Forsætisráðherra upplýsi nánar um innihald hótunarbréfs Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 3. júní 2015 21:15 Fréttastofa 365 hefur farið fram á upplýsingar vegna yfirlýsingar forsætisráðherra frá því í gær. Í yfirlýsingunni er vísað í upplýsingar sem hótað var að opinbera. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að upplýsingarnar byggi á getgátum og sögusögnum. Vegna frétta af meintum fjárhagslegum tengingum forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson og meintri aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV hefur fréttastofan einnig farið fram á upplýsingar um hvort minnst hafi verið á eftirfarandi atriði í bréfi systranna:Meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson.Meinta aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV.DV eða aðra fjölmiðla.Hótunin sem fram kom í bréfinu fólst í að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Frá þessu var greint á Vísi í dag. Heimildir Vísis herma ennfremur að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Hann hefur fátt sagt um málið á opinberum vettvangi. Á Facebook síðu sinni fullyrti hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. Hann eigi ekki hlut í blaðinu og óskaði eftir því að tekið yrði tillit til þess að hér sé mannlegur harmleikur á ferðinni. Af hálfu lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um innihald bréfsins en þegar hafa komið fram í fréttatilkynningu lögreglunnar. Málið er enn til rannsóknar og verður sent ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, ítrekar að enginn af starfsliði forsætisráðherra hefur litið bréfið augum. Bréfið sé lögreglugagn og ekki til afrit af því. Í morgunn barst lögreglunni önnur kæra vegna meintrar fjárkúgunar. Heimildir fréttastofunnar herma að kæran sé á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Síðla dags í kjölfar frétta um innihald hótunarbréfsins sendi MP banki frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að tengsl bankans við forsætisráðherra hafi legið fyrir lengi, bankinn hafi eftir sem áður starfað reglum samkvæmt. Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Fréttastofa 365 hefur farið fram á upplýsingar vegna yfirlýsingar forsætisráðherra frá því í gær. Í yfirlýsingunni er vísað í upplýsingar sem hótað var að opinbera. Enn fremur segir í yfirlýsingunni að upplýsingarnar byggi á getgátum og sögusögnum. Vegna frétta af meintum fjárhagslegum tengingum forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson og meintri aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV hefur fréttastofan einnig farið fram á upplýsingar um hvort minnst hafi verið á eftirfarandi atriði í bréfi systranna:Meint fjárhagsleg tengsl forsætisráðherra við Björn Inga Hrafnsson.Meinta aðkomu forsætisráðherra að kaupum Vefpressunnar á DV.DV eða aðra fjölmiðla.Hótunin sem fram kom í bréfinu fólst í að gögn um aðkomu Sigmundar eða aðilum tengdum honum við lánafyrirgreiðslu úr MP banka til Pressunnar yrðu gerð opinber. Frá þessu var greint á Vísi í dag. Heimildir Vísis herma ennfremur að meint aðkoma ráðherra hafi átt sér stað eftir að hann tók við embætti sem forsætisráðherra, árið 2013. Ekki eru til nein opinber gögn sem tengja ráðherrann við fjölmiðla Björns Inga Hrafnssonar, útgefanda og eins aðaleigenda Pressunnar ehf., sem fer með eignarhald nokkurra fjölmiðla. Hann hefur fátt sagt um málið á opinberum vettvangi. Á Facebook síðu sinni fullyrti hann að forsætisráðherra hafi ekki fjármagnað kaup Pressunnar á DV. Hann eigi ekki hlut í blaðinu og óskaði eftir því að tekið yrði tillit til þess að hér sé mannlegur harmleikur á ferðinni. Af hálfu lögreglu verða ekki veittar frekari upplýsingar um innihald bréfsins en þegar hafa komið fram í fréttatilkynningu lögreglunnar. Málið er enn til rannsóknar og verður sent ríkissaksóknara þegar rannsókn lýkur. Aðstoðarmaður forsætisráðherra, Jóhannes Þór Skúlason, ítrekar að enginn af starfsliði forsætisráðherra hefur litið bréfið augum. Bréfið sé lögreglugagn og ekki til afrit af því. Í morgunn barst lögreglunni önnur kæra vegna meintrar fjárkúgunar. Heimildir fréttastofunnar herma að kæran sé á hendur systrunum Hlín Einarsdóttur og Malín Brand. Síðla dags í kjölfar frétta um innihald hótunarbréfsins sendi MP banki frá sér yfirlýsingu. Í henni kom fram að tengsl bankans við forsætisráðherra hafi legið fyrir lengi, bankinn hafi eftir sem áður starfað reglum samkvæmt.
Systur kúga fé út úr forsætisráðherra Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira