Innlent

Samráð um hönnun Laugavegar á Hönnunarmars

Stefán Árni Pálsson skrifar
Laugavegur
Laugavegur visir/HAG
Á Hönnunarmars, dagana 27.-29. mars, mun starfsfólk Reykjavíkurborgar taka á móti áhugasömum hugmyndasmiðum um hönnun Laugavegar í Around Iceland Laugavegi 18b, frá kl. 10 – 18 en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Framundan er endurhönnun götunnar sem verður unnin í góðu samráði við borgarbúa og alla sem láta sig varða þessa helstu menningar- mannlífs- og verslunargötu Reykjavíkur.

Fólki mun gefast kostur á að fræðast um forsögn endurhönnunarinnar og koma sínum hugmyndum varðandi endurhönnun götunnar á framfæri snúa að hönnun götunnar.

Á eftirfarandi vefslóð er að finna allar helstu upplýsingar um forsögnina og upplýsingar um götuna sem teknar hafa verið saman á undanförnum árum.

Einnig er hægt að koma hugmyndum á framfæri á tölvupóstfangið [email protected] eða skriflega í þjónustuver Reykjavíkurborgar Borgartúni 12-14 á skrifstofutíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×