdi mark af KR þar sem Atli Sigurjónsson gerðist brotlegur í teignum. Stemning og umgjörð Miðað við það að þetta var sennilega best auglýsti leikurinn á tímabilinu þar sem það var mikið í fjölmiðlum hvort leikurinn myndi fara fram eða KR yrði dæmdur 0-3 sigur hefði mætingin mátt vera betri sérstaklega hjá heimamönnum en 740 áhorfendur mættu á völlinn. Stuðningsmenn KR voru þó líflegir og sungu 3-0 fyrir Stórveldi í upphafi leiks. Ómar: Það sem leikmennirnir gerðu í seinni hálfleik var til fyrirmyndar Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK.Vísir/Sigurjón Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var afar ánægður eftir 3-2 sigur gegn KR. „Þetta var þungt í fyrri hálfleik og þeir héldu boltanum endalaust. Það sem leikmennirnir mínir gerðu eftir það var til fyrirmyndar,“ sagði Ómar Ingi og hélt áfram. „Mér fannst við farnir að banka þegar þeir skoruðu annað markið. Ég hef talað um það fyrr í sumar að við höfum fengið högg rétt fyrir hálfleik. Allt hrós á leikmennina hérna í kvöld og þeir tóku þá ákvörðun að fara framar á völlinn og pressa. Ég talaði um skort á ábyrgð eftir Fylkis leikinn en ábyrgðina sem þeir tóku um hvað fótboltamann þeir vildu sýna í kvöld var til fyrirmyndar.“ En hvað sagði Ómar við liðið í hálfleik sem skilaði þremur mörkum og sigri. „Ég fór að þeirra ráðum hvernig þeir vildu nálgast seinni hálfleikinn. Þeir vildu koma ofar á völlinn og pressa. Við ræddum það í gær en tókum ákvörðun um að bíða með það. Strákarnir eiga hrikalega mikið hrós skilið.“ Ómar fór fögrum orðum um Eið Gauta Sæbjörnsson sem skoraði tvö mörk í kvöld. „Þetta var frábært fyrir hann sem lenti í slæmum meiðslum og var lengi að koma sér inn á völlinn. Það var langt síðan hann var búinn á því en við gátum ekki tekið hann af velli. Hann er af mikilli KR fjölskyldu og okkur fannst rétti tímapunkturinn að byrja honum og hann stóð undir því.“ Rétt áður en HK skoraði sigurmarkið skoruðu KR-ingar mark sem var tekið af þeim. Aðspurður út í það atvik sagði Ómar að um bakhrindingu væri að ræða. „Atli Arnarson fauk helvíti langt út af vellinum þannig ég trúi að þetta hafi verið bakhrinding en hversu mikið ég veit það ekki en ég þigg það núna,“ sagði Ómar að lokum. „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni“ Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR.Vísir/Arnar Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, var afar svekktur eftir 3-2 tap gegn HK. „Við spiluðum frábæran fótbolta fyrstu 25 mínúturnar svo náðu HK-ingar yfirhöndinni og augnablikið var með þeim síðan skoruðum við annað mark undir lok fyrri hálfleiks. Þeir byrjuðu seinni hálfleikinn sterkt og við fengum kjaftshögg og mér fannst við aldrei standa upp eftir það. Við urðum litlir í okkur og hættum,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Mér leið ágætlega í hálfleik en við vorum meðvitaðir um að HK myndi stíga upp á okkur. En svo er það þannig að þegar að þú ert í þessari stöðu að það er ekki búið að ganga vel þá þarf ekki mikið til að slá þig út af laginu og það var raunin í kvöld.“ Aðspurður út í hvort þetta væri saga sumarsins hjá KR að vera tveimur mörkum yfir og tapa leiknum var Óskar ekki viss. „Þetta hefur komið fyrir nokkrum sinnum og við þurfum að vinna í því að vera sterkari þegar það blæs á móti það er alveg ljóst. Auðvitað er liðið í þeirri stöðu að þegar þú ert í fallbaráttu verður ennþá mikilvægara að sýna kjark og hugrekki. Það er það sem telur að láta ekki berja sig niður og verða lítill. “ Þriðja mark KR-inga var dæmt af og Óskar var ekki viss hvort markið hefði átt að standa eða ekki. „Ég veit það ekki, ég sá það ekki. Einhverjir segja að það hafi ekki verið brot en ég hef ekki lagt það í vana minn að hnýta í dómarann og kvarta yfir þeim. Ég treysti á að Sigurður Hjörtur hafi dæmt þetta rétt og bekkurinn hjá HK virtist vera með það á hreinu að þetta hefði verið brot en ég sá það ekki nógu vel.“ KR hefur tapað gegn Vestra og HK í síðustu tveimur leikjum. Er þetta meira krefjandi verkefni en Óskar Hrafn átti von á? „Ég vissi að þetta yrði krefjandi verkefni og það eru öll verkefni krefjandi. Við þurfum að vera duglegri og við þurfum að bretta upp ermarnar og nálgast þetta að mikilli alvöru það er alveg ljóst,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti