Nýnasistar hvattir til að mótmæla mosku á Íslandi Boði Logason skrifar 28. ágúst 2013 07:00 Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Ísland. „Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Skilaboð, þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi, voru sett inn á spjallborð nýnasista fyrir níu dögum síðan. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Það er notandinn Swastika88 sem setti inn skilaboðin þann 19. ágúst síðastliðinn. Þar er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi samþykkt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku. Reykjavíkurborg hafi þó ekki samþykkt bygginguna endanlega „vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er á móti hugmyndinni um að ný moska verði byggð. Ef moskan verður byggð hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina," segir meðal annars í skilaboðunum. Á Facebook má finna síður tveggja andstæðra hópa í þessum efnum: Mótmælum mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.900 manns hafa líkað við, og Við mótmælum EKKI mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.500 manns hafa líkað við. Í skilaboðunum á Stormfront.org eru notendur hvattir til að líka við fyrrnefnda síðu, þar sem sú síðarnefnda sé að sækja í sig veðrið. „Íslenskir fjölmiðlar hafa nefnt þessar síður þegar fjallað er um fréttir sem eru tengdar þessu [innsk. blm. byggingu mosku]. Svo þetta er mjög öflugt tæki til að sýna að við viljum ekki mosku eða uppgang íslamstrúar hér á Íslandi."Skjáskot af skilaboðunum sem birtust á spjallborði Stormfront.orgmynd/stormfront.orgSverrir segir að skilaboðin hafi haft eitthvað að segja því eftir að þau voru sett inn fyrir níu dögum hafi um 400 manns bæst við hópinn. Hann segir að á síðunni Mótmælum EKKI mosku á Íslandi hafi hann reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þangað hafa borist. „En maður er alltaf að svara sömu leiðinlegu spurningunum aftur og aftur. Ég hef reynt að setja inn jákvætt efni, setja myndir af moskum og meðal annars myndir frá Egyptalandi." Félag múslima á Íslandi bíður nú eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg, og vonast Sverrir til þess að það fáist eftir tvær til þrjár vikur. „Ef við fáum formlegt leyfi, þá förum við í fjáröflun og vonumst til að ráðast í framkvæmdir strax næsta vor. Moskan ætti svo að rísa eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni.Facebook-síðurnar tvær. Önnur mótmælir nýju moskunni en hin mótmælir henni ekki.mynd/Facebook Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
„Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að segja, þetta sýnir kannski hvað mótstaðan gegn okkur er á lágu plani," segir Sverrir Agnarsson, formaður félags múslima á Íslandi. Skilaboð, þar sem fólk var hvatt til að líka við mótmælasíðu gegn mosku á Íslandi, voru sett inn á spjallborð nýnasista fyrir níu dögum síðan. Síðan, sem nefnist Stormfront.org, er gríðarlega stór, en þar eru rúmlega 270 þúsund notendur sem hafa sett inn yfir 10 milljón skilaboð. Þar segir að notendur séu hvítir þjóðernissinnar sem vilji verja hvíta minnihlutahópinn. Það er notandinn Swastika88 sem setti inn skilaboðin þann 19. ágúst síðastliðinn. Þar er sagt frá því að borgarráð Reykjavíkur hafi samþykkt deiliskipulag þar sem gert er ráð fyrir því að Félag múslima á Íslandi fái lóð undir mosku. Reykjavíkurborg hafi þó ekki samþykkt bygginguna endanlega „vegna þess að meirihluti þjóðarinnar er á móti hugmyndinni um að ný moska verði byggð. Ef moskan verður byggð hefur það hræðilegar afleiðingar fyrir íslensku þjóðina," segir meðal annars í skilaboðunum. Á Facebook má finna síður tveggja andstæðra hópa í þessum efnum: Mótmælum mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.900 manns hafa líkað við, og Við mótmælum EKKI mosku á Íslandi, sem rúmlega 2.500 manns hafa líkað við. Í skilaboðunum á Stormfront.org eru notendur hvattir til að líka við fyrrnefnda síðu, þar sem sú síðarnefnda sé að sækja í sig veðrið. „Íslenskir fjölmiðlar hafa nefnt þessar síður þegar fjallað er um fréttir sem eru tengdar þessu [innsk. blm. byggingu mosku]. Svo þetta er mjög öflugt tæki til að sýna að við viljum ekki mosku eða uppgang íslamstrúar hér á Íslandi."Skjáskot af skilaboðunum sem birtust á spjallborði Stormfront.orgmynd/stormfront.orgSverrir segir að skilaboðin hafi haft eitthvað að segja því eftir að þau voru sett inn fyrir níu dögum hafi um 400 manns bæst við hópinn. Hann segir að á síðunni Mótmælum EKKI mosku á Íslandi hafi hann reynt að svara þeim fyrirspurnum sem þangað hafa borist. „En maður er alltaf að svara sömu leiðinlegu spurningunum aftur og aftur. Ég hef reynt að setja inn jákvætt efni, setja myndir af moskum og meðal annars myndir frá Egyptalandi." Félag múslima á Íslandi bíður nú eftir formlegu leyfi frá Reykjavíkurborg, og vonast Sverrir til þess að það fáist eftir tvær til þrjár vikur. „Ef við fáum formlegt leyfi, þá förum við í fjáröflun og vonumst til að ráðast í framkvæmdir strax næsta vor. Moskan ætti svo að rísa eftir tvö til þrjú ár,“ segir hann. Samkvæmt deiliskipulagi er lóðin í Sogamýri, við endann á gömlu Suðurlandsbrautinni.Facebook-síðurnar tvær. Önnur mótmælir nýju moskunni en hin mótmælir henni ekki.mynd/Facebook
Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira