Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. maí 2016 11:53 Sigmundur Davíð var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur ekki liggja á kosningum í haust. Hann var í viðtali á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Sigmundur Davíð segist hafa sagt af sér til að loka ákveðnum leiðum gagnvart þeim sem töldu sig, eftir þeim, getað sett ríkisstjórnina af. Afsögn hans var mótleikur við því. „Þó enn séu einhverjir með hugmyndir um kosningar í haust,“ sagði Sigmundur svo. Páll spurði Sigmund út í orðalag hans þar sem margir hafa gengið út frá því að kosningarnar hafi verið ákveðnar. Páll vísaði í orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannessonar, forsætisráðherra, þegar þeir sögðu frá nýrri ríkisstjórn um kosningar í haust. Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína. „Það er rétt að þeir sögðu að þeir væru reiðubúnir til að ræða það að kosningar færu fram snemma og nefndu haustið í því samhengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og einungis ef, að öll mál næðu að klárast.“ Sigmundur segir að það þurfi að vera afstaða beggja stjórnarflokkanna til að til kosninga komi. „Það sem ég heyri á fólki og ekki bara í mínum flokki, þingmönnum annarra flokka, margra annarra flokka í þinginu að menn telji ekki viturlegt að fara í kosningar akkúrat þegar við erum á þeim tímapunkt að geta farið í þessa miklu sókn.“ Sigmundur segir Bjarna aldrei hafa óskað eftir því við hann að hann segði af sér. Hann fór fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann heiðarlegan og góðan mann. Hins vegar hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkana viljað nýta sér aðstæður til þess að stokka upp í eigin flokkum. Sigmundur segist ætla að vera áfram í pólitík á meðan hann telur sig áfram geta gert gagn. Hann vonast til þess að Framsóknarmenn komi áfram til með að styðja sig í embætti formanns flokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur ekki liggja á kosningum í haust. Hann var í viðtali á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Sigmundur Davíð segist hafa sagt af sér til að loka ákveðnum leiðum gagnvart þeim sem töldu sig, eftir þeim, getað sett ríkisstjórnina af. Afsögn hans var mótleikur við því. „Þó enn séu einhverjir með hugmyndir um kosningar í haust,“ sagði Sigmundur svo. Páll spurði Sigmund út í orðalag hans þar sem margir hafa gengið út frá því að kosningarnar hafi verið ákveðnar. Páll vísaði í orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannessonar, forsætisráðherra, þegar þeir sögðu frá nýrri ríkisstjórn um kosningar í haust. Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína. „Það er rétt að þeir sögðu að þeir væru reiðubúnir til að ræða það að kosningar færu fram snemma og nefndu haustið í því samhengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og einungis ef, að öll mál næðu að klárast.“ Sigmundur segir að það þurfi að vera afstaða beggja stjórnarflokkanna til að til kosninga komi. „Það sem ég heyri á fólki og ekki bara í mínum flokki, þingmönnum annarra flokka, margra annarra flokka í þinginu að menn telji ekki viturlegt að fara í kosningar akkúrat þegar við erum á þeim tímapunkt að geta farið í þessa miklu sókn.“ Sigmundur segir Bjarna aldrei hafa óskað eftir því við hann að hann segði af sér. Hann fór fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann heiðarlegan og góðan mann. Hins vegar hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkana viljað nýta sér aðstæður til þess að stokka upp í eigin flokkum. Sigmundur segist ætla að vera áfram í pólitík á meðan hann telur sig áfram geta gert gagn. Hann vonast til þess að Framsóknarmenn komi áfram til með að styðja sig í embætti formanns flokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira