Læknisskoðun á Thomasi eftir handtökuna: Var með klórför á bringunni og höndunum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. ágúst 2017 12:20 Thomas huldi andlit sitt þegar hann hafi lokið við að gefa skýrslu og hlé var gert á þinghaldi. Hann er áfram í Vísir/Anton Brink Læknisskoðun sem gerð var á Thomasi Møller Olsen eftir að hann var handtekinn leiddi í ljós að hann var með klórför á bringunni og fingrunum. Thomas, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt 14. janúar, gaf þá skýringu á þessum áverkum í dag að hann klóraði sjálfan sig oft í svefni. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas neitar því að hafa banað Birnu en við skýrslutöku í dag gat hann ekki gefið útskýringar á ýmsum sönnunargögnum sem virðast tengja hann við Birnu og hvarf hennar.Beina textalýsingu Vísis úr dómssal má finna hér.Grænlenski togarinn Polar Nanoq er í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Myndin var tekin á tíunda tímanum í morgun.Vísir/Anton BrinkBeðinn um að slökkva á símanum Thomas lýsti því fyrir dómi í dag að hann hefði farið á bíl sem hann hafði á leigu og ekið að enda Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sex að morgni laugardags. Þar hafi hann beðið í fimmtíu mínútur eftir manni sem hann hafði mælt sér mót við til að láta af hendi pakka. Thomas vildi ekkert tjá sig nánar um pakkann eða hvaða mann hann átti að hitta en sagði þó að maðurinn hefði beðið hann um að slökkva á símanum sinum. Þá gat hann aðspurður ekki sagt hvert hann fór klukkan sjö um morguninn en Thomas ók þá burt frá Hafnarfjarðarhöfn. Hann ítrekaði að hann hefði verið beðinn um að slökkva á símanum sínum.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir/Anton BrinkSegist hafa verið að borða á þeim stað sem skórnir fundust Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði hvað Thomas hafi svo gert eftir að hann kom aftur á höfnina klukkan 11. Hann sagðist þá hafa tekið eftir ælu í bílnum. „Ég fór að leita hreinsiefni. Mig vantaði poka sem hægt var að loka og tannkrem svo ég fór og keypti þessa hluti. Ég fann ekki rétt tannkrem svo ég keypti pokann og hreinsiefni. Ég fór svo sennilega niður í skipið aftur,“ sagði Thomas fyrir dómi. Kolbrún spurði hann út í myndbandsupptökur sem sýna að hann hafi farið að Óseyrarbrautinni og staðsetja upptökurnar Thomas og bílinn við rörastæðu. Thomas svaraði því til að hann hafi farið þangað til að borða. Hann hafi verið að borða samloku og ávexti. Hann hafi borðað í rólegheitunum, tekið smá rúnt og keyrt svo niður á Hafnarfjarðarhöfn þar sem grænlenski togarinn Polar Nanoq var við bryggju en Thomas var skipverji á togaranum.Fjölmennt lið blaðamanna fylgist með því sem fram fer í dómssal í dag. Myndin var tekin áður en opnað var inn í salinn í morgun.Vísir/Anton BrinkVildi skila bílnum hreinum Hann kvaðst síðan hafa þrifið æluna sem hann hefði orðið var við í bílnum. Hún hafi verið á einum stað, hann hafi verið að þrífa hana með brúnu handklæði. Thomas sagðist hafa verið að reyna að ná ælunni úr og það hafi tekið tíma. Hann vildi skila bílnum hreinum. Kolbrún spurði hann hvað hann hefði verið fyrst og fremst að þrífa. Svaraði Thomas því til að það hefði fyrst og fremst verið sætið fyrir aftan farþegasætið fram í. Mikið magn blóðs fannst í bílnum sem reyndist vera úr Birnu. Thomas sagði að hann hefði ekki séð neitt blóð þegar hann hafi verið að þrífa æluna. Hann hafi ekki séð neitt rautt, bara brúnan lit. Kolbrún spurði hann þá út í blóð úr Birnu sem fannst á úlpu hans og hvort hann gæti skýrt það. Svaraði Thomas því til að hann gæti ekki útskýrt það.Thomas hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Lögreglumenn fylgja honum því eftir hvert fótmál.Vísir/Anton BRinkDNA úr Thomasi á skóreimum Birnu Þá spurði Kolbrún hann einnig út í skóna hennar Birnu sem fundust við rörastæðuna þar sem Thomas kvaðst hafa verið að broða. Á reimum skónna fannst DNA Thomasar. Aðspurður gat hann ekki útskýrt hvers vegna það væri. Kolbrún spurði Thomas síðan út í það hvort hann æfði sjálfsvarnaríþróttir. Svaraði hann því neitandi. Hún sagði þá að hann hefði sagt við geðlækni að hann hefði verið að æfa sjálfsvarnaríþróttir. „Ég prófaði það fyrir mörgum árum síðan en það er langt síðan ég hef verið í þannig,“ svaraði Thomas þá. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, tók síðan til við að spyrja hann út í atvik málsins. Hann byrjaði á að spyrja hvers vegna framburður hans fyrir dómi væri svo ólíkur framburði hans hjá lögreglu.Úr dómssal rétt áður en þinghald hófst í morgun.Vísir/Anton brinkRóaðist eftir einangrun „Ég var í einangrun og var mjög stressaður. Lögreglan kemur upp að mér á tveggja tíma fresti og öskrar á mig. Hún var ekki góð við mig og ég næ ekki sambandi við fjölskyldu og kærustu og ég vissi ekki hvað var að gerast,“ sagði Thomas. Hann hafi síðan róast þegar hann kom úr einangrun og náði að tala við fjölskylduna sína. Verjandinn spurði hann jafnframt út í hvernig honum hafi liðið þegar sérsveitin var að koma um borð í Polar Nanoq en Thomas var með töluvert magn af fíkniefnum í káetu sinni. Hann er ákærður fyrir vörslu fíkniefnanna og játar að hafa verið með þau í fórum sínum en kvaðst aldrei hafa ætlað að flytja þau til Íslands.Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, fer yfir málin með skjólstæðingi sínum.Vísir/Anton BrinkÓgnverkjandi þegar sérsveitin mætti Aðspurður um líðan sína þegar sérsveitin var að koma sagði Thomas: „Þetta var rosalega ógnvekjandi og ég var mjög hræddur. Það fór margt í gegnum hausinn: „Ég er á leið í fangelsi, ég veit ekki hvað ég á að gera.““ Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. Hann sagðist þó mögulega hafa getað snert það án þess að vita það. Þá sagðist hann aldrei hafa séð skó brotaþola og hvorki hafa snert þá né reimarnar á skónum. Þá sagði Thomas að það væri eðlilegt að hann myndi ekki eftir hlutum eftir að hann væri búinn að drekka. Aðspurður sagðist hann jafnframt keyra bíl eftir að hafa drukkið áfengi. Páll spurði þá hvort hann hefði gert brotaþola eitthvað. „Nei,“ svaraði Thomas. „Hjálpaðir þú einhverjum öðrum, slóstu hana, tókstu hana hálstaki?“ „Nei, nei, nei.“ „Er möguleiki að þú hafir gert eitthvað af þessu og munir ekki eftir því?“ „Nei,“ svaraði Thomas. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Læknisskoðun sem gerð var á Thomasi Møller Olsen eftir að hann var handtekinn leiddi í ljós að hann var með klórför á bringunni og fingrunum. Thomas, sem ákærður er fyrir að hafa banað Birnu Brjánsdóttur aðfaranótt 14. janúar, gaf þá skýringu á þessum áverkum í dag að hann klóraði sjálfan sig oft í svefni. Aðalmeðferð málsins hófst í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Thomas neitar því að hafa banað Birnu en við skýrslutöku í dag gat hann ekki gefið útskýringar á ýmsum sönnunargögnum sem virðast tengja hann við Birnu og hvarf hennar.Beina textalýsingu Vísis úr dómssal má finna hér.Grænlenski togarinn Polar Nanoq er í Hafnarfjarðarhöfn í dag. Myndin var tekin á tíunda tímanum í morgun.Vísir/Anton BrinkBeðinn um að slökkva á símanum Thomas lýsti því fyrir dómi í dag að hann hefði farið á bíl sem hann hafði á leigu og ekið að enda Hafnarfjarðarhafnar um klukkan sex að morgni laugardags. Þar hafi hann beðið í fimmtíu mínútur eftir manni sem hann hafði mælt sér mót við til að láta af hendi pakka. Thomas vildi ekkert tjá sig nánar um pakkann eða hvaða mann hann átti að hitta en sagði þó að maðurinn hefði beðið hann um að slökkva á símanum sinum. Þá gat hann aðspurður ekki sagt hvert hann fór klukkan sjö um morguninn en Thomas ók þá burt frá Hafnarfjarðarhöfn. Hann ítrekaði að hann hefði verið beðinn um að slökkva á símanum sínum.Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari sækir málið.Vísir/Anton BrinkSegist hafa verið að borða á þeim stað sem skórnir fundust Kolbrún Benediktsdóttir, sækjandi, spurði hvað Thomas hafi svo gert eftir að hann kom aftur á höfnina klukkan 11. Hann sagðist þá hafa tekið eftir ælu í bílnum. „Ég fór að leita hreinsiefni. Mig vantaði poka sem hægt var að loka og tannkrem svo ég fór og keypti þessa hluti. Ég fann ekki rétt tannkrem svo ég keypti pokann og hreinsiefni. Ég fór svo sennilega niður í skipið aftur,“ sagði Thomas fyrir dómi. Kolbrún spurði hann út í myndbandsupptökur sem sýna að hann hafi farið að Óseyrarbrautinni og staðsetja upptökurnar Thomas og bílinn við rörastæðu. Thomas svaraði því til að hann hafi farið þangað til að borða. Hann hafi verið að borða samloku og ávexti. Hann hafi borðað í rólegheitunum, tekið smá rúnt og keyrt svo niður á Hafnarfjarðarhöfn þar sem grænlenski togarinn Polar Nanoq var við bryggju en Thomas var skipverji á togaranum.Fjölmennt lið blaðamanna fylgist með því sem fram fer í dómssal í dag. Myndin var tekin áður en opnað var inn í salinn í morgun.Vísir/Anton BrinkVildi skila bílnum hreinum Hann kvaðst síðan hafa þrifið æluna sem hann hefði orðið var við í bílnum. Hún hafi verið á einum stað, hann hafi verið að þrífa hana með brúnu handklæði. Thomas sagðist hafa verið að reyna að ná ælunni úr og það hafi tekið tíma. Hann vildi skila bílnum hreinum. Kolbrún spurði hann hvað hann hefði verið fyrst og fremst að þrífa. Svaraði Thomas því til að það hefði fyrst og fremst verið sætið fyrir aftan farþegasætið fram í. Mikið magn blóðs fannst í bílnum sem reyndist vera úr Birnu. Thomas sagði að hann hefði ekki séð neitt blóð þegar hann hafi verið að þrífa æluna. Hann hafi ekki séð neitt rautt, bara brúnan lit. Kolbrún spurði hann þá út í blóð úr Birnu sem fannst á úlpu hans og hvort hann gæti skýrt það. Svaraði Thomas því til að hann gæti ekki útskýrt það.Thomas hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því í janúar. Lögreglumenn fylgja honum því eftir hvert fótmál.Vísir/Anton BRinkDNA úr Thomasi á skóreimum Birnu Þá spurði Kolbrún hann einnig út í skóna hennar Birnu sem fundust við rörastæðuna þar sem Thomas kvaðst hafa verið að broða. Á reimum skónna fannst DNA Thomasar. Aðspurður gat hann ekki útskýrt hvers vegna það væri. Kolbrún spurði Thomas síðan út í það hvort hann æfði sjálfsvarnaríþróttir. Svaraði hann því neitandi. Hún sagði þá að hann hefði sagt við geðlækni að hann hefði verið að æfa sjálfsvarnaríþróttir. „Ég prófaði það fyrir mörgum árum síðan en það er langt síðan ég hef verið í þannig,“ svaraði Thomas þá. Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi Thomasar, tók síðan til við að spyrja hann út í atvik málsins. Hann byrjaði á að spyrja hvers vegna framburður hans fyrir dómi væri svo ólíkur framburði hans hjá lögreglu.Úr dómssal rétt áður en þinghald hófst í morgun.Vísir/Anton brinkRóaðist eftir einangrun „Ég var í einangrun og var mjög stressaður. Lögreglan kemur upp að mér á tveggja tíma fresti og öskrar á mig. Hún var ekki góð við mig og ég næ ekki sambandi við fjölskyldu og kærustu og ég vissi ekki hvað var að gerast,“ sagði Thomas. Hann hafi síðan róast þegar hann kom úr einangrun og náði að tala við fjölskylduna sína. Verjandinn spurði hann jafnframt út í hvernig honum hafi liðið þegar sérsveitin var að koma um borð í Polar Nanoq en Thomas var með töluvert magn af fíkniefnum í káetu sinni. Hann er ákærður fyrir vörslu fíkniefnanna og játar að hafa verið með þau í fórum sínum en kvaðst aldrei hafa ætlað að flytja þau til Íslands.Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, verjandi Thomasar, fer yfir málin með skjólstæðingi sínum.Vísir/Anton BrinkÓgnverkjandi þegar sérsveitin mætti Aðspurður um líðan sína þegar sérsveitin var að koma sagði Thomas: „Þetta var rosalega ógnvekjandi og ég var mjög hræddur. Það fór margt í gegnum hausinn: „Ég er á leið í fangelsi, ég veit ekki hvað ég á að gera.““ Fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu en aðspurður kvaðst Thomas aldrei hafa séð það. Hann sagðist þó mögulega hafa getað snert það án þess að vita það. Þá sagðist hann aldrei hafa séð skó brotaþola og hvorki hafa snert þá né reimarnar á skónum. Þá sagði Thomas að það væri eðlilegt að hann myndi ekki eftir hlutum eftir að hann væri búinn að drekka. Aðspurður sagðist hann jafnframt keyra bíl eftir að hafa drukkið áfengi. Páll spurði þá hvort hann hefði gert brotaþola eitthvað. „Nei,“ svaraði Thomas. „Hjálpaðir þú einhverjum öðrum, slóstu hana, tókstu hana hálstaki?“ „Nei, nei, nei.“ „Er möguleiki að þú hafir gert eitthvað af þessu og munir ekki eftir því?“ „Nei,“ svaraði Thomas.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11 Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Sjá meira
Gjörbreyttur framburður Thomasar: Segir Nikolaj hafa keyrt burt með stúlkuna sem kom inn í bílinn Þeir notuðu kærustuna mína og sögðust ætla að sýna kærustunni minni myndirnar til að sýna hvers konar skrímsli ég er, segir Thomas Møller Olsen sem sakaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. 21. ágúst 2017 11:11
Í beinni: Thomas Møller Olsen kemur fyrir dóm Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Thomas Frederik Møller Olsen hefst í Héraðsdómi Reykjaness klukkan 9.15 í dag. 21. ágúst 2017 07:15