Valkyrjur og Venus ósigraðar á toppnum Þórarinn Þórarinsson skrifar 23. september 2024 10:49 Liðin Jötunn Valkyrjur og Venus eru enn ósigruð eftir þrjár umferðir og tróna á toppi Míludeildarinnar í Valorant. Þriðja umferð Míludeiladarinnar í Valorant fór fram á föstudagskvöld og að henni lokinni eru liðin Jötunn Valkyrjur og Venus, enn ósigruð, í tveimur efstu sætum deildarinnar. Valkyrjurnar eftir sannfærandi 13-4 sigur á Hetti og Venus eftir að hafa klárað GoldDiggers 13 - 6. Þá hafnaði lið Þórs í 6. Sæti eftir að hafa landað sínum fyrsta sigri á mótinu, gegn Guardian Grýlunum, 13-8. Venju samkvæmt fylgdust Mist Reykdal Magnúsdóttir og Daníel Máni Óskarsson með gangi mála í beinni útsendingu og lýstu meðal annars viðureign Valkyrjanna og Venusar. Úrslit 3. Umferðar: Jötunn Valkyrjur - Höttur 13 - 4 ControllerZ - Klutz 3 - 13 Þór - Guardian Grýlurnar 13 - 8 Venus - GoldDiggers 13 - 6 Daníel Máni benti á að nú þegar þrjár umferðir væru búnar og fjórar eftir þyrftu liðin að fara að skoða sinn gang og hversu mikið framhaldið er í þeirra höndum en þau lið sem sjái fram á að staða þeirra á stigatöflunni ráðist frekar af úrslitum hjá öðrum liðum en eigin frammistöðu séu komin á hættulegan stað. Mist, sem var á sínum tíma fyrirliði Valkyrjanna, vakti síðan athygli á því að liðið væri á toppnum eftir sigra á liðum í neðri sætum deildarinnar og það yrði spennandi að sjá þær mæta efri liðum eins og Venus og Klutz. Daníel Máni Óskarsson og Mist Reykdal Magnúsdóttir greindu stöðuna og lýstu leikjum þriðju umferð Míludeildarinnar í beinni á föstudagskvöld. Það má því ætla að róðurinn þyngist hjá Valkyrjunum í þessari viku þegar þær mæta einmitt Venusi 27. september í 4. umferð en eins og Mist minnti á þá eru bæði liðin ósigruð og því ekki von á öðru en þetta verði „geðveikur leikur.“ Daníel tók undir að framundan væri vissulega spennandi umferð á föstudaginn mætast auk Venusar og Valkyrja lið ControllerZ og GoldDiggers, Guardian Grýlurnar og Höttur og Þór og Klutz. Staðan í Míludeildinni í Valorant að loknum þremur umferðum er þannig að Jötunn Valkyrjur eru á toppnum en Guardian Grýlurnar reka lestina. Rafíþróttir Tengdar fréttir Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn
Valkyrjurnar eftir sannfærandi 13-4 sigur á Hetti og Venus eftir að hafa klárað GoldDiggers 13 - 6. Þá hafnaði lið Þórs í 6. Sæti eftir að hafa landað sínum fyrsta sigri á mótinu, gegn Guardian Grýlunum, 13-8. Venju samkvæmt fylgdust Mist Reykdal Magnúsdóttir og Daníel Máni Óskarsson með gangi mála í beinni útsendingu og lýstu meðal annars viðureign Valkyrjanna og Venusar. Úrslit 3. Umferðar: Jötunn Valkyrjur - Höttur 13 - 4 ControllerZ - Klutz 3 - 13 Þór - Guardian Grýlurnar 13 - 8 Venus - GoldDiggers 13 - 6 Daníel Máni benti á að nú þegar þrjár umferðir væru búnar og fjórar eftir þyrftu liðin að fara að skoða sinn gang og hversu mikið framhaldið er í þeirra höndum en þau lið sem sjái fram á að staða þeirra á stigatöflunni ráðist frekar af úrslitum hjá öðrum liðum en eigin frammistöðu séu komin á hættulegan stað. Mist, sem var á sínum tíma fyrirliði Valkyrjanna, vakti síðan athygli á því að liðið væri á toppnum eftir sigra á liðum í neðri sætum deildarinnar og það yrði spennandi að sjá þær mæta efri liðum eins og Venus og Klutz. Daníel Máni Óskarsson og Mist Reykdal Magnúsdóttir greindu stöðuna og lýstu leikjum þriðju umferð Míludeildarinnar í beinni á föstudagskvöld. Það má því ætla að róðurinn þyngist hjá Valkyrjunum í þessari viku þegar þær mæta einmitt Venusi 27. september í 4. umferð en eins og Mist minnti á þá eru bæði liðin ósigruð og því ekki von á öðru en þetta verði „geðveikur leikur.“ Daníel tók undir að framundan væri vissulega spennandi umferð á föstudaginn mætast auk Venusar og Valkyrja lið ControllerZ og GoldDiggers, Guardian Grýlurnar og Höttur og Þór og Klutz. Staðan í Míludeildinni í Valorant að loknum þremur umferðum er þannig að Jötunn Valkyrjur eru á toppnum en Guardian Grýlurnar reka lestina.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39 Mest lesið Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Handbolti Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Fótbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti „Sjúklega stolt af þessum hóp“ Handbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Fótbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn
Metþátttaka í kvennadeildinni í Valorant „Þetta er stærsta Valorant-mót sem við höfum haldið hingað til og náttúrlega eina kvenna- og kynseginmótið,“ segir Daníel Máni Óskarsson, mótastjóri í Míludeildarinnar í Valorant. Verðlaunaféð nemur einni og hálfri milljón en hann bendir á að hingað til hafi engin rafíþróttadeild, önnur en Counter Strike, verið með yfir milljón í verðlaunafé. 12. september 2024 14:39
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti