Finnst afsökunarbeiðnin ekki sannfærandi Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 12. apríl 2013 19:59 Hildi fannst afsökunarbeiðnin ósannfærandi, en segir að batnandi mönnum sé best að lifa. Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, hefur beðið femínistann Hildi Lilliendahl afsökunar á skrifum sínum um hana á Facebook og í athugasemdakerfi Vísis í fyrra. „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h,“ var meðal þess sem Ingi Karl skrifaði, en einnig kallaði hann femínista almennt öllum illum nöfnum. Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að sér væri brugðið, og oddviti kjördæmis Inga Karls hefði fengið hann á sinn fund. Hann hygðist biðja Hildi afsökunar á ummælunum. Hildur Lilliendahl staðfestir að sér hafi borist afsökunarbeiðni. „Hún barst vissulega,“ segir Hildur, en Ingi Karl sendi hana í gegnum skilaboðakerfi Facebook fyrr í kvöld. „Viðbrögð framboðsins og annarra fulltrúa þess hafa verið mjög jákvæð og full ástæða til að fagna þeim. Mér finnst gott að sjá að þau skuli taka þetta alvarlega. Að því sögðu er þessi afsökunarbeiðni mjög seint fram komin. Það er verið að biðjast afsökunar á ummælum sem féllu fyrir löngu síðan.“ Hildur segir að það að afsökunarbeiðnin berist í dag, eftir að fjölmiðlar hafa fjallað um málið og það hefur verið til umfjöllunar í netheimum, geri það að verkum að sér finnist hún ekki sérlega sannfærandi. „Mér finnst ágætt að fólk reyni að taka ábyrgð á orðum sínum en ég er ekki viss um að þetta sé beinlínis afsökunarbeiðni sem ég get hugsað mér að taka til greina. En batnandi mönnum er best að lifa.“ Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Ingi Karl Sigríðarson, frambjóðandi Pírata í norðausturkjördæmi, hefur beðið femínistann Hildi Lilliendahl afsökunar á skrifum sínum um hana á Facebook og í athugasemdakerfi Vísis í fyrra. „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h,“ var meðal þess sem Ingi Karl skrifaði, en einnig kallaði hann femínista almennt öllum illum nöfnum. Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í kvöld að sér væri brugðið, og oddviti kjördæmis Inga Karls hefði fengið hann á sinn fund. Hann hygðist biðja Hildi afsökunar á ummælunum. Hildur Lilliendahl staðfestir að sér hafi borist afsökunarbeiðni. „Hún barst vissulega,“ segir Hildur, en Ingi Karl sendi hana í gegnum skilaboðakerfi Facebook fyrr í kvöld. „Viðbrögð framboðsins og annarra fulltrúa þess hafa verið mjög jákvæð og full ástæða til að fagna þeim. Mér finnst gott að sjá að þau skuli taka þetta alvarlega. Að því sögðu er þessi afsökunarbeiðni mjög seint fram komin. Það er verið að biðjast afsökunar á ummælum sem féllu fyrir löngu síðan.“ Hildur segir að það að afsökunarbeiðnin berist í dag, eftir að fjölmiðlar hafa fjallað um málið og það hefur verið til umfjöllunar í netheimum, geri það að verkum að sér finnist hún ekki sérlega sannfærandi. „Mér finnst ágætt að fólk reyni að taka ábyrgð á orðum sínum en ég er ekki viss um að þetta sé beinlínis afsökunarbeiðni sem ég get hugsað mér að taka til greina. En batnandi mönnum er best að lifa.“
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira