„Krónan okkar versti óvinur" Una Sighvatsdóttir skrifar 1. október 2016 12:49 Þorlákshöfn Rósa Íslenska krónan hefur verið að styrkjast töluvert á þessu ári sem hefur áhrif á rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækja, eins og í sjávarútvegi. Uppsögn rúmlega þrjátíu starfsmanna Frostsfisks í Þorlákshöfn er bein viðbrögð við þessu breytta umhverfi að sögn Steingríms Leifssonar forstjóra fyrirtækisins. Byrjaði að halla undan fæti eftir Brexit „Við erum að draga saman seglin og segja upp mannskap til þess að verja okkur fyrir íslensku krónunni. Íslenska króan er sterk og í fyrirsjáanlegri framtíð höldum við að íslenska krónan verði sterk, sem þýðir auðvitað bara minni tekjur fyrir okkur. Á sama tíma hafa laun hækkað um og yfir 20% þannig að við þurfum að fækka fólki og undirbúa það að vinna minni fisk.“ Steingrímur segir að byrjað hafi að halla verulega undan fæti hjá tekjum fyrirtækisins eftir að pundið féll í júlí vegna Brexit. „Krónan er erfið og hefur alltaf verið mjög erfið og nú er krónan okkar versti óvinur. Svoleiðis hefur það verið í sjávarútveginum. Eitt árið er krónan veik og annað árið er hún mjög sterk og við þurfum bara að vera tilbúin að laga okkur að breyttu landslagi á hverjum tíma, segir Steingrímur.Áhrif á fjölda heimila í bænum Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss segir að þeir sem misstu vinnuna í gær sé að stærstum hluta heimamenn. „Það er nú þannig að flestir þeir sem starfa hér við fiskvinnslu eru búsettir hér í Þorlákshöfn. Þannig að þetta hefur veruleg áhrif á fjölda heimila hér í bæ. Þetta er þungt högg fyrir þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus, það er alveg ljóst. Við höfum horft fram á neikvæða þróun hér síðustu ár bæði í útgerð og vinnslu sjávarafurða og þetta er bara verið að bera í bakkafullan læk í þeim efnum.“ Bæjarfélagið hefur að sögn Gunnsteins engin vopn í höndum til að bregðast við með mótvægisaðgerðum en vonir standi til að ríkisvaldið geti með samstilltu átaki mildað höggið sem styrking krónu hafi á starfsfólk í sjávarútvegi. „Það er í sjálfu sér það eina sem við getum gert núna, að sjá hvernig þetta þróast og vona það besta. Vona það að atvinnuástandið hér í bæ batni og rekstur þessa fyrirtækis og annarra eflist.“ Brexit Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Íslenska krónan hefur verið að styrkjast töluvert á þessu ári sem hefur áhrif á rekstrargrundvöll útflutningsfyrirtækja, eins og í sjávarútvegi. Uppsögn rúmlega þrjátíu starfsmanna Frostsfisks í Þorlákshöfn er bein viðbrögð við þessu breytta umhverfi að sögn Steingríms Leifssonar forstjóra fyrirtækisins. Byrjaði að halla undan fæti eftir Brexit „Við erum að draga saman seglin og segja upp mannskap til þess að verja okkur fyrir íslensku krónunni. Íslenska króan er sterk og í fyrirsjáanlegri framtíð höldum við að íslenska krónan verði sterk, sem þýðir auðvitað bara minni tekjur fyrir okkur. Á sama tíma hafa laun hækkað um og yfir 20% þannig að við þurfum að fækka fólki og undirbúa það að vinna minni fisk.“ Steingrímur segir að byrjað hafi að halla verulega undan fæti hjá tekjum fyrirtækisins eftir að pundið féll í júlí vegna Brexit. „Krónan er erfið og hefur alltaf verið mjög erfið og nú er krónan okkar versti óvinur. Svoleiðis hefur það verið í sjávarútveginum. Eitt árið er krónan veik og annað árið er hún mjög sterk og við þurfum bara að vera tilbúin að laga okkur að breyttu landslagi á hverjum tíma, segir Steingrímur.Áhrif á fjölda heimila í bænum Gunnsteinn Ómarsson bæjarstjóri Ölfuss segir að þeir sem misstu vinnuna í gær sé að stærstum hluta heimamenn. „Það er nú þannig að flestir þeir sem starfa hér við fiskvinnslu eru búsettir hér í Þorlákshöfn. Þannig að þetta hefur veruleg áhrif á fjölda heimila hér í bæ. Þetta er þungt högg fyrir þorlákshöfn og sveitarfélagið Ölfus, það er alveg ljóst. Við höfum horft fram á neikvæða þróun hér síðustu ár bæði í útgerð og vinnslu sjávarafurða og þetta er bara verið að bera í bakkafullan læk í þeim efnum.“ Bæjarfélagið hefur að sögn Gunnsteins engin vopn í höndum til að bregðast við með mótvægisaðgerðum en vonir standi til að ríkisvaldið geti með samstilltu átaki mildað höggið sem styrking krónu hafi á starfsfólk í sjávarútvegi. „Það er í sjálfu sér það eina sem við getum gert núna, að sjá hvernig þetta þróast og vona það besta. Vona það að atvinnuástandið hér í bæ batni og rekstur þessa fyrirtækis og annarra eflist.“
Brexit Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira