Getum lært mikið af Íslendingum 12. ágúst 2004 00:01 Sjávarútvegur Íslendinga er þriðjungur af sjávarútveginum í Bretlandi. Aflamagn Íslendinga er hins vegar þrefalt meira en Breta og verðmætin þrefalt meiri. Ég held að við getum lært mikið af Íslendingum," sagði Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var staddur hér á landi til að kynna sér fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga. Fiskveiðistjórnun Breta hefur verið mjög í umræðunni þar undanfarin ár í kjölfar síminnkandi fiskistofna. Í vor kom út skýrsla sem unnin var á vegum bresku ríkisstjórnarinnar og kom í ljós að ástand stofna var miklu verra en búist hafði verið við. Helstu skýringarnar voru ofveiði og löndun framhjá kvóta. Verulega hefur verið dregið úr veiðum á nokkrum tegundum, sérstaklega þorski, en í haust verður komið á sérstöku stjórnunarsvæði fiskveiða í Norðursjó sem hluta af breytingu á fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Óhagstæðir skilmálar Spurður að því hvað hafi orsakað þann vanda sem upp er kominn í breskum sjávarútvegi, segir Bradshaw að Bretar hafi gengið inn í sameiginlega fiskveiðistefnu sambandsins á mjög óhagstæðum skilmálum. "Okkur hefur nú tekist að fá því breytt og erum að beita okkur fyrir breytingum á fiskveiðistefnu ESB. Eftir því sem ESB hefur stækkað hefur sambandið færst meira í átt til þess sem við viljum, Evrópusamband með rúm fyrir ákveðinn sveigjanleika fyrir hvert ríki. Ég held að þessi hugsun komi fram í breytingunum á fiskveiðistefnunni," segir Bradshaw. Hann segir að ljóst hafi verið að það yrði alltaf ákveðnum vandkvæðum bundið að koma á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi jafn margra ólíkra þjóða með ólíka hagsmuni, ekki síst í ljósi þess að pólitíkin í kringum sjávarútveginn er mismunandi í hverju landi. "Ég er sannfærður um það að æ fleiri þjóðir hafi áttað sig á því að við getum ekki haldið áfram eins og hingað til. Að við verðum að þróa kerfi sem er gagnsætt og heiðarlegt, þar sem samvinna ríkir milli sjávarútvegs, stjórnmála og vísinda og í sameiningu sé stuðlað að sjálfbærri framtíð sjávarútvegsins," segir hann. Frískandi reynsla Spurður um hvað megi læra af reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun segir hann að það sé fjölmargt. "Ég varð fyrir alveg sérstakri reynslu í dag, alveg einstakri. Við funduðum með forsvarsmönnum Landssambands íslenskra útgerðarmanna, LÍÚ, sem sögðu mér að þeir væru að veiða of mikið! Það hefur aldrei komið fyrir mig áður og er mjög frískandi dæmi um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi ykkar Íslendinga hefur gert sjómennina sjálfa ábyrga og stuðlað að samvinnu milli sjómanna og vísindamannanna. Við eigum enn langt í land með það í Bretlandi," segir Bradshaw. Hann segir að íslenska kvótakerfið sé einnig mjög áhugavert. "Í nýrri skýrslu sem ríkisstjórnin lét vinna um stöðu sjávarútvegs og fiskveiðistofna við Bretland var meðal annars mælt með því að við tækjum það upp. Eins og stendur erum við að kanna hvort hægt sé að aðlaga kvótakerfi Íslendinga að breskum aðstæðum," segir hann. Þá segir hann tölvuvæðingu sjávarútvegsins á Íslandi til mikillar fyrirmyndar. Það geri allt fiskveiðistjórnunarkerfið mjög gagnsætt, því hægt sé að fylgjast með því hver veiðir hvað og hve mikið og hver selji hverjum hvað. Hann bendir jafnframt á að Íslendingar eigi heldur ekki við mikinn vanda að stríða varðandi löndun framhjá kvóta, en það sé hins vegar stórt vandamál í Bretlandi og annars staðar í Evrópusambandinu. Hefð fyrir sameiginlegum afnotum "Við getum ekki tekið upp fiskveiðistjórnunarkerfi ykkar algjörlega óbreytt því þið eruð lítil eyþjóð í miðju Atlantshafi með rík fiskimið sem þið ráðið ein yfir og fiskveiðar eru miklu stærri og mikilvægari hluti af efnahag ykkar. Ykkur hefur tekist að koma á, að mér skilst, 40 prósenta hagræðingu í sjávarútveginum á síðasta áratug. Sjávarútvegur getur greinilega verið arðsamur og kannski er það ástæðan fyrir hinni góðu samvinnu allra hlutaðeigandi hér á landi," segir Bradshaw. Bradshaw segir að í Evrópusambandinu séu fiskveiðisvæði sem liggja nærri meginlandi Evrópu og hefð sé fyrir sameiginlegum afnotum á þeim "Það á ekki að breytast, við munum ekki fara að útiloka neinn frá þeim. Nýting auðlindanna er jafnframt byggð á aflareynslu, sem er nokkurs konar kvótakerfi, sem stuðlar að stöðugleika og hefðbundnum veiðiréttindum," segir hann. Rýmkun á fiskveiðireglum ESB Spurður hvort hugsanlegt væri að Evrópusambandið samþykkti verulegar undanþágur fyrir Íslendinga frá sameiginlegri fiskveiðistefnu ef Íslendingar sæktu um aðild, segir hann það mjög hæpið. "Auðvitað myndum við taka Íslendingum fagnandi tækju þeir þá ákvörðun um að ganga í Evrópusambandið. Sem sjávarútvegsráðherra geri ég mér grein fyrir því að fiskveiðimálin gætu orðið til trafala en það myndi þurfa að vinna úr því. Ég vonast þó til þess að þær breytingar sem verið er að gera á fiskveiðistefnu ESB geri það auðveldara fyrir Íslendinga að gangast undir hana, komi svo að þið ákveðið að ganga í sambandið," segir Bradshaw. Hann segist ekki viss um hvort hægt sé að gera fiskveiðistjórnunarkerfið jafn sveigjanlegt og Íslendingar myndu vilja. "Ég held að hluti af vandamálinu sé það að Íslendingum finnst við ekki hafa haldið nægilega vel utan um fiskistofna okkar. Ég tel að ef við getum sýnt fram á það að innan fiskveiðistefnu ESB sé fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðli að sjálfbærum fiskistofnum og arðsömum sjávarútvegi, hvert sem stjórnunarkerfið verður, verði það ákjósanlegt fyrir Íslendinga að taka þátt í því. Eins og stendur er erfitt að skilja hvernig sannfæra megi Íslendinga, þá sérstaklega íslenska sjómenn, um það að þeir muni hagnast á því að taka þátt í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB," segir hann. Myndu ekki samþykkja fullt forræði Spurður hvort Bretar myndu einhvern tímann samþykkja fullt forræði Íslendinga yfir fiskimiðunum ef við sæktum um aðild segir hann að það væri mjög erfitt frá sjónarmiði Evrópu. "Einfaldlega vegna þess að ég sé það ekki gerast að ESB myndi koma á 200 mílna lögsögu fyrir öll aðildarríki. Það sem við sjáum fyrir okkur er mun frekar það að breytingarnar á fiskveiðistefnunni verði til þess að hún verði sveigjanlegri og betur verði hægt að sníða hana að þörfum hvers og eins. Til að mynda verður í haust tekið upp sérstakt stjórnsvæði fiskveiða í Norðursjó sem varðar löndin sem eiga fiskveiðihagsmuni þar. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert innan ESB," segir hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira
Sjávarútvegur Íslendinga er þriðjungur af sjávarútveginum í Bretlandi. Aflamagn Íslendinga er hins vegar þrefalt meira en Breta og verðmætin þrefalt meiri. Ég held að við getum lært mikið af Íslendingum," sagði Ben Bradshaw, sjávarútvegsráðherra Bretlands, í samtali við Fréttablaðið í gær en hann var staddur hér á landi til að kynna sér fiskveiðistjórnunarkerfi Íslendinga. Fiskveiðistjórnun Breta hefur verið mjög í umræðunni þar undanfarin ár í kjölfar síminnkandi fiskistofna. Í vor kom út skýrsla sem unnin var á vegum bresku ríkisstjórnarinnar og kom í ljós að ástand stofna var miklu verra en búist hafði verið við. Helstu skýringarnar voru ofveiði og löndun framhjá kvóta. Verulega hefur verið dregið úr veiðum á nokkrum tegundum, sérstaklega þorski, en í haust verður komið á sérstöku stjórnunarsvæði fiskveiða í Norðursjó sem hluta af breytingu á fiskveiðistefnu Evrópusambandsins. Óhagstæðir skilmálar Spurður að því hvað hafi orsakað þann vanda sem upp er kominn í breskum sjávarútvegi, segir Bradshaw að Bretar hafi gengið inn í sameiginlega fiskveiðistefnu sambandsins á mjög óhagstæðum skilmálum. "Okkur hefur nú tekist að fá því breytt og erum að beita okkur fyrir breytingum á fiskveiðistefnu ESB. Eftir því sem ESB hefur stækkað hefur sambandið færst meira í átt til þess sem við viljum, Evrópusamband með rúm fyrir ákveðinn sveigjanleika fyrir hvert ríki. Ég held að þessi hugsun komi fram í breytingunum á fiskveiðistefnunni," segir Bradshaw. Hann segir að ljóst hafi verið að það yrði alltaf ákveðnum vandkvæðum bundið að koma á sameiginlegu fiskveiðistjórnunarkerfi jafn margra ólíkra þjóða með ólíka hagsmuni, ekki síst í ljósi þess að pólitíkin í kringum sjávarútveginn er mismunandi í hverju landi. "Ég er sannfærður um það að æ fleiri þjóðir hafi áttað sig á því að við getum ekki haldið áfram eins og hingað til. Að við verðum að þróa kerfi sem er gagnsætt og heiðarlegt, þar sem samvinna ríkir milli sjávarútvegs, stjórnmála og vísinda og í sameiningu sé stuðlað að sjálfbærri framtíð sjávarútvegsins," segir hann. Frískandi reynsla Spurður um hvað megi læra af reynslu Íslendinga af fiskveiðistjórnun segir hann að það sé fjölmargt. "Ég varð fyrir alveg sérstakri reynslu í dag, alveg einstakri. Við funduðum með forsvarsmönnum Landssambands íslenskra útgerðarmanna, LÍÚ, sem sögðu mér að þeir væru að veiða of mikið! Það hefur aldrei komið fyrir mig áður og er mjög frískandi dæmi um hvernig fiskveiðistjórnunarkerfi ykkar Íslendinga hefur gert sjómennina sjálfa ábyrga og stuðlað að samvinnu milli sjómanna og vísindamannanna. Við eigum enn langt í land með það í Bretlandi," segir Bradshaw. Hann segir að íslenska kvótakerfið sé einnig mjög áhugavert. "Í nýrri skýrslu sem ríkisstjórnin lét vinna um stöðu sjávarútvegs og fiskveiðistofna við Bretland var meðal annars mælt með því að við tækjum það upp. Eins og stendur erum við að kanna hvort hægt sé að aðlaga kvótakerfi Íslendinga að breskum aðstæðum," segir hann. Þá segir hann tölvuvæðingu sjávarútvegsins á Íslandi til mikillar fyrirmyndar. Það geri allt fiskveiðistjórnunarkerfið mjög gagnsætt, því hægt sé að fylgjast með því hver veiðir hvað og hve mikið og hver selji hverjum hvað. Hann bendir jafnframt á að Íslendingar eigi heldur ekki við mikinn vanda að stríða varðandi löndun framhjá kvóta, en það sé hins vegar stórt vandamál í Bretlandi og annars staðar í Evrópusambandinu. Hefð fyrir sameiginlegum afnotum "Við getum ekki tekið upp fiskveiðistjórnunarkerfi ykkar algjörlega óbreytt því þið eruð lítil eyþjóð í miðju Atlantshafi með rík fiskimið sem þið ráðið ein yfir og fiskveiðar eru miklu stærri og mikilvægari hluti af efnahag ykkar. Ykkur hefur tekist að koma á, að mér skilst, 40 prósenta hagræðingu í sjávarútveginum á síðasta áratug. Sjávarútvegur getur greinilega verið arðsamur og kannski er það ástæðan fyrir hinni góðu samvinnu allra hlutaðeigandi hér á landi," segir Bradshaw. Bradshaw segir að í Evrópusambandinu séu fiskveiðisvæði sem liggja nærri meginlandi Evrópu og hefð sé fyrir sameiginlegum afnotum á þeim "Það á ekki að breytast, við munum ekki fara að útiloka neinn frá þeim. Nýting auðlindanna er jafnframt byggð á aflareynslu, sem er nokkurs konar kvótakerfi, sem stuðlar að stöðugleika og hefðbundnum veiðiréttindum," segir hann. Rýmkun á fiskveiðireglum ESB Spurður hvort hugsanlegt væri að Evrópusambandið samþykkti verulegar undanþágur fyrir Íslendinga frá sameiginlegri fiskveiðistefnu ef Íslendingar sæktu um aðild, segir hann það mjög hæpið. "Auðvitað myndum við taka Íslendingum fagnandi tækju þeir þá ákvörðun um að ganga í Evrópusambandið. Sem sjávarútvegsráðherra geri ég mér grein fyrir því að fiskveiðimálin gætu orðið til trafala en það myndi þurfa að vinna úr því. Ég vonast þó til þess að þær breytingar sem verið er að gera á fiskveiðistefnu ESB geri það auðveldara fyrir Íslendinga að gangast undir hana, komi svo að þið ákveðið að ganga í sambandið," segir Bradshaw. Hann segist ekki viss um hvort hægt sé að gera fiskveiðistjórnunarkerfið jafn sveigjanlegt og Íslendingar myndu vilja. "Ég held að hluti af vandamálinu sé það að Íslendingum finnst við ekki hafa haldið nægilega vel utan um fiskistofna okkar. Ég tel að ef við getum sýnt fram á það að innan fiskveiðistefnu ESB sé fiskveiðistjórnunarkerfi sem stuðli að sjálfbærum fiskistofnum og arðsömum sjávarútvegi, hvert sem stjórnunarkerfið verður, verði það ákjósanlegt fyrir Íslendinga að taka þátt í því. Eins og stendur er erfitt að skilja hvernig sannfæra megi Íslendinga, þá sérstaklega íslenska sjómenn, um það að þeir muni hagnast á því að taka þátt í sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB," segir hann. Myndu ekki samþykkja fullt forræði Spurður hvort Bretar myndu einhvern tímann samþykkja fullt forræði Íslendinga yfir fiskimiðunum ef við sæktum um aðild segir hann að það væri mjög erfitt frá sjónarmiði Evrópu. "Einfaldlega vegna þess að ég sé það ekki gerast að ESB myndi koma á 200 mílna lögsögu fyrir öll aðildarríki. Það sem við sjáum fyrir okkur er mun frekar það að breytingarnar á fiskveiðistefnunni verði til þess að hún verði sveigjanlegri og betur verði hægt að sníða hana að þörfum hvers og eins. Til að mynda verður í haust tekið upp sérstakt stjórnsvæði fiskveiða í Norðursjó sem varðar löndin sem eiga fiskveiðihagsmuni þar. Þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert innan ESB," segir hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira