Forsætisráðherrafrúin Anna Stella: Greinir frá erlendu félagi á Facebook Bjarki Ármannsson skrifar 15. mars 2016 22:48 Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, greinir frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín á Facebook í kvöld að hún eigi erlent félag sem heldur utan um fjölskylduarf hennar. Vísir/Valli Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, greinir frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín á Facebook í kvöld að hún eigi erlent félag sem heldur utan um fjölskylduarf hennar. Félagið hafi frá upphafi greitt alla skatta á Íslandi og aldrei fjárfest í íslenskum fyrirtækjum frá því að Sigmundur Davíð byrjaði í stjórnmálum. Anna Sigurlaug, sem nær alltaf er kölluð Anna Stella, er með ríkustu konum landsins. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi sem seldi reksturinn árið 2005. Fjölskylduarfurinn sem hún vísar til er þaðan kominn. Anna Stella segir í færslunni umræðu um persónuleg mál sín og fjölskyldu hennar í samhengi við störf forsætisráðherra byrjaða „enn og aftur.“ Hún segist því vilja hafa „staðreyndirnar réttar,“ vilji fólk ræða mál hennar á annað borð. Í lok færslunnar kallar hún eftir því að fólk gefi „Gróu á Leiti smá frí.“ Fjármál Önnu Stellu hafa ekki verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu en samkvæmt heimildum Vísis er færslan sett inn nú til að bregðast við umræðu um félagið sem komið hefur upp allra síðustu daga.Anna Stella segir þau Sigmund Davíð hafa í upphafi bæði verið skráð fyrir félaginu fyrir mistök.Vísir/ValliFarið er yfir víðan völl í færslunni. Anna Stella fer yfir aðdraganda þess að félagið Wintris Inc. var stofnað, tekur sérstaklega fram að því hafi aldrei verið leynt og að engum skattgreiðslum þess hafi verið frestað „þó að möguleikar væru til þess samkvæmt lögum.“ Þá segir hún að árið 2009 hafi skráning félagsins verið leiðrétt en bankinn hennar í Bretlandi hafi upphaflega talið að þau Sigmundur Davíð ættu félagið saman. „Ef þetta er ekki nóg fyrir einhverja, þá er ég líka undir sérstöku eftirliti samkvæmt EES reglum til að tryggja rétt skattskil þar sem sérstaklega strangar reglur gilda um þá sem tengjast stjórnmálamönnum,“ skrifar hún. „Þar sem ég er ekki sérfræðingur í viðskiptum, þá hef ég áfram haft fjölskylduarfinn í fjárstýringu hjá viðskiptabanka mínum í Bretlandi og þar eru gerðar sérstakar kröfur til mín og þeirra sem mér tengjast vegna þessara reglna.“ Hún lýkur færslunni á að taka fram að hún hafi tapað töluverðu fé á bönkunum í hruninu, líkt og margir aðrir, og að þó þau Sigmundur styðji hvort annað sem hjón hafi þau mjög skýrar reglur á því hvernig þau aðskilji „þessa hluti.“Facebook-færslu Önnu Stellu má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég hef aldrei haft áhuga á að vera í sviðsljósinu á neinn hátt. En ef fólk vill endilega tala um mig þá er bara best að það hafi staðreyndirnar réttar. Ég á erlent félag sem ég nota til að halda utan um fjölskylduarfinn minn. Það heitir Wintris Inc. og er skráð erlendis því þegar það var stofnað höfðum við búið í Bretlandi og óljóst hvort við myndum búa þar áfram eða flytja til Danmerkur.Félagið var stofnað til að halda utan um afrakstur sölu á hlut mínum í fjölskyldufyrirtækinu og bankinn sem ég leitaði til taldi einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær væru vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og að auðvelt yrði að nálgast þær hvar svo sem búseta okkar yrði. Ég lét bankanum eftir framkvæmdina en gerði það að skilyrði að allir skattar væru greiddir strax á Íslandi.Það var því strax gerð grein fyrir öllum tekjum af sölunni og félagið hefur því frá upphafi verið skráð 100% í eigu minni á Íslandi, verið talið fram á skattframtölunum okkar Sigmundar hér heima og allir skattar verið greiddir samkvæmt því. Tilvist félagsins hefur því aldrei verið leynt. Auk þess hafa skattgreiðslurnar komið fram reglulega í blöðunum þegar álagningarskrárnar eru birtar. En þó við séum samsköttuð eru eignirnar samt sem áður mínar og eru skráðar í samræmi við það.KPMG hefur haldið utan um skattamálin fyrir mig og mér hefur frá upphafi verið mjög mikilvægt að þau séu í fullkomnu lagi. Það var því aldrei frestað neinum skattgreiðslum eða neitt þess háttar þó að möguleikar væru til þess samkvæmt lögum.Þegar við Sigmundur ákváðum að gifta okkur fygldi því að fara yfir ýmis mál, þar á meðal fjárhagsleg. Bankinn minn úti hafði gengið út frá því að við værum hjón og ættum félagið til helminga. Það leiðréttum við á einfaldan hátt árið 2009 um leið og við gengum frá því að allt væri í lagi varðandi skiptingu fjármála okkar fyrir brúðkaupið. Félagið var því frá upphafi rétt skráð á Íslandi og hélt utan um séreign mína. Skráningin úti og leiðrétting hennar hafði því engin eiginleg áhrif.Ef þetta er ekki nóg fyrir einhverja þá er ég líka undir sérstöku eftirliti skv. EES reglum til að tryggja rétt skattskil þar sem gilda sérstaklega strangar reglur um þá sem tengjast stjórnmálamönnum. Þar sem ég er ekki sérfræðingur í viðskiptum þá hef ég áfram haft fjölskylduarfinn í fjárstýringu hjá viðskiptabanka mínum í Bretlandi og þar eru gerðar sérstakar kröfur til mín og þeirra sem mér tengjast vegna þessara reglna. Frá því að Sigmundur byrjaði í stjórnmálum hef ég beðið um að ekki sé fjárfest í íslenskum fyrirtækjum til að forðast árekstra vegna þess.Ég treysti á ráðgjöf fjármálamanna á árunum fyrir hrunið og eins og margir aðrir þá tapaði ég töluverðu fé á bönkunum, meðal annars vegna þess að þeir fjármögnuðu sig með eignum viðskiptavina sinna. Þar er ég í sömu stöðu og fjöldi annarra Íslendinga. Það er alveg ljóst að ég sit uppi með það tap og hef aldrei gert ráð fyrir að fá það bætt. Ég er engu að síður vel stæð fjárhagslega og hef því enga ástæðu til að kvarta í samfélagi þar sem við höfum horft upp á marga takast á við mikla erfiðleika.Ég vinn ekki við pólitík og Sigmundur ekki við fjárfestingar. Við höfum haft mjög skýra reglu á því hvernig við aðskiljum þessa hluti, bæði gagnvart stjórnmálastarfinu og gagnvart okkar einkalífi. En augljóslega styðjum við hvort annað eins og hjón gera.Ég veit að í pólitíkinni og umræðunni í kringum hana er allt gert tortryggilegt og í því andrúmslofti sem er í dag er það mjög auðvelt, ekki síst þegar kemur að fjármálum. Þess vegna er bara ágætt að þetta sé allt skýrt.Gefum nú Gróu á leiti smá frí. Er ekki betra að beina orkunni í að tala um eitthvað sem skiptir raunverulega máli? Það er af nógu að taka og hvort sem við erum sammála eða ósammála þá er gott samtal alltaf líklegra til að leiða til einhvers góðs en baknag um samborgarana.Kæru vinir.Frá því að Sigmundur byrjaði í pólitík hef ég þurft að hlusta á og frétta af umræðu um persónuleg mál mín og...Posted by Anna Sigurlaug Pálsdóttir on 15. mars 2016 Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vel lofaður Sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á 1,3 milljarða króna í hreina eign, ef marka má auðlegðarskattinn sem hún greiddi. 7. ágúst 2010 18:45 Forsætisráðherrahjónin eiga 1,1 milljarð umfram skuldir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, eiga rúmlega 1,1 milljarð króna umfram skuldir. 25. júlí 2013 14:56 Sigmundur Davíð flytur í glæsihöll í Garðabæ Forsætisráðherra og fjölskylda hans yfirgefa Breiðholtið. 13. desember 2015 15:09 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra, greinir frá því í ítarlegri færslu um fjármál sín á Facebook í kvöld að hún eigi erlent félag sem heldur utan um fjölskylduarf hennar. Félagið hafi frá upphafi greitt alla skatta á Íslandi og aldrei fjárfest í íslenskum fyrirtækjum frá því að Sigmundur Davíð byrjaði í stjórnmálum. Anna Sigurlaug, sem nær alltaf er kölluð Anna Stella, er með ríkustu konum landsins. Hún er dóttir Páls Samúelssonar, fyrrverandi eiganda Toyota-umboðsins á Íslandi sem seldi reksturinn árið 2005. Fjölskylduarfurinn sem hún vísar til er þaðan kominn. Anna Stella segir í færslunni umræðu um persónuleg mál sín og fjölskyldu hennar í samhengi við störf forsætisráðherra byrjaða „enn og aftur.“ Hún segist því vilja hafa „staðreyndirnar réttar,“ vilji fólk ræða mál hennar á annað borð. Í lok færslunnar kallar hún eftir því að fólk gefi „Gróu á Leiti smá frí.“ Fjármál Önnu Stellu hafa ekki verið til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanförnu en samkvæmt heimildum Vísis er færslan sett inn nú til að bregðast við umræðu um félagið sem komið hefur upp allra síðustu daga.Anna Stella segir þau Sigmund Davíð hafa í upphafi bæði verið skráð fyrir félaginu fyrir mistök.Vísir/ValliFarið er yfir víðan völl í færslunni. Anna Stella fer yfir aðdraganda þess að félagið Wintris Inc. var stofnað, tekur sérstaklega fram að því hafi aldrei verið leynt og að engum skattgreiðslum þess hafi verið frestað „þó að möguleikar væru til þess samkvæmt lögum.“ Þá segir hún að árið 2009 hafi skráning félagsins verið leiðrétt en bankinn hennar í Bretlandi hafi upphaflega talið að þau Sigmundur Davíð ættu félagið saman. „Ef þetta er ekki nóg fyrir einhverja, þá er ég líka undir sérstöku eftirliti samkvæmt EES reglum til að tryggja rétt skattskil þar sem sérstaklega strangar reglur gilda um þá sem tengjast stjórnmálamönnum,“ skrifar hún. „Þar sem ég er ekki sérfræðingur í viðskiptum, þá hef ég áfram haft fjölskylduarfinn í fjárstýringu hjá viðskiptabanka mínum í Bretlandi og þar eru gerðar sérstakar kröfur til mín og þeirra sem mér tengjast vegna þessara reglna.“ Hún lýkur færslunni á að taka fram að hún hafi tapað töluverðu fé á bönkunum í hruninu, líkt og margir aðrir, og að þó þau Sigmundur styðji hvort annað sem hjón hafi þau mjög skýrar reglur á því hvernig þau aðskilji „þessa hluti.“Facebook-færslu Önnu Stellu má lesa í heild sinni hér að neðan. Ég hef aldrei haft áhuga á að vera í sviðsljósinu á neinn hátt. En ef fólk vill endilega tala um mig þá er bara best að það hafi staðreyndirnar réttar. Ég á erlent félag sem ég nota til að halda utan um fjölskylduarfinn minn. Það heitir Wintris Inc. og er skráð erlendis því þegar það var stofnað höfðum við búið í Bretlandi og óljóst hvort við myndum búa þar áfram eða flytja til Danmerkur.Félagið var stofnað til að halda utan um afrakstur sölu á hlut mínum í fjölskyldufyrirtækinu og bankinn sem ég leitaði til taldi einfaldast að stofna erlent félag um eignirnar svo þær væru vistaðar í alþjóðlegu umhverfi og að auðvelt yrði að nálgast þær hvar svo sem búseta okkar yrði. Ég lét bankanum eftir framkvæmdina en gerði það að skilyrði að allir skattar væru greiddir strax á Íslandi.Það var því strax gerð grein fyrir öllum tekjum af sölunni og félagið hefur því frá upphafi verið skráð 100% í eigu minni á Íslandi, verið talið fram á skattframtölunum okkar Sigmundar hér heima og allir skattar verið greiddir samkvæmt því. Tilvist félagsins hefur því aldrei verið leynt. Auk þess hafa skattgreiðslurnar komið fram reglulega í blöðunum þegar álagningarskrárnar eru birtar. En þó við séum samsköttuð eru eignirnar samt sem áður mínar og eru skráðar í samræmi við það.KPMG hefur haldið utan um skattamálin fyrir mig og mér hefur frá upphafi verið mjög mikilvægt að þau séu í fullkomnu lagi. Það var því aldrei frestað neinum skattgreiðslum eða neitt þess háttar þó að möguleikar væru til þess samkvæmt lögum.Þegar við Sigmundur ákváðum að gifta okkur fygldi því að fara yfir ýmis mál, þar á meðal fjárhagsleg. Bankinn minn úti hafði gengið út frá því að við værum hjón og ættum félagið til helminga. Það leiðréttum við á einfaldan hátt árið 2009 um leið og við gengum frá því að allt væri í lagi varðandi skiptingu fjármála okkar fyrir brúðkaupið. Félagið var því frá upphafi rétt skráð á Íslandi og hélt utan um séreign mína. Skráningin úti og leiðrétting hennar hafði því engin eiginleg áhrif.Ef þetta er ekki nóg fyrir einhverja þá er ég líka undir sérstöku eftirliti skv. EES reglum til að tryggja rétt skattskil þar sem gilda sérstaklega strangar reglur um þá sem tengjast stjórnmálamönnum. Þar sem ég er ekki sérfræðingur í viðskiptum þá hef ég áfram haft fjölskylduarfinn í fjárstýringu hjá viðskiptabanka mínum í Bretlandi og þar eru gerðar sérstakar kröfur til mín og þeirra sem mér tengjast vegna þessara reglna. Frá því að Sigmundur byrjaði í stjórnmálum hef ég beðið um að ekki sé fjárfest í íslenskum fyrirtækjum til að forðast árekstra vegna þess.Ég treysti á ráðgjöf fjármálamanna á árunum fyrir hrunið og eins og margir aðrir þá tapaði ég töluverðu fé á bönkunum, meðal annars vegna þess að þeir fjármögnuðu sig með eignum viðskiptavina sinna. Þar er ég í sömu stöðu og fjöldi annarra Íslendinga. Það er alveg ljóst að ég sit uppi með það tap og hef aldrei gert ráð fyrir að fá það bætt. Ég er engu að síður vel stæð fjárhagslega og hef því enga ástæðu til að kvarta í samfélagi þar sem við höfum horft upp á marga takast á við mikla erfiðleika.Ég vinn ekki við pólitík og Sigmundur ekki við fjárfestingar. Við höfum haft mjög skýra reglu á því hvernig við aðskiljum þessa hluti, bæði gagnvart stjórnmálastarfinu og gagnvart okkar einkalífi. En augljóslega styðjum við hvort annað eins og hjón gera.Ég veit að í pólitíkinni og umræðunni í kringum hana er allt gert tortryggilegt og í því andrúmslofti sem er í dag er það mjög auðvelt, ekki síst þegar kemur að fjármálum. Þess vegna er bara ágætt að þetta sé allt skýrt.Gefum nú Gróu á leiti smá frí. Er ekki betra að beina orkunni í að tala um eitthvað sem skiptir raunverulega máli? Það er af nógu að taka og hvort sem við erum sammála eða ósammála þá er gott samtal alltaf líklegra til að leiða til einhvers góðs en baknag um samborgarana.Kæru vinir.Frá því að Sigmundur byrjaði í pólitík hef ég þurft að hlusta á og frétta af umræðu um persónuleg mál mín og...Posted by Anna Sigurlaug Pálsdóttir on 15. mars 2016
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð vel lofaður Sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á 1,3 milljarða króna í hreina eign, ef marka má auðlegðarskattinn sem hún greiddi. 7. ágúst 2010 18:45 Forsætisráðherrahjónin eiga 1,1 milljarð umfram skuldir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, eiga rúmlega 1,1 milljarð króna umfram skuldir. 25. júlí 2013 14:56 Sigmundur Davíð flytur í glæsihöll í Garðabæ Forsætisráðherra og fjölskylda hans yfirgefa Breiðholtið. 13. desember 2015 15:09 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sigmundur Davíð vel lofaður Sambýliskona Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, á 1,3 milljarða króna í hreina eign, ef marka má auðlegðarskattinn sem hún greiddi. 7. ágúst 2010 18:45
Forsætisráðherrahjónin eiga 1,1 milljarð umfram skuldir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir, eiginkona hans, eiga rúmlega 1,1 milljarð króna umfram skuldir. 25. júlí 2013 14:56
Sigmundur Davíð flytur í glæsihöll í Garðabæ Forsætisráðherra og fjölskylda hans yfirgefa Breiðholtið. 13. desember 2015 15:09