Uppgjörið: Vestri - HK 2-1 | Vestri úr fallsæti og með örlögin í eigin höndum Ragnar Heiðar Sigtryggsson skrifar 29. september 2024 16:00 Vestri er komið upp úr fallsæti. Vísir/Diego Vestri vann sinn annan heimaleik á tímabilinu gegn HK í dag, í Bestu deild karla í fótbolta. Enduðu leikar 2-1 eftir að HK hafði skorað á undan. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið að spila skemmtilega fyrstu mínúturnar. Bæði liðinu vissu að það væri allt undir í dag og ætluðu men greinilega að koma öflugir til leiks. Fallsætið var í boði fyrir liðið sem tapaði í dag. Eftir fjörugar fyrstu mínútur í leiknum að þá róaðist yfir þessu og lítið um opin færi.Kannski eðlilegt þar sem bæði liðin eru á nálum í botnbaráttunni. Eins og oft áður að þá var Benedikt Wáren gríðarlega hættulegur fyrir Vestra í byrjun leiks. Þegar um korter var búið af leiknum var spurning um hendi á fyrirliða Vestra, Elmar Atla. Hinsvegar sá dómari leiksins ekkert athugavert og leikurinn hélt áfram. Fyrri hálfleikur hélt svo áfram með svipuðu sniði þar sem bæði lið fengu tækifæri en hvorugt nýtti sér það. Líflegur leikur en engin mörk. HK byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og öll ákefð var með þeim, það var því alls ekki gegn leiksins þegar þeir skora á 54. mínútu leiksins. Þar var á ferð Birnir Breki með stórglæsilegum skalla. Það var svona eins og kviknaði aðeins á Vestra eftir mark HK og fóru þeir að sækja meira og gera sig líklega. Andri Rúnar átti gott skot sem var varið frábærlega og svo átti Benedikt Wáren óvart gott skot eftir hornspyrnu þegar vindurinn greip boltann. Það var svo á 71. mínútu að Vestra tókst að skora loksins, þá barst boltinn til Jeppa Pedersen eftir stutta hornspyrnu, var hann við vítarteigshornið og smellti honum í fjærhornið þar sem markmenn ná honum bara ekki. Fyrsta skipting Vestra kom svo á 82. mínútu þegar Sergine Fall kom inn á, enda margar þreyttar fætur hjá Vestra eftir mikil hlaup. Fall var ekki lengi að láta að sér kveðja og nær að slást við varnarmenn HK, sem verður til þess að boltinn skýst út í teig á Andra Rúnar sem í mestu makindum leggur boltanum í netið. 2-1 fyrir Vestra! HK-ingar reyndu að jafna á síðustu mínútunum en uppskáru lítið og því fengu Vestramenn stigin öll í dag og lyftu sér upp fyrir HK. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Vestra! Atvik leiksins Við skrifum það bara á mark HK. Leikmenn Vestra virðast hafa áttað sig á því að tap í dag þýddi Lengjudeildin að ári að öllum líkindum. Kveiktu á sér eftir slæma byrjun í seinni hálfleik og náðu mikilvægum sigri. Mark Jeppe svo kveikti enn meira undir trúnna. Stjörnur og skúrkar Jeppe Pedersen var manna bestur í dag og ekki skemmdi fyrir þetta stórgóða mark sem hann skoraði. Á stórum köflum í dag spilaði HK liðið ekki eins og lið í fallsæti. Ekki margir HK leikmenn sem geta sagt að þeir hafi skilið allt eftir á vellinum í dag. Sem er nauðsynlegt í leik sem þessum. Dómarinn Það var ekki mikið um slagsmál og leiðindi í dag. Dómarinn var ekki í sviðsljósinu og það þýðir bara eitt, hann átti góðan dag. Stemning og umgjörð Það heyrðist vel í stuðningsmönnum Vestra í dag. Þeir ætluðu að skilja allt eftir og það vakna hásir hálsar á morgun. Vel gert hjá þeim. Vestri lækkaði verðið á leikinn og það virðist hafa skilað sér. Besta deild karla Vestri HK Fótbolti Íslenski boltinn
Vestri vann sinn annan heimaleik á tímabilinu gegn HK í dag, í Bestu deild karla í fótbolta. Enduðu leikar 2-1 eftir að HK hafði skorað á undan. Leikurinn byrjaði fjörlega og bæði lið að spila skemmtilega fyrstu mínúturnar. Bæði liðinu vissu að það væri allt undir í dag og ætluðu men greinilega að koma öflugir til leiks. Fallsætið var í boði fyrir liðið sem tapaði í dag. Eftir fjörugar fyrstu mínútur í leiknum að þá róaðist yfir þessu og lítið um opin færi.Kannski eðlilegt þar sem bæði liðin eru á nálum í botnbaráttunni. Eins og oft áður að þá var Benedikt Wáren gríðarlega hættulegur fyrir Vestra í byrjun leiks. Þegar um korter var búið af leiknum var spurning um hendi á fyrirliða Vestra, Elmar Atla. Hinsvegar sá dómari leiksins ekkert athugavert og leikurinn hélt áfram. Fyrri hálfleikur hélt svo áfram með svipuðu sniði þar sem bæði lið fengu tækifæri en hvorugt nýtti sér það. Líflegur leikur en engin mörk. HK byrjaði seinni hálfleikinn mun betur og öll ákefð var með þeim, það var því alls ekki gegn leiksins þegar þeir skora á 54. mínútu leiksins. Þar var á ferð Birnir Breki með stórglæsilegum skalla. Það var svona eins og kviknaði aðeins á Vestra eftir mark HK og fóru þeir að sækja meira og gera sig líklega. Andri Rúnar átti gott skot sem var varið frábærlega og svo átti Benedikt Wáren óvart gott skot eftir hornspyrnu þegar vindurinn greip boltann. Það var svo á 71. mínútu að Vestra tókst að skora loksins, þá barst boltinn til Jeppa Pedersen eftir stutta hornspyrnu, var hann við vítarteigshornið og smellti honum í fjærhornið þar sem markmenn ná honum bara ekki. Fyrsta skipting Vestra kom svo á 82. mínútu þegar Sergine Fall kom inn á, enda margar þreyttar fætur hjá Vestra eftir mikil hlaup. Fall var ekki lengi að láta að sér kveðja og nær að slást við varnarmenn HK, sem verður til þess að boltinn skýst út í teig á Andra Rúnar sem í mestu makindum leggur boltanum í netið. 2-1 fyrir Vestra! HK-ingar reyndu að jafna á síðustu mínútunum en uppskáru lítið og því fengu Vestramenn stigin öll í dag og lyftu sér upp fyrir HK. Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Vestra! Atvik leiksins Við skrifum það bara á mark HK. Leikmenn Vestra virðast hafa áttað sig á því að tap í dag þýddi Lengjudeildin að ári að öllum líkindum. Kveiktu á sér eftir slæma byrjun í seinni hálfleik og náðu mikilvægum sigri. Mark Jeppe svo kveikti enn meira undir trúnna. Stjörnur og skúrkar Jeppe Pedersen var manna bestur í dag og ekki skemmdi fyrir þetta stórgóða mark sem hann skoraði. Á stórum köflum í dag spilaði HK liðið ekki eins og lið í fallsæti. Ekki margir HK leikmenn sem geta sagt að þeir hafi skilið allt eftir á vellinum í dag. Sem er nauðsynlegt í leik sem þessum. Dómarinn Það var ekki mikið um slagsmál og leiðindi í dag. Dómarinn var ekki í sviðsljósinu og það þýðir bara eitt, hann átti góðan dag. Stemning og umgjörð Það heyrðist vel í stuðningsmönnum Vestra í dag. Þeir ætluðu að skilja allt eftir og það vakna hásir hálsar á morgun. Vel gert hjá þeim. Vestri lækkaði verðið á leikinn og það virðist hafa skilað sér.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti