Dómssátt í máli fyrrv. ráðuneytisstjóra og ríkisins 7. desember 2006 10:24 MYND/E.Ól Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa.Björn var skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu með æviráðningu árið 1989 en fékk leyfi frá störfum þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í þrjú ár. Þegar hann hugðist snúa það ár aftur hafnaði Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, því án þess að nokkrar ástæður væru gefnar fyrir því.Við þetta sætti Björn sig ekki en niðurstaðan varð sú að hann félsst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um málefni EES til tveggja ára og snúa þá aftur í starf ráðuneytisstjóra.Aftur hafnaði ráðherra því en Björn tók við stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fimm ára, en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn skyldi taka við starfi ráðuneytisstjóra í iðanaðar- og viðskiptaráðuneytinu að þessum fimm árum loknum.Þegar að því kom var heldur ekki staðið við það og gerður nýr tveggja ára samningur um frestun þess að Björn sneri aftur til starfa í viðskiptaráðuneytinu. Hann átti svo að snúa aftur til starfa um síðustu áramót en þá tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, honum að Kristján Skarphéðinsson hefði skipaður í embættið.Í kjölfarið höfðaði Björn mál á hendur ríkinu og krafði ríkið um fimm milljónir króna í miskabætur og að viðurkennt yrði að hann gæti snúið aftur í starf ráðuneytisstjóra. Til vara krafðist hann þess að hann fengi greidd full laun ráðuneytisstjóra til 70 ára aldurs og sautján og hálfa milljón króna í miskabætur.Sú dómssátt sem gerð var í dag kveður hins vegar á um að ríkissjóður greiði Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að upphæð tvær milljónir króna en ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á meðan á launagreiðslunum stendurFram kemur í yfirlýsingu frá Birni að hann telji að sáttin sem gerð hafi verið og undirrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnubrögðum af þess hálfu.Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þar til slíkar reglur verða settar, er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma," segir í yfirlýsingu Björns.Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur haft umsjón með máli Björns, segir að auk miskabótanna hafi ríkið fallist á að greiða allan málskostnað tengdan málinu. Hann segir jafnframt að tveggja milljóna króna skaðabætur séu mjög háar bætur miðað við íslenska dómaframkvæmd. Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Dómssátt varð í dag í máli Björns Friðfinnssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu, og íslenska ríkisins sem felur í sér að Björn heldur launum til sjötugs auk þess sem hann fær tvær milljónir í miskabætur. Björn höfðaði mál á hendur ríkinu eftir að honum var meinað að snúa aftur til starfa.Björn var skipaður ráðuneytisstjóri í viðskipta- og iðnaðarráðuneytinu með æviráðningu árið 1989 en fékk leyfi frá störfum þegar hann gegndi starfi framkvæmdastjóra Eftirlitsstofnunar EFTA í þrjú ár. Þegar hann hugðist snúa það ár aftur hafnaði Finnur Ingólfsson, þáverandi viðskipta- og iðnaðarráðherra, því án þess að nokkrar ástæður væru gefnar fyrir því.Við þetta sætti Björn sig ekki en niðurstaðan varð sú að hann félsst á að taka við starfi sérstaks ráðgjafa ríkisstjórnarinnar um málefni EES til tveggja ára og snúa þá aftur í starf ráðuneytisstjóra.Aftur hafnaði ráðherra því en Björn tók við stjórn dóms- og kirkjumálaráðuneytisins til fimm ára, en þá voru einnig gerðar fleiri tilfærslur ráðuneytisstjóra milli ráðuneyta með samþykki þeirra. Um leið var gert skriflegt samkomulag um að Björn skyldi taka við starfi ráðuneytisstjóra í iðanaðar- og viðskiptaráðuneytinu að þessum fimm árum loknum.Þegar að því kom var heldur ekki staðið við það og gerður nýr tveggja ára samningur um frestun þess að Björn sneri aftur til starfa í viðskiptaráðuneytinu. Hann átti svo að snúa aftur til starfa um síðustu áramót en þá tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, honum að Kristján Skarphéðinsson hefði skipaður í embættið.Í kjölfarið höfðaði Björn mál á hendur ríkinu og krafði ríkið um fimm milljónir króna í miskabætur og að viðurkennt yrði að hann gæti snúið aftur í starf ráðuneytisstjóra. Til vara krafðist hann þess að hann fengi greidd full laun ráðuneytisstjóra til 70 ára aldurs og sautján og hálfa milljón króna í miskabætur.Sú dómssátt sem gerð var í dag kveður hins vegar á um að ríkissjóður greiði Birni laun til sjötugs ásamt miskabótum að upphæð tvær milljónir króna en ríkissjóður áskilur sér rétt til að leita til Björns um ráðgjöf og verkefnavinnu á meðan á launagreiðslunum stendurFram kemur í yfirlýsingu frá Birni að hann telji að sáttin sem gerð hafi verið og undirrituð er af forsætis-, fjármála- og iðnaðar- og viðskiptaráðherra feli í sér viðurkenningu á margföldum vanefndum ríkisins á gerðum samningum og ólögmætum vinnubrögðum af þess hálfu.Björn telur einnig að málið ætti að vekja menn til umhugsunar um skort á skýrum reglum um réttindi þeirra starfsmanna hins opinbera sem taka að sér tímabundið að sinna á erlendri grundu störfum á vegum íslenskra stjórnvalda. „Þar til slíkar reglur verða settar, er viðbúið að til fleiri dómsmála af svipaðri rót eigi eftir að koma," segir í yfirlýsingu Björns.Arnar Þór Jónsson lögmaður, sem hefur haft umsjón með máli Björns, segir að auk miskabótanna hafi ríkið fallist á að greiða allan málskostnað tengdan málinu. Hann segir jafnframt að tveggja milljóna króna skaðabætur séu mjög háar bætur miðað við íslenska dómaframkvæmd.
Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Sex möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira