Uppgjörið og viðtöl: FH - Breiðablik 0-1 | Kristinn kom Blikum á toppinn með marki úr hornspyrnu Hjörvar Ólafsson skrifar 29. september 2024 16:00 Kristinn Jónsson skoraði markið mikilvæga beint úr hornspyrnu. Vísir/Anton Brink Breiðablik tyllti sér á topp Bestu deildar karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 24. umferð deildarinnar á Kaplakrikavelli í dag. Staðan var marklaus í hálfleik en það var Ísak Snær Þorvaldsson sem komst næst því að skora í fyrri hálfleik en Daði Freyr Arnarsson sá við honum. Það var svo Kristinn Jónsson sem skoraði sigurmark Breiðabliks sem skoti beint úr hornspyrnu. Markið var einkar slysalegt fyrir Daða Frey sem fengið hefur sjénsinn í marki FH-liðsins á kostnað Sindra Kristins Ólafssonar. Breiðablik er komið með þriggja stiga forskot á Víking á toppnum en Fossvogspiltar geta endurheimt toppsætið með sigri í leik liðsins gegn Val í kvöld. Blikar hafa nú leikið 11 deildarleiki án ósigurs en liðið hefur haft betur í níu þeirra og gert tvö jafntefli. FH hefur aftur á móti einungis nælt í eitt stig í siðustu fjórum leikjum sínum og er vonin um Evrópusæti orðin ansi langsótt og veik. FH er sex stigum á eftir Val þegar þrjár umferðir eru eftir. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Pawel Halldór Árnason: Fyrsti sigurinn í sex tilraunum „Mér fannst við sterkari aðilinn allan leikinn og eiga þennan sigur fyllilega skilinn. Þetta var flott frammistaða og við hefðum átt að skora meira en eitt mark dugði. Við náðum að matcha þá í baráttunni og áttum svo góða spilkafla inni á milli,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. „Það var kominn tími á að vinna hérna í Kaplakrika. Eftir að ég hóf störf hjá Blikum þá hef ég komið hingað sex sinnum án þess að ná að fara með sigur héðan. Það er kærkomið að vera búinn að brjóta þann ís loksins,“ sagði Halldór glaður í bragði. „Arnór Gauti á hrós skilið fyrir spilamennsku sína í þessum leik sem og bara allt liðið svo sem. Það var mikilvægt að ná að dreifa álaginu og Viktor Karl og Davíð Ingvarsson komu sterkir inn af bekknum. Við tökum margt jákvætt með okkur inn í framhaldið,“ sagði Halldór um lærisveina sína. Heimir Guðjónsson: Vantaði upp á grunngildin hjá okkur „Við vorum langt frá okkur besta að þessu sinni. Það vantaði upp á grunngildin, baráttuna og að vinna návígi inni á vellinum. Þegar það er uppi á teningnum þá vinnur þú ekki jafn sterkt lið og Breiðablik hefur á að skipa,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vonsvikinn. „Leikurinn var í jafnvægi fram að markinu sem var í ódýrari kantinum. Breiðablik var þó ívið sterkari og eftir markið óx þeim ásmegin. Við vorum ekki líklegir til þess að jafna og Blikar unnu sanngjarnan sigur,“ sagði Heimir um frammistöðu síns liðs sem hefur gengið illa að hala inn stigum upp á síðkastið. „Leikmenn mínir þurfa að minna sig á það fyrir hvaða lið þeir eru að spila. FH er sigursælasta lið þessarar aldar og þeir sem spila í FH-treyjunni þurfa að bera virðingu fyrir merkinu. Það vantar verulega upp á að menn séu að leggja líf og sál í leikina. Við þurfum að klára síðustu þrjá leikina almennilega,“ sagði Heimir um stöðu mála. Heimir Guðjónsson var að vonum svekktur í leikslok. Vísir/Diego Atvik leiksins Það svíður líklega sárt fyrir alla FH-inga að markið sem skildi liðin að var einkar klaufalegt. Daði Freyr sem hefur fengið traustið í síðustu leikjum FH var ekki traustvekjandi þegar hornspyrna Kristins sveif beint í fjærhornið. Stjörnur og skúrkar Kristinn var með áætlunarferðir upp vinstri vænginn og skoraði sigumarkið. Aron Bjarnason var iðinn vð að koma sér í færi. Arnór Gauti átti svo líklega sinn besta leik í Blikatreyjunni en hann var afar öflugur inni á miðsvæðinu. Damir Muminovic batt svo saman þetta vörn Breiðabliks. Hjá FH var Ingimar Torbjörnsson Stöle góður í hægri bakverðinum og Logi Hrafn Róbertsson var að vanda drjúgur inni á miðjunni. Sigurður Bjartur Hallsson hélt svo varnarmönnum Blika við efnið. Dómarar leiksins Erlendur Eiríksson og teymið í kringum hann leystu verkefnið með sóma. Það var vel tekist á í þessum leik og þá er gott að hafa jafn reynslumikinn dómara og Erlendur er á flautunni. Missti leikinn ekki úr höndunum og spjaldaði leikmenn á réttum augnablikum. Leikurinn fékk að vera harður innan skynsamlegra marka. Dómarateymið fær átta í einkunn. Stemming og umgjörð Það voru rúmlega 1100 manns sem lögðu leið sína í Kaplakrika í kvöld. Leikmenn FH voru í gulum treyjum til þess að minna á gulan september og Píeta samtökin. Það var fín stemming í stúknni og völlurinn góður, sérstaklega miðað við árstíma. Besta deild karla FH Breiðablik
Breiðablik tyllti sér á topp Bestu deildar karla í fótbolta með því að leggja FH að velli með einu marki gegn engu þegar liðin áttust við í 24. umferð deildarinnar á Kaplakrikavelli í dag. Staðan var marklaus í hálfleik en það var Ísak Snær Þorvaldsson sem komst næst því að skora í fyrri hálfleik en Daði Freyr Arnarsson sá við honum. Það var svo Kristinn Jónsson sem skoraði sigurmark Breiðabliks sem skoti beint úr hornspyrnu. Markið var einkar slysalegt fyrir Daða Frey sem fengið hefur sjénsinn í marki FH-liðsins á kostnað Sindra Kristins Ólafssonar. Breiðablik er komið með þriggja stiga forskot á Víking á toppnum en Fossvogspiltar geta endurheimt toppsætið með sigri í leik liðsins gegn Val í kvöld. Blikar hafa nú leikið 11 deildarleiki án ósigurs en liðið hefur haft betur í níu þeirra og gert tvö jafntefli. FH hefur aftur á móti einungis nælt í eitt stig í siðustu fjórum leikjum sínum og er vonin um Evrópusæti orðin ansi langsótt og veik. FH er sex stigum á eftir Val þegar þrjár umferðir eru eftir. Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks.Vísir/Pawel Halldór Árnason: Fyrsti sigurinn í sex tilraunum „Mér fannst við sterkari aðilinn allan leikinn og eiga þennan sigur fyllilega skilinn. Þetta var flott frammistaða og við hefðum átt að skora meira en eitt mark dugði. Við náðum að matcha þá í baráttunni og áttum svo góða spilkafla inni á milli,“ sagði Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. „Það var kominn tími á að vinna hérna í Kaplakrika. Eftir að ég hóf störf hjá Blikum þá hef ég komið hingað sex sinnum án þess að ná að fara með sigur héðan. Það er kærkomið að vera búinn að brjóta þann ís loksins,“ sagði Halldór glaður í bragði. „Arnór Gauti á hrós skilið fyrir spilamennsku sína í þessum leik sem og bara allt liðið svo sem. Það var mikilvægt að ná að dreifa álaginu og Viktor Karl og Davíð Ingvarsson komu sterkir inn af bekknum. Við tökum margt jákvætt með okkur inn í framhaldið,“ sagði Halldór um lærisveina sína. Heimir Guðjónsson: Vantaði upp á grunngildin hjá okkur „Við vorum langt frá okkur besta að þessu sinni. Það vantaði upp á grunngildin, baráttuna og að vinna návígi inni á vellinum. Þegar það er uppi á teningnum þá vinnur þú ekki jafn sterkt lið og Breiðablik hefur á að skipa,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vonsvikinn. „Leikurinn var í jafnvægi fram að markinu sem var í ódýrari kantinum. Breiðablik var þó ívið sterkari og eftir markið óx þeim ásmegin. Við vorum ekki líklegir til þess að jafna og Blikar unnu sanngjarnan sigur,“ sagði Heimir um frammistöðu síns liðs sem hefur gengið illa að hala inn stigum upp á síðkastið. „Leikmenn mínir þurfa að minna sig á það fyrir hvaða lið þeir eru að spila. FH er sigursælasta lið þessarar aldar og þeir sem spila í FH-treyjunni þurfa að bera virðingu fyrir merkinu. Það vantar verulega upp á að menn séu að leggja líf og sál í leikina. Við þurfum að klára síðustu þrjá leikina almennilega,“ sagði Heimir um stöðu mála. Heimir Guðjónsson var að vonum svekktur í leikslok. Vísir/Diego Atvik leiksins Það svíður líklega sárt fyrir alla FH-inga að markið sem skildi liðin að var einkar klaufalegt. Daði Freyr sem hefur fengið traustið í síðustu leikjum FH var ekki traustvekjandi þegar hornspyrna Kristins sveif beint í fjærhornið. Stjörnur og skúrkar Kristinn var með áætlunarferðir upp vinstri vænginn og skoraði sigumarkið. Aron Bjarnason var iðinn vð að koma sér í færi. Arnór Gauti átti svo líklega sinn besta leik í Blikatreyjunni en hann var afar öflugur inni á miðsvæðinu. Damir Muminovic batt svo saman þetta vörn Breiðabliks. Hjá FH var Ingimar Torbjörnsson Stöle góður í hægri bakverðinum og Logi Hrafn Róbertsson var að vanda drjúgur inni á miðjunni. Sigurður Bjartur Hallsson hélt svo varnarmönnum Blika við efnið. Dómarar leiksins Erlendur Eiríksson og teymið í kringum hann leystu verkefnið með sóma. Það var vel tekist á í þessum leik og þá er gott að hafa jafn reynslumikinn dómara og Erlendur er á flautunni. Missti leikinn ekki úr höndunum og spjaldaði leikmenn á réttum augnablikum. Leikurinn fékk að vera harður innan skynsamlegra marka. Dómarateymið fær átta í einkunn. Stemming og umgjörð Það voru rúmlega 1100 manns sem lögðu leið sína í Kaplakrika í kvöld. Leikmenn FH voru í gulum treyjum til þess að minna á gulan september og Píeta samtökin. Það var fín stemming í stúknni og völlurinn góður, sérstaklega miðað við árstíma.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti