Uppgjörið: KA - HK 3-3 | Bikarþynnka í heimamönnum 25. september 2024 18:10 KA varð á dögunum bikarmeistari. Það mátti sjá örlitla bikarþynnku í mannskapnum í dag en KA var manni fleiri allan síðari hálfleikinn en tókst samt ekki að landa sigri. vísir/Diego Nýkrýndir bikarmeistarar KA máttu sætta sig við 3-3 jafntefli gegn HK í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla. KA var langt frá sínu besta í dag og ekki laust við að einhver bikarþynnka hafi verið til staðar en KA lék manni fleiri allan síðari hálfleik. KA byrjaði leikinn ekki vel og voru það gestirnir sem voru ívið hættulegri í upphafi án þess þó að skapa sér nein hættuleg færi. Heimamenn komust þó betur inn í leikinn eftir um stundarfjórðung og á 22. mínútu komust þeir í forystu. Daníel Hafsteinsson tók þá snoturt þríhyrningsspil með Hallgrími Mar og þrumaði svo boltanum í stöngina og Dagur Ingi Valsson var manna fyrstur að átta sig, hirti frákastið og renndi boltanum í autt markið. Eftir markið dofnaði aftur yfir heimamönnum og gengu gestirnir á lagið. Eftir hálftíma leik átti HK frábæra sókn þar sem boltinn gekk manna á milli allt frá öftustu línu upp allan völlinn og endaði á því að Birnir Breki kom boltanum á Dag Örn Fjeldsted sem var rétt fyrir utan teiginn vinstra megin og skrúfaði boltann fast upp í fjær hornið í fyrsta. Frábært mark og staðan jöfn. Eitthvað virtist bikarþynnkan vera að hrjá KA menn því HK var miklu betri aðilinn það sem eftir lifði hálfleiksins. Á fyrstu mínútum eftir jöfnunarmarkið átti Eiður Gauti skot rétt fram hjá og bæði Þorsteinn Aron og Birnir Breki fengu sannkölluð dauðfæri en Steinþór Már varði meistaralega í bæði skiptin. Leikurinn var fjörugur á þessum tímapunkti og á 40. mínútu fékk Ásgeir Sigurgeirsson gott færi en skaut langt fram hjá þegar hann var sloppinn einn í gegn. Á 43. mínútu, markamínútunni frægu, kom svo markið sem var búið að liggja í loftinu hjá gestunum, en þeir unnu þá boltann á eigin vallarhelmingi og sóttu hratt upp völlinn og Birnir Breki lagði boltann meðfram jörðinni til hliðar á Arnþór Ara sem kom einn og óvaldaður inn á teiginn og renndi boltanum auðveldlega í markið og kom HK í 2-1 forystu. Örstuttu eftir markið fór Atli Hrafn Andrason í tæklingu og missti af boltanum en felldi Dag Inga Valsson í staðinn. Atli hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum og fékk fyrir þetta brot sitt annað gula spjald og þar með rautt og gestirnir því einum færri út leikinn. Nokkuð harður dómur að mínu mati. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og nýttu sér liðsmuninn vel. Á 53. mínútu barst boltinn út til hins 17 ára gamla Mikaels Breka Þórðarsonar rétt fyrir utan teig, sem hugsaði sig ekki tvisvar um, heldur lagði boltann fyrir sig og smurði hann upp í fjær hornið. Fyrsta mark hans fyrir KA í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og var fögnuðurinn innilegur. Leikur KA dofnaði aðeins eftir markið og spilaði HK vel einum færri. Það var því rýtingur fyrir þá röndóttu þegar Ásgeir Sigurgeirsson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Harley Willard eftir tæpan 70 mínútna leik og kom KA í 3-2 forystu. Allt virtist benda til þess að KA myndi fá stigin þrjú sem í boði voru en HK-ingar voru á öðru máli og einum færri jöfnuðu þeir leikinn í uppbótartíma. Ívar Örn Jónsson tók hárfína aukaspyrnu inn á teig þar sem varamaðurinn Atli Arnarson mætti og skallaði boltann í netið. Staðan 3-3. Gestirnir voru svo í raun óheppnir að stela ekki hreinlega sigrinum því KA hafði varla tekið miðju þegar Tumi Þorvarsson var mættur í dauðafæri einn gegn Steinþóri Má sem bjargaði frábærlega og skiptu liðin að lokum stigunum jafnt á milli sín. Stjörnur og skúrkar Mikael Breki Þórðarson verður að enda sem stjarna leikins þar sem hann skorar algjört draumamark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir uppeldisfélagið auk þess að eiga mjög fínan leik á miðjunni. En þá er svo sem illa vegið að Stubbnum sjálfum, Steinþóri Má Auðunssyni, sem varði fjölmörg dauðafæri í dag og tryggði KA í raun stig undir lokin. Dagur Ingi Valsson var frískastur KA manna í dag og var engu þynnku að sjá á þeim mæta pilti. Hjá HK heillaði Birkir Breki Burknason mest en KA menn réðu illa við hann á kantinum oft á tíðum og átti hann tvær stoðsendingar og var í raun klaufi að skora ekki líka. Dagur Örn Fjeldsted átti einnig fínan leik og skoraði mark. Þá kom varamaðurinn Atli Arnarson með alvöru hugarfar inn í leikinn; skoraði jöfnunarmarkið og lét vel finna fyrir sér. Undir venjulegum kringumstæðum væri Atli Hrafn Andrason skúrkurinn fyrir að láta reka sig af velli en dómurinn var nokkuð harður og efldist HK liðið í raun eftir þetta. Skúrkurinn er kannski bara bikarþynnkan fræga fyrir það eitt að láta sjá sig í dag. Atvik leiksins Það er markið sem Mikael Breki skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir uppeldisfélagið. Frábært augnablik fyrir hann og mun hann eflaust horfa á þetta mark aftur og aftur fram eftir kvöldi. Dómarinn Fyrir utan rauða spjaldið, sem er auðvitað stór ákvörðun, átti Erlendur nokkuð fínan leik og ekki mikið út á hann hægt að setja að öðru leyti. Stemmning og umgjörð Nýkrýndir bikarmeistarar KA tjölduðu öllu til og bauðst fólki að koma og fá mynd af sér með bikarnum fyrir leik og í hálfleik. Vel var mætt miðað við leiktímann sem var kl. 16:15 á miðvikudegi sem stafar auðvitað af því sem á undan er gengið hjá liðinu. Stemningin á leiknum sjálfum var ekkert frábær en fólki var eflaust nokkuð kalt. „Sérstakt að ellefta sætið fái heimaleiki á móti tólfta og tíunda sætinu“ Ómar Ingi (til vinstri).vísir / viktor freyr Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var nokkuð sáttur með eitt stig gegn nýkrýndum bikarmeisturum KA fyrir norðan í dag úr því sem komið var en HK jafnaði leikinn í uppbótartíma, 3-3, eftir að hafa spilað seinni hálfleik manni færri og leitt leikinn 2-1 í hálfleik. Hvernig eru fyrstu tilfinningar eftir leik? „Mjög blandaðar. Ánægður með margt í leiknum okkar; ánægður með fyrri hálfleikinn að koma til baka 2-1 eftir að hafa lent undir og auðvitað ánægður með það líka að koma til baka 3-3 eftir að hafa verið aftur undir. Ótrúlega erfiður seinni hálfleikur en alveg heill hellingur sem við getum tekið með úr þessu. Við sköpum okkur færi bæði í seinni og fyrri hálfleik til að skora mörk og Stubbur (Steinþór Már Auðunsson) kemur þeim oft til bjargar á í rauninni álíka hátt og mér fannst Arnar (Freyr Ólafsson) gera hérna í fyrsta leik mótsins fyrir okkur því mér fannst við klárlega skapa okkur tækifæri til að skora fleiri mörk.“ Atli Hrafn Andrason fékk að líta sitt seinna gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks og þótti mörgum HK-ingum það harður dómur. „Mér fannst það soft, mín tilfinning var sú að hann nái að slægja hægri fætinum í boltanum og mögulega fari vinstri fóturinn í hann en þetta var ekki groddaraleg tækling, þetta var fannst mér ekki endilega vera eitthvað sem þarf að vera gult spjald og ef þetta þarf að vera gult spjald þá þarf þetta allt að vera gult spjald þannig mér fannst það ódýrt.“ HK brást vel við eftir að hafa lent manni færri og var í raun ekki að sjá í seinni hálfleik að þeir væru í raun færri inni á vellinum. „Engin spurning. Kannski að einhverju leyti, og vonandi lærdómur af því, að hafa því miður þurft að lenda í þessari stöðu áður í sumar en alveg rétt, mér fannst liðið á löngum köflum gera það vel að vera undir. Mér fannst við skapa færi, Birnir (Breki Burknason) er hérna einn á móti markmanni um miðjan seinni hálfleikinn og svo fáum við fín tækifæri og hann bara reyndist okkur erfiður og stóð sig vel í dag en mér fannst við klárlega gera þetta betur í dag en við höfum gert hingað til. Eins mikið og ég vonast til þess að þurfa ekki að standa í þessu aftur þá allavega gerðum við það betur núna.“ Nokkur umræða hefur skapast um leikjaniðurröðunina í neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu en HK, sem endaði í 10. sæti deildarinnar, fá útileik bæði gegn Vestra og Fylki sem enduðu fyrir neðan þá. Ómar sagði sína skoðun á málinu: „Það er búið að tala um þetta alveg síðan það kom að það er sérstakt að ellefta sætið fái heimaleik á móti tíunda sætinu og það skiptir engu máli hvort hann er á Ísafirði eða ekki en mér finnst það sérstakt að ellefta sætið fái heimaleiki á móti tólfta og tíunda sætinu en skiptir engu máli, við komum hérna í ferðalag í dag og sóttum bara sterkt stig úr því sem komið var þannig nú þarf bara að komast aftur heim og byrja að undirbúa okkur fyrir þann leik.“ „Stefna klúbbsins að spila á ungum leikmönnum“ Hallgrímur Jónasson kemur skilaboðum til sinna manna.vísir/Diego Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var eðlilega svekktur þar sem gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma eftir að hafa spilað einum færri allan síðari hálfeik. Hann segir úrslitin þá vera sanngjörn. „Svona smá blandaðar tilfinningar. Mér fannst við byrja leikinn virkilega vel, mjög ánægður með hvernig við komum inn í leikinn fyrstu 20-25 mínúturnar, síðan erum við komnir yfir og eins og menn ætli að fara taka þetta of létt. Við hættum að vera í okkar stöðum, við hættum að hlaupa til baka, og það var bara mjög erfitt og þeir komast yfir 2-1. Við töluðum um það í hálfleik að grunnurinn þarf að vera í lagi og mér fannst seinni hálfleikurinn vera betri. Við erum einum fleiri og þrýstum þeim niður og skorum tvö mörk og hefðum getað skorað fleiri en staðreyndin er samt sú að þeir jafna í lokin á 90. mínútu eftir aukaspyrnu og það var bara fyllilega sanngjarnt. Leiðinlegt fyrir okkur að fá á okkur mark í lokin en við fáum á okkur þrjú mörk og samt á Stubbur (Steinþór Már Auðunsson) þrjár frábærar vörslur þannig ég held að það hafi verið sanngjörn niðurstaða og því miður þá vantaði bara aðeins upp á hugarfarið varnarlega í dag og þess vegna fáum við á okkur þrjú mörk.“ Er óhætt að segja að sigurinn í Mjólkurbikarnum á laugardaginn hafi spilað mikið inn í frammistöðu liðsins í dag? „Já hann hefur áhrif, það er bara þannig, og við töluðum um það og þess vegna var virkilega tekinn tími í að spjalla um það og það hefur alltaf áhrif en við byrjum leikinn virkilega sterkt og við skorum þrjú mörk, hefðum getað skorað fleiri, sem er flott en varnarlega fannst mér hugarfarið ekki nógu gott og það bara lögum við fyrir leikinn á sunnudaginn.“ Hallgrímur segist vilja spila á fleiri ungu leikmönnum í síðustu leikjum tímabilsins en hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í dag og skoraði frábært mark. „Það er stefna klúbbsins, við viljum spila á ungum leikmönnum, og Mikael Breki fékk tækifæri í dag í byrjunarliðinu og stóð sig virkilega vel og Valdimar (Daði Sævarsson) kemur inn fyrir hann og við munum gefa mönnum tækifæri sem að hafa verið að fá aðeins færri mínútur og svo ungum strákum og við erum bara með það gott lið að það á ekki að hafa það mikil áhrif. Mikael stóð frábærlega og Valdimar þegar hann kom inn á. Skorar mark, við skorum þrjú mörk, en það er varnarþátturinn, hugarfarið þar þarf að batna af því okkur langar að fá fullt af stigum.“ Besta deild karla KA HK
Nýkrýndir bikarmeistarar KA máttu sætta sig við 3-3 jafntefli gegn HK í fyrstu umferð neðri hluta Bestu deildar karla. KA var langt frá sínu besta í dag og ekki laust við að einhver bikarþynnka hafi verið til staðar en KA lék manni fleiri allan síðari hálfleik. KA byrjaði leikinn ekki vel og voru það gestirnir sem voru ívið hættulegri í upphafi án þess þó að skapa sér nein hættuleg færi. Heimamenn komust þó betur inn í leikinn eftir um stundarfjórðung og á 22. mínútu komust þeir í forystu. Daníel Hafsteinsson tók þá snoturt þríhyrningsspil með Hallgrími Mar og þrumaði svo boltanum í stöngina og Dagur Ingi Valsson var manna fyrstur að átta sig, hirti frákastið og renndi boltanum í autt markið. Eftir markið dofnaði aftur yfir heimamönnum og gengu gestirnir á lagið. Eftir hálftíma leik átti HK frábæra sókn þar sem boltinn gekk manna á milli allt frá öftustu línu upp allan völlinn og endaði á því að Birnir Breki kom boltanum á Dag Örn Fjeldsted sem var rétt fyrir utan teiginn vinstra megin og skrúfaði boltann fast upp í fjær hornið í fyrsta. Frábært mark og staðan jöfn. Eitthvað virtist bikarþynnkan vera að hrjá KA menn því HK var miklu betri aðilinn það sem eftir lifði hálfleiksins. Á fyrstu mínútum eftir jöfnunarmarkið átti Eiður Gauti skot rétt fram hjá og bæði Þorsteinn Aron og Birnir Breki fengu sannkölluð dauðfæri en Steinþór Már varði meistaralega í bæði skiptin. Leikurinn var fjörugur á þessum tímapunkti og á 40. mínútu fékk Ásgeir Sigurgeirsson gott færi en skaut langt fram hjá þegar hann var sloppinn einn í gegn. Á 43. mínútu, markamínútunni frægu, kom svo markið sem var búið að liggja í loftinu hjá gestunum, en þeir unnu þá boltann á eigin vallarhelmingi og sóttu hratt upp völlinn og Birnir Breki lagði boltann meðfram jörðinni til hliðar á Arnþór Ara sem kom einn og óvaldaður inn á teiginn og renndi boltanum auðveldlega í markið og kom HK í 2-1 forystu. Örstuttu eftir markið fór Atli Hrafn Andrason í tæklingu og missti af boltanum en felldi Dag Inga Valsson í staðinn. Atli hafði fengið gult spjald fyrr í leiknum og fékk fyrir þetta brot sitt annað gula spjald og þar með rautt og gestirnir því einum færri út leikinn. Nokkuð harður dómur að mínu mati. Heimamenn byrjuðu síðari hálfleikinn betur og nýttu sér liðsmuninn vel. Á 53. mínútu barst boltinn út til hins 17 ára gamla Mikaels Breka Þórðarsonar rétt fyrir utan teig, sem hugsaði sig ekki tvisvar um, heldur lagði boltann fyrir sig og smurði hann upp í fjær hornið. Fyrsta mark hans fyrir KA í sínum fyrsta byrjunarliðsleik og var fögnuðurinn innilegur. Leikur KA dofnaði aðeins eftir markið og spilaði HK vel einum færri. Það var því rýtingur fyrir þá röndóttu þegar Ásgeir Sigurgeirsson skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu Harley Willard eftir tæpan 70 mínútna leik og kom KA í 3-2 forystu. Allt virtist benda til þess að KA myndi fá stigin þrjú sem í boði voru en HK-ingar voru á öðru máli og einum færri jöfnuðu þeir leikinn í uppbótartíma. Ívar Örn Jónsson tók hárfína aukaspyrnu inn á teig þar sem varamaðurinn Atli Arnarson mætti og skallaði boltann í netið. Staðan 3-3. Gestirnir voru svo í raun óheppnir að stela ekki hreinlega sigrinum því KA hafði varla tekið miðju þegar Tumi Þorvarsson var mættur í dauðafæri einn gegn Steinþóri Má sem bjargaði frábærlega og skiptu liðin að lokum stigunum jafnt á milli sín. Stjörnur og skúrkar Mikael Breki Þórðarson verður að enda sem stjarna leikins þar sem hann skorar algjört draumamark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir uppeldisfélagið auk þess að eiga mjög fínan leik á miðjunni. En þá er svo sem illa vegið að Stubbnum sjálfum, Steinþóri Má Auðunssyni, sem varði fjölmörg dauðafæri í dag og tryggði KA í raun stig undir lokin. Dagur Ingi Valsson var frískastur KA manna í dag og var engu þynnku að sjá á þeim mæta pilti. Hjá HK heillaði Birkir Breki Burknason mest en KA menn réðu illa við hann á kantinum oft á tíðum og átti hann tvær stoðsendingar og var í raun klaufi að skora ekki líka. Dagur Örn Fjeldsted átti einnig fínan leik og skoraði mark. Þá kom varamaðurinn Atli Arnarson með alvöru hugarfar inn í leikinn; skoraði jöfnunarmarkið og lét vel finna fyrir sér. Undir venjulegum kringumstæðum væri Atli Hrafn Andrason skúrkurinn fyrir að láta reka sig af velli en dómurinn var nokkuð harður og efldist HK liðið í raun eftir þetta. Skúrkurinn er kannski bara bikarþynnkan fræga fyrir það eitt að láta sjá sig í dag. Atvik leiksins Það er markið sem Mikael Breki skoraði í sínum fyrsta byrjunarliðsleik fyrir uppeldisfélagið. Frábært augnablik fyrir hann og mun hann eflaust horfa á þetta mark aftur og aftur fram eftir kvöldi. Dómarinn Fyrir utan rauða spjaldið, sem er auðvitað stór ákvörðun, átti Erlendur nokkuð fínan leik og ekki mikið út á hann hægt að setja að öðru leyti. Stemmning og umgjörð Nýkrýndir bikarmeistarar KA tjölduðu öllu til og bauðst fólki að koma og fá mynd af sér með bikarnum fyrir leik og í hálfleik. Vel var mætt miðað við leiktímann sem var kl. 16:15 á miðvikudegi sem stafar auðvitað af því sem á undan er gengið hjá liðinu. Stemningin á leiknum sjálfum var ekkert frábær en fólki var eflaust nokkuð kalt. „Sérstakt að ellefta sætið fái heimaleiki á móti tólfta og tíunda sætinu“ Ómar Ingi (til vinstri).vísir / viktor freyr Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, var nokkuð sáttur með eitt stig gegn nýkrýndum bikarmeisturum KA fyrir norðan í dag úr því sem komið var en HK jafnaði leikinn í uppbótartíma, 3-3, eftir að hafa spilað seinni hálfleik manni færri og leitt leikinn 2-1 í hálfleik. Hvernig eru fyrstu tilfinningar eftir leik? „Mjög blandaðar. Ánægður með margt í leiknum okkar; ánægður með fyrri hálfleikinn að koma til baka 2-1 eftir að hafa lent undir og auðvitað ánægður með það líka að koma til baka 3-3 eftir að hafa verið aftur undir. Ótrúlega erfiður seinni hálfleikur en alveg heill hellingur sem við getum tekið með úr þessu. Við sköpum okkur færi bæði í seinni og fyrri hálfleik til að skora mörk og Stubbur (Steinþór Már Auðunsson) kemur þeim oft til bjargar á í rauninni álíka hátt og mér fannst Arnar (Freyr Ólafsson) gera hérna í fyrsta leik mótsins fyrir okkur því mér fannst við klárlega skapa okkur tækifæri til að skora fleiri mörk.“ Atli Hrafn Andrason fékk að líta sitt seinna gula spjald og þar með rautt undir lok fyrri hálfleiks og þótti mörgum HK-ingum það harður dómur. „Mér fannst það soft, mín tilfinning var sú að hann nái að slægja hægri fætinum í boltanum og mögulega fari vinstri fóturinn í hann en þetta var ekki groddaraleg tækling, þetta var fannst mér ekki endilega vera eitthvað sem þarf að vera gult spjald og ef þetta þarf að vera gult spjald þá þarf þetta allt að vera gult spjald þannig mér fannst það ódýrt.“ HK brást vel við eftir að hafa lent manni færri og var í raun ekki að sjá í seinni hálfleik að þeir væru í raun færri inni á vellinum. „Engin spurning. Kannski að einhverju leyti, og vonandi lærdómur af því, að hafa því miður þurft að lenda í þessari stöðu áður í sumar en alveg rétt, mér fannst liðið á löngum köflum gera það vel að vera undir. Mér fannst við skapa færi, Birnir (Breki Burknason) er hérna einn á móti markmanni um miðjan seinni hálfleikinn og svo fáum við fín tækifæri og hann bara reyndist okkur erfiður og stóð sig vel í dag en mér fannst við klárlega gera þetta betur í dag en við höfum gert hingað til. Eins mikið og ég vonast til þess að þurfa ekki að standa í þessu aftur þá allavega gerðum við það betur núna.“ Nokkur umræða hefur skapast um leikjaniðurröðunina í neðri hluta deildarinnar eftir tvískiptingu en HK, sem endaði í 10. sæti deildarinnar, fá útileik bæði gegn Vestra og Fylki sem enduðu fyrir neðan þá. Ómar sagði sína skoðun á málinu: „Það er búið að tala um þetta alveg síðan það kom að það er sérstakt að ellefta sætið fái heimaleik á móti tíunda sætinu og það skiptir engu máli hvort hann er á Ísafirði eða ekki en mér finnst það sérstakt að ellefta sætið fái heimaleiki á móti tólfta og tíunda sætinu en skiptir engu máli, við komum hérna í ferðalag í dag og sóttum bara sterkt stig úr því sem komið var þannig nú þarf bara að komast aftur heim og byrja að undirbúa okkur fyrir þann leik.“ „Stefna klúbbsins að spila á ungum leikmönnum“ Hallgrímur Jónasson kemur skilaboðum til sinna manna.vísir/Diego Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, var eðlilega svekktur þar sem gestirnir jöfnuðu í uppbótartíma eftir að hafa spilað einum færri allan síðari hálfeik. Hann segir úrslitin þá vera sanngjörn. „Svona smá blandaðar tilfinningar. Mér fannst við byrja leikinn virkilega vel, mjög ánægður með hvernig við komum inn í leikinn fyrstu 20-25 mínúturnar, síðan erum við komnir yfir og eins og menn ætli að fara taka þetta of létt. Við hættum að vera í okkar stöðum, við hættum að hlaupa til baka, og það var bara mjög erfitt og þeir komast yfir 2-1. Við töluðum um það í hálfleik að grunnurinn þarf að vera í lagi og mér fannst seinni hálfleikurinn vera betri. Við erum einum fleiri og þrýstum þeim niður og skorum tvö mörk og hefðum getað skorað fleiri en staðreyndin er samt sú að þeir jafna í lokin á 90. mínútu eftir aukaspyrnu og það var bara fyllilega sanngjarnt. Leiðinlegt fyrir okkur að fá á okkur mark í lokin en við fáum á okkur þrjú mörk og samt á Stubbur (Steinþór Már Auðunsson) þrjár frábærar vörslur þannig ég held að það hafi verið sanngjörn niðurstaða og því miður þá vantaði bara aðeins upp á hugarfarið varnarlega í dag og þess vegna fáum við á okkur þrjú mörk.“ Er óhætt að segja að sigurinn í Mjólkurbikarnum á laugardaginn hafi spilað mikið inn í frammistöðu liðsins í dag? „Já hann hefur áhrif, það er bara þannig, og við töluðum um það og þess vegna var virkilega tekinn tími í að spjalla um það og það hefur alltaf áhrif en við byrjum leikinn virkilega sterkt og við skorum þrjú mörk, hefðum getað skorað fleiri, sem er flott en varnarlega fannst mér hugarfarið ekki nógu gott og það bara lögum við fyrir leikinn á sunnudaginn.“ Hallgrímur segist vilja spila á fleiri ungu leikmönnum í síðustu leikjum tímabilsins en hinn 17 ára Mikael Breki Þórðarson var í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í dag og skoraði frábært mark. „Það er stefna klúbbsins, við viljum spila á ungum leikmönnum, og Mikael Breki fékk tækifæri í dag í byrjunarliðinu og stóð sig virkilega vel og Valdimar (Daði Sævarsson) kemur inn fyrir hann og við munum gefa mönnum tækifæri sem að hafa verið að fá aðeins færri mínútur og svo ungum strákum og við erum bara með það gott lið að það á ekki að hafa það mikil áhrif. Mikael stóð frábærlega og Valdimar þegar hann kom inn á. Skorar mark, við skorum þrjú mörk, en það er varnarþátturinn, hugarfarið þar þarf að batna af því okkur langar að fá fullt af stigum.“
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti