Skrá áhafnir úti og greiða laun undir lögboðnu lágmarki Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2017 18:52 Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. Primera Air Nordic er hluti af Primer Air samstæðunni og flýgur frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Síðastliðin tvö ár hafa ASÍ og Flugfreyjufélag Íslands þrýst á Primera Air að gera kjarasamninga við áhafnir flugfélagsins. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞFlugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. „Þetta er ótímabundin vinnustöðvun sem hefst 15. september næstkomandi. Við vonumst til þess að sá tími verði nýttur til að gera kjarasamninga við þessa flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.Erlendu starfsmennirnir hjá Primera Air Nordic eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og laun þeirra eru langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér, eins og Icelandair og Wow Air. Primera kemst upp með þetta því áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og áhafnir eru verktakar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti vegna tveggja mála gegn Ryan Air sem bíða afgreiðslu dómstólsins að um kjarasamninga flugáhafnar gildi reglur lands sem flogið er frá og starfið er innt af hendi. ASÍ hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin viðurkenni að starfsemi Primera Air Nordic sé ekki lögleg samkvæmt íslenskum og evrópskum flugreglum. ASÍ hefur líka átt samskipti velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands vegna málsins en þessar stofnanir hafa ekki brugðist við ítrekuðum kröfum sambandsins. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld fallist á að flugáhafnir Primera Air Nordic hafi ekki heimahöfn hér á Íslandi. Þar með er viðurkennt að flugáhafnir hjá þessu flugfélagi njóti ekki sömu réttinda og flugáhafnir hjá Icelandair og Wow Air. „Þeir hafa ekki brugðist við þrátt fyrir að við teljum að það sé fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að erlend fyrirtæki sem starfa í íslensku efnahagslífi, fljúgandi eða hvað þau eru að gera, að þau fylgi íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum. Það hefur okkur ekki tekist að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja eða fylgja eftir,“ segir Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ. Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Vinnumálastofnun, velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands hafa ekki brugðist við ítrekuðum ábendingum ASÍ um að brotið sé á réttindum flugfreyja og flugþjóna hjá Primera Air. Flugfreyjufélag Íslands samþykkti einróma í dag verkfall hjá Primera Air frá 15. septemer næstkomandi. Primera Air Nordic er hluti af Primer Air samstæðunni og flýgur frá Íslandi undir flugrekstrarleyfi sem skráð er í Lettlandi. Félagið flýgur fyrir íslenskar ferðaskrifstofur og flugfreyju- og þjónar um borð í vélum félagsins eru flest frá Lettlandi. Síðastliðin tvö ár hafa ASÍ og Flugfreyjufélag Íslands þrýst á Primera Air að gera kjarasamninga við áhafnir flugfélagsins. Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags ÍslandsVísir/ÞÞFlugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja og flugþjóna um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. „Þetta er ótímabundin vinnustöðvun sem hefst 15. september næstkomandi. Við vonumst til þess að sá tími verði nýttur til að gera kjarasamninga við þessa flugliða,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.Erlendu starfsmennirnir hjá Primera Air Nordic eru ráðnir í gegnum starfsmannaleigu á Guernsey og laun þeirra eru langt undir lágmarkskjörum í kjarasamningum við önnur flugfélög hér, eins og Icelandair og Wow Air. Primera kemst upp með þetta því áhafnirnar eru ekki skráðar með heimahöfn á Íslandi og áhafnir eru verktakar. Aðallögsögumaður Evrópudómstólsins telur í áliti vegna tveggja mála gegn Ryan Air sem bíða afgreiðslu dómstólsins að um kjarasamninga flugáhafnar gildi reglur lands sem flogið er frá og starfið er innt af hendi. ASÍ hefur óskað eftir því við Vinnumálastofnun að stofnunin viðurkenni að starfsemi Primera Air Nordic sé ekki lögleg samkvæmt íslenskum og evrópskum flugreglum. ASÍ hefur líka átt samskipti velferðarráðuneytið og Flugmálastjórn Íslands vegna málsins en þessar stofnanir hafa ekki brugðist við ítrekuðum kröfum sambandsins. Svo virðist sem íslensk stjórnvöld fallist á að flugáhafnir Primera Air Nordic hafi ekki heimahöfn hér á Íslandi. Þar með er viðurkennt að flugáhafnir hjá þessu flugfélagi njóti ekki sömu réttinda og flugáhafnir hjá Icelandair og Wow Air. „Þeir hafa ekki brugðist við þrátt fyrir að við teljum að það sé fyrst og fremst skylda íslenskra stjórnvalda að sjá til þess að erlend fyrirtæki sem starfa í íslensku efnahagslífi, fljúgandi eða hvað þau eru að gera, að þau fylgi íslenskum lögum og íslenskum kjarasamningum. Það hefur okkur ekki tekist að fá íslensk stjórnvöld til að samþykkja eða fylgja eftir,“ segir Magnús M. Norðdahl aðallögfræðingur ASÍ.
Tengdar fréttir Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Flugfreyjur samþykkja verkfall í vélum Primera Air með öllum greiddum atkvæðum Flugfreyjufélag Íslands samþykkti í dag verkfall flugfreyja um borð í vélum Primera Air Nordic með öllum greiddum atkvæðum. 9. maí 2017 15:56