Kjósendur seinni að velja á milli flokka Brjánn Jónasson skrifar 4. apríl 2013 12:00 Kjósendur draga það sífellt lengur að ákveða hvaða flokkur fær atkvæði þeirra í kosningum. Í síðustu kosningum ákvað nærri helmingur kjósenda sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. „Það sem virðist vera að gerast er að fólk er lengur að ákveða sig endanlega,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir, sem starfar sem tölfræðingur hjá Rannís. Hún heldur erindi um skoðanakannanir tengdar þingkosningum á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga á Sólon í kvöld, og vitnar meðal annars í rannsóknir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerðar eru eftir hverjar þingkosningar. Alls ákváðu 28 prósent kjósenda hvað þeir ætluðu að kjósa í kosningunum árið 2009 á kjördag. Þá ákváðu nítján prósent til viðbótar sig ekki fyrr en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Tæplega helmingur kjósenda, um 47 prósent, ákvað sig því ekki fyrr en innan við vika var í kosningarnar. „Þetta þýðir ekki að fólk sé algerlega óákveðið fram að þeim tíma, en þetta fólk tekur endanlega ákvörðun mjög seint,“ segir Svandís. Hún segir að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á síðustu stundu. Í kosningunum 2003 tóku 28 prósent ákvörðun innan við viku frá kosningum. Hlutfallið var komið í 35 prósent fyrir kosningarnar 2007, og 47 prósent fyrir síðustu kosningar. „Þetta þýðir að flokkarnir hafa tækifæri til að ná til fólks alveg fram að kjördegi,“ segir Svandís. Hún segir að þessi þróun gæti skýrst af því að fólk sé opnara fyrir atburðum líðandi stundar, eða að það fylgist betur með allt fram að kosningum. Konur eru líklegri en karlar til að draga það að taka ákvörðun. Alls tók 51 prósent kvenna ákvörðun innan við viku fyrir síðustu kosningar, samanborið við 44 prósent karla. Svandís segir þetta hafa sýnt sig í könnunum, konur séu almennt varkárari, og að því er virðist tregari til að gefa upp ákvörðun sína. Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Kjósendur draga það sífellt lengur að ákveða hvaða flokkur fær atkvæði þeirra í kosningum. Í síðustu kosningum ákvað nærri helmingur kjósenda sig í síðustu vikunni fyrir kosningar. „Það sem virðist vera að gerast er að fólk er lengur að ákveða sig endanlega,“ segir Svandís Nína Jónsdóttir, sem starfar sem tölfræðingur hjá Rannís. Hún heldur erindi um skoðanakannanir tengdar þingkosningum á opnum fundi á vegum Félags stjórnmálafræðinga á Sólon í kvöld, og vitnar meðal annars í rannsóknir Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem gerðar eru eftir hverjar þingkosningar. Alls ákváðu 28 prósent kjósenda hvað þeir ætluðu að kjósa í kosningunum árið 2009 á kjördag. Þá ákváðu nítján prósent til viðbótar sig ekki fyrr en í síðustu vikunni fyrir kosningarnar. Tæplega helmingur kjósenda, um 47 prósent, ákvað sig því ekki fyrr en innan við vika var í kosningarnar. „Þetta þýðir ekki að fólk sé algerlega óákveðið fram að þeim tíma, en þetta fólk tekur endanlega ákvörðun mjög seint,“ segir Svandís. Hún segir að þróunin sé að verða sú að sífellt fleiri taki ákvörðun á síðustu stundu. Í kosningunum 2003 tóku 28 prósent ákvörðun innan við viku frá kosningum. Hlutfallið var komið í 35 prósent fyrir kosningarnar 2007, og 47 prósent fyrir síðustu kosningar. „Þetta þýðir að flokkarnir hafa tækifæri til að ná til fólks alveg fram að kjördegi,“ segir Svandís. Hún segir að þessi þróun gæti skýrst af því að fólk sé opnara fyrir atburðum líðandi stundar, eða að það fylgist betur með allt fram að kosningum. Konur eru líklegri en karlar til að draga það að taka ákvörðun. Alls tók 51 prósent kvenna ákvörðun innan við viku fyrir síðustu kosningar, samanborið við 44 prósent karla. Svandís segir þetta hafa sýnt sig í könnunum, konur séu almennt varkárari, og að því er virðist tregari til að gefa upp ákvörðun sína.
Kosningar 2013 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira