Boðar ekki til útgjaldaveislu 10. apríl 2007 18:45 Ekkert stopp og engar handbremsur í atvinnu- og efnahagsmálum, segja framsóknarmenn sem kynntu í dag stefnuskrá sína fyrir komandi þingkosningar. Flokkurinn leggur áherslu á velferðarmál en segist ekki boða til útgjaldaveislu með stefnumálum sínum. 12 mánaða fæðingarorlof, gjaldfrjáls leikskóli og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum niður í sjö prósent er meðal þess sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á fyrir næsta kjörtímabil. Flokkurinn vill enn fremur hækka frítekjumark hjá lífeyrisþegum og að einbýli víki fyrir fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Flokkurinn leggur einnig áherslu á að efla nýsköpun og háskólanám í landinu öllu og sömuleiðis á greiðari samgöngur í landinu. Fram kom í máli formannsins Jóns Sigurðssonar að til þess að standa undir þessum vaxandi framlögum til velferðar-, mennta- og samgöngumála þyrfti að byggja upp sterkt atvinnu- og efnahagslíf áfram. Það yrði ekki gert með því að stöðva iðnþróun. Finna yrði jafnvægi stóriðju og nýsköpunar. Framsóknarmenn telja að ef öll helstu stefnumál þeirra komi til framkvæmda á næsta kjörtímabili kosti það á annan tug milljarða. Formaðurinn segir ekki um útgjaldaveislu að ræða. Í sama streng tekur Siv Friðleifsdóttir sem gagnrýnir óraunhæfar hugmyndir um skattleysismörk og lágmarksbætur hjá öðrum flokkum. Viðtölin við Jón Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttur í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira
Ekkert stopp og engar handbremsur í atvinnu- og efnahagsmálum, segja framsóknarmenn sem kynntu í dag stefnuskrá sína fyrir komandi þingkosningar. Flokkurinn leggur áherslu á velferðarmál en segist ekki boða til útgjaldaveislu með stefnumálum sínum. 12 mánaða fæðingarorlof, gjaldfrjáls leikskóli og lækkun virðisaukaskatts á lyfjum og barnavörum niður í sjö prósent er meðal þess sem Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á fyrir næsta kjörtímabil. Flokkurinn vill enn fremur hækka frítekjumark hjá lífeyrisþegum og að einbýli víki fyrir fjölbýlum á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Flokkurinn leggur einnig áherslu á að efla nýsköpun og háskólanám í landinu öllu og sömuleiðis á greiðari samgöngur í landinu. Fram kom í máli formannsins Jóns Sigurðssonar að til þess að standa undir þessum vaxandi framlögum til velferðar-, mennta- og samgöngumála þyrfti að byggja upp sterkt atvinnu- og efnahagslíf áfram. Það yrði ekki gert með því að stöðva iðnþróun. Finna yrði jafnvægi stóriðju og nýsköpunar. Framsóknarmenn telja að ef öll helstu stefnumál þeirra komi til framkvæmda á næsta kjörtímabili kosti það á annan tug milljarða. Formaðurinn segir ekki um útgjaldaveislu að ræða. Í sama streng tekur Siv Friðleifsdóttir sem gagnrýnir óraunhæfar hugmyndir um skattleysismörk og lágmarksbætur hjá öðrum flokkum. Viðtölin við Jón Sigurðsson og Siv Friðleifsdóttur í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.
Kosningar 2007 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Sjá meira