Úrskurður sagður áfall 27. september 2008 19:02 Dómsúrskurður í gær, sem hafnaði nýrri veglínu Vestfjarðavegar um þrjá firði, er feiknarlegt áfall, að mati forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sem hvetur til áfrýjunar. Talsmaður landeigenda mælist hins vegar til þess að hætt verði við vegagerðina. Vegagerðin hugðist bjóða verkið út um næstu áramót en þetta er lengsti og erfiðasti kaflinn á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur sem eftir er að byggja upp og malbika. Eigendur eyðijarða við utanverðan Þorskafjörð með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist hart gegn nýrri veglínu, einkum með þeim rökum að verja þurfi Teigsskóg, mesta skóglendi Vestfjarða. Þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, féllst á hina umdeildu veglínu en nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi hluta úrskurðar ráðherrans, þó ekki þann hluta sem snýr að Teigsskógi. Dómurinn telur að ráðherrann hafi ekki með fullnægjandi hætti rannsakað umhverfisáhrif þverunar á lífríki í fjörðunum og þar með brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Gunnlaugur Pétursson, einn kærenda, kveðst hæstánægður með þennan áfangasigur, og hvetur til þess að hætt verði við vegagerðina enda valdi hún miklum náttúruspjöllum. Velja eigi annan kost, annaðhvort að leggja veg yfir Hjallaháls eða bora göng undir hálsinn. Úlfar Thoroddssen, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir úrskurð Héraðsdóms feiknarlegt áfall. Kveðst Úlfar eiga ákaflega bágt með að trúa því að umhverfisráðherra og ráðuneytismönnum hafi yfirsést svo viðamikið atriði, sem dómurinn telur, og hvetur Vegagerðina til þess að láta á það reyna fyrir Hæstarétti. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ljóst að þessi úrskurður muni örugglega valda töfum en Vegagerðin skoði nú hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar. Teigsskógur Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Dómsúrskurður í gær, sem hafnaði nýrri veglínu Vestfjarðavegar um þrjá firði, er feiknarlegt áfall, að mati forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar, sem hvetur til áfrýjunar. Talsmaður landeigenda mælist hins vegar til þess að hætt verði við vegagerðina. Vegagerðin hugðist bjóða verkið út um næstu áramót en þetta er lengsti og erfiðasti kaflinn á leiðinni milli Patreksfjarðar og Reykjavíkur sem eftir er að byggja upp og malbika. Eigendur eyðijarða við utanverðan Þorskafjörð með stuðningi náttúruverndarsamtaka hafa barist hart gegn nýrri veglínu, einkum með þeim rökum að verja þurfi Teigsskóg, mesta skóglendi Vestfjarða. Þáverandi umhverfisráðherra, Jónína Bjartmarz, féllst á hina umdeildu veglínu en nú hefur Héraðsdómur Reykjavíkur fellt úr gildi hluta úrskurðar ráðherrans, þó ekki þann hluta sem snýr að Teigsskógi. Dómurinn telur að ráðherrann hafi ekki með fullnægjandi hætti rannsakað umhverfisáhrif þverunar á lífríki í fjörðunum og þar með brotið gegn rannsóknarreglu stjórnsýsluréttar. Gunnlaugur Pétursson, einn kærenda, kveðst hæstánægður með þennan áfangasigur, og hvetur til þess að hætt verði við vegagerðina enda valdi hún miklum náttúruspjöllum. Velja eigi annan kost, annaðhvort að leggja veg yfir Hjallaháls eða bora göng undir hálsinn. Úlfar Thoroddssen, forseti bæjarstjórnar Vesturbyggðar, segir úrskurð Héraðsdóms feiknarlegt áfall. Kveðst Úlfar eiga ákaflega bágt með að trúa því að umhverfisráðherra og ráðuneytismönnum hafi yfirsést svo viðamikið atriði, sem dómurinn telur, og hvetur Vegagerðina til þess að láta á það reyna fyrir Hæstarétti. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir ljóst að þessi úrskurður muni örugglega valda töfum en Vegagerðin skoði nú hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar.
Teigsskógur Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira