Sigrún fagnar því að fá fjölskylduvin í ríkisstjórn Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 7. apríl 2016 14:12 Sigrún Magnúsdóttir var sveipuð Framsóknargrænum hálsklút. Vísir/Birgir Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sér mikið eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en er ánægð með að fá Lilju Alfreðsdóttur inn í ríkisstjórn. Þetta kom fram í aukafréttatíma Stöðvar 2 sem sendur er út frá Bessastöðum í beinni. Sigrún segir að um fjölskylduvin sé að finna í Lilju enda starfaði Sigrún náið með föður hennar, Alfreð Þorsteinssyni. Alfreð var mikilsmetinn innan Framsóknarflokksins og gegndi stöðu borgarfulltrúa fram til ársins 2006. „Auðvitað erum við í sárum. Vitaskuld. Mér finnst þetta persónulegur harmleikur og auðvitað líður manni illa út af því. En lífið heldur áfram.“ Heimir Már Pétursson náði tali af Sigrúnu á Bessastöðum þar sem hún kom til ríkisráðsfundar sem haldinn verður í dag. Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Í kjölfarið mun ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar taka við. Gunnar Bragi Sveinsson verðandi fyrrum utanríkisráðherra.Vísir/BirgirÞá náði Heimir tali af Gunnari Braga Sveinssyni, fyrirrennara Lilju í starfi en hún mun taka við utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi fer í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og líst vel á það. „Ég er sáttur,“ sagði Gunnar Bragi. „Ég sé mjög eftir Sigmundi Davíð. Hann stóð sig gríðarlega vel sem ráðherra.“ Gunnar Bragi segir að Sigmundur þurfi nú að slaka á og hugsa sinn gang. Gunnar Bragi segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að honum hafi verið skipt úr utanríkisráðuneytinu. „Ég hef verið mikið í burtu og því er ekkert leiðinlegt að koma heim.“ Gunnar Bragði segist munu staðfesta nýjan búvörusamning. Spurður hvort það sé forgangsmál sagði hann: „Hann er tilbúinn.“ Bæði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra sögðust ánægð með breytingarnar sem gera þurfti á ríkisstjórninni þegar þau voru spurð af fjölmiðlum við komuna til Bessastaða. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og auðlindaráðherra sér mikið eftir Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra en er ánægð með að fá Lilju Alfreðsdóttur inn í ríkisstjórn. Þetta kom fram í aukafréttatíma Stöðvar 2 sem sendur er út frá Bessastöðum í beinni. Sigrún segir að um fjölskylduvin sé að finna í Lilju enda starfaði Sigrún náið með föður hennar, Alfreð Þorsteinssyni. Alfreð var mikilsmetinn innan Framsóknarflokksins og gegndi stöðu borgarfulltrúa fram til ársins 2006. „Auðvitað erum við í sárum. Vitaskuld. Mér finnst þetta persónulegur harmleikur og auðvitað líður manni illa út af því. En lífið heldur áfram.“ Heimir Már Pétursson náði tali af Sigrúnu á Bessastöðum þar sem hún kom til ríkisráðsfundar sem haldinn verður í dag. Þar mun Sigmundur Davíð Gunnlaugsson biðjast lausnar fyrir ríkisstjórn sína. Í kjölfarið mun ný ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar taka við. Gunnar Bragi Sveinsson verðandi fyrrum utanríkisráðherra.Vísir/BirgirÞá náði Heimir tali af Gunnari Braga Sveinssyni, fyrirrennara Lilju í starfi en hún mun taka við utanríkisráðuneytinu. Gunnar Bragi fer í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og líst vel á það. „Ég er sáttur,“ sagði Gunnar Bragi. „Ég sé mjög eftir Sigmundi Davíð. Hann stóð sig gríðarlega vel sem ráðherra.“ Gunnar Bragi segir að Sigmundur þurfi nú að slaka á og hugsa sinn gang. Gunnar Bragi segir enga sérstaka ástæðu fyrir því að honum hafi verið skipt úr utanríkisráðuneytinu. „Ég hef verið mikið í burtu og því er ekkert leiðinlegt að koma heim.“ Gunnar Bragði segist munu staðfesta nýjan búvörusamning. Spurður hvort það sé forgangsmál sagði hann: „Hann er tilbúinn.“ Bæði Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Illugi Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra sögðust ánægð með breytingarnar sem gera þurfti á ríkisstjórninni þegar þau voru spurð af fjölmiðlum við komuna til Bessastaða.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigurður Ingi til fundar við Obama Fundinn ber upp föstudaginn þrettánda maí. 7. apríl 2016 00:46 Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira
Segir Bjarna hafa verið gangandi hagsmunaárekstur og hvetur til afsagnar Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna, segir eðlilegt að fjármálaráðherra stígi til hliðar. 7. apríl 2016 11:58