Hanna greindist 41 árs með Parkinson: „Ég læt ekkert stöðva mig“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. ágúst 2017 10:00 Hanna Vilhjálmsdóttir var greind með Parkinsonsjúkdóminn fyrir tveimur árum Úr einkasafni Hanna Vilhjálmsdóttir var aðeins 41 árs gömul þegar hún var greind með Parkinsonsjúkdóminn. Hún lætur ekkert stöðva sig og hleypur til styrktar Parkinsonsamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi, tveimur árum eftir greiningu. Hanna, sem er tveggja barna móðir, stundar köfun og tekur þátt í björgunarstörfum hjá Landsbjörgu. Hanna var greind með Parkinsonsjúkdóminn í ágúst árið 2015. Læknar sem fóru yfir hennar sjúkrasögu telja að hún hafi verið með einkenni sjúkdómsins í fjögur ár án þess að átta sig á ástæðunni. „Eftir því sem ég best veit er þetta ekki mjög algengt, eitthvað í kringum 10 prósent greinast svona ungir,“ segir Hanna í samtali við Vísi. „Sjúkdómurinn var farinn að hafa mikil áhrif á mitt daglega líf áður en ég greinist, mína hreyfigetu og líkamlega heilsu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri Parkinson, ég hélt að þetta væri tengt klemmdri taug í baki. Mig grunaði aldrei að ég væri með þennan sjúkdóm.“ Eftir greininguna komst Hanna fljótt inn í gott teymi á Landsspítalanum og tókst að draga mikið úr hennar einkennum með aðstoð lyfjagjafar. „Lyfin hafa breytt heilmiklu fyrir mig. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig þar sem á þessum tíma var það augljóst að ég væri með þennan sjúkdóm, frá því að ég leita á Landspítalann liðu tvær vikur þangað til ég var komin með greiningu.“Hanna við Köfun.Hanna VilhjálmsdóttirLífið heldur áframHanna er mjög spennt fyrir því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en hún hleypur þar þrjá kílómetra. Á síðasta ári tók Hanna líka þátt og hljóp með dóttur sinni og safnaði þá einnig áheitum fyrir Parkinsonsamtökin.Mér fannst þetta alveg frábært. Maður er að leggja sitt af mörkum og að sýna að það er hægt að taka þátt í lífinu þó að maður greinist með þennan sjúkdóm. Lífið heldur áfram. Hanna segir að Parkinsonsamtökin vinni mjög gott starf og séu mikilvægt stuðningsnet fyrir þá sem eru greindir með sjúkdóminn. Þau vita miklu meira en maður sjálfur þegar maður greinist. „Ég vildi láta gott af mér leiða og gefa til baka fyrir allt sem var gert fyrir mig. Samtökin styðja svo vel við bakið á okkur sem erum með þennan sjúkdóm og einnig aðstandendur. Ég er í svokölluðum unglingahóp sem samtökin stofnuðu fyrir okkur sem erum í yngri kantinum og það hefur eflt okkur í að lifa með þessum sjúkdómi.“Nýtur þess að vera í sjónumSkömmu áður en Hanna fékk greininguna byrjaði hún að stunda köfun og er hún virkur félagi í Sportkafarafélagi Íslands í dag. „Ég var fertug þegar ég byrjaði. Ég er núna bæði í fríköfun og sportköfun og nýt þess að vera í sjónum.“ Í sportköfun er kafað með súrefnistank og annan búnað. Í fríköfun er kafað án nokkurs búnaðar og aðeins kafað í stuttan tíma í einu. „Þú æfir þannig andardrátt og slökun en ert aldrei niðri í nema eina til eina og hálfa mínútu, það fer eftir því í hversu góðu formi maður er,“ útskýrir Hanna. Hún var áður mikil útivistarkona og hefur verið í björgunarsveit Landsbjargar í rúm sex ár og er núna í svæðisstjórn. Hanna er með réttindi sem leitar- og björgunarkafari. „Daglegu áhrif sjúkdómsins eru þau að þó ég geti lifað sem eðlilegustu lífi þá þreytist ég fyrr og ákveðnar takmarkanir sem ég þarf að setja mér með heilsuna til hliðsjónar. Ég er samt kafari og er í björgunarsveit, svo finnst mér líka gaman að ferðast. Ég læt þennan sjúkdóm ekki stjórna mínu lífi en hann hefur samt áhrif á mitt líf.“ Hanna segir að sjúkdómsgreiningin hafi breytt hennar viðhorfi til lífsins. „Ég lifi lífinu en ég fresta engu. Ég geri það sem mig langar því að maður veit aldrei hvað gerist á morgun eða eftir ár. Þessi sjúkdómur er einstaklingsbundinn og því veit ég ekki hvernig ég verð eftir 10 ár, kannski verð ég alveg eins en kannski verð ég mun verri. Ég nýt því lífsins bara.“Hér má finna áheitasíðu Hönnu. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Hanna Vilhjálmsdóttir var aðeins 41 árs gömul þegar hún var greind með Parkinsonsjúkdóminn. Hún lætur ekkert stöðva sig og hleypur til styrktar Parkinsonsamtakanna í Reykjavíkurmaraþoninu um næstu helgi, tveimur árum eftir greiningu. Hanna, sem er tveggja barna móðir, stundar köfun og tekur þátt í björgunarstörfum hjá Landsbjörgu. Hanna var greind með Parkinsonsjúkdóminn í ágúst árið 2015. Læknar sem fóru yfir hennar sjúkrasögu telja að hún hafi verið með einkenni sjúkdómsins í fjögur ár án þess að átta sig á ástæðunni. „Eftir því sem ég best veit er þetta ekki mjög algengt, eitthvað í kringum 10 prósent greinast svona ungir,“ segir Hanna í samtali við Vísi. „Sjúkdómurinn var farinn að hafa mikil áhrif á mitt daglega líf áður en ég greinist, mína hreyfigetu og líkamlega heilsu. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta væri Parkinson, ég hélt að þetta væri tengt klemmdri taug í baki. Mig grunaði aldrei að ég væri með þennan sjúkdóm.“ Eftir greininguna komst Hanna fljótt inn í gott teymi á Landsspítalanum og tókst að draga mikið úr hennar einkennum með aðstoð lyfjagjafar. „Lyfin hafa breytt heilmiklu fyrir mig. Þetta gekk allt mjög hratt fyrir sig þar sem á þessum tíma var það augljóst að ég væri með þennan sjúkdóm, frá því að ég leita á Landspítalann liðu tvær vikur þangað til ég var komin með greiningu.“Hanna við Köfun.Hanna VilhjálmsdóttirLífið heldur áframHanna er mjög spennt fyrir því að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu en hún hleypur þar þrjá kílómetra. Á síðasta ári tók Hanna líka þátt og hljóp með dóttur sinni og safnaði þá einnig áheitum fyrir Parkinsonsamtökin.Mér fannst þetta alveg frábært. Maður er að leggja sitt af mörkum og að sýna að það er hægt að taka þátt í lífinu þó að maður greinist með þennan sjúkdóm. Lífið heldur áfram. Hanna segir að Parkinsonsamtökin vinni mjög gott starf og séu mikilvægt stuðningsnet fyrir þá sem eru greindir með sjúkdóminn. Þau vita miklu meira en maður sjálfur þegar maður greinist. „Ég vildi láta gott af mér leiða og gefa til baka fyrir allt sem var gert fyrir mig. Samtökin styðja svo vel við bakið á okkur sem erum með þennan sjúkdóm og einnig aðstandendur. Ég er í svokölluðum unglingahóp sem samtökin stofnuðu fyrir okkur sem erum í yngri kantinum og það hefur eflt okkur í að lifa með þessum sjúkdómi.“Nýtur þess að vera í sjónumSkömmu áður en Hanna fékk greininguna byrjaði hún að stunda köfun og er hún virkur félagi í Sportkafarafélagi Íslands í dag. „Ég var fertug þegar ég byrjaði. Ég er núna bæði í fríköfun og sportköfun og nýt þess að vera í sjónum.“ Í sportköfun er kafað með súrefnistank og annan búnað. Í fríköfun er kafað án nokkurs búnaðar og aðeins kafað í stuttan tíma í einu. „Þú æfir þannig andardrátt og slökun en ert aldrei niðri í nema eina til eina og hálfa mínútu, það fer eftir því í hversu góðu formi maður er,“ útskýrir Hanna. Hún var áður mikil útivistarkona og hefur verið í björgunarsveit Landsbjargar í rúm sex ár og er núna í svæðisstjórn. Hanna er með réttindi sem leitar- og björgunarkafari. „Daglegu áhrif sjúkdómsins eru þau að þó ég geti lifað sem eðlilegustu lífi þá þreytist ég fyrr og ákveðnar takmarkanir sem ég þarf að setja mér með heilsuna til hliðsjónar. Ég er samt kafari og er í björgunarsveit, svo finnst mér líka gaman að ferðast. Ég læt þennan sjúkdóm ekki stjórna mínu lífi en hann hefur samt áhrif á mitt líf.“ Hanna segir að sjúkdómsgreiningin hafi breytt hennar viðhorfi til lífsins. „Ég lifi lífinu en ég fresta engu. Ég geri það sem mig langar því að maður veit aldrei hvað gerist á morgun eða eftir ár. Þessi sjúkdómur er einstaklingsbundinn og því veit ég ekki hvernig ég verð eftir 10 ár, kannski verð ég alveg eins en kannski verð ég mun verri. Ég nýt því lífsins bara.“Hér má finna áheitasíðu Hönnu.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira