Þúsund manns á dag þurfa að skipta um skoðun svo Davíð leggi Guðna að velli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. maí 2016 15:00 Guðni Th. Jóhannesson hefur afar gott forskot í kosningunum eins og staðan er í dag. Enn eru þó 30 dagar til kosninga. Vísir Guðni Th. Jóhannesson mælist með 57 prósent fylgi í tveimur skoðakönnunum sem stuðningsmenn hans annars vegar og stuðningsmenn Davíðs Oddssonar hins vegar hafa látið framkvæma fyrir sig. Davíð mælist með 22 prósent fylgi í báðum könnunum. Munurinn er 35 prósentustig þegar þrjátíu dagar eru í að landsmenn ganga til kosninga. Um 249 þúsund Íslendingar eru á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar. Kjörsókn var tæplega 70 prósent í forsetakosningunum árið 2012 og 63 prósent í kosningunum 2004. Í kosningunum 1996, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti, var kosningaþátttaka tæplega 86 prósent. Ólafur Ragnar var endurkjörinn árið 2000 og 2008 án kosninga.Andri Snær Magnason er með 11-12 prósent fylgi samkvæmt nýjustu könnunum.Vísir/ValliErfitt er að spá fyrir um nákvæmlega hver þátttaka verður í kosningunum í ár. Ekki er ólíklegt að þátttakan verði einhvers staðar á fyrrnefndu bili. Sé farinn millivegur mætti reikna með kosningaþátttöku í kringum 75 prósent sem svarar til um 187 þúsund manns. Ef miðað er við að 187 þúsund manns gangi að kjörborðinu þá svarar 35 prósentustigamunurinn í dag til rúmlega 65 þúsund manns. Helmingurinn af þessum 65 þúsund manns þyrfti því að fara af „Guðna-vagninum“ yfir á „Davíðs-vagninn“ á næstu 30 dögum, þ.e. skipta um skoðun fyrir kjördaginn þann 25. júní. Það svarar til rúmlega eitt þúsund manns á dag sem þyrftu að skipta um skoðun og kjósa Davíð í stað Guðna þann 25. júní.Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.Augljóslega þurfa enn fleiri að hætta við að kjósa Guðna og greiða öðrum forsetaframbjóðendum atkvæði svo að einhver annar en Guðni eða Davíð verði næsti forseti Íslands. Þá gætu stuðningsmenn hinna sömu einnig skipt um skoðun áður en yfir líkur en þau atkvæði sem ekki lenda hjá Davíð eða Guðna, samkvæmt nýjustu könnunum, eru 21 prósent. Í þessum pælingum að ofan, sem ætlað er að setja stöðuna í kapphlaupinu um forsetaembættið samkvæmt könnunum í samhengi, er ekki tekið tillit til þess að töluverður fjöldi verður búinn að greiða atkvæði fyrir 25. júní. Í kosningunum árið 2012 voru atkvæði utan kjörfundar rúmlega 23 prósent sem var óvenjuhátt hlutfall. Reikna má með því að vegna Evrópumótsins í Frakklandi þar sem reikna má með því að 15-20 þúsund Íslendingar verða staddir að hlutfall atkvæða utan kjörfundar í ár verði aftur nokkuð hátt. Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni er þó 22. júní og því verður stór hluti að öllum líkindum kominn til landsins 25. júní. Fróðlegt verður að sjá hvernig fram vindur en leikar gætu farið að æsast en fyrstu kappræður forsetaefna í sjónvarpi verða í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum. Kappræðurnar verða einnig í beinni útsendingu á Vísi, strax að loknum kvöldfréttum. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson mælist með 57 prósent fylgi í tveimur skoðakönnunum sem stuðningsmenn hans annars vegar og stuðningsmenn Davíðs Oddssonar hins vegar hafa látið framkvæma fyrir sig. Davíð mælist með 22 prósent fylgi í báðum könnunum. Munurinn er 35 prósentustig þegar þrjátíu dagar eru í að landsmenn ganga til kosninga. Um 249 þúsund Íslendingar eru á kjörskrá fyrir forsetakosningarnar. Kjörsókn var tæplega 70 prósent í forsetakosningunum árið 2012 og 63 prósent í kosningunum 2004. Í kosningunum 1996, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti, var kosningaþátttaka tæplega 86 prósent. Ólafur Ragnar var endurkjörinn árið 2000 og 2008 án kosninga.Andri Snær Magnason er með 11-12 prósent fylgi samkvæmt nýjustu könnunum.Vísir/ValliErfitt er að spá fyrir um nákvæmlega hver þátttaka verður í kosningunum í ár. Ekki er ólíklegt að þátttakan verði einhvers staðar á fyrrnefndu bili. Sé farinn millivegur mætti reikna með kosningaþátttöku í kringum 75 prósent sem svarar til um 187 þúsund manns. Ef miðað er við að 187 þúsund manns gangi að kjörborðinu þá svarar 35 prósentustigamunurinn í dag til rúmlega 65 þúsund manns. Helmingurinn af þessum 65 þúsund manns þyrfti því að fara af „Guðna-vagninum“ yfir á „Davíðs-vagninn“ á næstu 30 dögum, þ.e. skipta um skoðun fyrir kjördaginn þann 25. júní. Það svarar til rúmlega eitt þúsund manns á dag sem þyrftu að skipta um skoðun og kjósa Davíð í stað Guðna þann 25. júní.Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi.Augljóslega þurfa enn fleiri að hætta við að kjósa Guðna og greiða öðrum forsetaframbjóðendum atkvæði svo að einhver annar en Guðni eða Davíð verði næsti forseti Íslands. Þá gætu stuðningsmenn hinna sömu einnig skipt um skoðun áður en yfir líkur en þau atkvæði sem ekki lenda hjá Davíð eða Guðna, samkvæmt nýjustu könnunum, eru 21 prósent. Í þessum pælingum að ofan, sem ætlað er að setja stöðuna í kapphlaupinu um forsetaembættið samkvæmt könnunum í samhengi, er ekki tekið tillit til þess að töluverður fjöldi verður búinn að greiða atkvæði fyrir 25. júní. Í kosningunum árið 2012 voru atkvæði utan kjörfundar rúmlega 23 prósent sem var óvenjuhátt hlutfall. Reikna má með því að vegna Evrópumótsins í Frakklandi þar sem reikna má með því að 15-20 þúsund Íslendingar verða staddir að hlutfall atkvæða utan kjörfundar í ár verði aftur nokkuð hátt. Síðasti leikur Íslands í riðlakeppninni er þó 22. júní og því verður stór hluti að öllum líkindum kominn til landsins 25. júní. Fróðlegt verður að sjá hvernig fram vindur en leikar gætu farið að æsast en fyrstu kappræður forsetaefna í sjónvarpi verða í opinni dagskrá á Stöð 2 strax að loknum fréttum. Kappræðurnar verða einnig í beinni útsendingu á Vísi, strax að loknum kvöldfréttum.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira