Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. apríl 2017 10:54 Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn, en þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem eldur kemur upp í verksmiðjunni. vísir/vilhelm Óvíst er hvenær hægt verður að hefja framleiðslu í United Silicon í Helguvík á ný eftir eldsvoða í verksmiðjunni í nótt, segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verið er að meta tjónið sem hlaust af. „Við vitum ekki hver staðan á tjóninu er, en þetta er þannig tjón að framleiðsla stöðvast. Það eru hér menn frá slökkviliði og lögreglu og allir aðilar á staðnum að fara yfir hlutina, en þð er ekki komin nein niðurstaða,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem sérstakt duft sem notað er á eld sem þennan kláraðist. Nokkrir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en enginn í ofnhúsinu. Engan sakaði í eldsvoðanum. „Þetta kviknar á efstu hæð og þar eru menn ekki að jafnaði. Það er farið í ákveðin verk en þarna er engin föst starfstöð,“ segir Kristleifur.Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn Starfsmaður United Silicon varð var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn, áður en Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni fyrir tveimur vikum þegar eldur kom upp í vörubrettum.VÍSIR/SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSONFyrir sléttum tveimur vikum kom upp eldur í verksmiðjunni, en þá hafði kviknað í vörubrettum fyrir utan. Starfsfólki tókst sjálfu að slökkva eldinn en slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í síðustu glæðunum. Kristleifur segir það ekki algengt að eldur kvikni í verksmiðjunni. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búin að fá skammtinn okkar,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir að enginn starfsmaður verksmiðjunnar hafi verið í hættu í nótt. Það sé þó vissulega hættulegt þegar eldur kemur upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en málið er í rannsókn. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Óvíst er hvenær hægt verður að hefja framleiðslu í United Silicon í Helguvík á ný eftir eldsvoða í verksmiðjunni í nótt, segir Kristleifur Andrésson, yfirmaður öryggis- og umhverfismála hjá United Silicon. Verið er að meta tjónið sem hlaust af. „Við vitum ekki hver staðan á tjóninu er, en þetta er þannig tjón að framleiðsla stöðvast. Það eru hér menn frá slökkviliði og lögreglu og allir aðilar á staðnum að fara yfir hlutina, en þð er ekki komin nein niðurstaða,“ segir Kristleifur í samtali við Vísi. Eldurinn kom upp um klukkan fjögur í nótt í ofnhúsi verksmiðjunnar á efstu hæð, en eldurinn teygði sig í þrjár hæðir hússins. Erfiðlega gekk að ráða niðurlögum eldsins þar sem sérstakt duft sem notað er á eld sem þennan kláraðist. Nokkrir starfsmenn voru í verksmiðjunni, þar sem unnið er á vöktum allan sólarhringinn, en enginn í ofnhúsinu. Engan sakaði í eldsvoðanum. „Þetta kviknar á efstu hæð og þar eru menn ekki að jafnaði. Það er farið í ákveðin verk en þarna er engin föst starfstöð,“ segir Kristleifur.Starfsmenn reyndu sjálfir að slökkva eldinn Starfsmaður United Silicon varð var við eldinn og gerði slökkviliði viðvart. Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn, áður en Brunavarnir Suðurnesja komu á staðinn.Mikinn reyk lagði frá verksmiðjunni fyrir tveimur vikum þegar eldur kom upp í vörubrettum.VÍSIR/SÓLMUNDUR FRIÐRIKSSONFyrir sléttum tveimur vikum kom upp eldur í verksmiðjunni, en þá hafði kviknað í vörubrettum fyrir utan. Starfsfólki tókst sjálfu að slökkva eldinn en slökkviliðið var fengið til þess að slökkva í síðustu glæðunum. Kristleifur segir það ekki algengt að eldur kvikni í verksmiðjunni. „Ég ætla bara rétt að vona að við séum búin að fá skammtinn okkar,“ segir hann. Jón Guðlaugsson, slökkviliðsstjóri á Suðurnesjum, segir að enginn starfsmaður verksmiðjunnar hafi verið í hættu í nótt. Það sé þó vissulega hættulegt þegar eldur kemur upp í svona verksmiðju þar sem málmar og eldfim efni eru á staðnum. Tólf slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja tóku þátt í slökkvistarfinu. Eldsupptök eru enn sem komið er ókunn en málið er í rannsókn.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47