Bjarni Benediktsson: Ekki upphafið að endalokum ESB en áherslur samvinnunnar munu breytast Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. júní 2016 11:01 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Anton Brink Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra telur að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni hafa lítil áhrif hér á Íslandi til skamms tíma. Til lengri tíma þurfi Ísland hins vegar nýtt form fyrir samstarf sitt við Bretland. Þá telur hann útgöngu Breta ekki upphafið að endalokum ESB heldur muni áherslurnar í Evrópusamvinnunni breytast. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að það geti mjög góðir hlutir komið út úr því fyrir Ísland þar sem Bretland mun hafa mun meira frelsi til þess að semja á sínum forsendum við ríki eins og Ísland án allra málamiðlana við Evrópusambandsríkin,“ segir Bjarni í samtali við Vísi.Óraunhæft að ræða um inngöngu Íslands í ESB Hann segir að umræða um inngöngu Íslands í ESB sé algjörlega óraunhæf við þær aðstæður sem uppi eru í sambandinu. „Ég vil þó halda því til haga að það geta komið út úr þessu hlutir sem gætu breytt Evrópusambandinu. Eitt Evrópusamband þar sem allir gangast undir allt er óraunhæf hugmynd. Horfum bara í kringum okkur og hver niðurstaðan er í dag? Hún er svo að við erum með lönd eins og Ísland sem eru þátttakendur í innri markaðinum en hvorki með aðild að Evrópuþinginu né myntsambandinu en þó í Schengen. Svo eru lönd sem eru fullgildir meðlimir í ESB en ekki í myntsambandinu og ekki í Schengen,“ segir Bjarni og bendir á að önnur ríki, og þá sérstaklega þau sem hafa komið síðar inn í sambandið, hafi þurft að kyngja öllum matseðlinum, eins og hann orðar það.Evrópusamvinnan til endurskoðunar „Það hefur alltaf bara verið tímaspursmál í mínum huga hvenær leiðtogar Evrópuríkjanna ætluðu að viðurkenna það að Evrópusamvinnan myndi fara eftir mismunandi brautum þar sem menn gætu dálítið valið sér hversu djúpt þeir vildu fara í samstarf við önnur ríki og hversu hratt þeir vildu fara.“ Bjarni segir mikilvægt muna að Bretland er ekki farið úr ESB. Útganga landsins sem tekur talsvert langan tíma, eða um tvö ár, og á þeim tíma mun Bretland láta reyna á nýtt og endurnýjað samstarf við aðildarríkin. „Það má þess vegna segja að Evrópusamvinnan sjálf sé á vissan hátt til ákveðinnar endurskoðunar. Bretland er eitt af kjarnaríkjum Evrópusamvinnunnar og nú liggur fyrir að það vill semja upp á nýtt um samskiptin og leggja áherslu á að hverfa aftur til kjarnans.“Kjarni Evrópusamvinnunnar ekki verið undir gagnrýni Að mati Bjarna er þetta ekki upphafið að endalokum Evrópusambandsins. „Jafnvel hörðustu gagnrýnendur ESB vilja leggja áherslu á samvinnu, frjáls viðskipti, það að tryggja frið, virkja lýðræðið og að efla evrópsk viðskipti. Þessi kjarni Evrópusamvinnunnar hefur ekki verið undir gagnrýni. Þvert á móti held ég að þetta gefi mönnum tilefni til þess að staldra við og spyrja sig hvort það sé ekki kominn tími til að huga að þessu kjarnahlutverki. Ég held að Evrópusamvinnan sé alls ekki að liðast í sundur heldur munu áherslurnar breytast,“ segir Bjarni. Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Fólkið á Facebook fagnar hóflega eða fordæmir Brexit Gamla fólkið er sagt ákvarða framtíð hinna ungu. Fasistar og öfgamenn eru sagðir fagna. 24. júní 2016 10:39 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármála-og efnahagsráðherra telur að útganga Bretlands úr Evrópusambandinu muni hafa lítil áhrif hér á Íslandi til skamms tíma. Til lengri tíma þurfi Ísland hins vegar nýtt form fyrir samstarf sitt við Bretland. Þá telur hann útgöngu Breta ekki upphafið að endalokum ESB heldur muni áherslurnar í Evrópusamvinnunni breytast. „Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að það geti mjög góðir hlutir komið út úr því fyrir Ísland þar sem Bretland mun hafa mun meira frelsi til þess að semja á sínum forsendum við ríki eins og Ísland án allra málamiðlana við Evrópusambandsríkin,“ segir Bjarni í samtali við Vísi.Óraunhæft að ræða um inngöngu Íslands í ESB Hann segir að umræða um inngöngu Íslands í ESB sé algjörlega óraunhæf við þær aðstæður sem uppi eru í sambandinu. „Ég vil þó halda því til haga að það geta komið út úr þessu hlutir sem gætu breytt Evrópusambandinu. Eitt Evrópusamband þar sem allir gangast undir allt er óraunhæf hugmynd. Horfum bara í kringum okkur og hver niðurstaðan er í dag? Hún er svo að við erum með lönd eins og Ísland sem eru þátttakendur í innri markaðinum en hvorki með aðild að Evrópuþinginu né myntsambandinu en þó í Schengen. Svo eru lönd sem eru fullgildir meðlimir í ESB en ekki í myntsambandinu og ekki í Schengen,“ segir Bjarni og bendir á að önnur ríki, og þá sérstaklega þau sem hafa komið síðar inn í sambandið, hafi þurft að kyngja öllum matseðlinum, eins og hann orðar það.Evrópusamvinnan til endurskoðunar „Það hefur alltaf bara verið tímaspursmál í mínum huga hvenær leiðtogar Evrópuríkjanna ætluðu að viðurkenna það að Evrópusamvinnan myndi fara eftir mismunandi brautum þar sem menn gætu dálítið valið sér hversu djúpt þeir vildu fara í samstarf við önnur ríki og hversu hratt þeir vildu fara.“ Bjarni segir mikilvægt muna að Bretland er ekki farið úr ESB. Útganga landsins sem tekur talsvert langan tíma, eða um tvö ár, og á þeim tíma mun Bretland láta reyna á nýtt og endurnýjað samstarf við aðildarríkin. „Það má þess vegna segja að Evrópusamvinnan sjálf sé á vissan hátt til ákveðinnar endurskoðunar. Bretland er eitt af kjarnaríkjum Evrópusamvinnunnar og nú liggur fyrir að það vill semja upp á nýtt um samskiptin og leggja áherslu á að hverfa aftur til kjarnans.“Kjarni Evrópusamvinnunnar ekki verið undir gagnrýni Að mati Bjarna er þetta ekki upphafið að endalokum Evrópusambandsins. „Jafnvel hörðustu gagnrýnendur ESB vilja leggja áherslu á samvinnu, frjáls viðskipti, það að tryggja frið, virkja lýðræðið og að efla evrópsk viðskipti. Þessi kjarni Evrópusamvinnunnar hefur ekki verið undir gagnrýni. Þvert á móti held ég að þetta gefi mönnum tilefni til þess að staldra við og spyrja sig hvort það sé ekki kominn tími til að huga að þessu kjarnahlutverki. Ég held að Evrópusamvinnan sé alls ekki að liðast í sundur heldur munu áherslurnar breytast,“ segir Bjarni.
Brexit Tengdar fréttir Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43 Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55 Fólkið á Facebook fagnar hóflega eða fordæmir Brexit Gamla fólkið er sagt ákvarða framtíð hinna ungu. Fasistar og öfgamenn eru sagðir fagna. 24. júní 2016 10:39 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Sigmundur Davíð segir útgöngu Breta úr ESB upphaf að enn meiri breytingum Nú í kjölfar atkvæðagreiðslunnar skipti það alla miklu máli að það gangi vel að vinda ofan af áformum um aukið yfirþjóðlegt vald. 24. júní 2016 09:43
Seðlabanki Íslands: Áhrif Brexit á Ísland líklega neikvæð en ekki veruleg Seðlabankinn segir í minnisblaði sínu að áhrifin á Ísland lýsi sér sennilega helst í samdrætti í útflutningi sjávarafurða og aðsókn ferðamanna. 24. júní 2016 09:55
Fólkið á Facebook fagnar hóflega eða fordæmir Brexit Gamla fólkið er sagt ákvarða framtíð hinna ungu. Fasistar og öfgamenn eru sagðir fagna. 24. júní 2016 10:39