Enginn árangur af stjórnarfundi 2. júlí 2004 00:01 Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina. Eftir að ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun hittust ráðherrar framsóknarmanna á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu og var ljóst að framsóknarmenn ætluðu að koma til ríkisstjórnarfundar með fastmótaðar hugmyndir. Þeir vilja fara hóflegri leið en sjálfstæðismenn í lágmarsþátttöku í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin en framsóknarmenn hafa ekki viljað setja mörkin hærra en 30%. Það vakti athygli að eftir aðeins 15 mínútur á ríkisstjórnarfundi gengu framsóknarmenn af fundinum, og aðeins framsóknarmenn, en ráðherrar sjálfstæðismanna sátu einir eftir og réðu ráðum sínum áfram. Engin niðurstaða varð af fundinum. Utanríkisráðherra sagði eftir fundinn að unnið yrði í málinu fram eftir degi og að heilmikið hafi komi út úr fundinum, án þess að skýra það nánar frá því. Hann sagði eðlilegt að frumvarpið væri ekki tilbúið þar sem hann og forsætisráðherra hefðu báðir verið í burtu og málið væri það mikilvægt að það tæki sinn tíma. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja segja að um ágreining væri að ræða innan stjórnarinnar. Þar með var Halldór rokinn, beint upp í ráðherrabíl og í lögreglufylgd suður í Leifsstöð til að opna þar nýjan brottfararsal. Ætla mátti að ráðherrar sjálfstæðisflokks kæmu út skömmu síðar, en svo fór ekki, heldur tók við löng bið hjá fréttamönnum í Stjórnarráðinu eftir að þeir gætu lokið fundi sínum. Framsóknarmenn fóru af fundi klukkan korter yfir tvö og það var ekki fyrr en klukkustund síðar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra steig út á tröppur Stjórnarráðsins og svaraði spurningum fréttamanna. Hann sagði frumvarpið ekki liggja fyrir því stjórnin þyrfti aðeins lengri tíma til að fara yfir málið og yrði líklega afgreitt á morgun, laugardag. Forsætisráðherra kvað stjórnina þurfa að fara betur yfir nokkur atriði, þ.á m. prósentuhlutfall atkvæðisbærra manna sem þyrfti til að fella lögin. Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði sagðist forsætisráðherra ekki halda það. Hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu eða ekki þá sagði einn þingmaður framsóknarmanna málið vera í meira lagi eldfimt og í raun væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar komnir inn á jarðsprengjusvæði. Halldór Ásgrímsson fór, sem áður segir, suður í Leifsstöð þar sem fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurnesjum spurði hann aftur um þennan ágreining á milli stjórnarflokkanna og hvort þeir sætu á jarðsprengju. Halldór sagði þá pólitíkina vera þannig að það væri alltaf eitthvað um að vera í henni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkunum tókst ekki að koma sér saman um hvernig standa eigi að þjóðaratkvæðagreiðslu um fjölmiðlalögin í dag. Fundur ríkisstjórnarinnar skilaði engum árangri og er stefnt að því að ljúka gerð frumvarps um þjóðaratkvæðagreiðslur um helgina. Eftir að ríkisstjórnarfundi var frestað í morgun hittust ráðherrar framsóknarmanna á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar í utanríkisráðuneytinu og var ljóst að framsóknarmenn ætluðu að koma til ríkisstjórnarfundar með fastmótaðar hugmyndir. Þeir vilja fara hóflegri leið en sjálfstæðismenn í lágmarsþátttöku í lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur. Nokkrir forystumenn sjálfstæðismanna vilja að minnst 44% atkvæðisbærra manna þurfi til að fella fjölmiðlalögin en framsóknarmenn hafa ekki viljað setja mörkin hærra en 30%. Það vakti athygli að eftir aðeins 15 mínútur á ríkisstjórnarfundi gengu framsóknarmenn af fundinum, og aðeins framsóknarmenn, en ráðherrar sjálfstæðismanna sátu einir eftir og réðu ráðum sínum áfram. Engin niðurstaða varð af fundinum. Utanríkisráðherra sagði eftir fundinn að unnið yrði í málinu fram eftir degi og að heilmikið hafi komi út úr fundinum, án þess að skýra það nánar frá því. Hann sagði eðlilegt að frumvarpið væri ekki tilbúið þar sem hann og forsætisráðherra hefðu báðir verið í burtu og málið væri það mikilvægt að það tæki sinn tíma. Aðspurður sagðist Halldór ekki vilja segja að um ágreining væri að ræða innan stjórnarinnar. Þar með var Halldór rokinn, beint upp í ráðherrabíl og í lögreglufylgd suður í Leifsstöð til að opna þar nýjan brottfararsal. Ætla mátti að ráðherrar sjálfstæðisflokks kæmu út skömmu síðar, en svo fór ekki, heldur tók við löng bið hjá fréttamönnum í Stjórnarráðinu eftir að þeir gætu lokið fundi sínum. Framsóknarmenn fóru af fundi klukkan korter yfir tvö og það var ekki fyrr en klukkustund síðar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra steig út á tröppur Stjórnarráðsins og svaraði spurningum fréttamanna. Hann sagði frumvarpið ekki liggja fyrir því stjórnin þyrfti aðeins lengri tíma til að fara yfir málið og yrði líklega afgreitt á morgun, laugardag. Forsætisráðherra kvað stjórnina þurfa að fara betur yfir nokkur atriði, þ.á m. prósentuhlutfall atkvæðisbærra manna sem þyrfti til að fella lögin. Aðspurður hvort ríkisstjórnarsamstarfið væri í hættu sagði sagðist forsætisráðherra ekki halda það. Hvort stjórnarsamstarfið væri í hættu eða ekki þá sagði einn þingmaður framsóknarmanna málið vera í meira lagi eldfimt og í raun væru ráðherrar ríkisstjórnarinnar komnir inn á jarðsprengjusvæði. Halldór Ásgrímsson fór, sem áður segir, suður í Leifsstöð þar sem fréttamaður Stöðvar 2 á Suðurnesjum spurði hann aftur um þennan ágreining á milli stjórnarflokkanna og hvort þeir sætu á jarðsprengju. Halldór sagði þá pólitíkina vera þannig að það væri alltaf eitthvað um að vera í henni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira