Andri Snær ætlar ekki að standa í vegi fyrir gröfunni Erla Björg Gunnarsdóttir og Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifa 3. júní 2016 10:00 Andri Snær segir hans pólitísku eldskírn hafa verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu. vísir/anton brink Forsetaframbjóðendurnir þrír, Andri Snær Magnússon, Ástþór Magnússon og Guðrún Margrét Pálsdóttir ræddu um hvar þau standa á pólitíska ásnum, til hægri eða vinstri, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Guðrún sagðist ekki vera pólitísk, Ástþór sagðist þverpólitískur en Andri Snær sagðist mjög pólitískur og bæði hafa verið kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. Þannig mætti kalla hann frjálshyggjukommúnista. Þó myndi hann ekki vilja vera virkur á pólitíska sviðinu í embætti forseta og þótt margir tryðu því, þá myndi hann ekki standa í vegi fyrir gröfum í framkvæmdum þótt landvernd sé eitt af hans baráttumálum. „Ég er mjög pólitískur. Hef skýra sýn í mörgum málum en ekki verið bundinn við flokk. Ég er mjög hlynntur sterku velferðarkerfi og því að við grípum alla og sinnum öllum sem þurfa á að halda,“ segir Andri og að hans pólitíska eldskírn hafi verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu.Kallaður kommúnisti fyrir frelsishugsjón „Ég fór á móti þessari hugsun með hugmynd um nýsköpun og frumkvæði einstaklings og mátt hugmyndanna og hvað fólkið og atvinnulífið er í raun sterkt. Og hvað menn voru að vanmeta þekkingu okkar, hugkvæmni og menntun gagnvart þessari einu ríkisframkvæmd sem var sögð forsenda framtíðarinnar. Þetta var hákapítalísk hugsun hjá mér og fékk fyrir það frelsisverðlaun SUS,“ segir Andri frá og bendir á ríkið geti ekki skipulagt hvaðan hugmyndir koma. „Ég fór gegn ríkisskrímsli í rauninni, með hugmyndir um margar litlar hugmyndir og var kallaður kommúnisti og öfgamaður fyrir það. Sem er áhugaverð þversögn,“ segir hann.Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust í föstudagsviðtalinu og ræddu framboð sitt til forseta. vísir/Anton Brink Forsetinn gegn spillingu Ástþór segir forseta eiga að beita sér gegn spillingu. „Í þessu pólitíska völundarhúsi leynast ýmis skúmaskot. Það leynist spilling víða bæði til hægri og vinstri. Forsetinn þarf að geta beygt í allar áttir til að lýsa þetta upp og færa birtu í þetta skúmaskot svo við fáum betra Ísland. Ég er allt í þessu, til hægri og vinstri. Miðjumaður. Auðvitað er ég pólitískur – forsetinn er pólitískt embætti. En ég er þverpólitískur.“Frelsi til athafna Guðrún segist aldrei hafa verið flokksbundin og staðsetur sig til miðju. „Ég vil náttúrulega sjá gott velferðarkerfi og frelsi til athafna. Þannig að ég er þarna í miðjunni.“ Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira
Forsetaframbjóðendurnir þrír, Andri Snær Magnússon, Ástþór Magnússon og Guðrún Margrét Pálsdóttir ræddu um hvar þau standa á pólitíska ásnum, til hægri eða vinstri, í föstudagsviðtali Fréttablaðsins. Guðrún sagðist ekki vera pólitísk, Ástþór sagðist þverpólitískur en Andri Snær sagðist mjög pólitískur og bæði hafa verið kenndur við frjálshyggju og kommúnisma. Þannig mætti kalla hann frjálshyggjukommúnista. Þó myndi hann ekki vilja vera virkur á pólitíska sviðinu í embætti forseta og þótt margir tryðu því, þá myndi hann ekki standa í vegi fyrir gröfum í framkvæmdum þótt landvernd sé eitt af hans baráttumálum. „Ég er mjög pólitískur. Hef skýra sýn í mörgum málum en ekki verið bundinn við flokk. Ég er mjög hlynntur sterku velferðarkerfi og því að við grípum alla og sinnum öllum sem þurfa á að halda,“ segir Andri og að hans pólitíska eldskírn hafi verið þegar stærsta ríkisframkvæmd Íslandssögunnar var í uppsiglingu.Kallaður kommúnisti fyrir frelsishugsjón „Ég fór á móti þessari hugsun með hugmynd um nýsköpun og frumkvæði einstaklings og mátt hugmyndanna og hvað fólkið og atvinnulífið er í raun sterkt. Og hvað menn voru að vanmeta þekkingu okkar, hugkvæmni og menntun gagnvart þessari einu ríkisframkvæmd sem var sögð forsenda framtíðarinnar. Þetta var hákapítalísk hugsun hjá mér og fékk fyrir það frelsisverðlaun SUS,“ segir Andri frá og bendir á ríkið geti ekki skipulagt hvaðan hugmyndir koma. „Ég fór gegn ríkisskrímsli í rauninni, með hugmyndir um margar litlar hugmyndir og var kallaður kommúnisti og öfgamaður fyrir það. Sem er áhugaverð þversögn,“ segir hann.Andri Snær, Guðrún og Ástþór mættust í föstudagsviðtalinu og ræddu framboð sitt til forseta. vísir/Anton Brink Forsetinn gegn spillingu Ástþór segir forseta eiga að beita sér gegn spillingu. „Í þessu pólitíska völundarhúsi leynast ýmis skúmaskot. Það leynist spilling víða bæði til hægri og vinstri. Forsetinn þarf að geta beygt í allar áttir til að lýsa þetta upp og færa birtu í þetta skúmaskot svo við fáum betra Ísland. Ég er allt í þessu, til hægri og vinstri. Miðjumaður. Auðvitað er ég pólitískur – forsetinn er pólitískt embætti. En ég er þverpólitískur.“Frelsi til athafna Guðrún segist aldrei hafa verið flokksbundin og staðsetur sig til miðju. „Ég vil náttúrulega sjá gott velferðarkerfi og frelsi til athafna. Þannig að ég er þarna í miðjunni.“
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01 Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00 Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Sjá meira
Hafa öll verið bænheyrð Hvað myndu Andri Snær, Guðrún og Ástþór gera ef þau væru forseti í einn dag? 3. júní 2016 00:01
Ástþór segist ekki vera efnaður maður "Í dag lifi ég hálfgerðu meinlætalífi og sakna einskis.“ 3. júní 2016 14:00
Tók Guðrúnu þrjá daga að taka ákvörðun Segist ekki finna fyrir að vera orðin þekkt á Íslandi eftir að hún ákvað að bjóða sig fram. 3. júní 2016 13:00