Minni þreifingar í Evrópuátt 15. ágúst 2004 00:01 Ekki má búast við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál innan utanríkisráðuneytisins og áður þegar Davíð Oddson verður utanríkisráðherra, að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur segist ekki vænta breytinga á utanríkisstefnunni enda sé stjórnarstefnan sú sama og áður en áherslur geta orðið aðrar. "Halldór hefur kannað stöðu Íslands í Evrópu og hvaða kostir myndu bjóðast ef sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Ég býst ekki við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál undir forystu Davíðs." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að engar áherslubreytingar verði á utanríkismálum undir stjórn Davíðs. "Ég tel að Davíð verði jafn ötull að viða að sér upplýsingum um Evrópusambandið og Halldór og muni fylgjast náið með Evrópuþróuninni, enda er það mjög mikilvægt." Hannes og Baldur eru sammála um að það hafi verið rökrétt að Davíð færi í utanríkisráðuneytið. "Það stendur næst forsætisráðuneytinu. Hefði hann farið í annað ráðuneyti, þá hefði það verið mjög sérstakt," segir Baldur. Hannes Hólmsteinn segir mörg fordæmi þess að fyrrverandi forsætisráðherra verði utanríkisráðherra, til dæmis hafi Ólafur Jóhannesson verið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen eftir að hafa setið í forsæti tvisvar áður. "Það er mjög heppilegt að við ráðuneytinu taki maður með mikla reynslu og yfirsýn, eins og Davíð hefur öðlast sem forsætisráðherra í þrettán ár." Baldur tekur undir að Davíð komi sterkur inn í ráðuneytið og segir athyglisvert hversu mikil afskipti hann hafi haft af utanríkismálum í forsætisráðherratíð sinni. Hann hafi til dæmis leikið stórt hlutverk í viðræðum við Bandaríkjamenn vegna varnarsamstarfsins. "Davíð beitir mjög harðri samningatækni og hefur brugðist við af festu þegar kröfur hafa verið uppi að Íslendingar greiði meira í sjóði Evrópusambandsins vegna aðildar sinnar að EES. Það má búast við að hann verði afdráttalaus í utanríkismálum eins og hann hefur verið sem forsætisráðherra." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira
Ekki má búast við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál innan utanríkisráðuneytisins og áður þegar Davíð Oddson verður utanríkisráðherra, að mati Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Baldur segist ekki vænta breytinga á utanríkisstefnunni enda sé stjórnarstefnan sú sama og áður en áherslur geta orðið aðrar. "Halldór hefur kannað stöðu Íslands í Evrópu og hvaða kostir myndu bjóðast ef sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Ég býst ekki við jafn ítarlegri umfjöllun um Evrópumál undir forystu Davíðs." Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, telur að engar áherslubreytingar verði á utanríkismálum undir stjórn Davíðs. "Ég tel að Davíð verði jafn ötull að viða að sér upplýsingum um Evrópusambandið og Halldór og muni fylgjast náið með Evrópuþróuninni, enda er það mjög mikilvægt." Hannes og Baldur eru sammála um að það hafi verið rökrétt að Davíð færi í utanríkisráðuneytið. "Það stendur næst forsætisráðuneytinu. Hefði hann farið í annað ráðuneyti, þá hefði það verið mjög sérstakt," segir Baldur. Hannes Hólmsteinn segir mörg fordæmi þess að fyrrverandi forsætisráðherra verði utanríkisráðherra, til dæmis hafi Ólafur Jóhannesson verið utanríkisráðherra í ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen eftir að hafa setið í forsæti tvisvar áður. "Það er mjög heppilegt að við ráðuneytinu taki maður með mikla reynslu og yfirsýn, eins og Davíð hefur öðlast sem forsætisráðherra í þrettán ár." Baldur tekur undir að Davíð komi sterkur inn í ráðuneytið og segir athyglisvert hversu mikil afskipti hann hafi haft af utanríkismálum í forsætisráðherratíð sinni. Hann hafi til dæmis leikið stórt hlutverk í viðræðum við Bandaríkjamenn vegna varnarsamstarfsins. "Davíð beitir mjög harðri samningatækni og hefur brugðist við af festu þegar kröfur hafa verið uppi að Íslendingar greiði meira í sjóði Evrópusambandsins vegna aðildar sinnar að EES. Það má búast við að hann verði afdráttalaus í utanríkismálum eins og hann hefur verið sem forsætisráðherra."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira