Uppgjörið: Fram - KA 1-4 | KA kláraði Fram og fær Forsetabikarinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. október 2024 13:17 vísir/Diego Fram tók á móti KA í lokaumferð Bestu deildar karla og tapaði 4-1 á heimavelli. KA menn tryggðu sér með sigrinum sjöunda sæti deildarinnar, efsta sæti neðra hlutans. Bæði lið voru löngu búin að bjarga sér frá falli fyrir leik dagsins. Lítið til að spila fyrir hjá Fram en KA vildi tryggja sjöunda sætið, Forsetabikarinn. Eftir þreifingar fyrstu fimmtán mínútur leiksins tók KA forystuna eftir mistök Kennie Chopart. Í stað þess að hreinsa háan bolta burt úr teignum eða setja hann aftur fyrir markið reyndi hann að skalla til baka á markmanninn. Boltinn rataði hins vegar ekki þangað heldur fyrir fætur Ásgeirs Sigurgeirssonar sem klippti hann milli fóta markmannsins, glæsiafgreiðsla. Annað markið kom örskömmu síðar, upp úr hornspyrnu. Boltinn barst út, varnarlína Fram var að stíga upp en ekki nógu samstillt og skildu Rodri eftir aleinan á fjærstönginni. Hrannar Björn gaf frábæra fyrirgjöf á Rodri sem beið rólegur og slúttaði með innanfótarskoti. Það sem eftir lifði hálfleiks varði KA forystuna og gerði það vel. Fram var mun meira með boltann en skapaði fá færi, norðanmenn fengu sína sénsa í skyndisóknum en bættu þriðja markinu ekki við. KA mætti mun slakari út í seinni hálfleik, alls ekki sama ákefð og ítrekað mátti heyra þjálfara liðsins biðja þá um að hætta að vera svona „passívir“. Fram kom marki að á 64. mínútu eftir fjölda tilrauna. Fred keyrði upp vinstri vænginn og lagði boltann út á Tryggva Snæ sem slúttaði vel í fyrstu snertingu. Eftir markið vaknaði KA aftur til lífsins og fór að spila mun betur. Þeir juku við forystu sína á 74. mínútu, stungusending á Ásgeir sem hafði nægan tíma til að velja skot eða sendingu. Ákvað að leggja boltann til hliðar á Hallgrím Mar sem skaut í opið mark. Fram vildi rangstöðu og elti ekki almennilega til baka, rangt metið hjá þeim því Ásgeir var réttstæður. Aftur skoruðu KA menn mörk með skömmu millibili, aðeins þremur mínútum síðar fiskaði Hallgrímur Mar vítaspyrnu eftir samstuð við Kennie Chopart, steig síðan sjálfur á punktinn og skoraði örugglega. Lokamínútur leiksins fjöruðu út með engu fjöri. Engu bætt við og allir á vellinum spenntir fyrir því að komast í frí. Stjörnur og skúrkar Hallgrímur Mar stórhættulegur að vana, Ásgeir ógnaði mikið inn fyrir vörnina og var alltaf til í að taka hlaupið. Jakob Snær á síðan mikið hrós skilið fyrir sína innkomu, var settur inn þegar KA var í vandræðum en mætti með mikla orku og djöflaðist endalaust. Tryggvi Snær átti fínan leik á miðjunni hjá Fram og skoraði gott mark. Markús Páll var sprækur, óskiljanlega tekinn af velli í hálfleik. Kennie Chopart í tómu tjóni í dag, gaf KA fyrsta markið og braut svo af sér inni í teig fyrir fjórða markið. Stemning og umgjörð Fram fyrir Ljósið – frábært framtak. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Einstakar Fram-treyjur voru til sölu í takmörkuðu upplagi, sem Gunnar Hilmarsson hannaði. Auk þess rann allur aðgangseyrir til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Það hefði líklega verið hægt að velja betri leik til að vekja athygli á þessu málefni. Lokaleikur tímabilsins og ekkert undir þannig að mætingin var afar dræm. Það tókst ekki einu sinni að fullmanna lukkutröllin, allir leikmenn Fram voru leiddir inn á en bara einn leikmaður KA hlaut þann heiður. Viðtöl „Erum bara ótrúlega ánægðir með tímabilið“ Hallgrímur er sáttur með tímabil KA.Vísir/Anton Brink „Við ætluðum okkar að ná þessu sjöunda sæti og það tókst í dag. Unnum og skorum fjögur mörk, ungir strákar fá að koma inn á eins og við viljum standa fyrir, þannig að ég er gríðarlega ánægður með þetta,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir leik. Hallgrímur öskraði ítrekað á sína menn í upphafi seinni hálfleiks að hætta að vera svona passívir. Þeir hættu því loksins og fóru að spila betur eftir að hafa fengið á sig mark. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að hugsa um. Í sumar þegar við höfum spilað frábæra fyrri hálfleika hefur seinni hálfleikur byrjað ekki eins vel. Við erum passívir og liðin liggja á okkur, eins og við séum bara að verja fenginn hlut. Það er ekki eitthvað sem ég vil í 45 mínútur. Mér fannst við ekki komast út úr því fyrr en við skorum úr skyndisókn, þá dó leikurinn og við tókum yfir aftur. Það er eitthvað sem við tökum með okkur og já ef ég er ósáttur við eitthvað í leiknum þá eru það fyrstu tuttugu mínútur seinni hálfleiks.“ Frábær endir og Forsetabikarinn tryggður. Hvað er svo framundan hjá KA-mönnum? „Nú er bara lokahóf í kvöld, höfum gaman og fögnum æðislegu tímabili. Við verðum bikarmeistarar og erum bara ótrúlega ánægðir með tímabilið. Síðan förum við bara í smá frí og byrjum að æfa aftur í desember.“ KA er ekki þekkt fyrir að breyta liðinu mikið milli tímabila. En eru einhverjar breytingar sem vitað er af eða von er á? „Kristijan Jajalo er að fara frá okkur, það er orðið klárt. Annað er ekki klárt, það verða einhverjar breytingar en ég reikna ekki með því að þær verði margar,“ sagði Hallgrímur að lokum. Hallgrímur Mar: Fljúgum norður og keyrum svo í okkur Hallgrímur Mar skoraði bæði mörk KA, það fyrra úr vítaspyrnu og það seinna með vinstri fótar slútti.Vísir / Anton Brink „Geggjað að klára þetta með sigri, við vorum búnir að vera svolítið sloppy eftir bikarinn. Loksins mættum við almennilega til leiks og vinnum sannfærandi sigur,“ sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson fljótlega eftir leik. Þetta var þriðji titill KA á tímabilinu. Liðið vann Kjarnafæðis- og Mjólkurbikarinn, Forsetabikarinn fer svo á loft í kvöld. „Við munum fagna því vel í kvöld á lokahófinu. Það er mjög gott að taka þessa þrjá virtu bikara.“ Hvað er planið, hvernig verður partýið? „Kóngarnir í Steve Dagskrá verða veislustjórar. Síðan er Beggi í Sóldögg að halda uppi fjörinu. Við erum að fljúga norður núna klukkan hálf sjö og keyrum svo í okkur,“ sagði Hallgrímur spenntur að lokum. Besta deild karla Fram KA
Fram tók á móti KA í lokaumferð Bestu deildar karla og tapaði 4-1 á heimavelli. KA menn tryggðu sér með sigrinum sjöunda sæti deildarinnar, efsta sæti neðra hlutans. Bæði lið voru löngu búin að bjarga sér frá falli fyrir leik dagsins. Lítið til að spila fyrir hjá Fram en KA vildi tryggja sjöunda sætið, Forsetabikarinn. Eftir þreifingar fyrstu fimmtán mínútur leiksins tók KA forystuna eftir mistök Kennie Chopart. Í stað þess að hreinsa háan bolta burt úr teignum eða setja hann aftur fyrir markið reyndi hann að skalla til baka á markmanninn. Boltinn rataði hins vegar ekki þangað heldur fyrir fætur Ásgeirs Sigurgeirssonar sem klippti hann milli fóta markmannsins, glæsiafgreiðsla. Annað markið kom örskömmu síðar, upp úr hornspyrnu. Boltinn barst út, varnarlína Fram var að stíga upp en ekki nógu samstillt og skildu Rodri eftir aleinan á fjærstönginni. Hrannar Björn gaf frábæra fyrirgjöf á Rodri sem beið rólegur og slúttaði með innanfótarskoti. Það sem eftir lifði hálfleiks varði KA forystuna og gerði það vel. Fram var mun meira með boltann en skapaði fá færi, norðanmenn fengu sína sénsa í skyndisóknum en bættu þriðja markinu ekki við. KA mætti mun slakari út í seinni hálfleik, alls ekki sama ákefð og ítrekað mátti heyra þjálfara liðsins biðja þá um að hætta að vera svona „passívir“. Fram kom marki að á 64. mínútu eftir fjölda tilrauna. Fred keyrði upp vinstri vænginn og lagði boltann út á Tryggva Snæ sem slúttaði vel í fyrstu snertingu. Eftir markið vaknaði KA aftur til lífsins og fór að spila mun betur. Þeir juku við forystu sína á 74. mínútu, stungusending á Ásgeir sem hafði nægan tíma til að velja skot eða sendingu. Ákvað að leggja boltann til hliðar á Hallgrím Mar sem skaut í opið mark. Fram vildi rangstöðu og elti ekki almennilega til baka, rangt metið hjá þeim því Ásgeir var réttstæður. Aftur skoruðu KA menn mörk með skömmu millibili, aðeins þremur mínútum síðar fiskaði Hallgrímur Mar vítaspyrnu eftir samstuð við Kennie Chopart, steig síðan sjálfur á punktinn og skoraði örugglega. Lokamínútur leiksins fjöruðu út með engu fjöri. Engu bætt við og allir á vellinum spenntir fyrir því að komast í frí. Stjörnur og skúrkar Hallgrímur Mar stórhættulegur að vana, Ásgeir ógnaði mikið inn fyrir vörnina og var alltaf til í að taka hlaupið. Jakob Snær á síðan mikið hrós skilið fyrir sína innkomu, var settur inn þegar KA var í vandræðum en mætti með mikla orku og djöflaðist endalaust. Tryggvi Snær átti fínan leik á miðjunni hjá Fram og skoraði gott mark. Markús Páll var sprækur, óskiljanlega tekinn af velli í hálfleik. Kennie Chopart í tómu tjóni í dag, gaf KA fyrsta markið og braut svo af sér inni í teig fyrir fjórða markið. Stemning og umgjörð Fram fyrir Ljósið – frábært framtak. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. Einstakar Fram-treyjur voru til sölu í takmörkuðu upplagi, sem Gunnar Hilmarsson hannaði. Auk þess rann allur aðgangseyrir til þessarar mikilvægu heilbrigðisstofnunar. Það hefði líklega verið hægt að velja betri leik til að vekja athygli á þessu málefni. Lokaleikur tímabilsins og ekkert undir þannig að mætingin var afar dræm. Það tókst ekki einu sinni að fullmanna lukkutröllin, allir leikmenn Fram voru leiddir inn á en bara einn leikmaður KA hlaut þann heiður. Viðtöl „Erum bara ótrúlega ánægðir með tímabilið“ Hallgrímur er sáttur með tímabil KA.Vísir/Anton Brink „Við ætluðum okkar að ná þessu sjöunda sæti og það tókst í dag. Unnum og skorum fjögur mörk, ungir strákar fá að koma inn á eins og við viljum standa fyrir, þannig að ég er gríðarlega ánægður með þetta,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir leik. Hallgrímur öskraði ítrekað á sína menn í upphafi seinni hálfleiks að hætta að vera svona passívir. Þeir hættu því loksins og fóru að spila betur eftir að hafa fengið á sig mark. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að hugsa um. Í sumar þegar við höfum spilað frábæra fyrri hálfleika hefur seinni hálfleikur byrjað ekki eins vel. Við erum passívir og liðin liggja á okkur, eins og við séum bara að verja fenginn hlut. Það er ekki eitthvað sem ég vil í 45 mínútur. Mér fannst við ekki komast út úr því fyrr en við skorum úr skyndisókn, þá dó leikurinn og við tókum yfir aftur. Það er eitthvað sem við tökum með okkur og já ef ég er ósáttur við eitthvað í leiknum þá eru það fyrstu tuttugu mínútur seinni hálfleiks.“ Frábær endir og Forsetabikarinn tryggður. Hvað er svo framundan hjá KA-mönnum? „Nú er bara lokahóf í kvöld, höfum gaman og fögnum æðislegu tímabili. Við verðum bikarmeistarar og erum bara ótrúlega ánægðir með tímabilið. Síðan förum við bara í smá frí og byrjum að æfa aftur í desember.“ KA er ekki þekkt fyrir að breyta liðinu mikið milli tímabila. En eru einhverjar breytingar sem vitað er af eða von er á? „Kristijan Jajalo er að fara frá okkur, það er orðið klárt. Annað er ekki klárt, það verða einhverjar breytingar en ég reikna ekki með því að þær verði margar,“ sagði Hallgrímur að lokum. Hallgrímur Mar: Fljúgum norður og keyrum svo í okkur Hallgrímur Mar skoraði bæði mörk KA, það fyrra úr vítaspyrnu og það seinna með vinstri fótar slútti.Vísir / Anton Brink „Geggjað að klára þetta með sigri, við vorum búnir að vera svolítið sloppy eftir bikarinn. Loksins mættum við almennilega til leiks og vinnum sannfærandi sigur,“ sagði Hallgrímur Mar Steingrímsson fljótlega eftir leik. Þetta var þriðji titill KA á tímabilinu. Liðið vann Kjarnafæðis- og Mjólkurbikarinn, Forsetabikarinn fer svo á loft í kvöld. „Við munum fagna því vel í kvöld á lokahófinu. Það er mjög gott að taka þessa þrjá virtu bikara.“ Hvað er planið, hvernig verður partýið? „Kóngarnir í Steve Dagskrá verða veislustjórar. Síðan er Beggi í Sóldögg að halda uppi fjörinu. Við erum að fljúga norður núna klukkan hálf sjö og keyrum svo í okkur,“ sagði Hallgrímur spenntur að lokum.
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti