Óskhyggja eða breyttar forsendur? 15. júlí 2004 00:01 Stjórnvöldum hefur gengið illa að haga rekstri sínum eftir fjárlögum síðustu ár. Útgjöldin hafa orðið mun meiri en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Á móti hafa tekjur reynst vanáætlaðar þó það hafi ekki dugað til að vega upp útgjaldaaukninguna. Þetta þýðir þó ekki að útgjöldin hafi verið umfram fjárheimildir sem þessu nemur enda hækka þær iðulega á fjáraukalögum á haustin. Þetta hefur orðið til þess að stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórnarliðið fyrir að afgreiða fjárlög sem eiga minna skylt við ábyrga fjármálastjórn en óskhyggju og jafnvel blekkingaleik. Ríkisendurskoðun hefur sagt að allt of margir fjárlagaliðir fari "ár eftir ár fram úr þeim fjárheimildum sem starfseminni voru ætlaðar í fjárlögum". Stofnunin vísar jafnframt til þess í nýrri skýrslu sinni að í nágrannalöndum séu "fjárlög virt og það heyrir til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimildum". Þetta eigi ekki við hér enda hafi 40 prósent ríkisstofnana eytt meira en sem nam fjárheimildum á fjárlögum síðasta árs. Fjárlögin blekkingaleikur Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri-grænna í fjárlaganefnd Alþingis, segir stjórnvöld hafa lagt meira upp úr útliti fjárlaganna en innihaldi við gerð þeirra. "Það hefur verið lagt upp úr með að sýna sem mestan tekjuafgang af fjárlögum þegar þau hafa verið lögð fram og samþykkt. Það hefur oft á tíðum verið bókhaldslegur blekkingaleikur. Fyrst og fremst hafa gjöld verið vanáætluð. Þó svo það hafi legið fyrir upplýsingar um að svo væri hefur ekki verið tekið tillit til þess," segir Jón. Jón nefnir sem dæmi að fulltrúar framhaldsskólanna hafi bent rækilega á það við fjárlagagerðina að skólunum væri ætlað alltof lítið fjármagn miðað við þau verkefni sem þeir ættu að inna af hendi. Skólarnir hafi því lent í miklum vanda við að standa undir skyldum og orðið að velja milli þess að fara fram úr fjárlögum eða brjóta gegn lögum sem kveða á um hlutverk þeirra. Eðlilegt að forsendur breytist "Við verðum að hafa í huga að hér er mikill hagvöxtur og allt á fleygiferð í efnahagslífi landsins. Það er mikið um að vera í hagkerfinu og eðlilegt að forsendur fjárlaga breytist á þeim tíma," segir Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, um það hvernig fjárlögin hafa ekki gengið eftir. "Það er ekki alltaf hægt að sjá fyrir alla útgjaldaliði. Við mætum þeim óvæntu þörfum í fjáraukalögum hverju sinni." Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að margar viðbæturnar í fjáraukalögum séu alls ekki svo óvæntar. Sum útgjöldin hafi verið fyrirséð við fjárlagagerðina en ekki sett inn vegna þess að þá hefðu fjárlögin ekki litið jafn vel út. "Það kæmi mönnum í koll síðar meir ef svo væri raunin. Við afgreiðum fjárlögin í góðri trú," svarar Birkir því. Auknar heimildir ekki framúrkeyrsla Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að gera verði greinarmun á útgjöldum umfram fjárheimildir fjárlaga og endanlegar fjárheimildir sem eru samþykktar í fjáraukalögum. Hann bendir á að þó Ríkisendurskoðun bendi á að útgjöld ríkissjóðs hafi orðið fjórtán milljörðum meiri en stefnt var að segi það ekki alla söguna. "Þetta snýst ekki um óheimil útgjöld," segir hann og bendir á að heimild hafi fengist fyrir auknum útgjöldum í fjáraukalögum. Hamfarir, dómar og kjarasamningar sem auka útgjöld meira en búist var við geta breytt forsendum fjárlaga segir Baldur og segir að við því verði að bregðast með fjáraukalögum eins og kveðið sé á um í fjárreiðulögum. Í fyrra hafi útgjöld til dæmis aukist vegna öryrkjadómsins síðari og aukinna vegaframkvæmda í atvinnu- og byggðaátaki. Heimilda hafi verið aflað fyrir hvoru tveggja. Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Stjórnvöldum hefur gengið illa að haga rekstri sínum eftir fjárlögum síðustu ár. Útgjöldin hafa orðið mun meiri en stefnt var að við samþykkt fjárlaga. Á móti hafa tekjur reynst vanáætlaðar þó það hafi ekki dugað til að vega upp útgjaldaaukninguna. Þetta þýðir þó ekki að útgjöldin hafi verið umfram fjárheimildir sem þessu nemur enda hækka þær iðulega á fjáraukalögum á haustin. Þetta hefur orðið til þess að stjórnarandstaðan gagnrýnir stjórnarliðið fyrir að afgreiða fjárlög sem eiga minna skylt við ábyrga fjármálastjórn en óskhyggju og jafnvel blekkingaleik. Ríkisendurskoðun hefur sagt að allt of margir fjárlagaliðir fari "ár eftir ár fram úr þeim fjárheimildum sem starfseminni voru ætlaðar í fjárlögum". Stofnunin vísar jafnframt til þess í nýrri skýrslu sinni að í nágrannalöndum séu "fjárlög virt og það heyrir til undantekninga að stofnanir fari fram úr fjárheimildum". Þetta eigi ekki við hér enda hafi 40 prósent ríkisstofnana eytt meira en sem nam fjárheimildum á fjárlögum síðasta árs. Fjárlögin blekkingaleikur Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstri-grænna í fjárlaganefnd Alþingis, segir stjórnvöld hafa lagt meira upp úr útliti fjárlaganna en innihaldi við gerð þeirra. "Það hefur verið lagt upp úr með að sýna sem mestan tekjuafgang af fjárlögum þegar þau hafa verið lögð fram og samþykkt. Það hefur oft á tíðum verið bókhaldslegur blekkingaleikur. Fyrst og fremst hafa gjöld verið vanáætluð. Þó svo það hafi legið fyrir upplýsingar um að svo væri hefur ekki verið tekið tillit til þess," segir Jón. Jón nefnir sem dæmi að fulltrúar framhaldsskólanna hafi bent rækilega á það við fjárlagagerðina að skólunum væri ætlað alltof lítið fjármagn miðað við þau verkefni sem þeir ættu að inna af hendi. Skólarnir hafi því lent í miklum vanda við að standa undir skyldum og orðið að velja milli þess að fara fram úr fjárlögum eða brjóta gegn lögum sem kveða á um hlutverk þeirra. Eðlilegt að forsendur breytist "Við verðum að hafa í huga að hér er mikill hagvöxtur og allt á fleygiferð í efnahagslífi landsins. Það er mikið um að vera í hagkerfinu og eðlilegt að forsendur fjárlaga breytist á þeim tíma," segir Birkir Jón Jónsson, fulltrúi Framsóknarflokks í fjárlaganefnd, um það hvernig fjárlögin hafa ekki gengið eftir. "Það er ekki alltaf hægt að sjá fyrir alla útgjaldaliði. Við mætum þeim óvæntu þörfum í fjáraukalögum hverju sinni." Stjórnarandstaðan hefur haldið því fram að margar viðbæturnar í fjáraukalögum séu alls ekki svo óvæntar. Sum útgjöldin hafi verið fyrirséð við fjárlagagerðina en ekki sett inn vegna þess að þá hefðu fjárlögin ekki litið jafn vel út. "Það kæmi mönnum í koll síðar meir ef svo væri raunin. Við afgreiðum fjárlögin í góðri trú," svarar Birkir því. Auknar heimildir ekki framúrkeyrsla Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, segir að gera verði greinarmun á útgjöldum umfram fjárheimildir fjárlaga og endanlegar fjárheimildir sem eru samþykktar í fjáraukalögum. Hann bendir á að þó Ríkisendurskoðun bendi á að útgjöld ríkissjóðs hafi orðið fjórtán milljörðum meiri en stefnt var að segi það ekki alla söguna. "Þetta snýst ekki um óheimil útgjöld," segir hann og bendir á að heimild hafi fengist fyrir auknum útgjöldum í fjáraukalögum. Hamfarir, dómar og kjarasamningar sem auka útgjöld meira en búist var við geta breytt forsendum fjárlaga segir Baldur og segir að við því verði að bregðast með fjáraukalögum eins og kveðið sé á um í fjárreiðulögum. Í fyrra hafi útgjöld til dæmis aukist vegna öryrkjadómsins síðari og aukinna vegaframkvæmda í atvinnu- og byggðaátaki. Heimilda hafi verið aflað fyrir hvoru tveggja.
Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira