Hvítasunnumenn gegn R-listanum 15. janúar 2005 00:01 Nýleg ummæli Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa um að "hvítsunnumenn ráði ekki Framsóknarflokknum" vekja upp spurningar um hvort jafnvel litlir jaðarhópar geti náð yfirráðum yfir valdamiklum en að sama skapi fámennum stjórnmálaflokkum. Þekkt dæmi eru um þetta erlendis frá og nægir að nefna hvernig róttækir Trotskýistar náðu yfirráðum yfir hverri flokksdeild breska Verkamannaflokksins og sveigðu stefnu hans langt til vinstri. Alfreð Þorsteinsson tók þetta mál upp í deilum við Gest Gestsson, formann framsóknarfélagsins í Reykjavík-Norður."Annars skilst mér að Gestur sé einhver angi af Hvítasunnusöfnuðinum og það eru hreinar línur að söfnuðurinn stjórnar ekki Framsóknarflokknum í Reykjavík," sagði Alfreð í Fréttablaðinu. Gestur segir Hvítasunnumenn hvorki sérstaklega fjölmenna í Framsókn né stefni þeir að yfirráðum þar. "Ég get fullyrt að ekki einni einasti stjórnarmaður í framsóknarfélögunum í Reykjavík eru í Hvítasunnusöfnuðnum að sjálfum mér undanskildum. Þetta eru bara kjaftasögur sem ætlaðar eru til að koma einhverju orði á mig. Mér er alveg sama ég er stoltur af þessu." Alfreð telur tvo til þrjá af forkólfum flokksins í borginni vera Hvítasunnumenn. Hann tekur fram að hann telji Hvítasunnumenn vinna gott barna- og unglingastarf. "Ég er einfaldlega á móti því að trúflokkar geri sig gildandi innan stjórnmálaflokks. Þó ég bendi á það, þýðir það alls ekki að ég hafi eitthvað á móti hvítasunnusöfnuðnum." Alfreð segir ágreining hans og Gests snúast um hvort halda skuli R-listasamstarfinu áfram. "Hann er fylgjandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og ég er því ósammála." Gestur segir flest benda til að Framsóknarflokkurinn bjóði fram sér í næstu kosningum. "Ég starfa við sölu- og markaðsmál. Alfreð Þorsteinsson er ekki söluvara. Ef við reyndum að selja hann í Kringlunni færi brunavarnarkerfið af stað og allir færu út. Ég er ekki á leiðinni í framboð og á engra hagsmuna að gæta. Ég hef bara áhyggjur af borgarstjórnarkosningunum útfrá störfum mínum í kosningastjórn." Halldór Ásgrímsson og Árni Magnússon eru báðir kjörnir á þing úr Reykjavík-Norður. "Ég hef mikið samband við þá útaf kjördæminu" segir Gestur en segist ekki vera tala máli þeirra. Hann segist ekki vita til þess að Árni Magnússon hafi nein sérstök tengsl við Hvítasunnusöfnuðinn þótt hann hafi komið á samkomu flokksins í Kirkjulækjarkoti um Verslunarmannahelgina. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir það misskilning að hann sé hvítasunnumaður . "Ég hljóp í skarðið fyrir Halldór Ásgrímsson og fór á samkirkjulegt mót um verslunarmannahelgina. Þar bauðst prestur hvítasunnusafnaðarins til að biðja fyrir mér. Mér fannst það í góðu lagi. Ég myndi fúslega viðurkenna það ef ég væri í þessum söfnuði enda ekkert til að skammast sín fyrir. Hins vegar er það ekki rétti, ég er í þjóðkirkjunni." Árni segist telja að meint ítök hvítasunnumanna í Framsóknarflokknum orðum aukin. "Mér finnst ómálefnalegt að blanda því inn í pólitíska umræðu hvaða trúflokki tilteknir menn tilheyra." Það er svo ekkert nýtt að ýmis samtök láti til sín taka innan sjórnmálaflokkanna. Skýrustu dæmin eru kvennahreyfingin og samtök verkalýðs og atvinnurekenda að ógleymdri íþróttahreyfingunni. Þekkt er kosningamaskína KR-inga sem malaði Ellert B. Schram atkvæði á sínum tíma og víst er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson (formaður knattspyrnudeildar FH) hafa ekki liðið fyrir FH-tengsl sín, Ásgeir Friðgeirsson fyrir formennsku sína í Breiðablik og Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir formennsku sína í Fjölni og Skotfélaginu - svo dæmi séu tekin af handahófi. 20 til 70 manns mæta á fundi hjá Samfylkingunni í Reykjavík að sögn Karls Th. Birgissonar, framkvæmdastjóra. Hann telur útilokað að jaðarheyfingar gætu sölsað undir sig hans flokk: "Samfylkingin er alltof stór til þess". Enn færri mæta á fundi hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík og af ljósmyndum af dæma voru varla meira en tvö fótboltalið á aðalfundi kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi-Norður, þar sem Gestur Gestssonar er formaður og þingmenn eru Halldór Ásgrímsson og Árni Magnússon. En jafnvel þó það gæti reynst erfitt að ná undir sig stjórnmálaflokki má hafa áhrif á stefnu hans með samstilltu átaki fárra manna. Viðmælendur blaðsins eru á einu máli um að það sé hægt að sölsa undir sig til dæmis aðalfundi einstakra flokksfélaga. "Það yrði bara tímabundið" segir háttsettur maður í einum flokkanna. Bent er á að ekki sé óalgengt að áhugamenn um einstök mál eða hagsmunaðilar geti komið ákveðnum hlutum inn í drög að stefnuskrá. "Þegar til kastanna kemur gengur þetta hins vegar ekki upp", segir alþingismaður. Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Nýleg ummæli Alfreðs Þorsteinssonar, borgarfulltrúa um að "hvítsunnumenn ráði ekki Framsóknarflokknum" vekja upp spurningar um hvort jafnvel litlir jaðarhópar geti náð yfirráðum yfir valdamiklum en að sama skapi fámennum stjórnmálaflokkum. Þekkt dæmi eru um þetta erlendis frá og nægir að nefna hvernig róttækir Trotskýistar náðu yfirráðum yfir hverri flokksdeild breska Verkamannaflokksins og sveigðu stefnu hans langt til vinstri. Alfreð Þorsteinsson tók þetta mál upp í deilum við Gest Gestsson, formann framsóknarfélagsins í Reykjavík-Norður."Annars skilst mér að Gestur sé einhver angi af Hvítasunnusöfnuðinum og það eru hreinar línur að söfnuðurinn stjórnar ekki Framsóknarflokknum í Reykjavík," sagði Alfreð í Fréttablaðinu. Gestur segir Hvítasunnumenn hvorki sérstaklega fjölmenna í Framsókn né stefni þeir að yfirráðum þar. "Ég get fullyrt að ekki einni einasti stjórnarmaður í framsóknarfélögunum í Reykjavík eru í Hvítasunnusöfnuðnum að sjálfum mér undanskildum. Þetta eru bara kjaftasögur sem ætlaðar eru til að koma einhverju orði á mig. Mér er alveg sama ég er stoltur af þessu." Alfreð telur tvo til þrjá af forkólfum flokksins í borginni vera Hvítasunnumenn. Hann tekur fram að hann telji Hvítasunnumenn vinna gott barna- og unglingastarf. "Ég er einfaldlega á móti því að trúflokkar geri sig gildandi innan stjórnmálaflokks. Þó ég bendi á það, þýðir það alls ekki að ég hafi eitthvað á móti hvítasunnusöfnuðnum." Alfreð segir ágreining hans og Gests snúast um hvort halda skuli R-listasamstarfinu áfram. "Hann er fylgjandi samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og ég er því ósammála." Gestur segir flest benda til að Framsóknarflokkurinn bjóði fram sér í næstu kosningum. "Ég starfa við sölu- og markaðsmál. Alfreð Þorsteinsson er ekki söluvara. Ef við reyndum að selja hann í Kringlunni færi brunavarnarkerfið af stað og allir færu út. Ég er ekki á leiðinni í framboð og á engra hagsmuna að gæta. Ég hef bara áhyggjur af borgarstjórnarkosningunum útfrá störfum mínum í kosningastjórn." Halldór Ásgrímsson og Árni Magnússon eru báðir kjörnir á þing úr Reykjavík-Norður. "Ég hef mikið samband við þá útaf kjördæminu" segir Gestur en segist ekki vera tala máli þeirra. Hann segist ekki vita til þess að Árni Magnússon hafi nein sérstök tengsl við Hvítasunnusöfnuðinn þótt hann hafi komið á samkomu flokksins í Kirkjulækjarkoti um Verslunarmannahelgina. Árni Magnússon, félagsmálaráðherra segir það misskilning að hann sé hvítasunnumaður . "Ég hljóp í skarðið fyrir Halldór Ásgrímsson og fór á samkirkjulegt mót um verslunarmannahelgina. Þar bauðst prestur hvítasunnusafnaðarins til að biðja fyrir mér. Mér fannst það í góðu lagi. Ég myndi fúslega viðurkenna það ef ég væri í þessum söfnuði enda ekkert til að skammast sín fyrir. Hins vegar er það ekki rétti, ég er í þjóðkirkjunni." Árni segist telja að meint ítök hvítasunnumanna í Framsóknarflokknum orðum aukin. "Mér finnst ómálefnalegt að blanda því inn í pólitíska umræðu hvaða trúflokki tilteknir menn tilheyra." Það er svo ekkert nýtt að ýmis samtök láti til sín taka innan sjórnmálaflokkanna. Skýrustu dæmin eru kvennahreyfingin og samtök verkalýðs og atvinnurekenda að ógleymdri íþróttahreyfingunni. Þekkt er kosningamaskína KR-inga sem malaði Ellert B. Schram atkvæði á sínum tíma og víst er að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Guðmundur Árni Stefánsson (formaður knattspyrnudeildar FH) hafa ekki liðið fyrir FH-tengsl sín, Ásgeir Friðgeirsson fyrir formennsku sína í Breiðablik og Guðlaugur Þór Þórðarson fyrir formennsku sína í Fjölni og Skotfélaginu - svo dæmi séu tekin af handahófi. 20 til 70 manns mæta á fundi hjá Samfylkingunni í Reykjavík að sögn Karls Th. Birgissonar, framkvæmdastjóra. Hann telur útilokað að jaðarheyfingar gætu sölsað undir sig hans flokk: "Samfylkingin er alltof stór til þess". Enn færri mæta á fundi hjá Framsóknarflokknum í Reykjavík og af ljósmyndum af dæma voru varla meira en tvö fótboltalið á aðalfundi kjördæmisráðs Framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmi-Norður, þar sem Gestur Gestssonar er formaður og þingmenn eru Halldór Ásgrímsson og Árni Magnússon. En jafnvel þó það gæti reynst erfitt að ná undir sig stjórnmálaflokki má hafa áhrif á stefnu hans með samstilltu átaki fárra manna. Viðmælendur blaðsins eru á einu máli um að það sé hægt að sölsa undir sig til dæmis aðalfundi einstakra flokksfélaga. "Það yrði bara tímabundið" segir háttsettur maður í einum flokkanna. Bent er á að ekki sé óalgengt að áhugamenn um einstök mál eða hagsmunaðilar geti komið ákveðnum hlutum inn í drög að stefnuskrá. "Þegar til kastanna kemur gengur þetta hins vegar ekki upp", segir alþingismaður.
Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira