„Við þurfum að ná í þrjú stig þar“ „Við mætum ekki til leiks í fyrri hálfleik. Það er erfitt að kyngja þessu,“ sagði Hákon Arnar Haraldsson í viðtali við Vísi eftir tapið gegn Bosníu í gærkvöld. Fótbolti 24. mars 2023 07:01
Skýrsla Vals: Teknir til fanga í Zenica Það er erfitt að segja til um hvort erfiðara hafi verið að eiga við reykmökkinn sem stóð upp af keðjureykjandi stuðningsfólki Bosníu í fangelsisbænum Zenica í kvöld eða frammistöðu íslenska landsliðsins. Fótbolti 23. mars 2023 23:35
„Verðum að læra af þessu og skoða hvaða mistök við gerðum“ Ísland tapaði 3-0 gegn Bosníu í fyrsta leik í undankeppni EM 2024. Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Íslands, var svekktur með úrslitin og sagði að liðið þurfti að gleyma þessum leik. Sport 23. mars 2023 22:47
„Ég tek ábyrgð á þessu tapi“ „Ég er hundfúll. Þetta var erfitt kvöld og við vorum ekki nógu góðir,“ sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari eftir útreiðina sem hans menn fengu í Bosníu í kvöld. Fótbolti 23. mars 2023 22:44
„Þeir skora tvö grísamörk“ „Þetta var ekki nógu gott. Það er ósköp einfalt,“ sagði súr og svekktur markvörður Íslands, Rúnar Alex Rúnarsson, eftir tapið í Bosníu í kvöld. Fótbolti 23. mars 2023 22:40
„Ekkert nýtt og engin geimvísindi“ Arnór Ingvi Traustason sagði engin geimvísindi fólgin í því fyrir sig að spila í nýju hlutverki í landsliðinu sem aftasti miðjumaður, í 3-0 tapinu gegn Bosníu í kvöld. Hann segir enga taugaveiklun í liðinu vegna úrslitanna. Fótbolti 23. mars 2023 22:37
Kane sló markametið þegar Englendingar unnu í Napolí Harry Kane er orðinn markahæsti leikmaður í sögu Englands en hann skoraði annað marka liðsins í 2-1 sigri á Ítalíu í kvöld. Þá unnu Danir sigur á Finnum í Norðurlandaslag. Fótbolti 23. mars 2023 22:22
Kallað eftir höfði Arnars á Twitter: „Gerðu öllum greiða og segðu af þér“ Skoðanir Íslendinga á Twitter voru á einn veg eftir og á meðan á leik Íslands og Bosníu stóð í undankeppni EM karla í fótbolta í kvöld. Kallað var ákaft eftir því að Arnar Þór Viðarsson hætti sem þjálfari íslenska liðsins. Fótbolti 23. mars 2023 22:15
Ronaldo skoraði tvö og er nú sá landsleikjahæsti í sögunni Cristiano Ronaldo er orðinn landsleikjahæsti knattspyrnumaður sögunnar en hann skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Portúgal gegn Lichtenstein í kvöld. Fótbolti 23. mars 2023 22:13
Einkunnir eftir tapið í Bosníu: Margir með algjöra falleinkunn Íslenska karlalandsliðið í fótbolta fór mikla sneypuför til Bosníu og einkunnir leikmanna endurspegla það. Niðurstaðan varð 3-0 tap og munurinn hefði getað orðið meiri. Fótbolti 23. mars 2023 22:00
Umfjöllun: Bosnía - Ísland 3-0 | Ný undankeppni en sömu vandamálin Ísland byrjaði undankeppni EM 2024 á 3-0 tapi gegn Bosníu á Bilino Polje-vellinum. Varnarleikur Íslands var hreinasta hörmung sem skilaði Bosníu þremur mörkum. Fótbolti 23. mars 2023 21:45
Enginn Dzeko í byrjunarliði Bosníu Edin Dzeko byrjar á varamannabekk Bosníumanna í kvöld en flestir áttu von á að þessi stærsta stjarna Bosníu yrði í fremstu víglínu í kvöld. Fótbolti 23. mars 2023 19:07
Byrjunarlið Íslands: Guðlaugur í bakverði og Arnór djúpur Byrjunarlið Íslands fyrir leikinn við Bosníu í undankeppni EM 2024 í kvöld liggur fyrir. Athygli vekur að Guðlaugur Victor Pálsson leikur í bakverði og Arnór Ingvi Traustason á miðsvæðinu. Fótbolti 23. mars 2023 18:28
Veikir stjörnuleikmenn detta út úr hollenska hópnum Veikindi herja á hollenska fótboltalandsliðið rétt fyrir fyrsta leik liðsins í undankeppni EM. Fótbolti 23. mars 2023 16:00
Bosníumenn sluppu við áhorfendabann Um níu þúsund miðar hafa selst á leik Bosníu og Ísland sem fram fer í Zenica í Bosníu í kvöld. Bosníumenn virðast hafa sloppið við áhorfendabann sem greint var frá fyrr í mánuðinum. Fótbolti 23. mars 2023 15:02
Forseti bosníska sambandsins fékk lögreglufylgd Vico Zeljkovic, forseti bosníska knattspyrnusambandsins, heilsaði upp á leikmenn bosníska liðsins í gær, fyrir leik þeirra við Ísland í undankeppni EM 2024 í Zenica í kvöld. Fótbolti 23. mars 2023 13:00
„Gömlu hundarnir ættu að geta smitað ýmsu út frá sér“ Hannes Þ. Sigurðsson heilsaði upp á gamla vini á æfingu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta í aðdraganda leiksins við Bosníu í kvöld. Hann segir Ísland klárlega eiga tækifæri á að komast á EM og fagnar endurkomu reynslubolta í liðið. Fótbolti 23. mars 2023 10:30
„Svo fær maður svekkelsið þegar maður er ekki í hóp“ Aron Einar Gunnarsson sat fyrir svörum á blaðamannafundi Íslands í gær fyrir leik dagsins við Bosníu. Hann mun þó ekki taka þátt í leiknum. Fótbolti 23. mars 2023 09:00
Tveir mánuðir frá síðasta marki Dzeko Edin Dzeko er án efa skærasta stjarna bosníska landsliðsins sem mætir því íslenska á Bilino Polje-vellinum í Zenica klukkan 19:45 í kvöld. Hann hefur hins vegar oft verið á betra skriði en undanfarið. Fótbolti 23. mars 2023 08:01
Albertsmálið grafið, skrýtnar æfingar og heilsteypt plan Farið var um víðan völl á blaðamannafundi Íslands fyrir leik morgundagsins við Bosníu í undankeppni EM 2024. Arnar Þór Viðarsson og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum. Fótbolti 22. mars 2023 23:31
Besti hópurinn sem Arnar hefur verið með Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, kveðst aldrei hafa verið með betri leikmannahóp í höndunum heldur en í yfirstandandi verkefni þar sem Ísland spilar fyrstu tvo leiki sína í undankeppni EM 2024. Fótbolti 22. mars 2023 22:31
Landsliðið spilar í borg mengunarmeistara og alræmds fangelsis Íslenska landsliðið lenti í dag í Zenica í Bosníu þar sem leikur við landslið þeirra bosnísku fer fram í annað kvöld. Borgin er þekkt fyrir margt annað en fótbolta. Fótbolti 22. mars 2023 19:30
Jóhann Berg fyrirliði Íslands á morgun Jóhann Berg Guðmundsson verður fyrirliði Íslands er liðið mætir Bosníu í undankeppni EM annað kvöld. Fótbolti 22. mars 2023 18:54
Arnar um Gumma Ben og Albert: Hef ekki tíma til að pæla í svona hlutum Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, vildi lítið tjá sig um yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar fyrir helgi. Guðmundur gagnrýndi þá starfshætti Arnars og hvernig hann talaði um son hans Albert Guðmundsson á opinberum vettvangi. Fótbolti 22. mars 2023 18:47
Landsliðið lent eftir töf á flugi Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er lent í Sarajevo í Bosníu og ferðast með rútu þaðan til bæjarins Zenica. Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari, situr fyrir svörum á blaðamannafundi klukkan 18:00. Fótbolti 22. mars 2023 17:13
„Home Alone“ hjálpaði Grealish eftir vonbrigðin á HM Enski landsliðsmaðurinn Jack Grealish sagði að skemmtiferð til New York og bandarísk jólamynd hafi hjálpað honum að vinna út úr vonbrigðunum á HM í Katar í desember. Enski boltinn 22. mars 2023 17:00
Maður handtekinn á landsliðsæfingu Svía Lögreglan handtók í dag mann sem hafði laumað sér inn á sænska þjóðarleikvanginn á meðan sænska landsliðið var að æfa. Fótbolti 22. mars 2023 14:46
Barátta upp á líf og dauða tekin heldur alvarlega Sævar Atli Magnússon er í fyrsta sinn í A-landsliðshópi í keppnisleikjum fyrir komandi verkefni gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM 2024. Hann og liðsfélagi hans Alfreð Finnbogason mæta marðir og barðir til leiks eftir síðasta leik Lyngby í dönsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 22. mars 2023 12:00
Líklegt byrjunarlið Íslands: Hver á að takast á við Dzeko? Íslenska karlalandsliðið hefur leik í undankeppni EM 2024 annað kvöld í borginni Zenica í Bosníu þar sem heimamenn bíða. Einhver spurningamerki vakna þegar kemur að mögulegu byrjunarliði Íslands, þá sérstaklega í öftustu línu. Fótbolti 22. mars 2023 10:31
Föðurhlutverkið breyti ekki skapinu Jón Dagur Þorsteinsson kveðst spenntur fyrir komandi landsliðsverkefni er Ísland mætir Bosníu í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2024 ytra á fimmtudagskvöld. Jón Dagur kveðst þá njóta föðurhlutverksins samhliða fótboltanum en það hafi þó lítil áhrif á keppnisskapið. Fótbolti 22. mars 2023 10:01
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti