Bjarni vill áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf við Framsóknarflokk Jakob Bjarnar skrifar 5. apríl 2016 16:28 Bjarni á Bessastöðum. Segir Sigmund hafa viljað þingrofsheimild til að geta hótað Sjálfstæðisflokknum. visir/anton Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands frá því að fyrir dyrum stæðu viðræður við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjarni fór fram á það við Ólaf Ragnar að fá svigrúm til þeirra viðræðna og þar yrði ákveðið hvernig næsta ríkisstjórn yrði saman sett.Hrósaði forsetanum fyrir að hafa stöðvað Sigmund Davíð Bjarni sagði inngrip forsetans í hádeginu, þá er hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til þingrofs, hafa verið mikilvægt. Hann sagðist hafa þakkað forsetanum fyrir að bregðast rétt við á viðkvæmu augnabliki þar sem það hefði verið algerlega órætt milli flokkanna að fara fram á þingrof. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson, fjármalaráðherra og formanns samstarfsflokksins í ríkisstjórn, að hann taki við sem forsætisráðherra. Þetta er samkvæmt hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem lýst hefur því yfir að hann ætli að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Fyrir liggur samþykkt þess efnis hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi hefur greint frá því að til standi að þeir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, muni hefja viðræður við Bjarna að loknum yfirstandandi fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Efni þeirra viðræðna er þá þessi hugmynd og hefur Sigurður Ingi lýst því yfir að hann sé vongóður um að Bjarni taki vel í þá hugmynd. Bjarni útskýrði að hann og forsetinn hefðu ákveðið í gær, að frumkvæði forsetans, að hittast í dag. Þar hefði hann reiknað með að eiga ræða við forsetann um atburði liðinna daga. Það hefði hins vegar breyst eftir fund Bjarna með Sigmundi Davíð í morgun.Sigmundur með tvær kröfurBjarni sagðist hafa tjáð Sigmundi Davíð á fundi þeirra í morgun að ekki yrði búið við óbreytt ástand. Sigmundur hefði sagt tvo möguleika í stöðunni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri afdráttarlaus í stuðningi sínum eða að óskað yrði eftir þingrofi. Bjarni hefði ekki verið sammála því. Bjarni hefði því óskað eftir því við forsetann að hann fengi tíma til að ræða við Sigurð Inga um tillögur Framsóknarflokksins. Hann reiknaði með því að þær viðræður færu hratt fram en lyki þó væntanlega ekki í dag. Fjármálaráðherra segist meta það þannig að hann hafi fullan stuðning síns flokks og segist jafnframt ekki gera neina kröfu um stól forsætisráðherra í viðræðunum. Hann eigi mörgum verkum ólokið í ráðuneyti sínu og vilji ljúka þeim. Bjarni var spurður hvort hann teldi að hann hefði traust þjóðarinnar en hann hefur einnig verið nefndur í Panamaskjölunum. Hann sagðist tilbúinn að gera hreint fyrir sínum dyrum, hans mál væri einfalt og allt gerst áður en hann gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins og löngu áður en hann varð ráðherra. Hann sé tilbúinn að sýna skattayfirlit verði gerð krafa þess efnis. Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins greindi Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands frá því að fyrir dyrum stæðu viðræður við Framsóknarflokkinn um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Bjarni fór fram á það við Ólaf Ragnar að fá svigrúm til þeirra viðræðna og þar yrði ákveðið hvernig næsta ríkisstjórn yrði saman sett.Hrósaði forsetanum fyrir að hafa stöðvað Sigmund Davíð Bjarni sagði inngrip forsetans í hádeginu, þá er hann neitaði Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni um heimild til þingrofs, hafa verið mikilvægt. Hann sagðist hafa þakkað forsetanum fyrir að bregðast rétt við á viðkvæmu augnabliki þar sem það hefði verið algerlega órætt milli flokkanna að fara fram á þingrof. Aðspurður hvort þetta útspil Sigmundar Davíðs hafi komið honum á óvart sagði Bjarni hann líta þannig á að Sigmundur hafi viljað hafa þingrofsheimildina til að veifa framan í fjármálaráðherra ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði staðið við það að ekki yrði unað við óbreytt ástand.Sigurður Ingi næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, hefur greint frá því að hann hafi lagt það til við Bjarna Benediktsson, fjármalaráðherra og formanns samstarfsflokksins í ríkisstjórn, að hann taki við sem forsætisráðherra. Þetta er samkvæmt hugmynd Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar sem lýst hefur því yfir að hann ætli að stíga til hliðar sem forsætisráðherra. Fyrir liggur samþykkt þess efnis hjá þingflokki Framsóknarflokksins. Sigurður Ingi hefur greint frá því að til standi að þeir Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Framsóknarflokksins, muni hefja viðræður við Bjarna að loknum yfirstandandi fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Efni þeirra viðræðna er þá þessi hugmynd og hefur Sigurður Ingi lýst því yfir að hann sé vongóður um að Bjarni taki vel í þá hugmynd. Bjarni útskýrði að hann og forsetinn hefðu ákveðið í gær, að frumkvæði forsetans, að hittast í dag. Þar hefði hann reiknað með að eiga ræða við forsetann um atburði liðinna daga. Það hefði hins vegar breyst eftir fund Bjarna með Sigmundi Davíð í morgun.Sigmundur með tvær kröfurBjarni sagðist hafa tjáð Sigmundi Davíð á fundi þeirra í morgun að ekki yrði búið við óbreytt ástand. Sigmundur hefði sagt tvo möguleika í stöðunni, að Sjálfstæðisflokkurinn væri afdráttarlaus í stuðningi sínum eða að óskað yrði eftir þingrofi. Bjarni hefði ekki verið sammála því. Bjarni hefði því óskað eftir því við forsetann að hann fengi tíma til að ræða við Sigurð Inga um tillögur Framsóknarflokksins. Hann reiknaði með því að þær viðræður færu hratt fram en lyki þó væntanlega ekki í dag. Fjármálaráðherra segist meta það þannig að hann hafi fullan stuðning síns flokks og segist jafnframt ekki gera neina kröfu um stól forsætisráðherra í viðræðunum. Hann eigi mörgum verkum ólokið í ráðuneyti sínu og vilji ljúka þeim. Bjarni var spurður hvort hann teldi að hann hefði traust þjóðarinnar en hann hefur einnig verið nefndur í Panamaskjölunum. Hann sagðist tilbúinn að gera hreint fyrir sínum dyrum, hans mál væri einfalt og allt gerst áður en hann gerðist formaður Sjálfstæðisflokksins og löngu áður en hann varð ráðherra. Hann sé tilbúinn að sýna skattayfirlit verði gerð krafa þess efnis.
Panama-skjölin Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira