Fagnaðarfundir á Kastrup-flugvelli 24. mars 2005 00:01 Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Það var þreytulegur Bobby Fischer sem ræddi við fréttamenn um borð í vél SAS á leið til Kaupmannahafnar í dag og það sem hann óskar sér nú var einfalt. Að menn láti hann í friði. Áður en að blaðamenn komust að honum á Kastrup-flugvelli leiddu danskir öryggisverðir hann á brott og fluttu afsíðis. Fjarri skarkalanum tóku vinir Fischers með Sæmund Pálsson fremstan í flokki á móti honum. Þar urðu fangaðarfundir. Frá Kaupmannahöfn átti að halda hingað til lands með einkaflugvél en sökum þoku á Kastrup gat vélin ekki lent þar. Því varð að selflytja Fischer og föruneyti hans til Malmö í Svíþjóð þaðan sem fljúga átti. Það var hins vegar heldur ekki hægt og því var gripið til þess ráðs að fljúga frá Kristianstad sem einnig er í Svíþjóð. Auk Sæmundar og Bobbys verða unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn um borð í vélinni. Fischer var augsýnilega frelsinu feginn en fannst algjör óþarfi að hótel ætlaði að bjóða ókeypis uppihald. Hann sagðist geta borgað sjálfur en Sæmundur sagði að hóteleigendurnir vildu aðeins votta honum virðingu sína. Hann ætti það skilið eftir dvölina í fangelsinu. Fischer sagði við fréttamenn á Kastrup-flugvelli að sér liði mjög vel og að hann væri ánægður með að vera laus úr fangelsinu. Hann vandaði ekki japönskum stjórnvöldum kveðjuna, sagði að sér hefði verið rænt og að Japanar væru hræsnarar. Þeir vældu stöðugt yfir því að Norður-Kóreumenn hefðu rænt einhverjum Japönum fyrir 15-20 árum en þeir hefðu rænt honum og haldið honum í fangelsi. Það væri það sama. Samsæriskenningarnar voru á hreinu. Bandaríkjastjórn hamast á Fischer því að hún vill koma í veg fyrir smíði klukkunnar hans, en Fischer segir að hún hafi verið að verða tilbúin. Og hann ætlar sér að vera á Íslandi. Ekki árið um kring alltaf en mikið. Aðspurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Íslendinga sagðist Fischer mjög þakklátur. Hann sagðist ekki hafa ætlað að trana sér fram heldur aðeins viljað losna úr fangelsi. Ef Íslendingar yrðu þreyttir á sér gætu þeir alltaf svipt hann ríkisborgararétti. Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Það voru fagnaðarfundir þegar Sæmundur Pálssson tók á móti vini sínum Bobby Fischer á Kastrup-flugvelli í dag. Fischer segist kominn til að vera á Íslandi. Það var þreytulegur Bobby Fischer sem ræddi við fréttamenn um borð í vél SAS á leið til Kaupmannahafnar í dag og það sem hann óskar sér nú var einfalt. Að menn láti hann í friði. Áður en að blaðamenn komust að honum á Kastrup-flugvelli leiddu danskir öryggisverðir hann á brott og fluttu afsíðis. Fjarri skarkalanum tóku vinir Fischers með Sæmund Pálsson fremstan í flokki á móti honum. Þar urðu fangaðarfundir. Frá Kaupmannahöfn átti að halda hingað til lands með einkaflugvél en sökum þoku á Kastrup gat vélin ekki lent þar. Því varð að selflytja Fischer og föruneyti hans til Malmö í Svíþjóð þaðan sem fljúga átti. Það var hins vegar heldur ekki hægt og því var gripið til þess ráðs að fljúga frá Kristianstad sem einnig er í Svíþjóð. Auk Sæmundar og Bobbys verða unnusta hans, Miyoko Watai, Páll Magnússon, fréttastjóri Stöðvar 2, og heimildarmyndargerðarmenn um borð í vélinni. Fischer var augsýnilega frelsinu feginn en fannst algjör óþarfi að hótel ætlaði að bjóða ókeypis uppihald. Hann sagðist geta borgað sjálfur en Sæmundur sagði að hóteleigendurnir vildu aðeins votta honum virðingu sína. Hann ætti það skilið eftir dvölina í fangelsinu. Fischer sagði við fréttamenn á Kastrup-flugvelli að sér liði mjög vel og að hann væri ánægður með að vera laus úr fangelsinu. Hann vandaði ekki japönskum stjórnvöldum kveðjuna, sagði að sér hefði verið rænt og að Japanar væru hræsnarar. Þeir vældu stöðugt yfir því að Norður-Kóreumenn hefðu rænt einhverjum Japönum fyrir 15-20 árum en þeir hefðu rænt honum og haldið honum í fangelsi. Það væri það sama. Samsæriskenningarnar voru á hreinu. Bandaríkjastjórn hamast á Fischer því að hún vill koma í veg fyrir smíði klukkunnar hans, en Fischer segir að hún hafi verið að verða tilbúin. Og hann ætlar sér að vera á Íslandi. Ekki árið um kring alltaf en mikið. Aðspurður hvort hann hefði einhver skilaboð til Íslendinga sagðist Fischer mjög þakklátur. Hann sagðist ekki hafa ætlað að trana sér fram heldur aðeins viljað losna úr fangelsi. Ef Íslendingar yrðu þreyttir á sér gætu þeir alltaf svipt hann ríkisborgararétti.
Bobby Fischer Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira