Ákærður fyrir manndráp á Akranesi: „Sæl, elskan. Hann er dauður“ Birgir Olgeirsson skrifar 8. apríl 2016 11:30 Saksóknari hefur farið fram á sextán ára fangelsi yfir manni sem sakaður er um að hafa orðið öðrum að bana á Akranesi í október í fyrra. Vísir/GVA Embætti ríkissaksóknara hefur farið fram á að Gunnar Örn Arnarson verði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið Karli Birgi Þórðarsyni að bana á Akranesi föstudaginn 2. október síðastliðinn. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum. Gunnar Örn er ákærður fyrir manndráp með því að hafa föstudaginn 2. október árið 2015 svipt Karl Birgi lífi með kyrkingu með því að herða að hálsi hans með höndunum og með því að bregða beltisól og fatareim um hálsinn á honum og herða að, þar með talið með því að binda hnút á reimina svo hún losnaði ekki frá hálsinum, og stuttu síðar með því að bregða reiminni að nýju um hálsinn á Karli Birgi og herða að, eftir að endurlífgunartilraunir voru hafnar.Húsið að Vitateigi 1 á Akranesi þar sem umræddir atburðir áttu sér stað.Ja.is„Allt sem styður að ákærði hafi verið að verki“ Afleiðingarnar af þessum verknaði voru þær, að því er segir í ákæru, að blæðing varð inn á vöðva framan við barkakýli, tungubein brotnaði vinstra megin, þrenging varð á öndunarvegi og súrefnisflæði til heila stöðvaðist og hann missti meðvitund. Miðtaugakerfið hætti að starfa og varð Karl Birgir fyrir alvarlegum heilaskaða sem leiddi til heiladauða. Hann komst ekki aftur til meðvitundar og lést fimm dögum síðar. Saksóknarinn Daði Kristjánsson, hjá embætti ríkissaksóknara, sagði það alveg skýrt í augum ákæruvaldsins að Gunnar væri sekur af þeirri háttsemi sem honum er gefið að sök. Sagði saksóknari reimina sem var notuð til að kyrkja Karl Birgi hafa verið úr peysu í eigu Gunnars. Blóð hafi verið á reiminni, á fatnaði Gunnars og undir nöglum hans. „Það er allt sem styður að ákærði hafi verið að verki,” sagði saksóknari við munnlegan málflutning. Verjandi Gunnars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, var ekki á sama máli og taldi lögreglu ekki hafa rannsakað aðra möguleika í málinu. Þá hvort Karli Birgir hafi veitt sér þessa áverka sjálfur eða þá að einhver annar hafi verið að verki. Fyrir dómi sagðist Gunnar hafa komið að Karli meðvitundarlausum. Blóðið úr Karli sem fannst á Gunnari hafi verið vegna þess að Gunnar hafði reynt endurlífgurnartilraunir á honum. Systkini Karls Birgis hafa farið fram á samtals níu milljónir króna í miskabætur frá Gunnari Erni og þá er þess einnig krafist að hann greiði útfararkostnað upp á 744 þúsund krónur. Þá var einnig lögð fram 7 milljóna króna miskabótakrafa af hálfu sambýliskonu hins látna. Gunnar Örn neitar sök í málinu en verjandi hans fór fram á að ákærunni verði vísað frá dómi. Til vara að hann verði sýknaður af ákærunni og til þrautarvara að honum verði ekki gerð sérstök refsing í máli þessu eða þá vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá fór verjandi hans einnig fram á að bótakröfum verði vísað frá dómi en til vara var krafist sýknu en til þrautarvara verulegrar lækkunar.Sá ákærði yfirgaf vettvang þegar lögregla kom þangað. Hann fannst síðar ölvaður við strætóbiðstöð með hálffulla flösku af Jagermeister áfengi.Vísir/gvaSkruppu til Reykjavíkur þegar konan fór í meðferð Upphaf ofangreindrar atburðarrásar má rekja til miðvikudagsins 30. september, tveimur dögum fyrr. Gunnar Örn og félagi hans, sem hér verður kallaður Sigurður, höfðu ákveðið að fá sér í glas í ljósi þess að eiginkona Gunnars var farin í meðferð. Karl Birgir hafði samband við Gunnar og sagðist vera á gistiheimili í Reykjavík og bað félagana um að koma til Reykjavíkur. Gunnar og Sigurður tóku leigubíl til Reykjavíkur og hittu Karl. Fimmtudaginn, daginn eftir, ákváðu þeir að fara upp Akranes þar sem Gunnar Örn og Sigurður áttu heima í húsi við Vitateig. Saksóknari rakti atburðarásina nokkuð ítarlega líkt og hún blasti við ákæruvaldinu eftir rannsókn máls og yfirheyrslu vitna. Sambýliskona Karls lýsti því fyrir dómi að hann hefði verið áfengissjúklingur og hefði farið af heimilinu eftir að hafa fallið á áfengisbindindi. Sagði saksóknari Karl Birgi hafa verið búinn að dvelja á Vitateig í sólarhring áður en atvikið átti sér stað.Heyrði Gunnar og Karl rífast Á föstudeginum var Sigurður, félagi Gunnars Arnar, að flytja úr húsinu og beið eftir sendibíl til að geta flutt búslóðina. Eiginkona Gunnars Arnar er fyrrverandi eiginkona Sigurðar og hafði Sigurður búið í húsinu að Vitateig síðustu mánuði á meðan hann var að finna sér annað húsnæði. Sigurður hafði látið af drykkjunni eftir að hafa tekið þátt í sumblinu með Gunnari og Karli kvöldið áður, en hann sagði þá hafa margbeðið hann um að vera með þennan föstudag. Sigurður sagðist hafa heyrt Gunnar og Karl rífast og hlæja til skiptis, svona eins og vill verða þegar áfengi er við hönd. Nágrannar sögðust hafa séð Gunnar Örn lesa yfir Karli og tekið um höfuð hans. Fyrir dómi sagði Gunnar að hann hefði verið að hvetja Karl Birgi til dáða en hann sagði Karl Birgi hafa misst lífslöngunina og talað um að lífið væri tilgangslaust. Sagði verjandi hans að þeir sem þekktu Gunnar könnuðust við þessa tilburði hjá honum. Hann væri frelsaður einstaklingur sem ætti það til að predika yfir fólki. Klukkan 17:14 þennan föstudag var hringt í Gunnar. Um var að ræða manninn sem ók sendibílnum sem átti að sækja búslóð Sigurðar. Bað sendibílstjórinn um að fá að tala við Sigurð og rétti Gunnar honum símann. Saksóknari tók fram að ekkert hefði amað að Karli á þessum tíma. Klukkan 17:18 hringdi Sigurður í Neyðarlínuna og sagði Karl Birgi án meðvitundar og að hann andaði ekki. Símtalið stóð yfir í fimm mínútur.Lögreglan tók við endurlífgunartilraunum þegar hún mætti á vettvang. Vísir/Hari„Ég pumpa bara og pumpa þar til lögreglan kemur“Fyrir símtalið sagðist Sigurður hafa heyrt Gunnar fara út þar sem hann hafði verið að moka möl. Mölina tók hann úr innkeyrslunni og setti fyrir framan dúfnakofann sem var við heimili hans. Þetta gerði Gunnar reglulega að sögn Sigurðar. Sigurður hafði ætlað að fara að út að reykja þegar hann tók eftir Karli helbláum. Sigurður hringdi í neyðarlína og hóf endurlífgun. „Þá tek ég allt í einu eftir reiminni sem er utan um hálsinn á honum,“ sagði Sigurður í dómssal. Hann sagði Gunnar þá hafa komið aftur inn í húsið, tekið í reimina og sagt: „Er hann ekki dauður ennþá?“ Sigurður sagðist hafa slegið í hönd Gunnars og sagt honum að hætta þessu. „Ég var ekkert að pæla í honum. Ég pumpa bara og pumpa þar til lögreglan kemur,“ sagði Sigurður. Saksóknari tók fram að upptaka væri til af þessu símtali og þar tali Gunnar um að Karl sé dáinn og heyrist félaginn segja Gunnari að láta Karl í friði.Yfirgaf vettvanginn og fannst drukkinn Þegar lögreglan kom á vettvang hafði henni borist tilkynning um að hugsanleg henging hefði átt sér stað. Gunnar tók á móti lögreglumönnum en þegar inn var komið tóku lögreglumennirnir við endurlífgunartilraunum á Karli. Í kjölfarið yfirgaf Gunnar Örn vettvanginn en hann var síðar handtekinn við strætóbiðstöð áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa stóra flösku af Jägermeister áfengi á sér. Saksóknari í málinu sagði Gunnar Örn hafa hringt í eiginkonu sína þegar hann yfirgaf húsið og heyrst segja: „ Sæl, elskan. Hann er dauður. Ég elska þig.“ Sagði Gunnar Örn þeim sem urðu á vegi hans að maður hefði dáið í húsi hans eftir að hafa innbyrt morfíntöflur. Við húsleit fundu lögreglumenn á Vesturlandi, auk rannsóknarlögreglumanns frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, reim og belti í frystikistu í eldhúsinu. Fyrr þennan sama dag hafði lögregla haft afskipti af Gunnari vegna ölvunaróláta hans. Var hann klæddur í sömu föt við handtökuna og fyrr um daginn utan þess að þá hafði hvítleit reim verið í peysu hans. Þegar reimin fannst í frystikistunni vantaði málmhólk á annan enda hennar. Sambærilegur málmhólkur fannst á fötum Karls Birgis þegar hann var afklæddur á sjúkrahúsi.Maðurinn lést á Landspítalanum fimm dögum eftir umrædda atburði á Akranesi.Þýski réttarmeinafræðingurinn Þýskur réttarmeinafræðingur kom fyrir dóm og gaf skýrslu. Hann sagði ummerki á líkama Karls Birgis auðveldlega mega tengja við kyrkingu. Við athugun á ljósopum augna Karls Birgis sást að þau brugðust ekki við ljósi sem er merki um alvarlegar heilaskemmdir. Við krufningu var heilinn tekinn að mýkjast og var heilahimna ekki greinanleg sem bendir til þess að heilinn hafi hreinlega verið hættur að starfa og óafturkræf breyting orðin á heila. Réttarmeinafræðingurinn sagði lyfjaneyslu eina og sér ekki hafa geta verið dánarorsök Karls. Með tilliti til þess að Karl Birgir var vanur alkóhólneyslu mætti auk þess gera ráð fyrir að alkóhól og lyfi hafi ekki getað valdið dauða hans. Niðurstöður rannsóknar bentu til að slíkt væri útilokað. Læknir á Landspítala Íslands hafði áður gefið skýrslu fyrir dómi og sagt frá því að tekin hefði verið ákvörðun að höfðu samráði við ættingja Karls að beita hann líknandi lífslokameðferð. Samkvæmt skilgreiningu er áhersla meðferðarinnar að draga úr einkennum og þjáningum og tryggja að sjúklingur geti dáið með reisn.Hefði verið hægt að halda lífi í honum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Gunnars, sagði það vera með ólíkindum að Gunnar væri ákærður fyrir manndráp í ljósi þess að það þurfti sérstaka ákvörðun og aðgerðir til að fórnarlambið gæfi upp andann. Sagði verjandinn lækninn á Landspítalanum hafa svarað því játandi að hægt hefði verið að halda lífi í Karli svo áratugum skipti með aðstoð öndunarvélar. Verjandi Gunnars spurði þýska réttarmeinafræðinginn hvort hann væri sammála því mati og svaraði hinn þýski því að það hefði verið hægt að halda lífi í Karli með tilbúnum aðferðum, sem sagt með aðstoð öndunarvélar.Ekki hægt að útiloka að Páll Óskar taki lagið Verjandi spurði þýska réttarmeinafræðinginn hvort Karl hefði getað veitt sér þessa áverka sjálfur. Svaraði réttarmeinafræðingurinn því að það væru til dæmi um sjálfskyrkingu en slík ummerki hefði ekki verið að sjá. Öll merki bentu til þess að þarna hefði verið um ytri áverka af annars völdum að ræða. Þegar verjandi spurði þýska réttarmeinafræðinginn hvort hann gæti útilokað að um sjálfskyrkingu væri að ræða svaraði sá þýski: „Ég get ekki útilokað að Páll Óskar birtist hér og syngi lag en ummerki benda öll til þess að hér sé um ummerki annars áverka að ræða.“Mikill bréfdúfuáhugamaður Gunnar Örn er mikill áhugamaður um bréfdúfur en annar bréfdúfuáhugamaður gaf skýrslu fyrir dómi í gegnum síma. Gunnar Örn sagðist hafa rætt við bréfdúfuáhugamanninn þennan umrædda föstudag á milli hálf fimm og tuttugu mínútur yfir fimm. Bréfdúfuáhugamaðurinn sagðist ekki vita nákvæmlega hvenær símtalið átti sér stað en taldi það hafa staðið yfir í sjö mínútur til eða frá. Það hafi endað þegar bréfdúfuáhugamaðurinn heyrði dyr opnast, Gunnar ganga einn einhverstaðar og tilkynna honum að þar væri maður sem andaði ekki og hann lagt á. Rannsóknarlögreglumaður á vegum tæknideildar lögreglunnar kom fyrir dóm og sagði engin gögn til hjá símfyrirtækjum sem staðfesti að umrætt símtal hafi átt sér stað.Sá ákærði á sér sögu um ítrekuð geðrofseinkenni og þekkti til að mynda ekki fjölskyldu sínu í sex mánuði árið 2005. Geðlæknir sögðu andleg veikindi hans hafa verið tímabundin og tengd neyslu örvandi efna og var hann metinn sakhæfur af geðlæknum. Vísir/GVAVar metinn sakhæfur Gunnar var látinn undirgangast geðrannsókn, sakhæfismat og greindarpróf. Hann á sögu um andleg veikindi en geðlæknar sögðu þau hafa verið tímabundin og tengd neyslu á örvandi efnum. Þá leiddi greindarpróf í ljós að hann væri ekki greindarskertur og því hvorki greind né greindarþroski ráðandi sem skýring á gjörðum hans. Var hann því metinn sakhæfur af geðlæknum en það er síðan hlutverk dómara að dæma um hvort hann sé sakhæfur í lagalegum skilningi. Verjandi benti á að Gunnar Örn eigi sögu um ítrekuð geðrofseinkenni og innlagnir á geðdeild. Árið 2005 þekkti hann til að mynda ekki fjölskyldu sína í sex mánuði og lýsti geðlæknir ástandi Gunnars með þeim hætti að honum væri hættara við að lenda í ástandi sem líktist geðklofaástandi en öðru.Gagnrýndi rannsókn lögreglu Við munnlegan málflutning taldi saksóknari framburð Gunnars fyrir dómi ekki trúverðugan. Hann sagði hann ekki samrýmast því sem hann sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu og að hann hafi ekki verið trúverðugur miðað við gögn málsins. Sagði saksóknari það vera alveg skýrt að Karl Birgir lést þar sem miðtaugakerfið hætti að starfa í kjölfar kyrkingar og að Gunnar Örn bæri ábyrgð á því. Verjandi Gunnars var hins vegar algjörlega ósammála ákæruvaldinu. Hann taldi framburð Gunnars hafa verið trúverðugan og staðfastan. Hann sagði ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sýna fram á að Karl Birgir hafi verið á lífi þegar Gunnar Örn fór út af heimili sínum með hundinn sinn til að sinna bréfdúfunum sem hann átti þar úti í kofa. Gunnar hefði tekið eftir því þegar hann sneri aftur að ekki væri allt með feldu. Verjandinn sagði að tveir einstaklingar hefðu verið í húsnæðinu þegar Gunnar sneri til baka, Karli Birgir hinn látni og vitnið, félagi Gunnars, sem hér hefur verið nefndur Sigurður til skýringar. Gagnrýndi verjandinn rannsókn lögreglu og sagði að svo virtist sem að lögregla hafi strax í upphafi tekið ákvörðun um að Gunnar Örn hefði framið þennan verknað en litið framhjá þeim augljósum möguleika að hugsanlega hafi vitnið orðið hinum látna að bana. Hann sagði málið ekki hafa verið rannsakað frá öllum vinklum og á því beri aðeins einn aðili ábyrgð, ákæruvaldið. Þá nefndi verjandinn einnig að ekki hefði verið rannsakað hvort um sjálfsvíg væri að ræða. Þá sagði hann með ólíkindum að Gunnar væri ákærður fyrir manndráp þar sem það þurfti sérstaka ákvörðun og aðgerðir á sjúkrahúsi til að hinn látni gæfi upp andann. Sagði hann þetta eiga að leiða til þess að ákærunni væri vísað frá dómi eða þá að Gunnar yrði alfarið sýknaður í málinu. Vænta má að dómur verði kveðinn upp í málinu innan næstu tveggja vikna. Tengdar fréttir Maðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Akranesi látinn Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um árásina. 7. október 2015 16:43 Manndráp á Akranesi: Krefst þess að verða metinn ósakhæfur Ákæra í máli ríkissaksóknara á hendur þrjátíu og sex ára karlmanni, sem sakaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana á Akranesi í október, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 23. desember 2015 12:06 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Embætti ríkissaksóknara hefur farið fram á að Gunnar Örn Arnarson verði dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að hafa orðið Karli Birgi Þórðarsyni að bana á Akranesi föstudaginn 2. október síðastliðinn. Aðalmeðferð fór fram í Héraðsdómi Vesturlands á dögunum. Gunnar Örn er ákærður fyrir manndráp með því að hafa föstudaginn 2. október árið 2015 svipt Karl Birgi lífi með kyrkingu með því að herða að hálsi hans með höndunum og með því að bregða beltisól og fatareim um hálsinn á honum og herða að, þar með talið með því að binda hnút á reimina svo hún losnaði ekki frá hálsinum, og stuttu síðar með því að bregða reiminni að nýju um hálsinn á Karli Birgi og herða að, eftir að endurlífgunartilraunir voru hafnar.Húsið að Vitateigi 1 á Akranesi þar sem umræddir atburðir áttu sér stað.Ja.is„Allt sem styður að ákærði hafi verið að verki“ Afleiðingarnar af þessum verknaði voru þær, að því er segir í ákæru, að blæðing varð inn á vöðva framan við barkakýli, tungubein brotnaði vinstra megin, þrenging varð á öndunarvegi og súrefnisflæði til heila stöðvaðist og hann missti meðvitund. Miðtaugakerfið hætti að starfa og varð Karl Birgir fyrir alvarlegum heilaskaða sem leiddi til heiladauða. Hann komst ekki aftur til meðvitundar og lést fimm dögum síðar. Saksóknarinn Daði Kristjánsson, hjá embætti ríkissaksóknara, sagði það alveg skýrt í augum ákæruvaldsins að Gunnar væri sekur af þeirri háttsemi sem honum er gefið að sök. Sagði saksóknari reimina sem var notuð til að kyrkja Karl Birgi hafa verið úr peysu í eigu Gunnars. Blóð hafi verið á reiminni, á fatnaði Gunnars og undir nöglum hans. „Það er allt sem styður að ákærði hafi verið að verki,” sagði saksóknari við munnlegan málflutning. Verjandi Gunnars, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, var ekki á sama máli og taldi lögreglu ekki hafa rannsakað aðra möguleika í málinu. Þá hvort Karli Birgir hafi veitt sér þessa áverka sjálfur eða þá að einhver annar hafi verið að verki. Fyrir dómi sagðist Gunnar hafa komið að Karli meðvitundarlausum. Blóðið úr Karli sem fannst á Gunnari hafi verið vegna þess að Gunnar hafði reynt endurlífgurnartilraunir á honum. Systkini Karls Birgis hafa farið fram á samtals níu milljónir króna í miskabætur frá Gunnari Erni og þá er þess einnig krafist að hann greiði útfararkostnað upp á 744 þúsund krónur. Þá var einnig lögð fram 7 milljóna króna miskabótakrafa af hálfu sambýliskonu hins látna. Gunnar Örn neitar sök í málinu en verjandi hans fór fram á að ákærunni verði vísað frá dómi. Til vara að hann verði sýknaður af ákærunni og til þrautarvara að honum verði ekki gerð sérstök refsing í máli þessu eða þá vægustu refsingu sem lög leyfa. Þá fór verjandi hans einnig fram á að bótakröfum verði vísað frá dómi en til vara var krafist sýknu en til þrautarvara verulegrar lækkunar.Sá ákærði yfirgaf vettvang þegar lögregla kom þangað. Hann fannst síðar ölvaður við strætóbiðstöð með hálffulla flösku af Jagermeister áfengi.Vísir/gvaSkruppu til Reykjavíkur þegar konan fór í meðferð Upphaf ofangreindrar atburðarrásar má rekja til miðvikudagsins 30. september, tveimur dögum fyrr. Gunnar Örn og félagi hans, sem hér verður kallaður Sigurður, höfðu ákveðið að fá sér í glas í ljósi þess að eiginkona Gunnars var farin í meðferð. Karl Birgir hafði samband við Gunnar og sagðist vera á gistiheimili í Reykjavík og bað félagana um að koma til Reykjavíkur. Gunnar og Sigurður tóku leigubíl til Reykjavíkur og hittu Karl. Fimmtudaginn, daginn eftir, ákváðu þeir að fara upp Akranes þar sem Gunnar Örn og Sigurður áttu heima í húsi við Vitateig. Saksóknari rakti atburðarásina nokkuð ítarlega líkt og hún blasti við ákæruvaldinu eftir rannsókn máls og yfirheyrslu vitna. Sambýliskona Karls lýsti því fyrir dómi að hann hefði verið áfengissjúklingur og hefði farið af heimilinu eftir að hafa fallið á áfengisbindindi. Sagði saksóknari Karl Birgi hafa verið búinn að dvelja á Vitateig í sólarhring áður en atvikið átti sér stað.Heyrði Gunnar og Karl rífast Á föstudeginum var Sigurður, félagi Gunnars Arnar, að flytja úr húsinu og beið eftir sendibíl til að geta flutt búslóðina. Eiginkona Gunnars Arnar er fyrrverandi eiginkona Sigurðar og hafði Sigurður búið í húsinu að Vitateig síðustu mánuði á meðan hann var að finna sér annað húsnæði. Sigurður hafði látið af drykkjunni eftir að hafa tekið þátt í sumblinu með Gunnari og Karli kvöldið áður, en hann sagði þá hafa margbeðið hann um að vera með þennan föstudag. Sigurður sagðist hafa heyrt Gunnar og Karl rífast og hlæja til skiptis, svona eins og vill verða þegar áfengi er við hönd. Nágrannar sögðust hafa séð Gunnar Örn lesa yfir Karli og tekið um höfuð hans. Fyrir dómi sagði Gunnar að hann hefði verið að hvetja Karl Birgi til dáða en hann sagði Karl Birgi hafa misst lífslöngunina og talað um að lífið væri tilgangslaust. Sagði verjandi hans að þeir sem þekktu Gunnar könnuðust við þessa tilburði hjá honum. Hann væri frelsaður einstaklingur sem ætti það til að predika yfir fólki. Klukkan 17:14 þennan föstudag var hringt í Gunnar. Um var að ræða manninn sem ók sendibílnum sem átti að sækja búslóð Sigurðar. Bað sendibílstjórinn um að fá að tala við Sigurð og rétti Gunnar honum símann. Saksóknari tók fram að ekkert hefði amað að Karli á þessum tíma. Klukkan 17:18 hringdi Sigurður í Neyðarlínuna og sagði Karl Birgi án meðvitundar og að hann andaði ekki. Símtalið stóð yfir í fimm mínútur.Lögreglan tók við endurlífgunartilraunum þegar hún mætti á vettvang. Vísir/Hari„Ég pumpa bara og pumpa þar til lögreglan kemur“Fyrir símtalið sagðist Sigurður hafa heyrt Gunnar fara út þar sem hann hafði verið að moka möl. Mölina tók hann úr innkeyrslunni og setti fyrir framan dúfnakofann sem var við heimili hans. Þetta gerði Gunnar reglulega að sögn Sigurðar. Sigurður hafði ætlað að fara að út að reykja þegar hann tók eftir Karli helbláum. Sigurður hringdi í neyðarlína og hóf endurlífgun. „Þá tek ég allt í einu eftir reiminni sem er utan um hálsinn á honum,“ sagði Sigurður í dómssal. Hann sagði Gunnar þá hafa komið aftur inn í húsið, tekið í reimina og sagt: „Er hann ekki dauður ennþá?“ Sigurður sagðist hafa slegið í hönd Gunnars og sagt honum að hætta þessu. „Ég var ekkert að pæla í honum. Ég pumpa bara og pumpa þar til lögreglan kemur,“ sagði Sigurður. Saksóknari tók fram að upptaka væri til af þessu símtali og þar tali Gunnar um að Karl sé dáinn og heyrist félaginn segja Gunnari að láta Karl í friði.Yfirgaf vettvanginn og fannst drukkinn Þegar lögreglan kom á vettvang hafði henni borist tilkynning um að hugsanleg henging hefði átt sér stað. Gunnar tók á móti lögreglumönnum en þegar inn var komið tóku lögreglumennirnir við endurlífgunartilraunum á Karli. Í kjölfarið yfirgaf Gunnar Örn vettvanginn en hann var síðar handtekinn við strætóbiðstöð áberandi ölvaður og með rúmlega hálfa stóra flösku af Jägermeister áfengi á sér. Saksóknari í málinu sagði Gunnar Örn hafa hringt í eiginkonu sína þegar hann yfirgaf húsið og heyrst segja: „ Sæl, elskan. Hann er dauður. Ég elska þig.“ Sagði Gunnar Örn þeim sem urðu á vegi hans að maður hefði dáið í húsi hans eftir að hafa innbyrt morfíntöflur. Við húsleit fundu lögreglumenn á Vesturlandi, auk rannsóknarlögreglumanns frá tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, reim og belti í frystikistu í eldhúsinu. Fyrr þennan sama dag hafði lögregla haft afskipti af Gunnari vegna ölvunaróláta hans. Var hann klæddur í sömu föt við handtökuna og fyrr um daginn utan þess að þá hafði hvítleit reim verið í peysu hans. Þegar reimin fannst í frystikistunni vantaði málmhólk á annan enda hennar. Sambærilegur málmhólkur fannst á fötum Karls Birgis þegar hann var afklæddur á sjúkrahúsi.Maðurinn lést á Landspítalanum fimm dögum eftir umrædda atburði á Akranesi.Þýski réttarmeinafræðingurinn Þýskur réttarmeinafræðingur kom fyrir dóm og gaf skýrslu. Hann sagði ummerki á líkama Karls Birgis auðveldlega mega tengja við kyrkingu. Við athugun á ljósopum augna Karls Birgis sást að þau brugðust ekki við ljósi sem er merki um alvarlegar heilaskemmdir. Við krufningu var heilinn tekinn að mýkjast og var heilahimna ekki greinanleg sem bendir til þess að heilinn hafi hreinlega verið hættur að starfa og óafturkræf breyting orðin á heila. Réttarmeinafræðingurinn sagði lyfjaneyslu eina og sér ekki hafa geta verið dánarorsök Karls. Með tilliti til þess að Karl Birgir var vanur alkóhólneyslu mætti auk þess gera ráð fyrir að alkóhól og lyfi hafi ekki getað valdið dauða hans. Niðurstöður rannsóknar bentu til að slíkt væri útilokað. Læknir á Landspítala Íslands hafði áður gefið skýrslu fyrir dómi og sagt frá því að tekin hefði verið ákvörðun að höfðu samráði við ættingja Karls að beita hann líknandi lífslokameðferð. Samkvæmt skilgreiningu er áhersla meðferðarinnar að draga úr einkennum og þjáningum og tryggja að sjúklingur geti dáið með reisn.Hefði verið hægt að halda lífi í honum Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi Gunnars, sagði það vera með ólíkindum að Gunnar væri ákærður fyrir manndráp í ljósi þess að það þurfti sérstaka ákvörðun og aðgerðir til að fórnarlambið gæfi upp andann. Sagði verjandinn lækninn á Landspítalanum hafa svarað því játandi að hægt hefði verið að halda lífi í Karli svo áratugum skipti með aðstoð öndunarvélar. Verjandi Gunnars spurði þýska réttarmeinafræðinginn hvort hann væri sammála því mati og svaraði hinn þýski því að það hefði verið hægt að halda lífi í Karli með tilbúnum aðferðum, sem sagt með aðstoð öndunarvélar.Ekki hægt að útiloka að Páll Óskar taki lagið Verjandi spurði þýska réttarmeinafræðinginn hvort Karl hefði getað veitt sér þessa áverka sjálfur. Svaraði réttarmeinafræðingurinn því að það væru til dæmi um sjálfskyrkingu en slík ummerki hefði ekki verið að sjá. Öll merki bentu til þess að þarna hefði verið um ytri áverka af annars völdum að ræða. Þegar verjandi spurði þýska réttarmeinafræðinginn hvort hann gæti útilokað að um sjálfskyrkingu væri að ræða svaraði sá þýski: „Ég get ekki útilokað að Páll Óskar birtist hér og syngi lag en ummerki benda öll til þess að hér sé um ummerki annars áverka að ræða.“Mikill bréfdúfuáhugamaður Gunnar Örn er mikill áhugamaður um bréfdúfur en annar bréfdúfuáhugamaður gaf skýrslu fyrir dómi í gegnum síma. Gunnar Örn sagðist hafa rætt við bréfdúfuáhugamanninn þennan umrædda föstudag á milli hálf fimm og tuttugu mínútur yfir fimm. Bréfdúfuáhugamaðurinn sagðist ekki vita nákvæmlega hvenær símtalið átti sér stað en taldi það hafa staðið yfir í sjö mínútur til eða frá. Það hafi endað þegar bréfdúfuáhugamaðurinn heyrði dyr opnast, Gunnar ganga einn einhverstaðar og tilkynna honum að þar væri maður sem andaði ekki og hann lagt á. Rannsóknarlögreglumaður á vegum tæknideildar lögreglunnar kom fyrir dóm og sagði engin gögn til hjá símfyrirtækjum sem staðfesti að umrætt símtal hafi átt sér stað.Sá ákærði á sér sögu um ítrekuð geðrofseinkenni og þekkti til að mynda ekki fjölskyldu sínu í sex mánuði árið 2005. Geðlæknir sögðu andleg veikindi hans hafa verið tímabundin og tengd neyslu örvandi efna og var hann metinn sakhæfur af geðlæknum. Vísir/GVAVar metinn sakhæfur Gunnar var látinn undirgangast geðrannsókn, sakhæfismat og greindarpróf. Hann á sögu um andleg veikindi en geðlæknar sögðu þau hafa verið tímabundin og tengd neyslu á örvandi efnum. Þá leiddi greindarpróf í ljós að hann væri ekki greindarskertur og því hvorki greind né greindarþroski ráðandi sem skýring á gjörðum hans. Var hann því metinn sakhæfur af geðlæknum en það er síðan hlutverk dómara að dæma um hvort hann sé sakhæfur í lagalegum skilningi. Verjandi benti á að Gunnar Örn eigi sögu um ítrekuð geðrofseinkenni og innlagnir á geðdeild. Árið 2005 þekkti hann til að mynda ekki fjölskyldu sína í sex mánuði og lýsti geðlæknir ástandi Gunnars með þeim hætti að honum væri hættara við að lenda í ástandi sem líktist geðklofaástandi en öðru.Gagnrýndi rannsókn lögreglu Við munnlegan málflutning taldi saksóknari framburð Gunnars fyrir dómi ekki trúverðugan. Hann sagði hann ekki samrýmast því sem hann sagði við yfirheyrslu hjá lögreglu og að hann hafi ekki verið trúverðugur miðað við gögn málsins. Sagði saksóknari það vera alveg skýrt að Karl Birgir lést þar sem miðtaugakerfið hætti að starfa í kjölfar kyrkingar og að Gunnar Örn bæri ábyrgð á því. Verjandi Gunnars var hins vegar algjörlega ósammála ákæruvaldinu. Hann taldi framburð Gunnars hafa verið trúverðugan og staðfastan. Hann sagði ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sýna fram á að Karl Birgir hafi verið á lífi þegar Gunnar Örn fór út af heimili sínum með hundinn sinn til að sinna bréfdúfunum sem hann átti þar úti í kofa. Gunnar hefði tekið eftir því þegar hann sneri aftur að ekki væri allt með feldu. Verjandinn sagði að tveir einstaklingar hefðu verið í húsnæðinu þegar Gunnar sneri til baka, Karli Birgir hinn látni og vitnið, félagi Gunnars, sem hér hefur verið nefndur Sigurður til skýringar. Gagnrýndi verjandinn rannsókn lögreglu og sagði að svo virtist sem að lögregla hafi strax í upphafi tekið ákvörðun um að Gunnar Örn hefði framið þennan verknað en litið framhjá þeim augljósum möguleika að hugsanlega hafi vitnið orðið hinum látna að bana. Hann sagði málið ekki hafa verið rannsakað frá öllum vinklum og á því beri aðeins einn aðili ábyrgð, ákæruvaldið. Þá nefndi verjandinn einnig að ekki hefði verið rannsakað hvort um sjálfsvíg væri að ræða. Þá sagði hann með ólíkindum að Gunnar væri ákærður fyrir manndráp þar sem það þurfti sérstaka ákvörðun og aðgerðir á sjúkrahúsi til að hinn látni gæfi upp andann. Sagði hann þetta eiga að leiða til þess að ákærunni væri vísað frá dómi eða þá að Gunnar yrði alfarið sýknaður í málinu. Vænta má að dómur verði kveðinn upp í málinu innan næstu tveggja vikna.
Tengdar fréttir Maðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Akranesi látinn Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um árásina. 7. október 2015 16:43 Manndráp á Akranesi: Krefst þess að verða metinn ósakhæfur Ákæra í máli ríkissaksóknara á hendur þrjátíu og sex ára karlmanni, sem sakaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana á Akranesi í október, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 23. desember 2015 12:06 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Maðurinn sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás á Akranesi látinn Hæstiréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir manninum sem er grunaður um árásina. 7. október 2015 16:43
Manndráp á Akranesi: Krefst þess að verða metinn ósakhæfur Ákæra í máli ríkissaksóknara á hendur þrjátíu og sex ára karlmanni, sem sakaður er um að hafa orðið öðrum manni að bana á Akranesi í október, var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 23. desember 2015 12:06