Fischer gæti fengið vegabréf 17. desember 2004 00:01 Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. Það er veitt útlendingum sem hvorki eiga né geta orðið sér úti um vegabréf í heimalandi sínu. "Með slíku vegabréfi og dvalarleyfi hér gæti Fischer ferðast um að vild". Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Íslands segir ólíklegt að Fischer setjist að hér á landi til langframa: "Markmið okkar hefur heldur aldrei verið að koma honum í íslenska landsliðið í skák, heldur að leysa þetta óleysanlega mál. Það verður Fischer í sjálfsvald sett hvar hann kýs síðan að vera." Miyoko Watai hin japanska unnusta Bobby Fischers skýrði frá því á blaðamannafundi í Tókíó í fyrrinótt að Fischer væri ánægður með að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. "Hann var mjög glaður að heyra þessar góðu fréttir, en óttast að Bandaríkin og Japan spilli málinu." Masako Suzuki, lögmaður Fischers segir hugsanlegt að Japan muni vísa honum úr landi og til Íslands. Fulltrúi japanska útlendingaeftirlitsins útilokaði ekki þann möguleika en sagði það erfitt því Fischer hefði ekki gilt vegabréf. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að ef taflmennska Fischers hafi verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu, sé það brot fyrnt, samkvæmt íslenskum lögum.Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins-hljóðvarps við Davíð í gær. Hann benti á að Íslendingar, rétt eins og Bandaríkjamenn, hafi tekið þátt í viðskiptabanninu sem sett var á Júgóslavíu 1992. Utanríkisráðherra sagðii bandaríska sendiherranum frá ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar á miðvikudag. Hann segir engin formleg viðbrögð eða athugasemdir hafa borist frá bandarískum stjórnvöldum. Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fari svo að Bobby Fischer fái að fara til Íslands og nýti sér dvalarleyfi sem honum hefur verið boðið, er síður en svo öruggt að hann setjist hér að. Georg Lárusson, forstjóri Útlendingastofnunar segir að hugsanlega eigi Fischer rétt á svokölluðu útlendingavegabréfi. Það er veitt útlendingum sem hvorki eiga né geta orðið sér úti um vegabréf í heimalandi sínu. "Með slíku vegabréfi og dvalarleyfi hér gæti Fischer ferðast um að vild". Hrafn Jökulsson, varaforseti Skáksambands Íslands segir ólíklegt að Fischer setjist að hér á landi til langframa: "Markmið okkar hefur heldur aldrei verið að koma honum í íslenska landsliðið í skák, heldur að leysa þetta óleysanlega mál. Það verður Fischer í sjálfsvald sett hvar hann kýs síðan að vera." Miyoko Watai hin japanska unnusta Bobby Fischers skýrði frá því á blaðamannafundi í Tókíó í fyrrinótt að Fischer væri ánægður með að hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. "Hann var mjög glaður að heyra þessar góðu fréttir, en óttast að Bandaríkin og Japan spilli málinu." Masako Suzuki, lögmaður Fischers segir hugsanlegt að Japan muni vísa honum úr landi og til Íslands. Fulltrúi japanska útlendingaeftirlitsins útilokaði ekki þann möguleika en sagði það erfitt því Fischer hefði ekki gilt vegabréf. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að ef taflmennska Fischers hafi verið brot á viðskiptabanninu á Júgóslavíu, sé það brot fyrnt, samkvæmt íslenskum lögum.Þetta kom fram í viðtali Ríkisútvarpsins-hljóðvarps við Davíð í gær. Hann benti á að Íslendingar, rétt eins og Bandaríkjamenn, hafi tekið þátt í viðskiptabanninu sem sett var á Júgóslavíu 1992. Utanríkisráðherra sagðii bandaríska sendiherranum frá ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar á miðvikudag. Hann segir engin formleg viðbrögð eða athugasemdir hafa borist frá bandarískum stjórnvöldum.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira