Biðst velvirðingar á ummælum um Kúbu norðursins VG skrifar 14. febrúar 2013 09:42 Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2009. Þetta kemur fram í svargrein Gylfa við grein Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sem ber heitið „Kerfisbundnar rangfærslur" og birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Heiðar Már sagði að síðan Gylfi steig inn í stjórnmálin hafi hann sagt og gert ýmislegt sem orkaði tvímælis. Hann vill meina að fyrrverandi ráðherrann hafi haft kerfisbundið rangt fyrir sér. Svo tekur Heiðar meðal annars dæmi um aðkomu og ummæli Gylfa um SpKef og Byr, Landsbanka Íslands, Icesave og einnig bága stöðu Orkuveitunnar. Um Orkuveituna skrifar Heiðar Már: „Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu." Þessu svarar Gylfi í dag með því að tekist hefði að snúa rekstri Orkuveitunnar og að nauðasamningar fyrir Orkuveituna myndu sjálfkrafa þýða nauðasamningar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem ábyrgjast lán Orkuveitunnar. Slíkt sé þó ekki raunin, staða Orkuveitunnar sé mun betri nú að sögn Gylfa. Svo bætir Gylfi við: „Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari." Sjálfur upplýsir Gylfi ekki um meintu aðkomu Heiðars Más ef til nauðasamninga kæmi. Gylfi lýkur grein sinni á því að svara Heiðar varðandi Icesave og skrifar: „Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram." Tengdar fréttir Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00 Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Gylfi Magnússon, fyrrverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, biðst velvirðingar á því að hafa líkt Íslandi við Kúbu þegar hann var spurður út í það hvað gæti gerst felldu Íslendingar fyrsta Icesave samninginn árið 2009. Þetta kemur fram í svargrein Gylfa við grein Heiðars Más Guðjónssonar fjárfestis sem ber heitið „Kerfisbundnar rangfærslur" og birtist í Fréttablaðinu síðastliðinn mánudag. Heiðar Már sagði að síðan Gylfi steig inn í stjórnmálin hafi hann sagt og gert ýmislegt sem orkaði tvímælis. Hann vill meina að fyrrverandi ráðherrann hafi haft kerfisbundið rangt fyrir sér. Svo tekur Heiðar meðal annars dæmi um aðkomu og ummæli Gylfa um SpKef og Byr, Landsbanka Íslands, Icesave og einnig bága stöðu Orkuveitunnar. Um Orkuveituna skrifar Heiðar Már: „Gylfi situr fyrir hönd Samfylkingarinnar í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki skuldar meira en 20 sinnum erlendar tekjur sínar til alþjóðlegra kröfuhafa. Til að setja hlutina í samhengi þá er það 5 sinnum meira en eðlilegt og sjálfbært getur talist. Í ljósi undangenginna atburða þyrfti að endursemja við erlenda kröfuhafa en Gylfi vill þar ekkert aðhafast. Enda hefur hann marglýst því yfir að skuldir sem stofnað var til fyrir hrun skuli greiða, með góðu eða illu." Þessu svarar Gylfi í dag með því að tekist hefði að snúa rekstri Orkuveitunnar og að nauðasamningar fyrir Orkuveituna myndu sjálfkrafa þýða nauðasamningar fyrir Reykjavíkurborg og önnur sveitarfélög sem ábyrgjast lán Orkuveitunnar. Slíkt sé þó ekki raunin, staða Orkuveitunnar sé mun betri nú að sögn Gylfa. Svo bætir Gylfi við: „Í ljósi þess að Heiðar Már gerir svo mikið úr fjárhagsvandræðum Orkuveitunnar og þörf hennar að hans mati fyrir nauðasamninga skora ég á hann að upplýsa um það hvaða aðkomu hann sér fyrir sér að hann gæti haft að slíkum nauðasamningum og hve mikið hann gæti hagnast á þeim. Það hefði verið eðlilegt að upplýsa um það í grein sem þessari." Sjálfur upplýsir Gylfi ekki um meintu aðkomu Heiðars Más ef til nauðasamninga kæmi. Gylfi lýkur grein sinni á því að svara Heiðar varðandi Icesave og skrifar: „Að lokum, Icesave. Þar getum við Heiðar Már þó verið sammála um eitt. Samlíkingin við Kúbu var vanhugsuð og kjánaleg og ekki nema sjálfsagt að biðjast velvirðingar á henni. Um allt annað í þessu Icesave-máli erum við Heiðar Már líklega ósammála og verðum það áfram."
Tengdar fréttir Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00 Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Skilningur og misskilningur Heiðar Már Guðjónsson fjárfestir tileinkaði mér grein í Fréttablaðinu á bolludaginn. Hann veður úr einu í annað en hryggjarstykkið í greininni er fullyrðingar um að ég hafi rangt fyrir mér um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur. 14. febrúar 2013 06:00
Sakar Gylfa um kerfisbundnar rangfærslur Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur gagnrýnir Gylfa Magnússon, dósent við Háskóla Íslands og fyrrverandi viðskiptaráðherra, harðlega í innsendri grein í Fréttablaðinu í morgun. 11. febrúar 2013 13:27