England á leið í úrslit eftir endurkomusigur gegn Hollandi England lenti snemma undir en vann 2-1 endurkomusigur gegn Hollandi og er á leið í úrslitaleik Evrópumótsins næsta sunnudag gegn Spáni. Fótbolti 10. júlí 2024 21:00
Hollendingar ráðast á Englendinga og ræna af þeim fánum Hollendingar réðust á Englendinga í aðdraganda undanúrslitaleiksins í Dortmund og reyndu að ræna fánum þeirra. Fimm einstaklingar særðust lítillega í átökunum. Fótbolti 10. júlí 2024 18:13
Deschamps verður áfram með Frakkana Þrátt fyrir að Frakkar hafi fáa heillað með spilamennsku sinni á EM verður Didier Deschamps áfram þjálfari liðsins. Fótbolti 10. júlí 2024 17:16
Morata segir að öryggisvörðurinn hefði átt að fá gult fyrir tæklinguna Álvaro Morata, fyrirliði spænska fótboltalandsliðsins, sá spaugilegu hliðina á atvikinu þegar öryggisvörður tæklaði hann eftir leikinn gegn Frakklandi á EM. Fótbolti 10. júlí 2024 15:45
Mbappé um Evrópumót Frakka: Misheppnað mót Kylian Mbappé viðurkenndi að Evrópumótið 2024 hafi verið misheppnað mót fyrir bæði hann og franska landsliðið. Fótbolti 10. júlí 2024 14:01
Lest hollenska liðsins fór ekki fet Hollendingar fengu ekki alveg besta undirbúninginn fyrir undanúrslitaleik sinn á móti Englendingum. Fótbolti 10. júlí 2024 11:01
Lamine Yamal sló met Pele Spænska undrabarnið Lamine Yamal varð í gærkvöldi, ekki aðeins yngsti markaskorari í sögu Evrópumótsins, heldur einnig sá yngsti til að skora á stórmótum frá upphafi. Fótbolti 10. júlí 2024 10:30
Messi baðaði sex mánaða Yamal Nafn hins sextán ára Lamines Yamal er á allra vörum eftir að hann skoraði stórkostlegt mark í 2-1 sigri Spánar á Frakklandi á EM í gær. Yamal var samt aðeins sex mánaða þegar hann komst fyrst í fréttirnar og þar kom sjálfur Lionel Messi við sögu. Fótbolti 10. júlí 2024 07:00
Sjáðu sögulegt glæsimark Yamals Lamine Yamal skoraði frábært mark þegar Spánn komst í úrslit Evrópumótsins í Þýskalandi með sigri á Frakklandi, 2-1, í München í kvöld. Fótbolti 9. júlí 2024 23:01
Öryggisvörður tæklaði Morata eftir leik Þrátt fyrir að Spánverjar séu komnir í úrslit EM hefur Álvaro Morata, fyrirliði þeirra, ekki átt sjö dagana sæla í Þýskalandi. Fótbolti 9. júlí 2024 22:15
Rabiot sagði að Yamal þyrfti að gera meira en fékk það í andlitið Lamine Yamal skoraði stórglæsilegt mark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitum EM með sigri á Frakklandi, 2-1, á Allianz Arena í kvöld. Maðurinn sem reyndi að dekka Yamal í markinu hans skaut á strákinn fyrir leik en fékk það heldur betur í bakið. Fótbolti 9. júlí 2024 21:15
Ungstirnið Yamal með draumamark þegar Spánverjar komust í úrslit Hinn sextán ára Lamine Yamal skoraði sannkallað draumamark þegar Spánn tryggði sér sæti í úrslitaleik EM í Þýskalandi með 2-1 sigri á Frakklandi á Allianz Arena í München í kvöld. Fótbolti 9. júlí 2024 20:50
Yamal setti met með stórkostlegu marki Spænska ungstirnið Lamine Yamal heldur áfram að skrifa nafn sitt í sögubækurnar. Fótbolti 9. júlí 2024 19:43
Eiginkona Morata í stríði við fjölmiðla: „Er þetta bara í lagi?“ Alice Campello hefur komið eiginmanni sínum, fótboltamanninum Alvaro Morata, til varnar og látið spænska fjölmiðla heyra það, eftir skrif þeirra um spænska landsliðsfyrirliðann sem í kvöld spilar undanúrslitaleik við Frakka á EM. Fótbolti 9. júlí 2024 17:00
Ólíklegast að Englendingar verði Evrópumeistarar Aðeins fjórar þjóðir eiga enn möguleika á því að verða Evrópumeistarar karla í knattspyrnu 2024 og á næstu tveimur dögum kemur það í ljós hvaða tvær þjóðir mætast í úrslitaleiknum á sunnudaginn. Fótbolti 9. júlí 2024 15:31
UEFA með lista yfir fljótustu og hægustu leikmenn EM Enginn hefur hlaupið hraðar á Evrópumótinu í fótbolta en franski framherjinn Kylian Mbappé. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, er með lista á heimasíðu sinni yfir fljótustu leikmenn EM í ár. Fótbolti 9. júlí 2024 14:31
Luke Shaw loksins leikfær: Síðustu fjórir mánuðir erfiðir Luke Shaw er búinn að ná sér af meiðslunum og gæti því byrjað inn á í enska landsliðinu í undanúrslitaleik Evrópumótsins annað kvöld. Fótbolti 9. júlí 2024 12:01
BBC: Voru ekki hæðast að Ronaldo, aðeins leikur að orðum Breska ríkisútvarpið fékk á sig talsverða gagnrýni fyrir skjátexta sinn undir umfjöllun BBC um vítaklúður Cristiano Ronaldo í leik Portúgala og Slóveníu á EM. Fótbolti 9. júlí 2024 09:21
Fékk það óþvegið frá Bellingham síðast Felix Zwayer dæmir leik Englands og Hollands í undanúrslitum Evrópumeistaramóts karla í knattspyrnu. Sá kemur frá Þýskalandi og fékk það heldur betur óþvegið frá Jude Bellingham þegar hann dæmdi leik Borussia Dortmund þegar Englendingurinn spilaði þar. Fótbolti 9. júlí 2024 07:00
Ronaldo gefur í skyn að hann muni halda áfram í landsliðinu Þrátt fyrir vonbrigðin á Evrópumótinu í Þýskalandi gæti Cristiano Ronaldo haldið áfram að spila með portúgalska landsliðinu. Fótbolti 8. júlí 2024 14:32
Leikmenn franska landsliðsins fagna úrslitum kosninganna Franska fótboltalandsliðið er komið í undanúrslit á Evrópumótinu í Þýskalandi en leikmenn hafa líka verið með augun á þingkosningum í heimalandinu og þeim tókst eflaust að hafa einhver áhrif á þær. Fótbolti 8. júlí 2024 09:01
Þakkir til Jimmy Floyd Hasselbaink eftir frábæra vítakeppni enska liðsins Jude Bellingham segir að góð ráð frá Jimmy Floyd Hasselbaink hafi hjálpað honum og ensku landsliðsmönnunum í vítaspyrnukeppninni á móti Sviss. Fótbolti 8. júlí 2024 08:01
Tækling Toni Kroos eyðilagði Evrópumótið fyrir Pedri Vegna meiðsla mun spænski miðjumaðurinn Pedri ekki geta haldið áfram spilamennsku á Evrópumótinu. Fótbolti 7. júlí 2024 12:01
„Líður eins og ég hafi svikið þjóð mína“ Manuel Akanji, miðvörður Sviss og Manchester City, var skiljanlega miður sín eftir að hafa verið sá eini sem ekki náði að skora í vítaspyrnukeppni Sviss og Englands í 8-liða úrslitum EM í fótbolta í kvöld. Fótbolti 6. júlí 2024 20:38
Hollendingar lentu undir en mæta Englandi Þrátt fyrir að lenda undir gegn Tyrkjum tókst Hollendingum að tryggja sér fjórða og síðasta sætið í undanúrslitum EM karla í fótbolta, með 2-1 sigri í slag þjóðanna í Berlín í kvöld. Fótbolti 6. júlí 2024 18:30
Öll vítin inn og England í undanúrslit Englendingar nýttu öll fimm víti sín og komust þannig í undanúrslit EM í fótbolta eftir sigur á Sviss í vítaspyrnukeppni. Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en fyrsta víti Sviss í vítakeppninni fór í súginn. Fótbolti 6. júlí 2024 15:30
Fyrirliðinn Morata ekki í banni í undanúrslitunum Álvaro Morata, fyrirliði Spánar, verður til taks þegar Spánn mætir Frakklandi í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Það virtist sem Morata hefði fengið gult spjald og yrði því í leikbanni en það var á misskilningi byggt. Fótbolti 6. júlí 2024 14:00
Saka og Trippier vængbakverðir gegn Sviss Enskir fjölmiðlar telja sig hafa öruggar heimildir fyrir því að England muni spila með þrjá miðverði gegn Sviss í 8-liða úrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu í dag. Fótbolti 6. júlí 2024 11:00
Frakkar í undanúrslit án þess að skora mark í opnum leik Frakkland mætir Spáni í undanúrslitum Evrópumóts karla í knattspyrnu. Frakkar hafa ekki enn skorað mark í opnum leik en þeir þurftu vítaspyrnukeppni til að slá Portúgal úr leik. Fótbolti 6. júlí 2024 10:16
Þessi ömurlega sápuópera haldi áfram þar til Ronaldo segi stopp Fótboltaspekingurinn Óskar Hrafn Þorvaldsson sparaði ekki stóru orðin í garð Cristiano Ronaldo í kvöld, í umræðum á RÚV um leik Portúgals og Frakklands á EM. Fótbolti 5. júlí 2024 22:17
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti