Ástin á götunni

Fréttamynd

Ste­ven Lennon í Þrótt

Það er nóg um að vera í Laugardalnum í dag en rétt í þessu staðfesti Þróttur Reykjavík að skoski framherjinn Steven Lennon muni spila með liðinu á láni út tímabilið. Skömmu þar áður var tilkynnt að landsliðskonan Elín Metta Jensen hefði tekið skóna af hillunni og myndi spila með kvennaliði félagsins til 2024.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Elín Metta í Þrótt

Landsliðskonan fyrrverandi Elín Metta Jensen hefur ákveðið að taka takkaskóna af hillunni og er genginn í raðir Þróttar Reykjavíkur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Köstuðum þessu frá okkur“

Eyjamenn misstu einbeitinguna og forskotið sem þeir byggðu upp gegn FH í fyrri hálfleik þegar liðið tapaði 2-1 gegn FH í Bestu deild karla í dag. Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV var svekktur í leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Álagsleikur á Akureyri í dag

Breiðablik sækir KA heim á Akureyri í Bestu deildinni í dag en bæði lið hafa spilað ansi marga leiki síðustu vikur og má leiða að því líkur að sumir leikmenn séu að keyra á síðustu bensíndropunum í tanknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Jón Þórir hættur með Fram

Stjórn Knattspyrnudeildar Fram hefur sagt Jóni Þóri Sveinssyni upp störfum sem þjálfara liðsins. Jón Þórir hefur verið þjálfari liðsins síðan 2018 og stýrði því upp úr 1. deild haustið 2021. Fram tapaði í gær fjórða leik sínum í röð og situr í næstneðsta sæti Bestu deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Elska hann en við verðum ó­vinir í 90 mínútur, því miður“

Orri Steinn Óskarsson, framherji FC Kaupmannahafnar, segist ekki sérstaklega hrifinn af því að vera mótherji föður síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar, þjálfara Breiðabliks. Hann vonast þó til að fá að spila í leiknum. Liðin tvö mætast í forkeppni Meistaradeildarinnar í Kópavogi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Haf á milli okkar og við sjáumst allt­of sjaldan“

Óskar Hrafn Þorvaldsson segir FC Kaupmannahöfn vera sterkasta andstæðing sem hann hefur mætt sem þjálfari Breiðabliks. Blikar þurfi að vera sjálfum sér trúir í einvíginu og megi ekki líta á verkefnið sem ákveðna biðstofu fyrir næsta einvígi sem þeir eiga bókað falli þeir úr keppni. Það sé þá sérkennilegt að mæta syni sínum, Orra Steini Óskarssyni, sem er leikmaður FCK.

Fótbolti