EM í fótbolta 2024

EM í fótbolta 2024

Evrópumótið í fótbolta karla fer fram í Þýskalandi dagana 14. júní til 14. júlí 2024.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Enska lands­liðið kann ekki að pressa

    Enska landsliðið hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir frammistöðu sína á Evrópumótinu hingað til og þá ekki síst þjálfari liðsins, Gareth Southgate, en Óskar Hrafn Þorvaldsson sagði Southgate vera „eins og hundrað ára gamall prófessor“.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Slæm úr­slit fyrir báðar þjóðir en Tékkar svekktari

    Georgía og Tékkland gerðu 1-1 jafntefli í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í fótbolta. Þetta voru fyrstu stig beggja liða á mótinu en þau þurftu bæði helst á sigri að halda til að eiga alvöru möguleika á því að komast í sextán liða úrslitin.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir Rice of­metinn

    Írski landsliðsmaðurinn James McClean er ekki hrifinn af enska landsliðinu og þá einkum fyrrverandi liðsfélaga sínum Declan Rice. Hann lét miðjumann Arsenal fá það óþvegið fyrir frammistöðu sína gegn Danmörku á EM 2024 á dögunum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Skotinn Tier­n­ey ekki meira með á EM

    Skoski varnarmaðurinn Kieran Tierney er miður sín eftir að í ljós kom að hann verður ekki meira með á EM karla í knattspyrnu sem nú fer fram í Þýskalandi. Skotland er með eitt stig að loknum tveimur leikjum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Stór­meistara­jafn­tefli í Leipzig

    Holland og Frakkland gerðu markalaust jafntefli í síðasta leik dagsins á EM karla í fótbolta. Stig á bæði lið þýðir að þau eru jöfn í efstu tveimur sætum D-riðils að loknum tveimur leikjum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Pól­land úr leik eftir tap

    Robert Lewandowski og félagar í Póllandi eru úr leik eftir markalaust jafntefli Hollands og Frakklands. Fyrr í dag tapaði Pólland 1-3 gegn Austurríki á EM karla í fótbolta. Bæði lið voru stigalaus fyrir leik dagsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Hjör­var fær gula spjaldið frá RÚV

    Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV segir ekki vel séð að menn reyni að koma á framfæri óbeinum auglýsingum, eins og ætla má að Hjörvar Hafliðason hafi verið að gera í EM-settinu.

    Innlent
    Fréttamynd

    „Fannst ég bregðast heilli þjóð“

    Austurríkismaðurinn Maximilian Wöber átti erfitt með tilfinningar sínar í gær þrátt fyrir að það væri næstum því sólarhringur síðan hann tryggði Frökkum sigur með því að skalla boltann í eigið mark.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Conceição hetja Portúgals

    Portúgal marði Tékkland 2-1 þökk sé dramatísku sigurmarki Francisco Conceição í blálokin. Portúgal því komið með þrjú stig í F-riðli eins og Tyrkland.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Á­fall fyrir Serba

    Einn af mikilvægasti hlekkur Serbíu er meiddur og verður ekki meira með á Evrópumóti karla í knattspyrnu.

    Fótbolti