EM í fótbolta 2024

EM í fótbolta 2024

Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Hljóp inn á völlinn og knúsaði Ronaldo

    Ungur drengur hljóp inn á Laugardalsvöll að loknum leik Íslands og Portúgal. Drengurinn hljóp í átt að Cristiano Ronaldo og hoppaði í fangið á honum. Í kjölfarið fékk hann svo mynd með kappanum sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Albert: Finnst við vera að byggja eitthvað

    Albert Guðmundsson var svekktur en samt nokkuð ánægður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal í kvöld. Hann segir hægt að byggja á frammistöðu liðsins í þessum landsliðsglugga.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Valgeir: Gæti hafa verið rangstaða

    „Ég held að svekkelsið gæti ekki verið meira, að fá þetta svona í andlitið á 90. mínútu eftir alla þessa vinnu á móti þessu liði. Þetta er gríðarlega svekkjandi,“ sagði Valgeir Lunddal Friðriksson eftir tapið gegn Portúgal í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo heiðraður á Laugardalsvelli

    Cristiano Ronaldo fékk afhenta viðurkenningu fyrir leik Íslands og Portúgals sem nú er í gangi. Ronaldo er að leika sinn tvöhundruðasta landsleik á ferlinum í kvöld.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Krakkar biðu í ofvæni við hótel Ronaldos

    Stór hópur ungra aðdáenda stjarnanna í portúgalska landsliðinu í fótbolta bíður þessa stundina við hótel liðsins, Grand Hótel, í von um að sjá leikmennina og fá mögulega eiginhandaráritun.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ronaldo svarar Åge: „Ég er vanur þessu“

    „Ég er vanur þessu,“ sagði portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi portúgalska landsliðsins fyrir leik liðsins gegn Íslandi í undankeppni EM sem fram fer í dag þegar hann var spurður út í ummæli Åge Hareide um að íslenska liðið ætlaði sér að láta hann finna fyrir því í leiknum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Einka­klefinn, leiðindin við Aron og tíma­mótin á Ís­landi

    Frægasti íþróttamaður heims, Cristiano Ronaldo, lenti á Íslandi í gær og heimsækir nú landið í að minnsta kosti þriðja sinn. Fyrir sjö árum skapaði þessi 38 ára Portúgali sér miklar óvinsældir hjá íslensku þjóðinni en óvíst er hvernig honum verður tekið á Laugardalsvelli í kvöld, í sannkölluðum tímamótaleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Toppsætið úr greipum beggja liða

    Slóvenía tók á móti Danmörku í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu í kvöld. Fyrir leiki kvöldsins voru fjögur lið jöfn í H-riðli með 6 stig og tvö þeirra mættust í kvöld. Hvorugu liðinu tókst þó að skjótast á toppinn en liðin skildu jöfn, 1-1.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Aron biður Ronaldo ekki um treyjuna og Åge vill skemma partýið

    Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson var spurður út í það þegar Cristiano Ronaldo neitaði honum um treyjuskipti, á EM 2016, á blaðamannafundi í dag og hann ætlar ekki að endurtaka leikinn á morgun, þegar Ísland og Portúgal mætast á Laugardalsvelli í undankeppni EM í fótbolta.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Handtekinn fyrir að hlaupa inn á Laugardalsvöll

    Maður var handtekinn eftir að hann hljóp inn á Laugardalsvöll eftir að leik íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Slóvakíu lauk í gærkvöldi. Ísland tapaði leiknum sem er hluti af undankeppni fyrir Evrópumótið á næsta ári.

    Innlent
    Fréttamynd

    Blaðamannafundur Åge Hareide: Svekktur en ekki leiður

    Þjálfari Íslands, Åge Hareide, var ánægður með frammistöðuna í kvöld en vitaskuld reiður yfir því að tapa leiknum gegn Slóvakíu og þá kannski sérstaklega hvernig sigurmarkið gerðist. Leiknum lauk með 1-2 tapi en þetta var þriðji leikur Íslands í riðlinum og setur það stórt strik í reikninginn við að komast upp úr riðlinum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Åge um Guðlaug: Með mjög mikinn karakter

    Á blaðamannafundi eftir leik Íslands og Slóvakíu fyrr í kvöld var þjálfari liðsins, Åge Hareide, spurður út í frammistöðu Guðlaugs Victors Pálssonar en hann missti stjúpföður sinn á dögunum. Guðlaugur átti mjög góðan leik og mátti ekki sjá á honum að hafa orðið fyrir áfalli skömmu fyrir leikinn.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Albert: „Hefði átt að klára færin mín betur“

    Albert Guðmundsson lék í fremstu víglínu hjá íslenska karlalandsliðinu í fótbolta þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli í kvöld. Albert við iðinn við að koma sér í góðar stöður og færi en náði ekki að reka smiðshöggið á þær sóknir. 

    Fótbolti