Sport

Dag­skráin í dag: Lokasóknin, körfu­bolti og Svíar slást um EM-sæti

Sindri Sverrisson skrifar
Nýliðar Aþenu mæta Íslandsmeisturum Keflavíkur í kvöld.
Nýliðar Aþenu mæta Íslandsmeisturum Keflavíkur í kvöld. vísir/Anton

Það er nóg um að vera á íþróttastöðvum Stöðvar 2 og Vodafone í dag sem fyrr. Þrír leikir eru á dagskrá í Bónus-deild kvenna, og Lokasóknin og Körfuboltakvöld Extra eru á sínum stað.

Dagskráin hefst þó á fótbolta því Svíþjóð og Serbía mætast í seinni leik sínum um að fylgja íslenska kvennalandsliðinu á Evrópumótið í Sviss næsta sumar. Þær sænsku eru í góðri stöðu eftir 2-0 sigur í fyrri leiknum.

Frakkland og Spánn, mögulegir mótherjar Íslands á mótinu, mætast svo í vináttulandsleik.

Í Bónus-deild kvenna eru hörkuleikir á dagskrá en umferðin verður svo gerð upp í Körfuboltakvöldi annað kvöld, þegar henni lýkur með tveimur leikjum.

Stöð 2 Sport

18.35 Körfuboltakvöld Extra (Bónus-deild karla)

19.05 Keflavík – Aþena (Bónus-deild kvenna)

Stöð 2 BD

19.10 Tindastóll – Haukar (Bónus-deild kvenna)

Stöð 2 BD2

19.10 Þór Ak. – Njarðvík (Bónus-deild kvenna)

Stöð 2 Sport 2

20.00 Lokasóknin

Vodafone Sport

17.50 Svíþjóð – Serbía (Undankeppni EM kvenna)

19.55 Frakkland – Spánn (Vináttulandsleikur kvenna)

00.05 Montreal – Islanders (NHL)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×